Þjóðviljinn - 27.08.1977, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.08.1977, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1977 *r*, - Af topphúfum Eitt mesta tískufyrirbrigði síðari ára er tvímælalaust hin svonefnda vistfræði. Undir vistfræðina heyra fjölmargir málaflokkar sem allir eiga það sammerkt að fjalla um samskipti manna og dýra við umhverfi sitt. Nægir að nefna mál eins og mengunarmál, umhverf ismál og náttúruverndarmál, en und- ir þau heyrir til dæmis ofbeit og skógrækt, uppblástur og sandgræðsla. Ekki er nema gott eitt um áhugann á þess- um málum að segja, en þó verður að seg ja það eins og er, að ótrúlega margir þykjast vera heima í þessum fræðum og kunna skil á því hvað sé vænlegast til úrbóta í náttúruverndar- málum. Þetta eru oftast jákvæðir sakleysingj- ar, sem eru þeirrar skoðunar að það þurfi bara að ,,gera eitthvað", fara síðan með fræ- fötur uppá öræfi og fleygja túnvingulsfræi upp1 norðanvindinn í þeirri von að næsta sum- ar verði þar akrar og tún og hef ur heyrst að nú standi jafnvel til að fara að sá korni á jökla í tilraunaskyni. Öll umræða um náttúruvernd hefur á und- anförnum árum einkennst af miklum tilfinn- ingahita og er skammt öfganna á milli. Övinir sauðkindarinnar kalla dýrið ,,lúsina á land- inu", en forsvarsmenn þessa ferfætlings halda því fram að hún skíti meira en hún étur og hefti þarmeð uppblástur með húsdýra- áburði. Tilf inningar eru f remur látnar ráða en niðurstöður rannsókna, og fer því ekki hjá því að umf jöllun um náttúruverndarmál geti æði oft orðið talsvert brosleg. Óteljandi nefndir og ráð fjalla um þessi mál, ráðstefnur eru haldnar, málin eru reif uð og rannsökuð og ný og ný áhugamannafélög um hinarýmsugreinar náttúruverndar hlaupa af stokkunum nær vikulega. Fuglaverndun, fiskaverndun, hvalaverndun, húsaverndun, barnaverndun, skógaverndun, grasaverndun, já gróðurverndun.Allar þessar ,,verndanir" hafa með sér sérstök félagasam- tök, og á þeirra vegum starfa nefndir og ráð, sem starfa síðan í aukanefndum, samstarfs- nefndum, viðræðuhópum, undirbúningsnefnd- um, hringborðsgrúppum, yfir-og undirnefnd- um og svona mætti lengi telja. Haft hef ur ver- ið fyrir satt að í mörgum þessara félaga tróni hver topphúfan uppaf annarri. Satt að segja er allt þetta náttúrubrambolt farið að fara svo í taugarnar á sumum landsmanna að komið hefur til tals að stofna til Verndunarverndar til að vernda landsmenn fyrir víðtækari verndunum. Eitt er þó það fyrirbrigði í náttúrunni, sem hingað til hef ur orðið útundan í allri hinni v1ð- tæku náttúruvernd, en það eru sandarnir. Það var núna fyrst á dögunum að loks varð úr því að stof nað var sandverndarfélag, og þar sem undirritaður er einn af stof nendum ætla ég að leyfa mér að kynna hér aðdraganda þess að félagið var stofnað, sem og Þjóðsandahug- myndina sem slíka. Þjóðsandahugmyndin, sandverndarhug- sjónin, er ekki ný af nálinni. Á svokölluðu þjóðhátíðarári, fyrir þrem árum, á 11 alda af- mæli islandsbyggðar, reyndu nokkrir vökulir íslendingar að blása í kulnuðum glæðum þessa máls, kveikja bál, sem duga mætti til að vekja menn til nýs skilnings um þessi mál. Þjóðsandahugmyndin er í stuttu máli fólgin í þvi: — að vekja þjóðina til meðvitundar um gildi sandanna fyrir íslenska þjóðmenningu og ís- lenskar bókmenntir, sýna framá hin órofa tengsl milli hinnar nöktu og ósnortnu náttúru og íslenskrar þjóðarsálar. — að stuðla að vernd sanda almennt. — að stofna til þjóðsanda. Nýlega var haldinn fundur meðal áhug- amanna um þessi mál. Fundurinn taldi væn- legast til framgangs þessa máls að sfofna til félags, sem bera skyldi heitið „Sandverndar- félag Islands". Lögheimili og varnarþing fé- lagsins skal vera á Sandi. Tilgangur félagsins er að vernda sanda fyrir hverskonar ágangi þeirra sem kalla sig náttúruverndarmenn. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stofna deildir um allt land. I hverjum hreppi verði stofnað sandverndarfélag, sem beiti sér fyrir því að í hverjum hreppi verði að minnsta kosti einn hreppssandur. Sandverndarfélög hverrar sýslu beiti sér síðan fyrir stofnun sýslusanda og stuðli í hvívetna að aukinni sandvernd. Sýslufélögin stofna síðan með sér samband, Samband íslenskra sandvernd- arfélaga,skammstafað S.Í.S. Auk þess að gæta hagsmuna aðildarfélag- anna, er það aðalmarkmið S ÍS að berjast f yrir stofnun Þjóðsanda. Á undirbúningsfundin- um var almennt talið að best færi á því að Skeiðarársandur yrði fyrstur íslenskra þjóð- sanda. Vænlegast til framgangs var talíð, að setja strax á stofn skrifstofu SÍS i Reykjavík, t.d. við Kirkju- eða Sprengisand. Þá var talið rétt að ráða strax sérstakan framkvæmdastjóra SÍS. Til starfsins þarf að veljast framgjarn maður með alhliða og trausta framhalds- menntun, t.d. maður með próf úr Samvinnu- skólanum. Á fundinum var nokkuð rætt um það undir hvaða ráðuneyti sandverndarmálin heyrðu, menntamála- eða landbúnaðarmálaráðuneyt- ið. Töldu f undarmenn hvort tveggja jafn slæmt eins og ráðherraskipan væri núna. Samkomulag varð um það að aðeins einum ráðherra væri treystandi til þess að beita sér f yrir þeirri gróðureyðingu, sem væri nauðsyn- leg til að tryggja varanlega sandvernd, nefni- lega Matthíasi Bjarnasyni. Á hitt urðu menn ekki á eitt sáttir, hvort sandverndarmálin skyldu heyra undir sjávarútvegsmála- eða heilbrigðismálaráðuneytið. En þar sem hér er um að ræða baráttu fyrir heilbrigðri þjóðarsál í ósnortnum þjóðar- likama hölluðust f leiri að því slðarnefnda. Var síðan fundi slitið með þessum lokaorðum: Við oss blasir eyðing eyðisanda, eigi má við svoddan búið standa Leysum þennan vistfræðilega vanda og ver jum það sem ekki er rétt ab granda Flosi. Frægur lettneskur þj óddansaflokkur sýnir á íslandi í september á vegum MIR — Liöur í byltingar- afmœli Félagið MÍR, Menningartengsl tslands og Káðstjórna rrikjanna, efnir til „Sovéskra kynningar- daga” í næsta mánuði og af þvl tilefni kemur til Islands hópur dansara úr einum kunnasta þjóð- dansaflokki Lettlands, „Liesma”. Fleiri lettneskir lista- menn og menningarfrömuðir eru einnig væntanlegir hingað til lands til þátttöku i kynningardög- unum, enda eru þeir að þessu sinni sérstaklega helgaðir Sovét- Lettlandi. Þjóðdansaflokkurinn „Liesma” er talinn einn af þrem- ur fremstu dansflokkum i Lett- landi og hefur hlotiö viðurkenn- ingu viða um heím. Dansararnir sem hingað koma eru 16 talsins, 8 stiílkur og jafnmargir piltar, söngvarar eru 2 og 4 hljóðfæra- leikarar. Stjórnandi flokksins er Imants Magone og kemur hann með hópnum. Sýningar ,,Liesma”-flokksins eru ráð- gerðar i Neskaupstaö 8. septem- ber, á Egilsstöðum 9.sept., Akur- eyri 11. sept. og i Þjóðleikhúsinu 12. september. Auk þess koma listamennirnir fram á kynningar- kvöldi i Lindarbæ 7. sept. t tilefni „Sovéskra kynningar- daga” MtR 1977 verða einnig settar upp sýningar í Neskaup- stað og Reykjavik á veggspjöld- um og svartlist (bókaskreyting- um) eftir lettneska listamenn og listmunum úr rafi. Einnig verður haldin sýning á ljósmyndum og bókum frá Sovét-Lettlandi og teikningum lettneskra barna. 1 för með listafólkinu frá Lett- landi eru m.a. Ilmars Puteklis, aðstoðarmenningarmálaráð- herra lettneska sovétlýðveldisins, Valdis Blums þjóðleikhússtjóri i Riga og Élena A. Lukaséva lög- fræðingur frá Moskvu, sem flytur fyrirlesturum hina nýju stjórnar- skrá Sovétrikjanna i MlR-saln- um, Laugavegi 178, sunnudags- kvöldið 11. september. Gunars Kirke, kunnur lett- neskur-. myndlistarmaður, hefur teiknað auglýsingaspjöld i tilefni Sovéskra kynningardaga MIR 1977 og kemur hann einnig til Is- lands. (Fréttatilkynning frá MÍR) Mánudagskvöldiö 29. ágúst verður heitt i kolunum I Jazz- kjallaranum að Frikirkjuvegi 11. Viðar Alfreðsson, sá óþreytandi blásari, verður mættur þar ásamt iiði sinu, og einn af bestu bassaleikurum álfunnar, Arild Andersen frá Noregi, verður sérstakur gest- ur kvöidsins ásamt félögum sinum. Kvartett Arilds hlaut útnefningu sem Norjazz hljómsveitin 1977, og er nú á tónlistarför um norðurlöndin. Arild leikur á kontrabassa, en það er hljóðfæri sem ekki er á hverju strái i islensku jazzlifi um þessar mundir. Norðmaður í jass- kjallaranum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.