Þjóðviljinn - 10.09.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1977, Síða 3
Laugardagur 10. september 1977 WÓÐVILJINN — SIÐA 3 Schleyer-málið: Svissneskur lögmaður tekur að sér málamiðlun GENF 9/9 — Svissneski lögfræö- ingurinn Denis Payot tilkynnti i dag aö hann heföi samþykkt aö gerast málamiölari milli vestur- þýsku stjórnarinnar og manna þeirra, sem námu á brott Hanns- Martin Schleyer, formann at- vinnurekendasambands Vestur- Þýskalands. Tekur Payot þetta aö sér aö beiöni stjórnarinnar i Bonn. Payot er forseti Mannréttinda- sambands Sviss. Hann sagöist enn ekki hafa haft neitt samband við mannræningjana, en kvaöst ætla aö þeir myndu reyna aö hafa samband við hann gegnum ein- hverja alþjóölega fréttastofnun eða meö ööru móti. Hann kvaöst taka málamiðlunarhlutverkið aö sér af manmíðarástæöum ein- göngu. Schleyer, sem er mikill áhrifa- maöur i atvinnurekstri, hefur vafasama fortiö eins og margir vestur-þýskir framámenn á hans aldursskeiði, en hann er rúmlega sextugur. Hann var á sfnum tima forustumaöur i stúdentasamtök- um nasista. Chilefundur í Félagsstofnun stúdenta A morgun, 11. september, eru liöin 4 ár frá valda- ráni herforingjaklíkunnar í Chile. Þúsundir manna, sem stutt höföu alþýðufylkingu Allénde forseta, eru nú í útlegð viða um heim og enn fleiri hafa verið drepnír og pyntaðir á hræðilegan hátt. Á morgun kl. 15 verður haldinn í Félagsstofnun stú- denta fundur til stuðnings mannréttindum í Chile. Þar gefst fólki kostur á að sýna hug sinn til baráttu útlaganna frá Chile, og kynnast reynslu þeirra, því hér á landi er nú stödd Myriam Bell frá Chilé, búsett í Bretlandi, og mun hún ávarpa fundarmenn. Eftir dagskrána verða almennar umræður og fyrir- spurnum svarað. Myriam Bell Victor Jara Æ A morgun, sunnudag, kl. 15 Ingibjörg Haraldsdóttir Dagskrá: Ingibjörg Haraldsdóttir flytur erindi. Kvikmyndin „Félagi Victor Jara” eftir Stanely F ormann. Myriam Bell, póli- tiskur flóttamaður frá Chile, segir frá valdaráninu og hjálparstarfinu. Almennar umræður og fyrirspurnir. Billy Graham hress yfir kristnihaldi ungverja: ,Skiljum hvert betur og betur’ BtJDAPEST 9/9 Reuter — Hinn þekkti bandariski babtistatrúboði Billy Graham, sem undanfarið hefur veriö I heimsókn i Ung- verjalandi, sinni fyrstu til Austur- Evrópu, lét i dag vel yfir kristni- haldi hjá ungverjum. Graham kvaöst einnig hafa tii athugunar aö fara tii Rúmeniu og Sovéírikj- anna. Hann sagöist vera mjög ánægöur meö árangur heimsókn- ar sinnar til Ungverjalands og aö stjórnvöld þar heföu engar hindr- anir lagt i veg hans. Graham hefur dvalist i Ung- verjalandi i átta daga meö sam- þykki stjórnvalda og var þar tekið á móti honum sem heiðurs- gesti. Um helgina prédikaði hann yfir á aö giska 12.000 ungmennum og ræddi kirkjuleg málefni við Gyoergy Aczel, varaforsætisráð- herra Ungverjalands. Hann kvað hundruö ungverja hafa brugðist vel við þeirri hvatningu sinni ,,aö helga lif sitt Kristi. annað Graham kvaö ungversku krikj- urnar hafa aðlagast aö talsverðu leyti, ef ekki algerlega, aöstæöum i landinu eftir siöari heims- styrjöld, og aö stjórnarvöld heföu aölagaö sig þeirri staðreynd, aö kirkjurnar væru til. Aðspurður hvort hann heföi snúist frá ana- kommúnisma, sem hann áöur hefur látið i ljós, svaraði Graham: „Ég gekk ekki i kommúnistaflokkinn meöan ég dvaldi i Ungverjalandi. Ég var ekki beðinn um þaö. Ég held aö heimurinn sé aö breytast, og aö við séum farin að skilja hvert annaö betur og betur.” Vinnuslysið í Kópavogi: Pallarnir viðurkcnnd- ir en festingin óhæf staö. Vilberg sagöi aö vist væri öryggiseftirlitið heldur fáliðað, miðað viö það margvislega eft- irlit sem þaö þyrfti aö inna af hendi, en ef góð samvinna væri milli þeirra aöila sem hlut eiga aö máli, þá ætti aö ver a hægt að komast hjá árekstrum og jafn- fram fækka slysagildrum. „Menn vilja bara oft gleyma þvi aö viö séum til,” sagöi Vil- berg, ,,en þaö er tilkynninga- skylda á tækjum og vélum til okkar.” —eös Það var haft eftir Friögeiri Grimssyni, öryggismálastjóra ríkisins, i Þjv. á þriðjudaginn aö vinnupallarnir viö Engihjalla 9 væru ólöglegir. 1 gær sagöi Vil- berg Helgason öryggis- skoöunarmaöur hjá öryggiseft- irlitinu I viötali viö blaöiö, aö pallarnir sjálfir hafi veriö viöurkenndir og I lagi, en hins- vegar ekki festingin I þessu ein- staka tilfelli. Hún hafi veriö allt of veikbyggö og illa frá gengin. Vinnupallar þessir eru sænskir aö gerö og viðurkenndir á Noröurlöndum. Eigendur vinnuvéla, tækja og vinnupalla eiga að tilkynna öryggiseftirlitinu þá og biöja um skoðun á þeim. Það eru þvi eigendurnir, sem bera ábyrgö á þvi aö ný gerö vinnupalla sé skoðuö og samþykkt. öryggiseftirlitiö hefur vald til aö bka vinnustööum ef hætta er áferðum. Yfirleitter þó gangur málsins sá i sllkum tilvikum, aö kært er til fógeta sem slöan kveður upp dómsúrskurö. Aö- einsef sýnt þykir að bráð hætta sé á ferðum hefur eftirlitiö vald til aö loka vinnustað þegar i Hluti af verdmætum farmi skemmdist: 100 miljón króna tjón? Hofsjökull kom til landsins i fyrradag eftir flutning á verö- mætum freðfiskfarmi tii Banda- rikjanna. Taliö er aö verðmæti farmsins hafi veriö upp á 2.000 miljónir króna. Þessi farmur var hætt kominn, er búnaöur f lestum skipsins bilaöi. Er talið aö tjóniö af þessum völdum nemi um 100 miljónum króna, sem er vissu- lega há upphæö en þó litil miöaö viö heildarverönæti farmsins. Þarsém skipið er nýlega komið til landsins liggur ekki endanlega fyrir hve miklum upphæðum tjónið nemur nákvæmlega. Mun verða settur sjóréttur I máli þessu eftir helgina. Skýrslur frá Bandarikjunum eru ekki komnar heim og vildu forráðamenn Eim- skips, sem gerir út Hofsjökul, ekkert um málið segja i gær- kvöld, er blaðið hafði tal af skrif- stofustjóra Eimskipafélags Billy Graham. Eldur A 1 olíustöð NANAIMO, Bresku Kólumbiu, 7/9 Reuter — Einn siökkviliðs- maöur lét lifiö og þrir brenndust alvarlega þegar þeir reyndu aö ráöa niöurlögum eldsvoöa I oliu- hreinsunarstöö i grennd viö Nanimo i Bresku Kolumbiu. Eldtungurnar stigu um þúsund metra i loft upp og voru sýnilegar úr átta km. fjarlægö. Slökkviliös- maðurinn beiö bana, þegar oliu- geymir sprakk, og særðust þá fjórir menn svo að þaö þurfti aö flytja þá á sjúkrahús. Er Amin enn- þá að plata? NAIROBI 9/9 Reuter— Erlendir sendiráðsmenn i Kampala, höfuöborg Uganda,telja aö 15 menn hafi verið teknir af lifi þar i dag, og voru flestir þeirra dæmdir fyrir samsæri gegn Idi forseta Amin. Ekkert nýtt hefur frést af heilsufari Amins, sem i gær var sagður liggja meövitundarlaus á sjúkrahúsi eftir uppskurb. Sumir sendiráösmannanna segjast efast um að forsetinn sé i raun og veru alvarlega veikur, og fyrrverandi heilbrigbismála- ráöherra landsins, sem nú dvelst i Lundúnum. segist halda aö héi sé ekki um annað aö ræöa en ein skringilegheitin i viðbót af hálfu Amins. Ýmsir erlendir framámenn, þeirra á meðal William Tolbert Liberiuforseti og Bongo forseti Gabon, skoruðu á Amin að vægja dauðadæmdu mönnunum 15, en fengu engin svör. t áskor- un sinni hrósaði Bongo Amin fyrir að hann „væri að eðlisfari hneigður til umburðarlyndis,” og gæfi það von um að hann þyrmdi lifum hinna dauða- dæmdu. Blaðberabíó I dag Hafnarbió, laugardaginn 10. september, kl. 13.00: TALKLA NAKAN Japönsk ævintýramynd i litum. Islenskur texti. Þeir, sem ekki hafa fengið miða, eru beðnir að hafa samband við afgreiðsluna. UOÐVIlllNN simi 8-13-33

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.