Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. ágúst 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúia 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Aukavinnan er þjóöfélagsböl Sú mikla yfirvinna, sem meginþorri al- mennings á Islandi verður að leggja á sig er þjóðfélagsböl. I engu þjóðfélagi, sem hægt er að bera saman við okkar, þekkist það, að mjög verulegur hluti vinnandi fólks hafi allt að helming tekna sinna og jafnvel þaðan af meira fyrir störf, sem unnin eru utan umsamins dagvinnutima, það er á kvöldin, um nætur eða á helgidög- um. Það er skylda verkalýðshreyfingarinn- ar og stjórnmálasamtaka verkafólks að ráðast gegn þeirri þjóðfélagsmeinsemd, sem yfirvinnan, næturvinnan og helgi- dagavinnan er, en slikt verður að sjálf- sögðu aðeins gert með þvi að tryggja var- anlega álika kaupmátt launa og fyrir hendi er i nálægum löndum fyrir dag- vinnutimann einan. Bæði i Noregi og i Sviþjóð er beinlinis bannað með landslögum, að ætla verka- fólki að vinna nema mjög takmarkaða yf- irvinnu. í Svíþjóð eru fjórir yfirvinnutím- ar á mánuði, eða einn klukkutimi á viku það hámark, sem lögin setja. Að slikri lausn þarf einnig að stefna hér, þótt mark- inu verði sjálfsagt ekki náð nema i áföng- um. Sú reynsla, sem fékkst af nokkurra vikna yfirvinnubanni verkalýðsfélaganna fyrr á þessu sumri,er um margt ákaflega merkileg. í fyrsta lagi leiddi yfirvinnubannið til þess að fjölmörgu verkafólki varð ljósara en áður hversu ósæmilegt þrælahald það i rauninni er að verða að vinna 10,12,14 tima á dag og jafnvel lengur. Ýmsir þeir, sem varla þekktu nema af afspurn, hvað eðli- legur timi til frjálsra nota býður upp á, fengu nú allt i einu að kynnast þvi, hversu ákjósanlegt það er að hafa umtalsverðan tima i eigin þágu fyrir utan vinnu, máltið- ir og svefn. Þótt heilbrigðum mönnum sé eðlilegt að hafa gleði af daglegri önn við þjóðnýt verkefni, þá hefur lifið sem betur fer margt að bjóða fyrir utan hið sifellda strit. Sá sem er þræll yfirvinnufjötranna fer á mis við ótal margt. Hann getur ekki með eðlilegum hætti notið félags- og menningarlifs. Hann getur hvorki aflað sér aukinnar menntunar né sinnt fri- stundaiðkunum og skemmtanalifi með eðlilegum hætti, og hann er þegar verst lætur nánast gestur á sinu eigin heimili. Allt þetta skilja fleiri en áður, nú þegar reynslan af yfirvinnubanninu i mai og júni s.l. liggur fyrir. En er þá nokkur möguleiki, að hér á ís- landi sé hægt að borga það kaup fyrir dag- vinnuna eina, sem nú er borgað samtals fyrir bæði dagvinnu og aukavinnu? Reynslan af yfirvinnubanninu i vor hlýt- ur að hafa fært efasemdarmönnum i þess- um efnum ákaflega athyglisverð svör. 1 öðru tölublaði þessa árgangs Vinnu- veitandans, sem er timarit Vinnuveit- endasambands Islands, og út kom nýlega, er frá þvi greint, að hjá allmörgum fyrir- tækjum þar sem áður var unnin veruleg yfirvinna hafi tekist að halda framleiðslu- magni óbreyttu, þrátt fyrir yfirvinnu- bann, og almennt minnkaði framleiðslu- magnið mun minna en nam lækkun launa- kostnaðar. 1 timaritsgreininni, sem hér er vitnað til er greint frá könnun, sem Vinnuveitenda- sambandið hefur látið gera á áhrifum yf- irvinnubannsins á rekstur fyrirtækja. Þar segir m.a.: ,,Hinar jákvæðu hliðar eru hins vegar svör þau, sem komu fram að tekist hefði að halda framleiðslumagni óbreyttu og lækka launakostnað um allt að helming”. Og enn segir i sömu grein um niðurstöður þessarar könnunar á áhrifum yfirvinnubannsins: „Heildarþróunin hef- ur sem sagt verið sú, að afköstin hafa staðið i stað hjá um 46% þeirra, sem svör- uðu, aukist hjá 30% og minnkað hjá um 15%”. Samkvæmt þvi, sem hér er greint frá, þá virðist ekkert fara milli mála, að all- viða i islenskum atvinnurekstri er með betra skipulagi hægt að halda uppi óbreyttri framleiðslu, þótt smán yfirvinn- unnar sé þurrkuð út. Hitt er auðvitað með öllu fráleitt að slikt eigi að leiða til þess að lækka launakostnað fyrirtækjanna um allt að helming, heldur hlýtur krafan að vera sú, að yfirvinnan verði afnumin skipulega i áföngum, án nokkurrar skerðingar á heildartekjum verkafólks. Það sem yfirvinnubannið leiddi i ljós er m.a. það að viða i islenskum atvinnu- rekstri er þetta vel hægt, og það án nokk- urrar kollsteypu fyrir fyrirtækin. Auðvit- að eru erfiðleikarnir i þessum efnum mestir i sambandi við sjósókn og fisk- vinnslu, en þann vanda ber einnig að leysa með þvi að taka upp vaktavinnufyrir- komulag i fiskiðnaðinum og beina þangað fleira fólki frá óarðbærum störfum, og á veiðiflotanum þarf að koma málum þann- ig fyrir, að um þriðjungur áhafnar sé jafn- an i landi i hverjum túr, þannig að sjó- menn fái mun lengri fri en almennt gerist, vegna óhjákvæmilegrar vinnu umfram átta stundir á dag á hafi úti. Það eru ekki náttúrulögmál, sem ala af sér yfirvinnudrauginn á íslandi, heldur er hann þjóðfélagsböl. Það er meira en timabært að hefjast handa fyrir alvöru um að leggja þennan Glám að velli. — k. „Mun hœrri” álagning Dagblaðið Visir segir frá þvi i forsiðufrétt i gær hvernig svo- nefnd frjáls samkeppni hefur reynst neytendum á Islandi. Frétt Visis fer hér á eftir i heild þvi að hún er skóladæmi um svindlið sem verðbólgubraskar- arnir á íslandi iðka — i skjóli frjálsrar samkeppni. bá kemur fram i fréttinni að verðlags- stjóri viðurkennir að innflytj- endur hafi i rauninni brugðist i þessum efnum. ,,Það er ekkert launungar- mál, að álagning á vöruflokka sem ekki eru háðir verðlagsá- kvæðum er mun hærriheldur en á hinum og má vera að fjár- magnsskortur innflytjenda eigi þátt i þvi”, sagöi Georg ólafs- son, verðlagsstjóri i samtali við Visi. Eins og fram kom i frétt i Visi i gær stunda allmargir aðilar aðrvænleg viðskipti með þvi að leysa vörur úr tolli fyrir inn- flytjendur. Koma þessir aðilar til skjalanna þegar heildsala skortir fé til að leysa út vörur og taka braskararnir allt aö 30% af vöruveröi i sinn hlut auk vaxta er nema 3% á mánuði. 125% ársvextir Það segir sig sjálft að endan- lega lendir þessi aukakostnaöur á kaupendum aö mestu eöa öllu leyti. Þannig gæti til dæmis hlutur sem með réttu ætti að kosta um fimm þúsund krónur i búð hækkað i sjö þúsund krónur þegar búið er að bæta kostnaði vegna milliliðs sem leysir vör- una út með ofangreindum kjör- um. Þá hefur Visir fregnað að sumir þeirra er stunda þessa lánastarfsemi geri það með þvi að kaupa vöruvfxla af heildsöl- um meö 7% vöxtum á mánuöi, sem meö vaxtavöxtum þýöa 124,7% á ári, en þaö veröa aö teljast þokkalegir okurvextir. Til þess aö mæta aukakostnaöi sem þessum leikur sterkur grunur á aö heildsalar leggi á vöruna erlendis og innkaups- verð þvi rangt tilgreint. Verðlagsstjóri tjáði Visi aö fyrir allmörgum árum hefði verðlagsnefnd heimilað frjálsa álagningu á nokkrum vöru- flokkum með það fyrir augum að samkeppnin myndi á tiltölu- lega skömmum tima koma verðlagi i eðlilegt horf. Þetta heföi þvi miður ekki tekistsem skyldi vegna aðstæðna i okkar þjóðfélagi og ef til vill ætti fjár- magnsskortur innflytjenda ein- hvern þátt i þvi.” Því ekki aö leggja niöur heildverslunina? Þessi frétt Visis segir margt GRIIÐA AILT AÐ 125% VEXTI Á ÁRI VEGNA INNFLUTNINGS þó stutt sé: í landinu starfar braskarahjörð sem stundar ok- urlánastarfsemi. Innflytjendur vila ekki fyrir sér að aðstoða þessa þokkapilta með þvi að láta neytendur borga okurlána- kostnaðinn vegna þess að ekkert verðlagseftirlit er á ákveönum allstórum vöruflokkum. Heild- sölum og kaupmönnum er ekki treystandi til þess að stunda heiðarlega viðskiptahætti: verölagseftirlit ætti að taka upp á öllum vörutegundum. Og sið- ast en ekki sist: Frétt Visis minnir okkur á viðtaliö sem sl. vetur birtist við erlendan versl- unarmálasérfræðing i Morgun- blaðinu. Þar kom fram að unnt væri að leggja niður heildsal- ana. Sérfræðingurinn spurði: — Hafið þið efni á þvi að hafa alla þessa heildsala? Með þvi að leggja þá niður má lækka vöru- verðum 10-15%. Það er ekki litil kjarabót. Þaö er ekki von að núverandi rikisstjórn fylgi slikum tiðind- um eftir: forráðamaður hennar er heildsali, einn sá umsvifa- mesti i landinu. Hins vegar mætti hugsa sér að viðskipta- ráðherrann hefði einhvern tima — áður en hann varð fangi I- haldsins — tekið i taumana. Eðlilegustu viðbrögð hans væru að sjálfsögöu að láta rannsaka okurstarfsemina niður i kjölinn og i annan stað að taka fyrir svokallaða frjálsa verðlagningu þeirra manna sem taka að sér að vera einskonar umboðsmenn okurlánaranna gagnvart neyt- endum og i þriðja lagi ætti að _ kanna hvað það tekur langan 8 tima og hvernig best væri að leggja niður milliliðinn „heildsalar”. Brot á gjaldeyrislögum Loks skal vakin athygli á þvi að Visir staðhæfir einnig að inn- flytjendur stundi umfangsmikið faktúru- og gjaldeyrissvindl: „...leikur sterkur grunur á að heildsalar leggi á vöruna er- lendis og innkaupsverð þvi rangt tilgreint.” Hér er einnig nauðsynlegt að kanna mál til hlitar og það fyrr en seinna. Fróðlegt væri að Visir héldi á- fram þessum þörfu athugunum á vinnubrögöum Islenskra braskara og innflytjenda^ það ættu aö vera hæg heimatökin. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.