Þjóðviljinn - 28.06.1977, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVII>JINN Þriöjudagur 28. júní 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýöshreyfingar
og þjóðfrelsis.
titgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Síöumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Veröbólgan
og ríkisstjórnin
Flestum er vafalaust i fersku minni, að
eitt helsta loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir
seinustu kosningar var að vinna bug á
verðbólgunni. Á seinasta valdaári vinstri-
stjórnar gekk mikil verðbólgualda yfir
hinn kapitaliska heim með einstæðum
hækkunum á verði oliu og annarra hrá-
efna og olli meðal annars miklum verð-
hækkunum hér á landi. Þetta óvenjulega
ástand notfærði Sjálfstæðisflokkurinn sér
til hins itrasta til að klekkja á vinstri-
stjórninni, og jafnframt gáfu forystu-
menn flokksins hátiðleg fyrirheit um
stöðvun verðbólgunnar, ef flokkurinn
kæmist aftur til valda.
Þegar Geir Hallgrimsson hélt stefnu-
skrárræðu rikisstjórnar sinnar á Alþingi
23. október 1974 var hann enn i áróðurs-
vimu nýafstaðinna kosninga og lofaði þá
enn á ný að snúast af öllu afli gegn verb
bólgunni. í þetta sinn lofaði hann að visu
ekki að stöðva verðbólguna algerlega, en
hann hét þvi, að innan árs yrði hún
komin niður i 15% á ári.
Allir vita, hvað síðan hefur gerst. Verð-
bólgan hefur aldrei verið geigvænlegri i
tið nokkurrar rikisstjórnar, hvorki fyrr né
siðar. Fyrstu tólf mánuði núverandi rikis-
stjórnar hækkaði visitala vöru og þjónustu
um hvorki meira né minna en 60%, og
siðan hefur verðbólgan legið á bilinu
30—40% á ári. Hins vegar er hin alþjóð-
lega verðbólgualda löngu gengin hjá
garði, og hækkanir á verðlagi innfluttra
vara hafa ekki numið nema 5 - 6% á sein-
ustu tveimur árum. Það er þvi ljóst, að nú
er verðbólgan að miklum meiri hluta af
innlendum toga spunnin, öfugt við það
sem var á seinasta valdaári vinstri-
stjórnar.
En hvert má þá rekja orsakir verðbólg-
unnar? Ekki verður þvi haldið fram með
nokkurri sanngirni, að of miklar launa-
hækkanir á seinustu árum hafi valdið
þessari gifurlegu verðbólgu. Það er ein-
mitt sérstaklega eftirtektarvert fyrir þá,
sem vilja vita hið sanna, að hin einstæða
verðbólguþróun seinustu ára hefur átt sér
stað á sama tima og launakjör hafa mjög
farið rýrnandi, og er það enn ein staðfest-
ing þess, sem verkalýðshreyfingin hefur
löngum bent á, að meginorsakir verðbólg-
unnar er ekki að finna i launahækkunum.
Auðvelt er að sýna fram á, að lang-
mestur hluti þeirra verðhækkana, sem
gengið hafa yfir seinustu þrjú árin, hefur
beint eða óbeint stafað af aðgerðum
stjórnvalda: skefjalausum gengisfelling-
um, vaxtahækkunum, gifurlegri hækkun
söluskatts, vörugjaldi, sjúkragjaldi og
hóflausum hækkunum á verði opinberrar
þjónustu. Það er rikisstjórnin sjálf sem
ber ábyrgð á hinni miklu verðbólgu.
Með þetta i huga verða skrif
Morgunblaðsins undanfarna daga
auðskiljanleg. Ritstjórar Morgunblaðsins
brjóstast um á hæl og hnakka i leit að ráð-
um til að koma ábyrgðinni af verðbólg-
unni yfir á aðra. í öðru orðinu er þvi haldið
fram, að þjóðin öll beri ábyrgð á verðbólg-
unni, i hinu orðinu er hamrað á þvi dag
eftir dag, að nýgerðir kjarasamningar séu
ver ðbólgusamningar.
Staðreyndin er að sjálfsögðu sú, að það
veltur framar öllu öðru á rikisstjórninni
sjálfri, hvort atvinnurekendum verður
heimilað að velta launahækkunum, sem
þeir hafa nú fallist á, út i verðlagið. Á
næstu vikum og mánuðum er einmitt þörf
á ströngum hömlum gegn hvers konar
hækkunum verðlags, sem ekki stafa af
verðhækkunum erlendis.
Rikisstjórnin hefur það i hendi sér,
hvort mikil verðbólga verður á næstu
mánuðum eða ekki. Henni ber skylda til
að beita itrustu verðlagshömlum, og hún
getur gripið til fjölmargra annarra
úrræða eins og Alþýðubandalagið og
verkalýðshreyfingin hefur hvað eftir ann-
að bent á, til að draga úr verðhækkunum.
Spurningin er aðeins um vilja. Með þvi að
varpa sökinni á þjóðina eða á nýgerða
kjarasamninga, sem allir vita að voru
varnaraðgerð til að vinna upp það sem
glatast hefur i verðbólgu seinustu ára, er
rikisstjórnin hreinlega að lýsa yfir
uppgjöf sinni.
Er það ekki nokkuð snemmt, þegar enn
er heilt ár til næstu alþingiskosninga?
Væri þá ekki nær, að rikisstjórnin segði
hreinlega af sér og legði málin i dóm
þjóðarinnar?
Ein miljón tonn
af loönu
I Ægi, tlmariti Fiskifélags
tslands, er birt áfangaskýrsla
nefndar, sem skipuö var til þess
aö gera úttekt á loönuveiöum og
-vinnslu og lifrarbræðslum á
landinu. t nefndinni eiga sæti
Björn Dagbjartsson, formaöur,
Þorsteinn Gislason, Ingólfur
Ingólfsson, Július Stefánsson og
Sigurður Sigurðsson. Meginniö-
urstöður og tillögur nefndarinn-
ar eru þessar:
„Gengiö er út frá því aö árs-
aflinn af loönu verði 1. miljón
tonn á næstu árum og aö veiöar
verði stundaöar 6—9 mánuöi
ársins.
Hvorki viröist þurfa aö fjölga
nótaveiöiskipum landsmanna
né stækka þau til aö veiða þaö
magn samtals sumar og vetur.
Heildarafkastageta islenskra
loðnuverksm. er einnig nægi-
leg til að vinna úr 1 miljón tonna
af loönu auk úrgangs frá ann-
arri fiskvinnslu og fyrirsjáan-
legs magns af kolmunna og
spærlingi.
Ætla má aö loönuaflinn I ár
gæti oröiö um 700 þúsund tonn,
500 þús. tonn I vetur og 200
þúsund tonn næsta sumar og
haust, án nokkurra sérstakra
aögeröa annarra en litils háttar
flutningsstyrkja til siglinga
veiöiskipa með eigin afla.
Hráefnisgeymslur eru viðast
hvar alltof litlar og ekki I sam-
ræmi við afkastagetu verk-
smiðjanna. Lagt er til aö allar
verksmiðjur stefni aö þvl aö
byggja uppp hráefnisgeymslur
sinar til eins mánaöar vinnslu.
Meö þvl móti mætti auka afla-
magn um 200 þús. tonn, meö þvl
aö fylla þrær aöeins einu sinni.”
Hvernig nýtist fjármagniö best: A AÐ STÆKKA FLOTANN? —
A AÐ STÆKKA HRAEFNISGEYMSLURNAR? — A AÐ
ENDURBÆTA VERKSMIÐJ URNAR?
Tilraun meö
flutningaskip
„Skipulag flutninga á loönu
frá veiöisvæöum til fjarlægra
verksmiöja er brýnt vandamál.
Nefndin leggur til aö unniö veröi
aö gerö tölfræöilegs „módels”
fyrir siglingar veiöiskipa meö
eigin afla i þvi skyni aö stuöla aö
auknum heildarafla. Ennfrem-
ur er álitiö nauðsynlegt aö gera
tilraun til flutninga á loðnu meö
flutningaskipi slöari hluta þessa
árs. Ef vel tekst til, má ætla aö
eitt 4.000-5.000 lesta flutninga-
skip geti aukiö vciöimagniö um
80—100 þúsund tonn á sex mán-
uöum. Verölagningu loönunnar
skuli hagað eftir þvi hvort land-
aö er I flutningaskip, til verk-
smiöju næst miöunum eöa fjar-
lægari verksmiöju og þá tekiö
tillit til fjarlægöar frá miöun-
um.”
Afkastageta
flotans nœgileg
Afangaskýrsla þessi er tekin
til umfjöllunar I forystugrein
Ægis. Þar segir m.a.:
„Þó hér sé einungis á feröinni
bráðabirgðaniðurstaöa þar
sem nefndinni gafst ekki timi til
aö athuga ýmis smærri atriöi,
sem þó geta skipt verulegu máli
hvaö snertir ákvaröanir um
stefnumótun, er sú heildar-
mynd, sem við blasir,athyglis-
verö. Meginniöurstaða skýrsl-
unnar er, aö afkastageta bæöi
veiöiflota og vinnslu sé nægileg
til aö anna þvl magni sem æski-
legt er taliö aö veiöa á næstu ár-
um.
Aö visu eru ekki allir þeir,
sem til þekkja, sammála þvi,
sem nefndin ályktar um verk-
smiöjurnar. Hefur þvi veriö
haldiö fram aö vafasamt sé aö
fara út i mikla aukningu
geymslurýmis fyrir hráefni.
Þau rök eru færð fyrir þessari
skoöun aö þaö hlutfall, sem aö
meöaltali gildir, þ.e. aö
geymslurými samsvari 10—12
daga vinnslu,sé nálægt hámarki
þess sem fært sé, eigi nýting og
gæöi afuröa aö vera innan eöli-
legra marka. Hugsanlegt er aö
lengja geymslutíma meö notkun
rotvarnarefna um borö I veiöi-
skipum en þaö hamlar væntan-
lega annarri hagnýtingu hrá-
efnisins þ.e. frystingu og nýt-
ingu hrogna, en umhleypinga-
söm veðrátta hérlendis þrengir
ætiö kosti hvaö geymslu hrá-
efnis varöar. En sé þetta fær
leið er hún vissulega áhuga-
verö.”
Fénu betur variö
i endurbætur á
verksmiöjunum
„Hvaö veiöiflotann snertir
eru niöurstööur skýrslunnar
ótvlræöar. Þrátt fyrir þaö hafa
til þessa á árinu veriö teknar
ákvaröanir um aö auka buröar-
getu loönuveiöiflotans um 6500
tonn, en buröargeta skipanna er
ráöandi þáttur hvaö afköst
snertir. A móti þessu kemur aö
seld verða skip að buröarmagni
um 1500 tonn þannig aö nettó-
aukningin veröur um 5000 tonn
eöa um 20%. Þaö er augljóst aö
miöaö viö svipaöar aöstæöur og
rikjandi hafa veriö á loönuveiö-
unum leiöir þetta ekki tii auk-
innar veiöi, heldur lengri
biötima skipa og aukins kostn-
aöar.
Fjárfestingin I þessari auknu
afkastagetu nemur nettó um
þremur miljörðum króna.
Spurning er hvort þeim fjár-
munum væri ekki betur variö I
endurbætur á verksmiöjunum,
sem fiestar eru úreltar orönar,
þannig aö geysileg verömæti
fara forgöröum árlega vegna
iélegrar nýtingar auk þess sem
gæði afurðanna verða léleg.
Timi til kominn aö huga aö öör-
um atriöum en magni ein-
göngu.” —e.k.h.