Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. ágúst 1977 PERÚ Indlánskir bændur I Perú — þeir eru ósammála herforingjastjórninni um ágæti landbúnaAarumbótanna Vafasöm bylting og merkar fornminjar blöðum var svo sagt að þarna hefðu verið rauðliðar að verki. 1 lok október héldu svo mörg hundruð ungmenni fund á aðal- torginu i Lima, þar sem lýst var yfir stuðningi við sjómennina. Eins og vanalega lét lögreglan greipar sópa og fyllti fanga- geymslur. Þetta skeði sama dag- inn og ég las i La Prensa þá til- vitnun um pólitiskt frelsi sem birt er i upphafi kaflans! ,,Á þeim tima sem liðinn er frá upphafi perúönsku byItingarinnar til þessa dags, hefur það sýnt sig að hún styöst við þrjú grund- vallaratriði: frelsi, fórnarlund og samábyrgð. Þessi þrjú atriði eru grundvöllur hins bylt- ingarsinnaða ríkisvalds og koma fram i athöfn- um, það er pólitísku frelsi, efnahagslegu jafnrétti og þátttöku fjöldans" (la Prensa 27. okt. 1976). „Perúanska byltinginer ... sösíalískt andsvar. En það er sósíalismi með þátttöku allra, sem sigrast á and- stæðunum með því að koma á jafnvægi milli stétta, sem allar eru nauð- synlegar í þjóðlífinu. Hinn marxiski sósíalismi bygg- ist aftur á móti á árekstr- um: við reynum að uppræta það sem veldur efnahagslegri og pólitiskri kúgun til að geta komið á sáit og samlyndi. Perúanska byltingin væri á villigötum ef hún leitaði að fyrirmyndum sinum hjá Marx eða Lenin. Hún finn- ur þær frekar hjá Saint- liftir Tómas Kiinarsson Simon, Spencer, Kropotkin eða Durkheim" (La Prensa 29. okt. 1976). Þessar tilvitnanir eru úr grein- um, sem túlka hugmyndafræði perúönsku byltingarinnar, þ.e. þess stjórnmálaferils sem hófst méð valdatöku „vinstrisinnaðra” en andmarxiskra herforingja i október 1968. Þegar menn ræða um byltingu hérlendis sjá flestir fyrir sér skuggalegan hóp kommúniskra samsærismanna, en I Rómönsku-Ameriku eru allir byltingarsinnaðir: jafnvel hægri- samtök hafa orðið revolucionario einhvers staðar i nafni sinu og fjöldinn allur af valdaránum her- foringja kallast byltingar. En hvað hafa hinir perúönsku bylt- ingarmenn framkvæmt á þessum átta árum, fyrst undir forsæti Juan Velasco Alvarado og siðar Francisco Morales Bermúdez, sem báðir eru hershöfðingjar? Orð og efndir hafa löngum haft ■þá tilhneigingu að fylgjast ekki að og þá ekki sist i athöfnum suður- ameriskra hershöfðingja. En lit- um á þau þrjú grundvallaratriði sem fram koma i fyrri tilvitnun- inni. Þólitiskt frelsi: flokkar hafa ekki fengið að starfa opinberlega en hafa þó ekki verið ofsóttir grimmtá suður-amerískan mæli- kvarða. Þó hafa aögerðir gegn vinstrisamtökum aukist töluvert að undanförnu, i kjölfar vaxandi deilna milli alþýðusamtakanna (sér ilagisjómanna og bænda) og herf oring jastjórnarinnar. Útgáfustarfsemi er að mestu i höndum stjórnarinnar, beint eða óbeint, og útgáfa marxiskra timarita var stöðvuð s.l. sumar. Engu að siður er mikið um sölu á róttæku lesefni á götum, og þar ægir öllu saman: ritum Marx, Lenins, Trotskis, Maós og fleiri þvilikra, ritum Che Guevara, Peking Review, timaritum sem segja frá högum sovéskra kvenna, og svo mætti áfram telja. Þar fást og plaköt af helstu bylt- ingarhetjum s.s. Tupac Amaru, Che og svo frelsaranum. JesUbarnið og Che Guevara eru annars lang vinsælastir ef dæma má af myndaupphengingum, og á það við um öll þau lönd þar sem það er leyft. Þannig sáum við mynd af Ché i fullri stærð á fátæklegum matsölustað i perúönsku fjallaþorpi, sauma- stofu nefnda eftir honum i Ecuador og loks voru myndir af honum mjög vinsælar til áliming- ar á skellinöðrur i KólombiU, svo nokkuð sé nefnt. Mikið er um veggjakrot i Perú, þar sem kraf- ist ersósialisma, einnig er banda- rikjamönnum þar bölvaö heiftar- lega, á það reyndar við um alla álfuna. — Og er þá pólitiskt frelsi i Perú? Ég hygg að perúanskir stUdentar, sem við kynntumst i Lima, hafi farið hvað næst þvi er þeir sögðu að hver gæti laumast heim til sin og lesið Lenin i friði, en aftur á móti þegar menn vildu fara að boða öðrum sannfæringu sina og jafnvel stofna til aðgerða, þá væri frelsinu lokið og táragas- ið og gUmmikúlurnar tækju við. Þannig voru miklar mótmælaað- gerðir af hálfu stúdenta i júli s.l. vegna mikillar dýrtiðar, og var þeim mættaf fullrihörku, margir fangelsaðir og háskólum lokað. Var og sett útgöngubann i Lima. 1 október s.l. voru miklar aögerðir af hálfu óánægðra sjómanna i mörgum hafnarbæjum landsins, sérstaklega i Chimbote, sem er einna stærstur þeirra. Af hálfu sjómanna fóru þær friösamlega fram en lögreglan réðst á fundar- fólk, þeytti táragasi, skaut i loft upp og ástundaði handtökur. Út- göngubann var sett á, milli átta á kvöldin og fimm á morgnana. 1 Þennan lista um takmarkanir hins pólitiska frelsis mætti lengja mikið.sérstaklega að þvier varð- ar deilur milli fátækra bænda og varðhunda herforingjastjómar- innar. En hvað dvelur það efna- hagslega jafnrétti sem hug- myndafræöingar „byltingarinn- ar” hafa rætt um? Eins og að lik- um læturer það hvergi til nema á pappirnum. Enn i dag tyggja indiánarnir i fjöllum Perú blöð coca-jurtarinnar (sem kókain er unnið Ur) til þess að sefa hungur sitt, enn vantar 40% á að fæða þeirra hafi það næringargildi sem nauðsynlegt er talið og sést það greinilega þegar f arið er um fjöll- in i Perú, sérstaklega á börnun- um. Nær 99% af þeim sem búa i sveitum og 60% af borgarbúum hafa ekki rennandi vatn i „hús- um” sinum, sem tiðast eru leir- kofar með stráþaki Aftur á móti vantar fá skilyröi fyrir þægilegan lifnað þegar komið er út i auð- mannahverfin Miraflores og San Isidro i Lima. Og sé tekið dæmi af möguleikum til náms, þá er i fyrstalagi 40% ólæsiilandinu auk þesssem börn alþýðufólks geta af kostnaðarástæðum ekki stundað nám. — Og hvað með þátttöku fjöldans i „byltingunni”? Eitt aðalslagorð herforingjanna er „diálogcon el pueblo” — gagn- kvæm skoðanaskipti milli hersins og fólksins. En samræðurnar eru þvi miður oftast i þvi formi að fólkið spyr með friðsamlegum að- gerðum en herinn svarar með kylfum og stundum skotvopnum. Þannig fer nefnilega þegar misvitrir herskúnkar reyna að koma fram sem frelsandi englar, og ætla að „hjálpa” alþýðunni. En oftar en ekki kemur það i ljós að alþýðan hefur aörar hug- myndir um „frelsunina” en her- foringjarnir og þá verða þeir sárir og reiðir og beita valdi til að „kenna” fólkinu hvað sé rétt og rangt. „Föðurimynd” perúönsku herforingjanna er nú sem óðast að hrynja og hin fúlu herforingjafés birtast þegar grimunni kleppir. Þetta hefur komið skýrast i ljós i sambandi við þær landbúnaðar- umbætur (reforma agraria), uppskiptingu stórjaröeigna og stofnun samvinnubúa, sem farið hafa fram s.l. átta ár. Þessar landbúnaðarumbætur felast í þvi að átta milljónir hektara hafa skipt um eigendur, samtök stór- jarðeigenda verið leyst upp og stofnuð samvinnubú. En herinn treysti ekki bændunum til að hafa hönd i bagga með þessum fram- kvæmdum, allt varö aö koma að ofan og oftast var frumkvæði bændanna sjálfra stöðvað: skrif- finnarnir i Lima urðu að hafa alla stjórn. Þetta leiddi m.a. til þess að stórjarðeigendur gátu tæmt búin af öllum vélum, og búpen- ingi. Þau samvinnubú sem stofn- uð voru, voru ekki undir stjórn bændanna sem viö þau unnu, þau voru sett undir skrifræðið i Lima. Stærstu samtök perúanskra BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Lambastaðahverfi Seltjarnarnesi, Kvisthaga og nágrenni, Kópavog, vesturbæ (einnig Tíminn). ÞJÓÐVILJINN Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna Siðumúla 6 — simi 81333 mánud — föstud. bænda CCP, perúönsku bænda- samtökin, voru ætið i forustu fyrir aðgerðum bænda og eru illa þokk- uð af herforingjastjórninni, sem myndaði samtök undir sinni eigin stjórn. CCP eru róttæk samtök og stefna að sameiginlegri baráttu með verkalýð bæjanna og sam- tökum þeirra, faglegum og póli- tiskum. Þau hafa þvi verið tölu- vert ofsótt. I viðtali við perúanska timaritið Marca s.l. sumar, sagði formaður CCP að þeir litu á deil- ur milli herforingjanna og stór- jarðeigenda sem baráttu á milli tveggja borgaralegra aðila, bændurnir sjálfir hefðu engin völd og stofnun samvinnubúa i kapitalisku samfélagi leysti alls ekki vandann, þar yrði sósialisk bylting bænda og verkalýðs að koma til. Þá væri ekki framleitt til að ná hámarksgróða eins og nú er gert, heldur til að fullnægja þörfum samfélagsins. Sagði for- maðurinn að i grundvallaratrið- um hefði litið breyst, skriffinn- arnir hafa komið i stað stórjarð- eigenda, en þó væri ekkert eins og áður þvi á s.l. 8 árum hefðu bænd- ur vaknað mjög til meðvitundar um kjör sin og rétt. 1 júni s.l. lýstu herforingjarnir þvi yfir að land- búnaðarumbótunum væri lokið, en einmitt i þeim sama mánuði voru átta bændur handteknir fyr- ir að „taka jörð” eins og það er nefnt. Það sem vakti aðallega forvitni okkar i Perú voru tvö atriði, hin svonefnda perúanska bylting annars vegar og svo hinar fornu rústir frá timum Inkaveldisins. Um bióðfélag þeirra, sem var eitt af hinum best skipulögðu sem heimurinn hefur þekkt, mætti rita langt mál, en hér ætla ég þó aðeins að drepa á nokkur atriði. Vil ég benda þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér samfélag Inka, á bók sem kom út á siðasta ári og nefnist Þættir úr sögu Rómönsku Ameriku, eftir Sigurð Hjartarson. Kom bókin út i kilju- flokki Máls og menningar. Hin forna höfuðborg Inka var Cuzco, sem er staðsett i fjöllum Perú og útleggst nafli á islenzku.Þessi borg, sem i dag er litlu fjölmennari en á timum Inkaveldisins, hefur nú um 120 þúsund ibúa, er eins og lifandi sögusafn, þrátt fyrir allt það sem spánverjar eyðilögðu, en m.a. reistu þeir kirkjur á þeim stöðum þar sem hof Inkanna stóðu áður. Þar eru snilldarlega hlaðnir veggir frá dögum Inka ásamt óteljandi minjum, jafnt i borginni sem i næsta nágrenni. Það sem þó er stórfenglegast er hin forna borg Macchu Picchu, sem stendur hátt uppi á fjalli, á annað hundrað kilómetra frá Cuzco. Þessi borg var „uppgötvuð” af bandariskum fjallgöngumanni 1911 og var mjög lítið skemmd, þar sem spánverjar fundu hana aldrei.Hún hefur verið rannsökuð af fornleifafræðingum og eitt af þvi, sem i ljós kom, er að af þeim beinagrindum sem fundist hafa er mikill meirihluti af konum eða i hlutföllunum 10 á móti 1. Ein af tilgátunum sem komið hafa fram til skýringar á þessu, er að þá er spánverjar rændu Cuzco, hafi svonefndar Sólarmeyjar, konur sem höfðu eftirlit með n.k. klaustrum Inkahöfðingjanna, flúið til Macchu Picchu. Einnig velta menn þvi fyrir áér hvort borgin hafi verið hernaðarleg eða trúarleg miðstöð. Borgin er mjög vel staðsett hernaðarlega en þarna eru lika minjar um sólar- dýrkun. Eru fáir staðir i Rómönsku-Ameriku áhrifameiri en þessi yfirgefna borg. Er sjonvarpið bilað?^ □ Skjárinn Sjónvarpsverbsfoði Bergstaáasírfflti 38 simi 2-1940

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.