Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Föstudagur 26. ágúst 1977—42. árg. 186. tbl. Verðhækkun á þurrkuðum saltfiski Nokkur verðhækkun hefur orðið á þurrfiski á Brasiliumarkaði að und- anförnu, og má það verða mönnum nokkur huggun i vanda þeim er Afurða- lán hækka um 8,2% Útlán viöskipta- bankanna væntan- lega óbreytt SeMabanki islands hefur sent viðskiptabönkunum til- kynningu um að sama lána- hlutfall skuli gilda fyrir af- urðalán til frystiiðnaðarins og var fyrir 1. júll. Mun Seðlabankinn nú Iána 58,5% af útborgunarverði afurða. Er hér um 8,2% hækkun aö ræða miðað við útborgunar- verðið. Ekki er vitað um neinar breytingar á viðbótarlánum viðskiptabankanna ofan á lánahækkun Seðlabankans. Hafa viðskiptabankarnir lánað 28% af útborgunar- verði fob. Má þó reikna með að lán viðskiptabankanna verði óbreytt. Þeim er varla stætt á lækkun og lánaþak Seðla- bankans gagnvart þeim kemur i veg fyrir hækkun. Framkvæmdastjórar frystihúsa á Norðvesturlandi hafa hins vegar. lagt til að lán Seðlabankans verði hækkuð i 70% af útborgunarverðinu, sem er 11,5% ofan við núver- andi mörk. eng. Þrátt fyrir mikinn áhuga unga fólksins á smfðum og annarri handmennt fer þvf fjarri að skólakerfiö hafi sinnt þessum greinum sem skyldi. Árangur þess áhugaleysis „kerfisins” er sá að nú útskrifast aö jafnaði einn smiöakennari á sjötfu ára fresti. Ahugi barnanna breytist hins vegar ekki við slfkar tölur. Hér er ungt fólk að negla saman hús. 1 smíðakennari á 70 ára fresti Nú er sem kunnugt stefna yfir- valda i fræðslumáfum sú að auka jafnrétti til menntunar og sam- kvæmt grunnskólalögunum sem tóku gildi fyrir þremur árum skulu öll börn á landinu hafa sama rétt til náms og kennslu I öllum námsgreinum. Þegar kem- ur til að framkvæma þessi ágætu lög vilja hins vegar mörg ljón Úraníum unnið í Ástralíu CANBERHA 25/8 Reuter — Malcolm Fraser, forsætisráð- herra Astraliu, tilkynnti þinginu I dag að hann hefði aflétt banni þvi við vinnslu og útflutningi úranl- ums, sem staðið hefur I fjögur ár. Sagði hann að úranlumvinnsla I norðurhluta landsins gæti hafist þegar á sumum stöðum, og á öðr- um stöðum strax og námufélögin hefðu gefið fullnægjandi trygg- ingu fyrirþviaðþau tækju tillit til umhverfisverndar. 1 Ástraliu eru aö þvi er vísinda- menn telja um 20% af öllum þeim úraniumforða sem vestræn riki hafa yfir að ráða og á því svæði þar sem vinnslan á að hefjast þégar f stað er talið að vinna megi alls um 100.000 tonn af úraníum. Úraníumvinnsla og útflutning- ur hefur verið mikið hitamál i Astraliu að undanförnu. verða á veginum. Sérstaklega verða skólamenn utan Reykja- vikursvæðisins áþreifanlega var- ir við það. Það kom t.d. fram á blaða- mannafundinum, sem forsvars- menn kennara héldu fyrr i vik- unni,að frá þvi árið 1948 hafa að- eins 92 smiðakennarar útskrifast frá Kennaraskólanum og af þeim eru 60 i starfi. Það þýðir að hver skóli á landinu fær einn smiða- kennara á 70 ára fresti. Við þessar aðstæður er auðvit- að engan veginn hægt að uppfylla þá lagagrein grunnskólalaga, þar sem kveðið er á um að öllum börnum skuli kenna smiðar og sauma eða handmennt eins og það heitir nú. Hið sama er að segja um fleiri námsgreinar, eins og tónmennt, teiknun, leikfimi o.fl. Fróðlegt væri nú að heyra hvernig yfirstjórn menntamála hyggst leysa þetta mál á næstu árum. -hs. fiskverkendur telja sig eiga við að striða um þessar mundir. Engin breyting hefur þó enn orðið á þeirri ráðstöfun Brasiliu- stjórnar að krefjast að jafnvirði þess sem inn er flutt af fiskinum sé lagt i banka og bundið I heilt ár. Brasilia er þó langstærsti markaðurinnfyrir þurrkaöan salt fisk, og fer þangað meira en helmingur alls útflutnings af þurrkuðum salt fiski. Enn er þó verð á þurrkuðum saltfiski ekki það hátt að sú verk- un sé tekin fram yfir aðrar að- gerðir, heldur er það einkum þurrkað sem ekki hentar til hag- kvæmari verkunar. Þrátt fyrir innborgunarskyld- una munu frændur vorir Norð- menn mjög bjartsýnir um fram- tið slatfiskþurrkunar og hyggja á aukna framleiðslu. eng. Verkfall skapar öngþveiti LONDON 25/8.Reuter — Aðstoð- armenn breskra flugum ferðar- stjóra gera fjögurra daga verk- fall um þessa helgi, og sagði yfir- maður breskra flugmála að allt að einni miljón farþega mundu lenda i erfiðleikum vegna verk- fallsins. Undanfarna niu daga hefur ástandið á breskum flugvöllum verið mjög slæmt, þvi aö aðstoð- armenn flugumferðarstjóra hafa gripið til þess ráðs að leggja áherslu á kröfur sinar með þvi að „fara sérhægt” viö vinnuna. En á miðnætti i nótt hefst algert verk- fall og á að standa i fjóra daga. Þau sextiu flugfélög sem fljúga til flugvailanna i Heathrow og Gat- wick hafa fækkað feröum sinum um helgina og á ýmsum flugvöll- um i landinu hafa verið settar upp sérstakar kaffistofur og barir til að hafa ofan af fyrir þeim sem kunna að veröa fyrir töfum. t Flugfélögin hafa einnig gert ymsar ráðstafanir. T.d. sagði talsmaður British Airways að þeim farþegum sem væru strand- aðir á flugvellinum i Prestwick yrði boðið i ferð um næsta ná- grenniö, en þar eru æskuslóðir skoska þjóðskáldsins Robert Burns. 1 gær ræddu fulltrúar aðstoðar- manna flugumferðarstjóra við A1 bert Booth atvinnumálaráðherra, og voru umræðurnar árangurs- lausar. FARÐU BURT AF OKKAR LANDI, JÓSEP LUNS '/71 Jóseph Luns, fram- kvæmdastjóri NATO, er enn kominn hingað til is- lands, að þessu sinni með nokkra hershöfðingja og flotaforingja sér við hlið til að sitja fjölþjóða ráð- stefnu 300 velunnara hernaðarbandalagsins ásamt þeim Geir Hall- grímssyni, forsætisráð- herra Islands, Einari Ágústssyni, utanríkisráð- herra, Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuf lokks- ins/og fleiri NATO-þjón- um. Meðan landhelgisdeila okkar tslendinga stóö sem hæst, var Jóseph Luns NATOforstjóri sá maöur sem gekk harðast fram i aö knýja okkur Islendinga til undanhalds fyrir Bretum, og kom þá m.a. hingað þeirra er- inda. Viö Islendingar eigum ekkert erindi i hernaöarbandalagi og það er ömurleg skripamynd aö sjá islenska ráðherra og for- kólfa I stjórnmálum setta á pall viö hlið hershöfðingja og aðmir- ála Atlantshafsbandalagsins, og sjálfan NATOforstjórann bless- andi yfir söfnuðinn. I skjóli misviturra stjórn- valda hefur hernaðarbandalag- ið NATO haldiö uppi öflugri áróðursstarfsemi hér á tslandi, eins og viðar. Heilir flugvélafarmar af „upprennandi stjórnmála- mönnum” NATOflokkanna á ts- landi eru árlega fluttir til Bandarikjanna eða Briissel i heilaþvottarmiðstöðvar NATO til að skoða morðtól og kynnast þar „vitrum mönnum og góð- gjörnum” úr hópi herforingja og hugmyndafræöinga banda- lagsins. NATO heldur uppi laun- uðum erindreka I Reykjavik til áróðursstarfsemi sinnar, is- lenskum manni, sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en nýtur þó rétt- inda sem erlendur sendimaður. — SHk er svivirða og pest föður- lands. Jóseph Luns NATOforstjóri er ekki velkominn gestur á Is- landi. I ræðu, sem hann flutti i Brússel 13. mai 1976, lét hann i ljós þá skoöun, aö með þvi að láta hluta af landi okkar undir hernaðaraðstööu á Keflavikur- flugvelli, þá spöruðum við ts- lendingar Bandarikjamönnum 22 þús. miljónir dollara. Þetta eru 4.400 miljarðar islenskra króna. Þetta eru um 100 miljón- irá hverja einustu 5 manna fjöl- skyldu á tslandi. Þetta eru 50 föld fjárlög islenska rikisins. Þaö er dýr jörð, sem Jóseph Luns gengur á, þegar hann kemur til íslands. Vonandi brennur hún undir fótum hans. Jóseph Luns vildi kitla ágirndina i brjósti NATOvin- Jóseph Luns anna á tslandi með þvi að flagga stjarnfræðilegum peningaupp- hæðum og ýmsir skriöu fram úr skúmaskotunum. Samt er heitiö landsölumaður, eða landráða- maður ekki enn orðið heiðurs- heiti i hugum meginþorra ts- lendinga. Og þú ert ekki vel- kominn gestur, Jóseph Luns. Farðu burt. L J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.