Þjóðviljinn - 27.08.1977, Page 6

Þjóðviljinn - 27.08.1977, Page 6
« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1977 KÓLOMBÍA Gjaldeyris- tekjur mestar af kaffi og eiturlyfjum olivettl VFHKUIOS INTIINAriONAl XEROX Auöhringar Bandarikjanna og fleiri vestrænna rikja hafa mikil itök i Kólombiu svo sem viðast annarsstaðar I Suður-Ameriku. Þar sem Kólombía var fyrsta landið sem við heimsóttum þar sem ekki er herf oring jast jórn, gerðum viðokkur vonir um að þar gæti verið yndis- legra að vera heldur en þar sem herinn gín yfir öllum athöfnum manna. Því miður reyndumst við hafa verið of bjartsýnir. Á leið- inni frá landamæraborg- inni Ipiales til Cali vorum við stöðvaðir fjórum sinn- um, voru þá allir farþegar út reknir, menn urðu að setja hendur á loft upp og síðan var leitað að vopn- um. Vegabréf voru skoðuð sem og farangur allur. Þótti leitarmönnum margt grunsamlegt í tösku minni. Þar fundu þeir blað með heimilisföngum ræðis- manna islands f Róm- önsku-Ameríku og héldu það fyrst vera skæruliða sambönd. Þeir sáu og hylki með B-vítamínum og átu eina töflu til að sannfæra sig. Því miður smökkuðu þeir ekki á malaríutöflum vorum, en þær eru með af- brigðum bragðslæmar. Ég var með þvottaefni í hvítum plastpoka og þar töldu þeir sig vera búna að finna mörg kíló af heróíni. Tóku hann sigrihrósandi upp úr töskunni heltu væn um slatta t lúkur sínar og sleiktu í ákafa. Voru þeir mjög hugsandi á svipin, en létu mig þó hafa það aftur. Löngum hefur verið ófriðsamt i þessu landi, sem nær yfir 1200 pús. ferkm. og hefur meiran en 20 miljónir ibúa. Allt frá þvi að landið fékk sjálfstæði 1819 hafa tvö öfl barist um völdin og þá sjaldnast friðsamlega. bað eru frjálslyndir annars vegar, sem voru valddreifingarsinnar og andkirkjulegir, og ihaldsmenn sem voru miklir stuðningsmenn kirkjunnar og studdu sterka mið- stjórn. Báöir þessir flokkar hafa alltaf verið pólitisk leikföng yfir- stéttarinnar og ágreiningur sjaldnast verið um raunveruleg málefni. Það hefur þó ekki komiö i veg fyrir að miklu blóði hefur verið' úthellt i baráttu þessara afla. Siðasta stórstyröld þeirra i milli hófst 1948 eftir að leiðtogi frjálslyndra var myrtur. A næstu þremur árum logaði borgara- styrjöld, sem talið er að hafi kost- að um 200 þúsund mannslif. Þó að mestu öldurnar hefði lægt voru þó ekki öll vopnaviðskipti úr sög- unni. Auk frjálslyndra og ihaldsmanna voru stofnaðar á nokkrum svæðum sjálfsvarnar- sveitir bænda, undir stjórn Kommúnistaflokksins. Arin 1953- 57 var við völd harðstjórinn Rojas Pinillas. Undir stjórn hans komst á samkomulag hinna fyrrum striðandi frjálslyndra og ihalds- manna, sem kvað á um helm- ingaskipti flokkanna, þeir myndu deila völdunum á milli sin. Þetta samkomulag hefur svo veriö framkvæmt siðan en var þó breytt þannig 1974 að ekki skyldi lengur skiptast á forsetum, heldur skyldi hvor flokkur bjóða fram sinn mann. Þær kosningr unnu frjálslyndir og López Mich- elsen varð forseti. önnur ákvæði samkomulagsins gilda til 1978. Kólombia er eitt þeira landa, þar sem stjórnvöldum hefur gengið erfiðlegast að brjóta á bak afturþá skæruliðastarfsemi, sem hófst þar eins og annars staðar upp úr kúbönsku byltingunni, I byrjun sjöunda áratugsins. Eins og áður er getið hafði Kommúnistaflokkurinn staðið að myndun sjálfsvarnarsveita bænda á sjötta áratugnum og á nokkrum svæðum voru áhrif irra það mikil, að segja má að irhafi stjórnað svæðunum.Upp úr 1960 fóru hersveitir stjórnar- innar að þrengja mjög að þessum svæðum og breyttust þá umrædd- ar sveitir i skæruhópa. 1964 var komið töluverðu skipulagi á skærubaráttu sveitanna. 1966 var svo stofnuð allsherjar skæruhreyfing flokksins og bar hún nafið FARC eða kólombisku byltingarhersveitirnar. Þessi hreyfing náði ekki verulegum ár- angri og má meðal annars rekja það til þess að flokkurinn stóð ekki heill að þessari ákvörðun, raddir um friðsamlega baráttu létu æ meir til sin taka. A næsta ári má heita að flokkurinn hefði i raun afskrifað hina vopnuðu leið, og notaði þá FARC fremur sem „þrýstihóp” en sem skærusam- tök. Þó héldu þau áfram starf- semi, aðskiidust æ meir frá flokknum og lentu eins og margar svipaðar hreyfingar i miklum deilum innbyrðis sem veiktu mjög baráttuhæfni samtakanna. Þrátt fyrir það berjast þau enn og sá ég i nóvemberlok blaðafregnir um átök milli þeirra og hersins. Þau samtök önnur, sem starfa i landinu, nefnast ELN eða hertil þjóðlegrar frelsunar. Þau voru stofnuð 1964 af liðsmönnum sam- taka, sem studdu kúbönsku bylt- inguna og höfðu þá starfað i nokkur ár, MOEC. ELN hafði framan af aðallega stúdenta og fólk úr millistétt sem uppistöðu i starfsemi sinni, andstætt FARC sem byggði meir á bændum. Athafnasvæði ELN heSir löngum veriö nær eingöngu I Santander- fylkinu, sem liggur aö landamær- um Venezuela. Þeir efldust nokkuð og má þakka það að nokkru stuðningi félaga Kommfl., sem voru róttækari I þessu héraði heldur en forustan i Bogotá, en annars höfðu verið miklar deilur milli ELN og Kommfl. Fylgdi ELN að mestu stefnu kúbönsku byltingarinnar en Kommfl. mændi mjög til Moskvu. Einnig styrkti það ELN aö byltingar- presturinn Camilo Torres gekk til liðs við þá, þvi aö þó hann létist i skotbardaga 1966 þá fengu sam- tökin mikla frægö af liðsinni hans. ELN fór ekki varhluta af innbyrð- is deilum og klofningi og um 1970 var lítið lifsmark að sjá með þeim. En samtökin hafa náð sér aftur og voru t.d. mjög umtöluð I Kólombiu i nóvember s.l. er viö vorum þar á ferö. Þá höfðu verið handtekin nýlega þrir prestar og ein nunna, ákærð um stuðning viö ELN. Vegna þess kom til mikilla umræðna um það, hvort meðhöndla skyldi þessa erind- reka frelsarans eins og venjulega glæpamenn. Varð það raunin á að hempan skyldi ekki vera neinn hlifiskjöldur. í lok nóvember fordæmdi kol- ombisk biskuparráðstefna ,,sam særi gervipresta”, sem þeir töldu miða að niðurrifi kaþólsku kirkjunnar. Þá fordæmdi þessi ráðstefna samtökinSAL (Prestar fyrir Rómönsku-Ameriku) fyrir að vera marxisk og vilja grafa undan kirkjunni. Einnig var sam- þykkt að þeir prestar, sem yrðu uppvísir að tengslum við skæru- liða eða leituðu annarra leiða sem miðuðu að þjóðfélagsbreytingu, gætu ekki lengur starfað á vegum kirkjunnar. Þessar samþykktir biskuparráðstefnunnar koma til með að breikka enn bilið milli há- klerka og lágklerka i Kólombiu. Hinir fyrri, erkibiskupar og bisk- upar með kardinálann Munoz Duque i fararbroddi, boða ihalds- sama stefnu en ungu prestarnir aftur á móti, sameinaðir i sam- tökum eins og SAL, eru byltingar- . sinnaðir. Þann 9. október var lýst yfir neyðarástandi I Kólombiu, vegna verkfalls lækna, en siðustu 32 ár hefur neyðarástand rikt i 18 ár, 2 mánuði og 9 daga! Attu læknar i deilum við ICSS, sem er Trygg- ingarstofnun rikisins i þvi landi. Stóð verkfallið i eina 52 daga og studdu vinstriöfl læknaverkfallið með ýmsum aðgeröum. Þótt verkfallinu væri lokið snemma i nóvember er við vorum þar á ferð voru enn deilur á ferðinni. Hafði rikisstjórnin neitað að ráða aftur nær 100 starfsmenn, sem var gefið að sök að hafa beitt ofbeldi i verkfallinu. A meðan á verkfall- inu stóð kom til mikilla aðgeröa stúdenta I stærstu háskólunum, s.s. Universidad Nacional i Bogotá. Lögregla og her voru send á vettvang og hertóku þeir aðilar háskólana. Slðan var þeim lokað. Rikisstjórnin hafði ekki staðið við loforö sin um fjárfram- lög til þeirra og voru háskólarnir orðnir skuldum vafnir. Astæöan til fjársveltisins eru hin miklu áhrif vinstrimanna i háskólunum og aukiö lýðræði innan þeirra, en slikt hefur vakið takmarkaða hrifningu hjá forustumönnum rikisvaldsins. Á nú að þjarma rækilega að stúdentum, þ.e. þeim sem eru vinstrisinnaðir. 21. október s.l. héldu um 4 þúsund stúdentar og kennarar fund i Bogotá, þar sem þeir ræddu lokun Universidad Nacional, sem er stærsti háskólinn, og innrás lög- reglunnar þar. Er fundinum lauk og fundarmenn hugðust yfirgefa staöinn beið þeirra fjölmennt lið hermanna sem réðist á móti þeim og hikaði ekki við að beita skot- vopnum. Arangurinn varð sá að 72 stúdentar og kennarar voru handteknir og 11 hlutu skotsár. Stúdentagarðar voru „rýmdir” og stúdentum utan af landi visað þaðan. Orsökin var sú að þar væri stunduð „marxisk undirróðurs- starfsemi”. Einnig voru háværar raddir um það i borgarablöð- unum að „hreinsa” yrði almenni- lega til áður en háskólarnir byrj- uðu á ný, þ.e. að reka þá sem óþægir hafa verið, svo þessar stofnanir gætu starfað „eðli- lega”. Þrátt fyrir hátiðlegar yfirlýs- ingar yfirvalda um ágætt efna- hagsástand, segir veruleikinn annað. Gjaldeyristekjur 1976 af sölu kaffis og eiturlyfja voru áætlaðar 2500 miljónir dollara. 1200 miljónir dollara vegna kaffi- sölu, en mjög hagstætt verð er á kaffi sakir þess að uppskeran brást i Brasiliu. En sá gjaldeyrir, sem kemur af sölu eiturlyfja til Bandarikjanna, er talinn nema heilum 1300 miljónum dollara, og er þar aðallega um að ræða kókain og marihuana. Engu að siður er mjög mikið at vinnuleysi og verðbólgan áætluð 50% fyrið 1976. Þaðkemurm.a. til af miklum fjármagnsflótta, sem og þvi að peningarnir skiptast ekki jafnt milli fólks, heldur stöðvast I fjármagnsstofnunum. Þannig hefur verið erfitt oft á tið- ’um að fá kaffi á almennum mark- aði, þar sem smyglarar ná svo stórum hluta uppskerunnar, sem þeir flytja siðan út. Öhætt má teija að i engu landi Rómönsku-Ameriku sé stunduð jafnmikil glæpastarfsemi og i Kolombiu. Spannar hún öll svið, allt frá vasaþjófnaði upp i fjár- svik æðstu manna. Likamsárasir og morð eru mjög tið og er mjög dekrað við það af ýmsum dag- blöðum. Þannig man ég eftir stórri mynd á forsiðu eins blaðs- ins, þar sem sýnt var lik sem skorið hafði verið á háls. Var myndin að sjálfsögðu i litum svo áhrifin yrðu sem mest. Það er tal- ið nær ómögulegt að dveljast einn dag i Bogotá án þess að missa eitthvað. Reyndar vorum við þar i tæpa viku og misstum ekki neitt en það er mikilli varkárni að þakka. Og ekki höfðu allir sömu sögu að segja. Lögfræðingur frá Venezuela hafði verið rændur i miðborginni kl. 9.30 að morgni. Sagði hann að menn með hnifa hefðu gengið að sér og hirt af honum hringa og fleira. Hins vegar er það ófyrirgefanleg óvar- kárni að ganga með hringa, úr eða skartgripi þar á götum, það er heimboð fyrir glæponana. Galdurinn er fólginn i þvi að ganga eins druslulega og fátæk- lega til fara og hægt er. Sérfróðir segja að Bógotá i dag sé mjög svipuð Chicago á fyrri áratugum aldarinnar, þegar alkabónar réðu þar rikjum. En þrátt fyrir alla skúrka er Bogotá ein af fallegri borgum Suður-Ameriku, með gamlar byggingar og skýjakljúfa hlið við hlið og fallegt umhverfi. Þar eru og mörg skemmtileg söfn, s.s. hús Simons Bolivars og Gulísafn- ið, sem er talið það merkilegasta sinnar tegundar i heiminum. Þar má sjá handverk þeirra ibúa Kól- ombiu, sem bjuggu þar fyrir komu Spánverja, og höfðu þeir náð þvilikri tækni i gullsmíði að vinnubrögð þeirra voru á sama stigi og þau sem best þykja I dag. Er sjonvarpið bilaó? A Skjárinn Sjónvarpsverh stcaði Begstaðastrfflti 38 simi 2-1940

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.