Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. ágúst 1977 Kaupstefnuviötal við Karnabœ: Óhætt mun aö fullyrða aö ekk- ert fyrirtæki taki stærri né virkari þátt i „Heimili ’77” heldur en Karnabær. Sem dæmi má nefna aö fyrirtækið hefur iagt undir sig ailt sviðið i Laugardalshöll fyrir vörur sinar, eða eins og þeir Karnabæjarmenn segja: „Viö er- um i sviðsljósinu.X’ En þar fyrir ujan kemur Karnabær einnig viða við sögu. TD er dreginn dagiega úr seldum aðgöngumiðum einn vinningur, sem er SHAKP litsjón- varpstæki, en þau eru flutt inn af Karnabæ. Sautján slík tæki verða afhent heppnum Kaupstefnugest- um. Hljómflutningstæki fyrirtæk- isins, PIONEEK, sjá um alla mú- skipti sem tryggja áframhald- andi rekstrargrundvöll. — Svo aö þið viljið meina aö „sitt sé hvaö — brask eöa viö- skipti”. — Alveg tvimælalaust. Hitt er annað að það er ekki lengur gerö minnsta tilraun i þessu þjóðfélagi til þess að hvetja menn til heiðar- legra viöskipta og atvinnurekstr- ar. Kerfisfræðingar og útsmognir braskarar eru þeir einu sem virkilega njóta aðstoðar þjóðfé- lagsins við að hlaöa gullinu undir koddann sinn. Við hinir, sem veit- um fjölda manns atvinnu og leggjum peningana i rekstur en ekki steinsteypu, berjumst flestir „Æðsta ráðið” i Karnabæ aðskoða skyrtuurvai. Sævar Baldursson lengst til vinstri, en siöan koma Pét- ur Björnsson, Colin Porter, Bjarni Stefánsson (hann er einkum meö hljómtækin og heldur sig þvi I hæfi- legri fjarlægð frá skyrtunum) og Guðlaugur Bergmann. „Kúnstin felst í því að virkja alla starfsmenn” sik á sýningunni og tiskusýning- unum, „sýningarfreyjurnar” (ólöglegt orö, enda i endurskoð- un) klæðast fötum frá Karnabæ svo og aðrir starfsmenn sýning- arinnar. Afram mætti telja Itök Karnabæjar á sýningunni, en okkur fannst þetta þó meira en nægileg ástæða til þess aö helga Karnabæ fyrsta Kaupstefnuvið- talið í þessu aukablaði Þjóðvilj- ans á „Heimili 77”. Við hittum Guðlaug Bergmann og Pétur Björnsson á skrifstofu þeirra að Laugavegi 66 — i höfuð stöðvum Karnabæjarfyrirtækis- ins, sem teygir sig þó viðar um borgina. Þetta er fyrirtæki sem hefur vaxið hratt frá þvi aö það var stofnað fyrir ellefu árum og auðvitað leikur okkur fákunnandi Þjóðviljamönnum forvitni á að vita hvers konar braski var beitt við eflingu Karnabæjar. — Nei, ljúflingur — þaö er ekki braskað með peninga hjá Karna- bæ, segir Guðlaugur. — Fyrirtæki sem er komið út i þetta stóran at- vinnurekstur, með tæplega hundrað manns i vinnu leikur sér ekki að braski, heldur l'eggur á það áherslu fyrst og fremst að hafa verkefni fyrir allt sitt fólk, greiöa þvi laun og stunda við- i bökkum. Svo er auðvitað hægt aö spyrja mann hvers vegna maður sé að standa i þessu stappi við kerfið allan guöslangan dag- inn, en einhverra hluta vegna er gaman að þvi að halda þessu hjóli gangandi enda þótt beinist að manni öll spjót. Að elska /#bisness" — Þaö er auðheyrt að það er þungt hljóðið i Guðlaugi Berg- mann, sem byggt hefur Karna- bæjarfyrirtækið frá grunni. Engum sem fylgst hefur með dylst að þar er á ferðinni mikill bissnessmaöur — einn af þeim sem er fæddur i það fag og ber viröingu fyrir þvi. En hann held- ur vendilega aðskildum hugtök- unum bissness og brask, hefur skömm á ööru en elskar hitt. — Kúnstin viö að reka Karnabæ og láta hann vaxa felst ekki sist i þvi aö hver einasti starfsmaður taki virkan þátt i rekstrinum. Við forðumst lika yfirbyggingu eða meirihattar forstjóraleiki, hér eru allir með i ráðum og sendi- sveinar, bilstjórar og allir aðrir starfsmenn finna þannig til hlut- deildar sinnar. Þú þarft ekki að standa fyrir framan hurðina hjá forstjóranum og biða eftir að segir Guðlaugur Bergmann í Karnabæ, sem er stærsti þátttakandinn á „Heimilið 77” hann ýti á hnappa sem sýna gult ljós, grænt ljós, rautt ljós eða önnur ópersónuleg merki um að hann sé upptekinn eða viðlátinn. Hér hafa menn tima til þess að ræða hver við annan. Okkur tekst með þessu móti að fá aukin afköst og aukna vinnu- gleði, — ekki sist vegna þess að allri fá að njóta þess ef þeir vinna vel. Það er algjör undantekning ef starfsmaður er ekki á prósent- um eöa bónuskerfi og t.d. má nefna að saumakonur okkar, sem eru um fjörutiu talsins, hafa verið á nærri þvi tvöföldum launum. Þær eru lika virkar i rekstrinum og með þessu móti hefur okkur tekist að halda starfsfólkinu inn- an fyrirtækisins árum saman, Við þekkjum ekki það vandamál að þurfa ævinlega að skipta um starfsfólk. Þegar við t.d. keyptum sauma- stofuna fyrir nokkrum árum var meðalaldur saumakvennanna um sextiu ár. Nokkrar þeirra treystu sér ekki i bónus-kerfið, og við bjuggum þá cinfaldlega til sér- staka deild sem við köllum „öld- ungadeild”. Þar er greitt tima- kaup eftir venjulegum töxtum og allir voru sáttir með ráðahaginn. Við segjum ekki saumakonum okkarupp,við finnum handa þeim verðug verkefni. Margt fleira en tískufatn- aður — En hvað gerir svo Karnabær annaö en að flytja inn og fram- leiða sjálfur tiskufatnaö? Eins og sjá má á sýningarbásum er inn- flutningur hljómtækja og sjón- varpa orðinn snar þáttur i rekstr- inum,en framleiösla og sala fatn- aðar er þó um 70% af heildar- rekstri fyrirtækisins. Merkin sem boðið er upp' á i innflutningsdeild- inni eru ekki dónaleg. PIONEER hljómtækin hafa öðlast viður- kenningu um allan heim sem af- burðatæki og SHARP litsjónvörp- in hafa einnig markað sér ákveðna sérstöðu. Hún felst i þvi,að sögn þeirra viðmælenda Þjóðviljans, að notað er „ferkantað system” i tækinu. t stað hringlaga geisla,sem skerast og framkalla litmynd, eru fer- kantaðir geislar úr einni byssu i SHARP tækjunum, sem fyrir vik- ið þykja gefa jafnari mynd. Vegna þessa er rætt um SHARP litsjónvarp sem annaö tveggja fullkominna tækja i heiminum, að sögn Guðlaugs Bergmann. — Þú getur lika nefnt það sem afgerandi kost við PIONEER hljómtækin að þau eru þeirrar ágætu náttúru að bila alls ekki. Þess vegna gefum við án þ^ss að hika þriggja ára ábyrgð, en hún gæti allt eins verið 10 ár eða 15 ár. Það heyrir til einstakra undan- tekninga ef eitthvað kemur fyrir þessi tæki á meðan þau fá eðliiega og rétta meðferð, segir Guðlaug- ur. — Þannig getur Karnabær boðið afburöagóð merki i inn- flutningsdeildinni og auðvitað vonumst við eftir þvi að sá þáttur muni eflast til muna á næstunni. Leiðinlegur blaðamaður Blaðamann Þjóðviljans er nú farið að langa mikiö til þess að vera sögulegur eins og allir leið- inlegir blaðamenn. Hann er fariö að langa aftur i timann og mitt i þessum viðskiptalegu samræðum spyr hann um aðdragandann að stofnun Karnabæjar. — Karnabær á Islandi fæddist um leið ogpoppbyltingin flæddi yfir heiminn. Það var 16. mai 1966 sem fyrsta verslunin opnaði og flutti þá inn vörur frá C«arnaby. street i London. Bitlarnir voru þá allsráðandi og miklir umbrota- timar. Meðal ungs fólks varð hug- arfarsbreyting á öllum sviðum tisku og tónlistar. Þá fæddist fyrsta verslunin hér heima og ári siðar hófst eigin fataframleiðsla á vegum Karna- bæjar. Þremur árum eftir stofnun fluttum við siðan hingað á Lauga- veg 66 i leiguhúsnæði og nú er svo komið að 40% af þeim fatnaöi sem við seljum er islensk framleiðsla. Við viljum auka það hlutfall enn HEMLW7Z Undirbúningur í fullum gangi Það var mikið um að vera í Laugardalshöll- inni þegar við litum þangað inneftir einn sið- asta daginn fyrir opnun- ina. Hvarvetna stóðu menn i stigum með málningapensil eða hamar i hendinni, og básarnir voru sem óðast að taka á sig endanlega mynd. Vörur voru að byrja að streyma að, en margt góðra gripa verð- ur þarna til sýnis. Það hefur lika sýnt sig á fyrri sýningum að þaðgetur verið viss- ara fyrir fyrirtækin aö eiga góðan lager af þeim vörum sem þeir sýna, þvi þótt litil bein kaup fari fram á sýningunni, geta menn oft pantað vöruna og fengið hana svo i viðkomandi verslun, eöa heim - senda i sumum tilvikpm. Eru þess jafnvel dæmi að menn hafi gersamlega selt upp ákveönar vörutegundir i verslunum sinum, á meðan þeir hafa sýnt þær á þessum sýningum, enda hafa komið þangað allt að 75 þúsund manns. Þarna var verið að vinna við uppsetningu nýju tiskusýninga- palianna, sem Magnús Axelsson ljósahönnuður hefur hannað, en hann verður einnig kynnir á tiskusýningunum. 1 kjallaranum Agla Marta við eldavélina I bás Vörumarkaðarins, en I David Pitt og Gisli Guðjónsson velja stað fyrir speg- vélina átti eftir að setja hellur, grill ofl. iiinn i bás Ludwigs Storr-og Co.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.