Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. ágúst 1977 Óskum eftir starfsfólki i ýmis störf i verksmiðjunni. Upplýsingar i sima 86020. MAX H/F Ármúla 5 Prjónaiðnaður Óskum eftir fólki til vélgæslu og prjóna- vinnu i prjónaverksmiðju okkar i Kópa- vogi strax. Upplýsingar i sima 43001. Álafoss Vantar dagmömmu Tvo litla drengi 4 og 11 mánaða vantar dagmömmu eftir hádegi (kl. 1-6) frá 1. sept. Helst sem næst Kvisthaga eða Greni- mel. Upplýsingar i sima 28489 og 12427. Seyðisfjörður Umboðsmaður fyrir Þjóðviljann óskast. Nánari upplýsingar veitir Andréá Óskars- son, Garðarsvegi 12,simi 2313. Siðumúla 6,simi 81333 IJTBOÐ Stjórn verkamannabústaða á Eskifirði óskar eftir tilboðum i að ganga frá lögn- um, múrverki, tréverki og efni samkvæmt útboðslýsingu sem afhent er á Bæjarskrif- stofu Eskifjarðar, Eskifirði.og Verkfræði- stofunni Hönnun h.f., Höfðabakka 9, Reykjavik, gegn 10.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð skulu hafa borist á Bæjarskrifstof- ur Eskifjarðar fyrir 7. sept. 1977 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð i viðurvist þeirra bjóðenda, er viðstaddir kunna að verða. Skriftarnámskeið hefjast þriðjud. 30. ágúst. Kennd verður skáskrift (almenn skrift), form-,blokk- og töfluskrift. Upplýsingar og innritun i sima 12907. Ragnhildur Ásgeirsdóttir skriftarkennari Aðalfundur Framhald af 16 siðu Aöalfundarstörf fóru fram að kvöldi laugardags og fyrri hluta sunnudags. Fundarstjórar voru Geir Hólm frá Eskifirði og Magnús Magnús- son frá Egilsstöðum og ritarar Gerður G. óskarsdóttir og Jón Einarsson frá Neskaupstaö. Framkvæmdastjóri Landvernd- ar, Haukur Hafstað, kom á fund- inn og flutti kveðjur og gjöf frá Landvernd. I skýslu stjórnar kom fram, að helsta nýmæli hjá samtökunum á árinu var aðild að kynningarviku Sambands isl. náttúruverndar- félaga (SÍN) i Norræna húsinu um sumarmál og gerð sýningar um verkefni samtakanna og nátt- úruverndarmál á Austurlandi, en sýning þessi hefur i sumar verið uppi i sumarhótelinu á Hallorms- stað og veröur m.a. boðin skólum hér eystra til afnota á komandi vetri. Þess utan var unnið áfram að margháttuðum náttúruverndar- málum i samvinnu við Náttúru- verndarráð, sveitarstjórnir, landeigendur og ýmsar opinberar stofnanir. Gefið var út fréttabréf, eins og áriö áður,og sent félags- mönnum og ýmsum fleiri aðilum. Friölýsingarmál eru mörg á dagskrá hjá NAUST, en á siðasta starfsári komst i höfn, með tilstyrk Nátt- úruverndarráös, friðlýsing á stóru svæði á Lónsöræfum, sem er rómað fyrir náttúrufegurð og fjölbreyttni. Einnig lögðu sam- tökin lið stofnun friölands við Salthöfða hjá Fagurhólsmýri og unnið var að undirbúningi að stóru votlendisfriölandi i Hjalta- staöaþinghá á Út-Héraði. Á fund- inum var ályktaö sérstaklega um stofnun friölands i Kverkfjöllum og Krepputungu og stjórn NAUST falið að vinna að framgangi þess máls við Náttúruverndarráð og aðra hlutaðeigandi. Virkjanir og vatnsmiðlanir Framkvæmdir og undirbúning- ur vegna vatnsaflsvirkjana fwfwr um árabil verið á dagskrá hjá NAUST og þannig áttu samtökin frumkvæði að stofnun Lagar- fljótsnefndar. 1 fyrra haust gaf Iðnaðarráðuneytið út rekstrar- leyfi til Rarik vegna vatnsmiðl- unar i Lagarfljóti, þar sem tekið var tillit til meginviðhorfa Lagar- fljótsnefndar. Nú liggja fyrir ósk- ir frá Rafmagnsveitunum um aukna miölun á næsta vetri á meðan samtenging er ekki komin við aðra landshluta og er þaö mál nú i athugun milli aðila. Upplýst var á fundinum að ný- lega hafi verið samið um náttúru- verndarkönnun á svæði svo- nefndrar Austurlandsvirkjunar, og felur sú könnun i sér allýtar- lega úttekt á landi og lifrlki á þeim svæðum, sem mannvirki og þó einkum miðlunarlón myndu raska. Hefur Náttúrugripasafnið i Neskaupstað umsjón meö þessu verki og hafa staðiö yfir gróður- rannsóknir á Eyjabakkasvæðinu siðustu vikur I framhaldi af frum- athugunum sumarið 1975. Veröur þannig unnið að úttekt á svæðinu frá Hraunum vestur fyrir Jökulsá á Brú næstu þrjú árin, e(n virkj- unarrannsóknir eru hafnar að nýju vegna „austurlandsvirkjun- ar” eftir nokkurt hlé. —• I feröinni i Kverkfjöll fengu þátttakendur nokkurt yfirlit um virkjunarhug- myndir varðandi Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum, m.a. hugsanlegt lón, allt að 120 ferkm. að flatarmáli, sem kaffæra myndi Möörudal, og hefur sú miðlun verið kennd viö Lambafjöll og er þáttur i svonefndri Hólsfjalla- virkjun. Verndun óbyggða og hálendissvæða var annars megin umræðuefni þessa aöalfundar NAUST og sendi fundurinn frá sér ávarp um það efni, þar sem m.a. er hvatt til að Alþingi setji rammalöggjöf um verndun og skipulagsskyldu óbyggðra svæða, ekki sist á há- lendinu, og lögð áhersla á að mörkuð veröi stefna fram i tim- ann um nauðsynlegt vegakerfi, akvegi og slóðir i óbyggðum i stað núverandi handahófs i þeim efn- þróun verslunar- og efnahags- tengsla milli landa okkar. íþróttir Framhald af bls. 11 sóknina en þeir tefla of djarft, Víkingar ganga á lagið og eftir aukaspyrnu skallar Eirfkur Þor- steinsson glæsilega uppi mark- hornið. Sigurður fleygir sér og nær að slæma hendi i boltann sem smellur i þverslána, hrekkur út þar sem Kári Kaaber er alger- lega óvaldaður og skallar i mark- ið, 3:2. Þrátt fyrir ákafa sókn Vals eru enginn hættuleg tækifæri á ferð- inni. Vikingarverjast mjög vel og möguleikinn á aukaúrslitaleik fjarlægist með hverri minútunni. Youri er greinilega ekki rótt á bekknum og miðjan hálfleikinn tekur hann þá ákvörðun að setja Hörð sem átt hefur ágætan leik út. Jón Einarsson kemur inná, þó án þess að valda neinum veruleg- um usla i vörn Vikings. En það er greinilegt að Valsmenn hafa undirtökin og sóknarloturnar dynja á Vikingum. Diðrik Olafs- son hefur svo sannarlega nóg að gera en bjargar hvað eftirannað mjög vel. ÞegarS min. eru til leiksloka ná Valsmenn svo að jafna metin. Guðmundur Þorbjörnsson skallar að marki, boltinn stefnir á net- möskvana en á siðustu stundu nær Ragnar að verja á marklin- unni með hendi að visu og góður dómari leiksins, Guðmundur Haraldsson, lætur það ekki fram- hjá sér fara. Vitaspyrna og úr henni skorar Ingi Björn af öryggi. Akafar sóknarlotur Vals undir lokin verða að engu og jafnteflið stendur. — 1A er Islandsmeistari. —hól. Lögtaksúrskurður í fógetarétti Rangárvallasýslu hinn 18. ágúst 1977 var uppkveðinn svofelldur lög- taksúrskurður: Lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1977 álögðum i Rang- árvallasýslu svo og söluskatti, bifreiða- sköttum, skipulagsgjöldum 1977 sem i ein- daga eru fallin, ennfremur fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts, frá fyrri timabilum,má framkvæma án frekari fyr- irvara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð rikissjóðs að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessa úrskurðar, ef full skil hafa ekki fyrr verið gerð. Skrifstofa Rangárvallasýslu, 18. ágúst 1977 Björn Fr. Björnsson sýslumaður. um* og stdrum svæðum verði haldið veglausum. Stjórnarkjör Hjörleifur Guttormsson, Nes- kaupstað, var endurkjörinn for- maður samtakanna og með hon- um eru i stjórn Páll Sigbjörnsson, Skriðuklaustri, varaformaður, Július Ingvarsson, Eskifirði, gjaldkeri, Egill Guðlaugsson, Fáskrúðsfirði, ritari, og Ari Guðjónsson, Djúpavogi, . meðstjórnandi. 1 varastjórn eru Benedikt Þorsteinsson, Höfn, Hornafiröi, Bjarni Sveinsson, Hvannastóði, Borgarfirði, og Snjófriður Hjálmarsdóttir, Djúpavogi. I NAUST eru nú á þriðja hundr- að einstaklinga og um 40 fyrirtæki og félög eru styrktaraöilar. S. Þ, Framhald af 16.siðu ar einbeittu sér meir en áður að þvi að efla menntun og starfs- þjálfun sveitafólks, og að þær gengjust fyrir þvi, að hagnýtar tilraunaniðurstööur komist til réttra aðila. (Heimild: Freyr). —mhg Rússar Framhald af bls. 3. stofnun sovéska ríkisins. Þá skýrði hann einnig frá viðskiptum USSR og Islands, sem stöðugt fara vaxandi. Arið 1970 nam verslun milli landanna 1862 miljonum króna, en árið 1976 var hún komin I 14053 miljónir og fór enn vaxandi árið 1977. Hefur verslunar- og iðnaðarráð USSR áhuga á að kóma á sam- skiptum við Verslunarráð Islands i þvi skyni að stuðla að frekari Alþýðubandalagið á Vestfjörðum. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldinn að Laugarhóli i Bjarnarfirði, Strandasýslu, dagana 10. og 11 sept. n.k. Fundurinn hefst klukkan 2 laugardaginn 10. sept. Auk aðalfundarstarfa verður rætt um stjórnmálin, héraðsmál og félagsstarf Alþýðubandalagsins. Dagskrá nánar auglýst siöar. — Stjórn kjördæmisráðs. Kjördæmisþing á Norðurlanfli eystra Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi eystra heldur kjördæmis- þing i Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardag og sunnudag, þann 27. og 28 ágústn.k.,oghefst þingiðklukkan 13:30á laugardag. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Útgáfa Norðurlands. 3. Framboð til alþingiskosninga. 4. önnur mál. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan félagsfund að Klett-avik 13 (hjá Eyjólfi) mánu- daginn 29. ágúst n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Vetrarstarfið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.