Þjóðviljinn - 28.06.1977, Page 7
Þriðjudagur 28. júnl 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7
3' Slæ því fram, að sá sem i alvöru vill leggja krabba-
meinsrannsóknum lið eða bæta aðbúð aldraðra.gerir
það betur með þvi að styrkja menningarstarfsemi
vinstrisinna en með happdrættiskaupum
Boðvar
Guðmundsson
menntaskóla-
kennari
Akureyri:
yinningsvon
Þvi hefur stundum veriö hald-
i6 fram a& vonin umskjótfeng-
inn gróöa stjórni lifi og gerðum
mikils meirihluta islensku þjóö-
arinnar. Kannski er þetta einum
of mikið sagt, — alla vega hljóta
islendingar að eiga samfylgd i
þessu sem öðru með vestrænum
þjóðum streitu og kapitalisma.
Hinu verður aftur á móti ekki á
móti mælt, að sá mikli fjöldi
happdrætta sem er I gangi á
landi hér bendir eindregið til.
þess að fólk eigi betra með að
opna pyngju sina fyrir hinu og
öðru þjóðþrifaframtakinu ef það
á sér einhverja vinningsvon i
staðinn. Svo mikil er lika tiltrú
manna á happdrættinu, að unnt
hefur verið að reka heilan há-
skóla á veikri von fólks um
happið mikla, — að ekki sé nú
talað um miklar framkvæmdir i
vegamálum og heilbrigðismál-
um. Vonarpeningar fólks hafa
verið notaðir til aö brúa stór-
fljót, reka heilsuhæli, byggja
elliheimili, reka rannsóknar-
stofur og mennta stúdenta, —
sem sagt: — til alls þess sem
nauðsynlegt getur talist fyrir
svokallaða velmegun. Ég hef
satt að segja undrast stórlega
að aldrei skyldi hafa verið efnt
til happdrættis til verndunar
fiskimiðanna og kristniboðsins i
Konsó.
Reynslan hefur sem sagt leitt
i ljós að unnt er að afla gifurlega
mikilla fjármuna á skjótan og
öruggan hátt ef voninni um ein-
býlishúsið góða, bilinn eða mál-
verkið er haldið volgri. Eðli sinu
samkvæmt hefur stjórnmála-
barátta vinstri manna á tslandi
einkennst mjög af fjárskorti.
Þar fara yfirleitt þeir sem
minna hafa af aurum handa á
milli en hægrisinnaðir braskar-
ar og sérhagsmunamenn.
Barátta vinstrimanna hefur á
siðari árum einkennst meir og
meir af fjárfrekum fram-
kvæmdum. Raunar hefur bar-
áttan fyrir jöfnuði og rétti ávallt
kostað sitt — en nú hefur hún
færsti dálitið annan farveg. Ber
þar mest á menningarlegu
framtaki — hverskonar skap-
andi list hefur i æ rikari mæli
einkennt þá starfsemi sem
kennd er til vinstri. Og það hef-
ur komið eðlilega á daginn að
rekstrarfjárksortur á þeim
vettvangi er jafnvel enn meiri
en hjá útgerðinni. Hið fórnfúsa
starf Kristins E. Andréssonar
og annarra sem gerðu Mál og
menningu að veruleika kostaði
fjölda manns bæði peninga og
vinnu, — á svipaðan hátt varð
Þjóðviljinn að staöreynd og
reyndar svo fjölda margt annað
sem hugsjónir vinstrimanna
hafa af sér leitt. Og þar hefur
von þess fólks sem lagði aura
sina i fyrirtækiö ekki verið
bundin við happið mikla, einbýl-
ishúsið eða sólarlandaferðina.
Vonin beindist að réttlæti og
jöfnuði öllum til handa.
SU var upphafleg ætlun fé-
laga i gamla Sósialistaflokknum
að þeir skiptu jafnt með sér
eignum og völdum. Auðvitað
var markið sett þar einum of
hátt, — en slik oftrú á hreinleik
hugsjónabaráttunnar hefur
einmittlöngum verið fylgifiskur
ungra vinstrihreyfinga. Það
þarf lengritima en aldur einnar
kynslóðar til að skapa það
hugarfar og menningu sem tel-
ur jöfnuðinn sjálfsagðan. En
þrátt fyrir það að slik samfé-
lágsstofnun fengi ekki að þróast
um sinn hefur mikil fórnfýsi
alltaf einkennt menningarstarf
vinstrimanna á tslandi. En til
eru samt þeir sem telja sig afar
vinstrisinnaða og leggja litið að
mörkum úr eigin vasa — og til
þeirra vil ég alveg sérstaklega
beina máli minu. Það eru nefni-
lega of margir sem skynja ekki
þá heild sem hinn sundurleiti
menningarfrontur á vinstri-
vængnum myndar. Sumir
vinstrisinnar sjá þar ekkert
'annað en miður vel þegna betl-
ara sem biðja þá um aurinn sem
minnst eiga aflögu. Auk þess
halda margir þvi fram i fúlli al-
vöru að menningarleg viðleitni
w eigi enga samleið með baráttu
fólks fyrir bættum kjörum og
meiri rétti. Vissulega er það
nokkur von að það fólk margt
sem þrælkað er með allt of löng-
um vinnudegi og tekst bölvan-
lega samt að þéna sér til nauð-
þurfta sjái eftir aurnum til
þeirrar starfsemi sem ihaldið
hefur logið að þvi að sé einskis
verð og ómerkileg. Og vissulega
hefur ihaldið gengiö snöfurlega
fram i þvi að gera menningar-
baráttu vinstrisinnaöra lista-
manna tortryggilega. Boöskap-
urinn er augljós: Kauptu þér
frekar sportbil og settu þig i
störa skuld hjá mér, elsku vin-
ur, en að kaupa bók eftir róttæk-
an rithöfund, hún er nefnilega
svo leiðinleg. — Og gæti auk
þess styrkt stéttlægan skilning
þinn, — bæta kannski einhverjir
við i laumi. Þetta er ismeygileg-
ur áróður, — og til eru af honum
ýms tilbrigði. Dauðþreytt fólk
er æst upp i lifsgæðakapphlaup
sem eru þvi fjárhagslega of-
viða, — þeir sem vilja benda á
annan útveg eru stimplaðir fifl
og fantar.
Auövitað eru þeir margir sem
leggja ávallt fé og vinnu til bar-
áttunnar, annars væri hún löngu
gufuð upp, — en þeir þyrftu aö
vera fleiri, enda yrði þá byröin
léttari á hverjum einum. Og um
fram allt þarf fólk að skilja að
það er vinningur i spilinu, þó
það sé ekki einbýlishús i Garða-
bæ til handa hinum heppna.
Vinningurinn heitir aukin jöfn-
uður og réttur.
Þau fyrirtæki sem litt eru
vænleg til fjárhagslegs ávinn-
ings en þurfa á fjárhagsaðstoð
almennings að halda eru reynd-
ar fjölmörg nú i dag. Hin merka
bókaútgáfa Máls og menningar
er löngu kominá nokkuð traust-
an grunn, en aðeins með þvi að
vera takmörkuð við litið upplag
fárrabóka. Æ fleiri ungirrithöf-
undar hverfa að þvi að koma
róttækum skoðunum sinum á
þrykk með einhverjum hætti á
eigin kostnaö. Ihaldið segir
fólki að lita á þá sem ruglaða
smitbera sárasóttar. jNokkur
kornung fyrirtæki hafa verið að
betia af almenningi á siöustu
árum og gengiö misvel, enda
mikið verið reynt til að gera þau
tortryggileg. Alþýðuleikhúsið
og nú sfðast Gagn og gaman eru
bannig stofnanir. Verkalýðs-
blaöiö, Neisti og Stéttabaráttan
eru gefin út þannig, að unnt er
að kaupa á þeim sérstaka bar-
áttuáskrift sem er mun dýrari
en lausasala, og þannig mætti
vafalaust lengi telja. Alþýðu-
bandalagið hefur sérstakt
styrktarmannakerfi þar sem
menn borga ákveðna upphæö,
langt umfram félagsgjöld,
benda má á að Þjóöviljahúsið
var reist fyrir framlög fólks
sem vildi að þróttugt málgagn
sósialisma væri til i landinu. Og
enginn þeirra sem lagt hafa
fram tugi og jafnvel hundruð
þúsunda i þessa starfsemi hefur
minnstu von um að hreppa
einbýlishúsiö eða sólarlanda-
feröina.
Þetta er galiö fólk, — segja
' byssnissmenn og hrista höfuðið
iorðvana skilningsleysi. Djöfuls
bölvað betl si og æ, — segja
vinstrisinnar sem ihaldið er bú-
ið að rugla — og kaupa sér svo
miða i happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins i von um góöan bil.
Og mikið rétt, -það er kannski
ekki alveg ofviða sama lág-
launamanni að gefa hundrað
þúsund krónur til Þjóöviljahúss-
ins, vera styrktarmaður Al-
þýðubandalagsins, vera bar-
áttuáskrifandi aö Verkalýðs-
blaöinu, Neista og Stéttabar-
áttunni, vera félagi í Alþýöu-
leikhúsinu og Gagni og gamni,
kaupa happadrætti Þjóðviljans,
vera félagsmaður i Máli og
menningu, borga styrktargjald
til Rauðsokkahreyfingarinnar,
vera áskrifandi að Lystræningj-
anum og guð má vita hvað. Fólk
verður einfaldlega aö velja og
hafna. Hins vegar er það and-
styggilegt samviskuyfirklór ef
það fólk sem telur sig eiga sam-
leið með sósialistum hafnar
þessu öllu og laumast svo til að
kaupa miöa I happdrætti
Krabbameinsfélagsins eða Há-
skólans, — segir si svona að það
sé þó alltaf að styrkja góðan
málstað. Þvi það er vonin um
stóravinningin og ekkert annað
sem ræður gerðum þess.
Nú kynni einhver að skilja
orð min svoaðég séað gera lítið
úr starfi heilbrigðis- og liknar-
stofnana, svo sem Krabba-
meinsfélagsinu, SIBS, og DAS.
Þviferþó fjarri. Þetta eru hinar
merkustu stofnanir og margur
einstaklingur innan þeirra hefur
unnið bæði mikið og fórnfúst
starf. Sama gildir um mennta-
stofnanir á borð við Háskóla Is-
lands.En það er núeinusinni trú
margra sósialista, að þessar
stofnanir eigi að vera rekn-
ar af rikinu og til þeirra skuli
ekkert sparaö. Til þess aö svo
verði, þarf sósialiskt hugarfar
aö verða mun útbreiddara en
nú er. Sú fallitstarfsemi sem ég
gat hér að framan vinnur ein-
mitt að þvi að breiöa út sóslal-
isma, halda vakandi kröfunni
um atvinnu- efnahags- og fé-
lagsöryggi einstaklinga. Það
öryggi næst þvf aöeins að hver
einstaklingur vinni heildinni og
leggi fyrir róða fánýta von sina
um stóran vinning I happdrætti
sér einum til handa.
Byltingin byrjaði á Akureyri,
— syngur hún Olga Guðrún á
nýju plötunni frá Gagni og
gamni. Okkur vinstrisinnum I
skjóli Vaðlaheiðar þykir þetta
góð fyndni, — en ég hugsa að
flest okkar reikni nú samt með
að sá stóri vinningur, byltingin,
sé nokkuð langt undan. örugg-
lega er þó einum degi styttra til
hennar I dag en i gær. Og þó svo
aö mörgum finnist barátta
vinstrisinna einkennast meir af
innbyrðisf jandskap en
samheldni þá er þó um sama
markmiðiö að ræða. Alla vega
er þaö vlst að það skiptir litlu
máli hvort valdataka sóslalista
gerist I friösamlegri lognmollu
þingræöislegra kosninga eða I
blóðstormi vopnaðra átaka,
sóslalismi kemst ekki á daginn
eftir byltingu. Söslallst þjóðfélag
er ekki ákveðiö form sem fundið
hefur verið upp i eitt skipti fyrir
öll, — en það mætti kalla þaö
þjóöfélag sóslallskt sem leitast
við af öllum mætti að þróast I átt
til enn meiri jöfnuðar og örygg-
is. Þaö kann ef til vill aö hljóma
undarlega en ég leyfi mér þó að
slá því fram svona I lokin, aö sá
sem I alvöru vill leggja krabba-
meinsrannsóknum lið eöa bæta
aðbúö aldraðra gerir það betur
með þvl að styrkja menningar-
starfsemi vinstrisinna en meö
happdrættiskaupum I von um
stóran vinningv
Böövar Guðmundsson
20-25 nýstúdentar í norræn
■fl mál í Greifswald í haust
Spjallað við Bruno Kress
um þýðingu hans á bókum
eftir Halldór Laxness
Á Islandi eru stundum skrif-
aðar langar og leiöinlegar
greinar um landkynningu; engu
likara en það sé upphaf og endir
alls að við eyöum miljónum og
miljónatugum I að prenta lit-
myndabæklinga um Island.
Eindálka fréttir I svokölluðum
stórblööum um þessa pésa eru
taldar bera vott um mikinn ár-
angur landkynningarstarfsins.
Þessi landkynningarárátta tek-
ur oft á sig ömurlegustu myndir
auglýsingamennskunnar og
stundum er þessi viöleitni vott-
ur um þá minnimáttarkennd
sem einkennir suma — sem bet-
ur fer fáa — Islendinga.
Mitt I þessari hringiðu land-
og fleira
kynningaræöisins vill þaö
gleymast sem mest er um vert:
Aö þaö spyrjist um heim allan
sem best er gert á Islandi I
menningu okkar.
I Evrópu situr maöur dag-
langt og náttlangt og þýðir bæk-
ur úr Islensku. 1 tuttugu ár hefur
hann haft islenskukennslu að
aðalstarfi; hún hefur nú til
dæmis borið þann árangur að
nemendur hans eru önnum kafn-
ir viö að þýða Islenskar bækur á
þýsku. Þessimaður er eini mað-
urinn sem getur þýtt bækur
beint af Islensku yfir á þýska
tungu.
Samt þekkja fáir þennan
mann; svo mikið er vist að þýö-
ingar hans á islenskum bókum
sjást ekki I bókaverslunum hér
á landi.
Hann heitir Bruno Kress.
Hann var hér á tslandi nýlega,
sendur af forlagi I Berlin austur
„Aufbau-Verlag”, til þess aö
ræða viö Halldór Laxness um
útgáfu á Guðsgjafaþulu I Þýska
alþýðulýðveldinu. Guösgjafa-
þula er fimmta bókin eftír Hall-
dör sem Bruno þýðir.
Þjóðviljinn frétti að Bruno
væri hér á landi og hann var
tekinn tali.
— „Aufbau-Verlag” sendi
mig hingað meö heillaóskir til
Halldórs og þær bækur hans,
sem til þessa hafa komið úti
Þýska alþýðulýöveldinu,
bundnar I leður. Þær eru: Is-
landsklukkan, Atómstööin og
Heimsljós, þýddar úr sænsku,
og þær bækur sem ég hef þýtt og
út hafa komiö: Sjálfstætt fólk,
Paradlsarheimt, Gerpla, og
Kristnihald undir jökli. Ég hef
lokið við að þýða Guðsgjafaþulu
og ætla að ræöa útgáfu hennar
við Halldór.
Þá hef ég rætt við fleiri aðila
hér um útgáfur og þýöingar; ég
hef veriö hjá Ólafi Jóhanni, þvi
dr. Owe Gustavs er að snara
Bréfi séra Böövars og Litbrigö-
um jarðar á þýsku. Ég hef þýtt
sögur eftir Halldór Stefánsson
ogþýddi og sá um útgáfu á „Is-
lándische Erz'áhler”, safni eftir
islenska höfunda. Sú bók hefur
komiö út tvisvar.
Það stendur tilaö setja saman
nýtt safn og þess vegna ræði ég
hér við Svövu Jakobsdóttur og
náttúrulega dóttur mlna, Helgu
Kress, sem kom frá Björgvin að
hitta mig. Þá ætla ég hér aö
taka saman efniviö I útgáfu á
þjóðsögum, draugasögum og
álfa og sögum um sviplega við-
burði, en Island á fleiri sllkar
sögur en nokkurt annað land.
— Er mikil eftirspurn eftir is-
lenskum bókum I Þýska alþýöu-
lýðveldinu?
— Þær fara út I hvelli. Þær
sjástvarla i bókabúöunum,fara
um leiö og þær koma þangað
inn. Paradisarheimt hefur selst
I 170 þúsund eintökum.
— Nú ert þú ekki einasta þýð-
andi, fyrst og fremst ert þú vis-
indamaður og kemur hingað
sem slikur einnig.
Framhald á bls. 14.