Þjóðviljinn - 27.08.1977, Page 12

Þjóðviljinn - 27.08.1977, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1977 Landbúnaðurinn og þróun byggðar Allt siðan umbylting atvinnu- lifs hófst hér á landi um siOustu aidamót hefur þróun byggóar veriö á einn veg. Aukin tækni, einkum viö frumframleiösluna, þannig aö færri hendur þarf til aö sinna henni, sérhæfing i störfum viö úrvinnslu afuröanna og sivax- andi hlutur hverskonar þjón- ustustarfa hefur ieitt til þess, að fólkiö fluttist saman á tiltölu- iega fáa staöi, þannig var upp- haf þessarar þróunar ekki óeöii- legt; annað mál er meö fram- haldiö. Lengi var talað um „flóttann úr sveitunum” sem eitt af vandamálum þjóðarinnar. Sið- ar var farið að tala um „jafn- vægi i byggð landsins” en nú er meira talað um „byggðastefnu” þegar reynt er að hafa áhrif á þessa þróun. Fyrsta hugtakið er raunar alls ekki lýsandi, það var ekki flótti þó að fólk streymdi til bæjanna, heldur at- vinnuleit eða leit að viðunandi lifsskilyrðum, en undir það hlýtur t.d. að flokkast þegar byggöarlög hafa eyðst sakir erf- iðra samgangna eða þess að fólk hefur gefist upp á að biða eftir annarri samfélagsþjónustu. Þó að þessi mál hafi stöðugt verið mikið til umræðu og á- kveöinnar viðleitni hafi jafnan gætt til þess að sporna gegn þvi að hlutföllin i byggðunum rösk- uðust svo mjög sem raun ber vitni, hefur litiö sem ekkert bor- ið á þvf, að menn reyndu að gera sér grein fyrir raunverulegum orsökum þessarar þróunar og eftir þvi hafa andsvörin verið. Menn hafa litið á alla þessa miðsækni sem eitt af náttúru- lögmálunum, að byggðirnar hlytu að þróast þannig, að margir sæktu þangað, sem margirværu fyrir. Staðir yxu af sjálfu sér þegar ákveðinni stærð væri náð. Menn hafa sem sagt trúað á snjóboltavöxtinn og af þvi skap- ast svonefnd miðstöðva- eða kjarnapólitik. Byggðakjarni segirþó akkúratekkineitt, enda hugtak komið frá hagfræðing- um, sem ekkert virðast hafa áttað sig á þvi hvað raunveru- lega er að gerast, eða hvaða ráðum vænlegt væri að beita til að skapa grundvöll æskilegrar byggðaþróunar. Nú er svo háttað allri undir- stöðu islensks atvinnulifsað hún gefur möguleika til þess að hér þróist tiltölulega jöfn byggð um iandiö. fslenskt atvinnulif byggir einkum á þremur náttúrulegum forsendum: Landinu, miðunum og orkunni. Ekkert af þessu gefur tilefni til þess að safna fólkinu saman á fáa staði, þvert á móti. Fólkið, sem aflar frum- verðmætanna, býr eðlilega dreiftum landið. >að kom i ljós þegar sjávarþorpunum hvar- vetna um landiö var gert kleift að afla sér atvinnutækja eins og togara, að þá efldist hvarvetna byggðin. Aður var togaraútgerð nær eingöngu bundin við fáa „stóra” staði. Ef nú væri séð til þess að allri þeirri margháttuðu og sifjöl- breyttari „þjónustu” og milli- liðastarfsemi, sem trónir eins og risayfirbygging á þjóðar- skútunni, væri dreift um landið, næðist það, sem kalla mætti eðlilegt byggðajafnvægi. Grundvallaratvinnuvegimir erukjölfesta skipsins, yfirbygg- ingin má auðvitað aldrei vera meiri en kjölfestan leyfir. Yfir- byggingin má ekki risa öll upp i loftið, vera öll á einum stað eða örfáum stöðum. Þess gætir nú i ýmsu, að við höfum möguleika til að snúa byggðaþróun i rétta átt. Land- búnaðurinn hefur þar mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Hann er hornsteinn i byggðum, sem tengja saman þéttbýlis- staðina viö ströndina. Hann er mikill atvinnugjafi i þéttbýlis- stöðum, sem viða hafa myndast siðustu áratugi, og eru aö myndasÞ, nægir þar að minna á Selfoss og mörg önnur blómleg „sveitaþorp” á Suðurlandi, eða Egilsstaði á Völlum. Þessu mætti lýsa þannig, að i fyrstu þurfti allt að flytjast suð- ur i hina stóru Reykjavik, eða stærsta staðinn. Þar voru mið- stöðvar afurðavinnslu, verslun- ar og annarrar þjónustu. Seinna fór þetta að byggjast upp á stöð- um i hérðuðunum. Nú er farið að örla á enn nýrri þróun. Það kemur i ljós, að þar sem samgöngur eru sæmilegar og félagsleg aðstaða þokkaleg, vilja þeir sem stunda ýmiss konar þjónustustörf fyrir bændur og sveitirnar mjög gjarnan taka sér bólfestu þar. Þetta kemur greinilega fram i vaxandi fjölda umsókna um stofnun svokallaðra „þjónustu- - býla”; margir, sem gerast iðnaðarmenn, vilja gjarnan byggja sér ibúðarhús á jörðum feðra sinna eða i nálægð skyld- menna. Að þessu er sveitunum tvimælalaust styrkur. Hinum fer einnig f jölgandi sem gjarnan vilja búa utan þéttbýlis þó að þeir sæki vinnu sína þangað. I flestu virðist þetta vera æskileg þróun, enda virðist fjölbreytni i atvinnuháttum vera æskilegri i hverju samfélagi en einhæfni. Hvert verður framhaldið? Augljóst er, að það er undir mörgu komið. Hverjir verða at- vinnuhættir okkar? Byggjast þeir á fjölbreyttri nýtingu auð- lindanna, landsins, miðanna og orkunni, eða köstum við okkur út i einhæfa stóriðju, með heild- sölu orkunnar og samsöfnun vinnuaflsins? Þorum við áfram og i vaxandi mæli að byggja á smáum og meðalstórum eining- um i atvinnulifi? Eða ofurselj- um við okkur fáum risaeining- um, sem allt draga saman á ör- fáa staði? Landpóstur tók traustataki ofanritaða forustugrein úr Frey, en ritstjóri hans, Jónas Jónsson, er fjarverandi. Við treystum á aö hnuplið verði fyr- irgefið. SACCO OG VANZETTI Hálfrar aldar afmæli dómsmords Þann 23. ágúst s.l. voru 50 ár liðin frá þvi aö tveir italskir anarkistar, Nicoia Sacco og Bartolomeo Vanzetti, voru teknir af lifi i rafmagnsstólnum 1 Massachusetts i Bandarikjunum. Þá þegar efuðust fáir um að um dómsmorð af pólitiskum ástæð- um væri að ræða, og jafnvel dóm- ari sá, er kvað upp dauðadóminn, fór ekki leynt með að svo væri. 1 þá tið var heimurinn ekki svo litili sem hann er nú oröinn af völdum fjöimiðla og flugsam- gangna, en engu að siöur vöktu málaferlin gegn þeim tvimenn- ingum og aftökur þeirra gifuriega reiði og hneykslun viða um heim. Þeir Sacco og Vanzetti voru báðir fæddir á Italiu, en fluttust ungir til Bandarikjanna eins og fjöldi annarra ianda þeirra um þær mundir. Þeir hölluðust að anarkisma og tóku þátt i áróðri friðarsinna gegn þátttöku Banda- rikjanna i heimsstyr jöldinni fyrri. Það nægði til þess að bandarisk yfirvöld fengu illan bif- ur á þeim. Ránmoröin í South Braintree Inngangurinn að hinum óhugnanlegu ofsóknum yfirvalda gegn þeim Sacco og Vanzetti hófst 1919, er lögreglan hafði handtekið í New York ungan anarkista, Andrea Salsedo að nafni. Hann féll út um glugga á fjórtándu hæð er lögreglan var að yfirheyra hann, en dauðdagi af þvi tagi er grunsamlega algengur við yfirheyrslur, og er til dæmis núna allt að þvi daglegur viðburð- ur hjá suöurafrisku lögreglunni. Talið var liklegast að lögreglan hefði sjálf hrint Salsedo út um gluggann,og i mai 1920 stóð til að halda fjöldafund i New York út af þessu atviki. Sacco og Vanzetti tóku þátt i að dreifa flugritum til að auglýsa fundinn, og við það starf handtók lögreglan þá. Dómari að nafni Webster Thayer tók þá til yfir- heyrslu, og nokkrum dögum siðar voru þeir ákærðir fyrir að hafa framiö ránmorð 15. april 1920 I smábænum South Braintree, suð- ur af Boston I Massachusetts. Þar hafði veriö stöövaður bill, sem var á leið með fé til kaupgreiöslna i skóverksmiðju, rænt rúmlega 15.000 dollurum og tveir menn skotnir til bana. Enda þótt hver vitnisburðurinn af öðrum benti eindregið til sak- leysis þeirra tvimenninga, og að rannsókn sýndi fram á,að kúl- urna?sem mennirnir tveir I South Braintree voru myrtir með, gátu ekki hafa komið úr skotvopnum i eigu Saccos og Vanzettis, voru þeir dæmdir sekir og til dauða. Dómurinn vakti gifurlega reiði og mótmæli víða um heim, og varð það til þess að aftökunum var frestað hvaö eftir annað. Krafist var nýrra réttarhalda, og eftir sex ára vist i dauðaklefunum voru italirnir tveir leiddir fyrir rétt á ný. Þá hafði maður að nafni Celestino Madero, portúgalskur að ætt, sem þegar hafði verið handtekinn og dæmdur til dauða fyrir önnur afbrot, játað að hafa tekið þátt i ránmoröunum i South Braintree ásamt fimm mönnum öðrum, sem hann visaöi lögregl- unni á. //Síðferðisleg ábyrgð" Þegar hér var komið, má segja að bandarisku dómsmálayfir- völdin hafi fyrst bitið höfuðiö af skömminni. Vitni, sem áksru- valdiö leiddi fram, voru staðin að meinsæri, og Thayer dómari sjálfur játaði sakleysi hinna ákærðu, en hélt engu að siður fast við dauðadóminn. Thayer sagði: „Jafnvel þótt þessi maður (Van- zetti) hafi ef til vill ekki framið þann glæp, sem honum er eignað- ur, þá er hann engu að siður sið- ferðislega ábyrgur, þar sem hann er óvinur núverandi þjóðfélags- stofnana okkar.” Skýrar var varla hægt að taka það fram, að þeir Sacco og Vanzetti voru dæmdir I rafmagnsstólinn bein- linis fyrir að hafa pólitiskar skoðanir, sem valdhöfum voru ekki að skapi. Verkalýðssamtök um allan heim mótmæltu, og undir mót- mælin tóku frægir menn eins og Albert Einstein, Anatole France og John Dos Passos. En hæsti- réttur Bandarikjanna staöfesti engu að siður hið pólitiska dóms- morð og 23. ágúst 1927 voru Sacco og Vanzetti teknir af lifi i raf- magnsstólnum. Allan þann tima, sem Sacco og Vanzetti voru i haldi, héldu þeir fast við sakleysi sitt og neituðu i samræmi við það að sækja um náöun, þótt hugsanlega hefðu þeir getaö borgið lifi sinu með þvi að auðmýkja sig þannig. „ Fordómar þess tíma" Eölilegt er að spurt sé, hvers- vegna yfirvöld lögðu slika ofur- áherslu á að koma i hel tveimur mönnum, sem varla hafa getað verið hættulegir einum eða nein- um. En vissulega voru þeir Sacco og Vanzetti áhugamenn um stjórnmál og þar á ofan vinstri- sinnaðir, en slikt var og er i raun talið glæpsamlegt að dómi banda- riskra yfirvalda. Dómsmoröin á þeim kunna að hafa verið hugsuð sem aðvörun til annarra vinstri- manna. Um þessar mundir voru aörir menn af itölskum uppruna mjög farnir að koma við sögu dóms- Framhald á bls. 14. Sacco og Vanzetti — sömu fordómar enn i fullu gengi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.