Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 26. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Helgi Elíasson les: útvarp „Fjórtán ár í Kína” , ■ - * Um þessar mundir er lesin í útvarp frásaga ólafs ólafssonar, kristni- boða, „Fjórtán ár í Kina," en þar segir höf- undurinn frá langri vist sinni við trúboðsstörf þar eystra. „Ég þekkti Ólaf, þegar ég var yngri,” segir Helgi Eliasson, ,,og fannst vænt um þennan mann. Sú var helsta ástæða þess, að ég varð við áskorun nokkurra kunningja um að lesa bókina nú, sem kom út á Akur- eyri, 1938. Ólafur var trúboði þarna á árunum 1921 til 1935, og þá var svo miklu öðruvisi um- horfs i Kina en nú er, aö þótt ó- kunnum muni erfitt aö setja sér mannlif þar nú fyrir hugskots- sjónir, hefur þó enn torkenni- legra verið um aö litast þar þá, sem nærri má geta. 1 Kina höfðu verið tslendingar á undan Ólafi, þar á meðal kona ein, Steinunn Jóhannesdóttir, frá Eystra-Miðfelli á Hvalfjarð- arströnd og náinn vinur Ólafs var vestur-íslendingurinn Octavius Thorláksson, sem þarna starfaði. Siöar kom Jó- hann Hannesson, prófessor, til trúboðsins, rétt fyrirsiðari styrj- öld, og var i Kina og Hong Kong, fram yfir tilkomu stjórnar kommúnista. A þessum tima var oft agasamt þarna, og is- lensk stjórnvöld munu hafa veitt Jóhanni diplómatapassa, svo honum gæti veist auðveld- ara um vik, yrði hann handtek- mn. Starf trúboðans var erfitt og til sliks hlutverks hlupu menn ekki fyrirvaralitið. ólafur bjó sig undir hlutverk sitt hjá Norska kristniboðssambandinu með fjögurra ára námi i kristni- boðsskóla i Osló og eins árs námi i Ameriku, áður en til Kina var haldið. Kristniboðsumdæmi norska sambandsins var i Mið- Kina á svipaðri gráðu og Mið- jarðarhafið og var á við tsland að stærð og ibúarnir um sex miljónir. Voru kristniboðarnir um 60 talsins og um 80 að meö- töldum kennurum og kinversk- um samverkamönnum. Safnað- armeðlimir voru nokkuð á fjórða þúsund og trúnemar um fjögur þúsund. Launaði sam- bandið og tiu kinverska presta, rak skóla og sjúkrahús, þar á meðal blindraskóla. Stöðvarumdæmi Ólafs kristniboða var heil sýsla, Tenghsien eða Tengsýsla, öll rennslétt yfir að lita og vel rækt- uð. A ýmsu gekk i landinu á þessum tima, og segir sina sögu að þegar kristniboðar tóku til að predika þarna 1911, voru ibú- ar þessarar sýslu um 700 þúsund en voru orðnir 200 þúsundum færri skömmu fyrir strið, enda óeirðir og gripdeildir ræningja- flokka daglegt brauð með þvi hallæri, sem sliku fylgir. ólafur kom sem fyrr segir heim til ts- lands, árið 1935, til tveggja ára hvildar að hann ætlaði, en upp- gangur og umsvif Japana urðu til.aö ekki varð úr að hann færi til Kina á ný. Báðir synir hans hafa hinsvegar fetað veg föður Ólafur kristniboði og kona hans á tindi Fúslyama, árið 1927. sins og er annar þeirra, Jóhann, læknir i Eþiópiu, en hinn, Har- aldur Ólafsson, kennari á likum slóðum. „Fram i rauðan dauðann,” heitir kvikmynd sjónvarps i kvöld og er gamanm vnd, þrátt fyrir hve nafnið er út úr hömrum gengið. Mynd- in er frá árinu 1969 og i aðalhlutverkum eru Warren Mitchell, Dandy Nicholls, Anthony Booth og Una Stubbs. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl 8.00: Rögnvaldur Finnboga son les „Söguna af Ivari aula” eftir Leo Tolstoj þýðingu Kristinar Thorlaci- us (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjall- að við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Ungverska filharmoniu- sveitin leikur Sinfóniu i C- dúr nr. 56 eftir Joseph Haydn: Antal Dorati stj. / Pinchas Zukermann og Enska kammersveitin leika Fiðlukonsert i A-dúr nr. 5 (K219) eftir Mozart: Daniel Barenboim stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tjlkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Föndrararnir” eftir Leif Panduro örn Ólafsson les þýðingu sina (15). 15.00 Miðdegistónleikar Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur „Scheherazada”, sin- fóniska svitu op. 35 eftir Rimský-Korsakoff: Erich Gruenberg leikur einleik á fiðlu. Leopold Stokowski stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjórtán ár i Kina” Helgi Eliasson les úr bók Ólafs Ólafssonar kristni- boða (5). 18.45 Veöurfregnir, Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulífinuMagnús Magnússon og Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræðing- ar sjá um þáttinn. 20.00 Pianósónata nr. 1 i D- dúr op. 28 eftir Rakhmani- noff John Ogdon leikur. 20.30 Spjall frá Noregi Ingólf- ur Margeirsson talar um þingkosningarnar, sem standa fyrir dyrum þar i landi. 21.00 KórsöngurÞýskir karla- kórar syngja alþýðulög. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö Þýðandinn, Einar Bragi, les (25). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an : „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (36). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Prúðu leikararnir (L) Leikbrúðurnar skemmta ásamt gamanleikkonunni Phyllis Diller. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Val frambjóðenda. Umræður i beinni útsend- ingu með þátttöku fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna. Stjórnandi Eiður Guðnason. 21.55 Fram i rauöan dauðann (Till Death Us Do Part) Bresk gamanmynd frá árinu 1969. Aðalhlutverk Warren Mitchell, Dandy Nicholls, Anthony Booth og Una Stubbs. Aðalpersóna myndarinnar, Alf er sér- kennilegur náungi, sem þykist hafa vit á öllum mál- um. Myndin lýsir lifi fjöl- skyldu hans frá striðsárun- um, þangað tildóttirhans er gift kona og býr með manni si'num hjá foreldrum sinum. Myndin var sýnd i Austur- bæjarbfói árið 1974, og er hún sýnd i sjónvarpi meö textum kvikmyndahússins. 23.30 Dagskrárlok. ^rðaverslun í Grímsbæ Utsala KópavogsKaupstaður 0 Umferðarskólinn í Kópavogi Umferðarfræsla fyrir 5 og 6 ára börn verður í Kópavogi dagana 29. til 31. ágúst Auk beinnar kennslu fá börnin verkefni til úrlausnar, brúðuleikhús og kvikmyndir. Hvor aldurshópur þarf að koma tvisvar. Börnin komi: í Kársnesskóla mánudaginn 29. ágúst 5 ára börn kl. 9.30 og kl. 14. 6 ára börn kl. 11 og kl. 16 i Kópavogsskóla þriðjudaginn 30. ágúst 5 ára börn kl. 9.30 og kl. 14 6 ára börn kl. 11 og kl. 16 i Digranessskóla miðvikudaginn 31. ágúst 5 ára börn kl. 9.30 og kl. 14 6 ára börn kl. 11 og kl. 16 Umferðarráð. Lögreglan i Kópavogi. Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarsjóðs Kópavogs úrskurð- ast hér með lögtak fyrir útsvörum og að- stöðugjöldum til Kópavogskaupstaðar álögðum 1977, sem gjaldfallin eru sam- kvæmt D-lið 29. gr. og 39. gr. laga nr. 8/1972. Fari lögtak fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa til tryggingar ofangreindum gjöldum á kostnað gjaldanda en á ábyrgð bæjarsjóðs Kópavogs, nema full skil hafi verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi 24. ágúst 1977 * Blikkiðjan t • Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Augtýsing

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.