Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. ágiist 1977 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 7 Eins og að venju verður mikið um að vera i Laugardalshöllinni á þessari sýningu og bryddað upp á ýmsum nýjungum. Þarna verða daglega tiskusýningar, tvær á virkum dögum og þrjár um helgar, en þær verða á nýj- um palli uppi á áhorfendapöll- unum, og geta gestir setið og fylgst með sýningarfólkinu. Þar verða einnig skemmtiatriði, m.a. Rió Trió og fleiri. Nú verða sýningarfreyjur (nýtt nafn ófundið) i fyrsta sinn af báðum kynjum, en þótt aug- lýst hafi verið eftir nýyrði sem hentar báðum kynjum, hefur enn ekki tekist að finna nægi- lega gott orð. Alls starfa um 20 manns á sýningunni á vegum sýningarstjórnar, en á annað hundrað manns á vegum verk- taka,sem hafa afskipti af undir- búningi. A vegum sýningaraðila starfa um eitt þúsund manns, og má ætla að á annað þúsund mannshafi tekið þátt i uppsetn- ingu sýningarinnar á einhvern hátt. ólafur Jóhannesson, við- skiptaráðherra er verndari sýningarinnar, og opnar hann hana með ávarpi.en einnig flyt- ur Ólafur B. Thors forseti borgarstjórnar ávarp. Sýningin verður opnuð fyrir almenna gesti kl. 18 föstudag og opin dag- lega kl. 15-22 (virka daga) og um helgar 13-22, en svæðinu er lokað kl. 23. Veitingar verða i veitingasal, en aðgöngumiða- verð er kr. 650 kr. fyrir full- orðna og 200 fyrir börn yfir 5 ára. Þarna verður ýmislegt á döf- inni sem börn hafa gaman at, t.d. leiktæki, bátar á tjörn og fleira. Á útisvæði skátanna verður hægt að skoða fræðslu- myndir, kennsla fer fram i skyndihjálp og fræðsla verður um viðbrögð við hugsanlegum jarðskjólfta á suðurlandi. Turnar verða til að spranga i, tjörn og rennibrautir, og einnig munu hjálparsveitarmenn sýna bjargsig á veggjum Laugar- dalshallarinnar. A hinu úti- svæðinu verða m.a. 2 sumarbú- staðir, veiðihús, 13 bílar, hjól- hýsi, bátar og leiktæki. Gestahappdrætti fylgir hverj- um aðgöngumiða, en dregið verður daglega um SHARP-lit- sjónvarpstæki frá Karnabæ. 1 sýningarlok verður dregið um fjölskylduferð fyrir 4 til Flórida með ferð til Disneylands og fleira innifalið. Hér er um að ræða glæsilegasta gestahapp- drætti sem um getur og verð- mæti vinninga er yfir 5 miljónir króna. Strax uppúr áramótum var búið að leigja allt rýmið innan Laugardalshallarinnar fyrir ákveðna sýnendur, og eru margir á sama stað og þeir voru á siðustu sýningu. Hver sýnandi þarf að greiða ákveðna grunn- leigu 9750 krónur eða 8815 eftir þvi hvar básinn er. Velta sýningarinnar er alls um 50-60 miljónir króna. Komust mun færri að en vildu á sýningar- svæðið innan hallarinnar. Þetta er 10. sýningin sem þarna er Svona leit sýningarsvæðið i Laugardalshöllinni út fyrir nokkrum dögum. HEHUD77 Sýningin Heimilið 77 opnar i dag, föstudag, en þar sýna um 130 aðilar framleiðslu sina á 6000 fm svæði i Laugardalshöllinni. Hér er um að ræða bæði innlenda og erlenda framleiðslu,og vöruteg- undirnar eru óteljandi. Grunnflötur sýningar- svæðisins i Laulardalshöll er 3000 fm.og að auki verða tvö útisvæði, 1000 fm vestan hallarinnar og 2000 fm austan megin, en þar mun Landsamband Hjálparsveita Skáta kynna sina starfsemi. Hér er verið að flytja vörur inn i höllina skömmu áður en sýning in opnaöi. haldin og 5. sýningin eftir að fyrirtækinu „Kaupstefnan” var breytt. Eru nú 7 hluthafar að þvi, en sýningarstjórn skipa Gisli B. Björnsson, Haukur Björnsson, Ragnar Kjartansson og Bjarni Ólafsson, sem er lramkvæmdastjóri. Blaðafull- trúi er Halldór Guðmundsson, en y firsýningarfreyja Alda Magnúsdóttir. Fulltrúi sýningarstjórnar er Haukur ólafsson. Af nýjungum á sýningunni má nefna sérstakt tæki i eldhús sem þarna veröur kynnt i bás Vörumarkaðarins, en stúlka kemur frá fyrirtækinu sem framleiðir tækið i Sviss og sýnir fólki notkun þess, sem mun vera margvisleg (hakkar, þeytir, hrærir o.fl.). Þá sýna Br. Orms son tölvustýrð eldhústæki, Karnabær sýnir tölvu sem gengur fyrir ljósi, Heimilistæki sýna gegnsætt sjónvarp og Pét- ur Snæland sýnir kringlótt hjónarúm. Þarna verður einnig „karikatúr’-teiknari, Haraldur Einarsson, og teiknar hann myndir af þeim sem þess óska. Haraldur teiknaði eitt sinn hér i gamla Tfvolí og hefur einnig teiknað i Tivoli i Kaupmanna- höfn. Ekki má gleyma stærsta stól i heimi, sem smiðaður hefur ver- ið fyrir þessa sýningu, en Þor- kell Guðmundsson, húsgagna- arkitekt teiknaði stólinn. Hann verður 7,50 m á hæð og 6 m á breidd. Eru allar likur á að þessi stóll komist i heimsmeta- bók Guinness, en frá þeim hefur borist bréf þess efnis að stærsti tóll til þessa sé 6,27 m. Ekki er enn vitað um kostnað við bygg- ingu þessa stóls, en talið var aö hann gæti verið á milli 1-2 mil- jóna. ÞS. I norðvesturhorni í aðalsalnum er Þjóðviljinn. Ur anddyrinu gangið þið til hægri inn í aðalsalinn. Þar fremst er... Þióðviljmn í sýningardeild 71

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.