Þjóðviljinn - 10.09.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.09.1977, Qupperneq 7
Laugardagur 10. september 1977 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 Barátta sósialista tengist heimssögulegri þróun mannkynsins á langri vegferd frá hálfsiðun til siðmenningar Hjalti Kristgeirsson Hreyfiafl sögunnar í sjálfum okkur Góðu heilli hafa þessir dálkar orðið vettvangur nokkurra skoðanaskipta. Sannarlega yar kominn tlmi til þess að „orð sér af orði / orðs leitaði” á siðum Þjóðviljans meðal lesenda blaðsins. Þetta er fyrir sitt leyti vlsir að þeirri félágsgerð sem sósialistar vilja smiða: að lesendur dagblaðanna verði jafnframt skrifendur þeirra. Þannig gangi tjáskipti I báðar áttir en verði ekki boðsending I eina átt aðeins frá launaðri stétt skrifara. Það á að geta verið uppbyggi- legt þegar einn visar til skrifa annars, byggir á þvi sem hann hefur lagt til mála, samsinnir eða leggst á móti eftir atvikum. Þetta er hluti þeirrar þjóð - félagsumræðu sem á að vera forsenda athafna þar sem lýðræði rlkir. Fyrir nokkru ritaði Gunnar Karlsson sagnfærðingur hug- vekju um þjóðfélagsgerðina á íslandi (24/8): Er hér auðvalds- skipulag? Likist hagkerfið ekki fremur lénsveldi? — f jármagnið er veitt að léni nú svipað og land var fyrrum á miðöld Evrópu. 1 dagskrárgrein sinni benti GK réttilega á það, hvað Isienskir kapitalistar eru óburðugir, hafa litið eigið fé i veltunni en eiga allt undir náð úthlutunarstjóra hjá bönkunum, fjárfestingar- sjóðum og öðrum rlkisstofn- unum. Bókhaldslegur halla- rekstur er regla fremur en undantekning, en verðbólgan sérum að jafna metin og rlflega það. Þetta hefur að sjálfsögðu afleiðingar fyrir kjarabaráttu launafólks, og sósialistar hljóta að taka tillit til þess I baráttu sinni fyrir þjóðfélagi annarra gilda en þeirra sem kapital- isminn hossar hæst. Brýn þörf er á þvl að Islenskir sósialistar átti sig á sérkennum þessa þjóðfélags sem þeir búa I og séu ófeimnir við djarftækar samlíkingar og sögulegar hlið- stæður. Það er um að gera fyrir okkur að skerpa útllnur fyrir- brigðanna i kringum okkur, þvi blæja vanans leitast við að má þær út. Ekki skil ég GK svo, að hann sé I reynd að draga i efa auðvaldsnáttúru þjóðfélagsins hér og nú. Vöruíormið er rikjandi, jafnt i framleiðslu sem dreifingu efnislegra gæða, og menn neyðast til að selja vinnuafl sitt sér til lífsfram - færis. Þetta eru megindrættir kapitalismans, svo hérlendis sem annars staðar, einföld yfir- lýsing um þetta dugar skammt til greiningar á margvfslegum vanda dagsins, I efnahags- og menningarlífi,istjórnmálum og stéttabaráttu. Nú langar mig, leikmanninn, til að seilast inn á svið sagn- fræðinnar og hafa þar uppi óábyrgt hjal. Kapltalismi — lénsveldi: Þetta eru kunnugleg orð um sérstök þjóðfélagsform, einskonar merkispjöld eða áritanir á leiðir I völundarhúsi sögunnar. Mig minnir að við höfum haft fleiri svona merki- spjöld I gamla daga, gott ef þau voru ekki 5; frumkommúnismi, þrælahald, lénsveldi, kapltal- ismi og sósialismi. Fyrsta og siðasta þjóðfélagsformið I upptalningunni voru án stétt- skiptingar og arðráns, en I hinum eignast yfirstétt amk. hluta af vinnuafurðum undir- stéttar með því að einoka svo og svo mikið af lifi hennar eða lifs- skilyrðum (þrælinn, landið, vinnugögnin). Taliðvarað þetta væru bæði söguskeið og þroska- skeið i sögu mannkynsins frá frumstæði til fullkomnunar, og mætti marka það á æ afkasta- meiri framleiðslutækjum. Af þessu leiddi að erfitt var að hugsa sér, að hlaupið væri yfir eitthvert þessara tlmaskeiða, og eins hitt, að staðnæmst væri fyrir fullt og allt á einhverju þeirra, áður en fullkomnun væri náð. Og auðvitað lá leiðin alltaf áfram en ekki afturábak. Nú er það ekki ámælisvert. að sósialistar liti á baráttu sina sem hluta af heimssögulegri þróun frá hálfsiðun til siðmenn- ingar. En hvað skyldu þessi spjöld eða skilti gagna okkur mikið við að öðlast skilning á fortið og framtið? Hugum aö islenskri sögu. Hvernig eigum við aö merkja það þjóðfelag sem landnáms- menn og fyrstu kynslóðir Islendinga bjuggu sér I landinu? Var það frumkommúnismi? Tæplega, þvíað islendingasögur greina frá talsverðri stétta- skiptingu meðal frjálsra manna, og svo voru þrælar. Var það þá þrælahald? Nei, þrælarnir skiptu engu meginmáli við öflun llfsnauðsynja, nema eftilvill á búi einstaka höfðingja og þá um skamma hrlð (engin endur- nýjun). Var það lénsveldi? Varla, þvi engar heimildir eru (mér kunnar) um jarðaraf- gjöld, kvaðavinnu og þvi- umlíkt. Var þá Islenska þjóðveldið á fyrstu öldum sínum svo einstakt að það rúmist ekki innan neins þess þjóðfélags- forms sem talið var hér að framan? Rétt er að láta af öllum óllk- indalátvm. Islenskt þjóðfélag er auðvitað ekkert einstakt, og sú söguskoðun sem ekki rúmar það er harla litils virði. Söguskoðun hinna 5 þjóðfélagsforma taldist þó um skeið góður marxismi, og höfuðsynd öllum marxistum að efast um algildi þeirra. I þá daga var öll veröldin dregin svo einföldum dráttum og þjóð- félags- eða sögugreining bundin við það eitt að setja inn I formúlur. Slik heimsmynd er nú hrunin, enda reyndist „alræði öreiganna” ekki undanfari neins sóslalisma heldur nýrrar kúgandi þjóðfélagsgerðar, áöur óþekktrar. Sósialistar urðu að fara að fletta upp I bókum sinum og hugsa uppá nýtt. Það kom i ljós að gamli Marx var hafður fyrir rangri sök. Fáir höfundar eru eins óbundnir af kreddum við lýsingar og grein- ingar á þjóðfélaginu, hvort sem er samtima slns eða horfinna alda. Sú söguskoðun sem fram hafði verið borin I nafni Marx, var öðrum þræði óleyfileg ein- földun á hugsun hans, hinum þræði hrein fölsun. Or sjóði Marx má reiða fram efni I miklu fleira en 5 aðskildar þjóðfélags- gerðir og að auki finna flöt á margskonar blöndun þeirra og tengslum. Margt fleira en „efnalegi grundvöllurinn”, framleiðsluöflin, orkar á þjóð- félagsformin til myndbreyi- inga^ hreyfiöflin eru fyrst og fremst félagslegs eðlis. Og þvi fer fjarri að ein gerðin taki við af annarri i skyldubundinni röð einsog um væri að ræða þraut- skipulagðan kappleik ellegar þroskaskeið barns. Ætli það láti ekki nærri að þjóðfélagsgerð fyrstu Islend- inganna hafi verið germanskt ættsveitaskipulag I upplausn? (Það er vist ekki ný stað- hæfing!). Siðan hafi tekið við visir að lénsveldi sem hin alþjóðlega lénsveldisstofnun, kirkjan, hafi átt drýgstan hlut i að skapa (tiundarlög, söfnun kirkjueigna). Skipulag kirkj- unnar ól af sér lénsmannaveldi við hlið hennar, og hún krafðist konungs yfir þeim að svo miklu leyti sem þeir gerðu það ekki sjálfir. Þá komu kyrrstæðar aldir lénsveldis sem var að mestu leyti innlent en furðu likt evrópskri fyrirmynd sinni (að vísu einfaldara .1 sniðum og vantaði þéttbýli verslunar og iðnfélaga). Los á lénsskipu- laginu úti I álfu / Danmörku með siðaskiptum, einveldi, auk- inni jarðaeign konungs, einok- unarverslun og byrjandi kapi- taliskri þróun þar svipti tslend- inga sinni eigin yfirstétt en setti ekkert I staðinn (mismunandi efnahagur bænda var frekar lagskipting en stéttskipting, embættismenn voru ef svo mætti segja ekki stéttbundnir efnahagsundirstöðunni). Þess vegna var hér sérkennilega lítið stéttskipt bændasamfélag þegar gerist þrennt I senn: þjdðernis- hreyfing af evrópskum toga grefur um sig á Islandi, efna- hagstengslin við Island verða utanveltu I dönsku efnahagsllfi, verkmenning eflist hér I sveit- um en einkum þó við sjávar- siðuna. Svo viröist vera sem þetta stýföa, fyrrverandi lénsveldis- þjóðfélag hér á Islandi hafi þrátt fyrir allt sjálft búið yfir endurnýjunarmætti og breyt- ingarhvöt. Athugum að atvinnutækni og framleiðni vinnunnar er að llk- indum óbreytt frá þvl land var albyggt og frarnyfir 1800, en þjóðfélagið tekur amk. tvisvar stakkaskiptum á þeim tlma, I bæði skiptin vegna erlendrar Ihlutunar. En nú taka tslendingar ingar að stýraþróun þjóðfélags- ins að mestu einir, þótt ekki sé þarmeð sagt að það hafi beinlln- is verið eftir áttavita. Eða er það ekki rétt að tslendingar hafi sjálfir skapað sitt auövalds- skipulag, en Danir ekki fært okkur það að gjöf? Auðvitað kom stuðningur erlendis frá þó hann væri óbeinn og ekki hægt að telja hann frumorsök. (Utan- rikisverslun: nýr markaður i Bretlandi. Fyrirmynd: norskar sildar- og hvalstöðvar. Erlent fjarmagn I Islandsbanka: flýtti fyrir uppbyggingu). En áhrifa- öfl gamla bændasamfélagsins voru óvirk og gufuðu upp. Mér sýnist þvi að fyrsta þjóð - félagsgerðin sem Islendingar hafa sjálfir skapað án verulegs þrýstings erlendis frá, sé reyndar auðvaldsskipulagið, og er þá ekki talið með það fyrsta sem forfeður okkar fluttu hingað með sér. Það að þetta gerist án hluttöku sterkrar inn- lendrar yfirstéttar hefur haft heillavænleg áhrif á þróun félagslegra tengsla á þessari öld, gert þjóðfélagið opnara (aukið hreyfanleika milli þjóðfélagsstétta), gert það mannúðlegra, næmara fyrir breytingum og móttækilegra fyrir boðskapnum um afnám stéttaþjóðfélagsins og sköpun hins samvirka sóslaliska þjóðfélags, þar sem ekki eru lengur starfsstéttir I föstum hlutverkum en skilyrði tryggð fyrir „frjálsri þróun einstak- lings og heildar” (Marx). Norræn myndlist ad Kjarvalsstödum hefur áöur farið víða um Norðurlönd Unnib ab uppsetningu sýningarinnar I dag verbur opnub' ab Kjar- valsstöbum norræn myndlistar- sýning, sem farib hefur vlba um Norburlönd og nefnist hér „Aug- liti til auglitis” en hún var köllub „öga mot öga” á Norburlöndun- um. A þessari sýningu eiga um 25 listamennfrá tslandi, Danmörku, Noregi, Sviþjób og Finnlandi verk, og eru islensku þátttakend- urnir þau Agúst Petersen, Blómey Stefánsdóttir, Hildur H á k o n a rd ó tt i r , Hringur Jóhannesson, Óskar Magnússon ogTryggvi Ólafsson. Þessi sýning kcmur hingað á vegum Norræna myndlistar- bandalagsins og Fél. Isl. mynd- listarmanna, sem er aðili að þvl, en það er norrænn menningar- málasjóður sem hefur að nokkru leyti fjármagnaö sýninguna. Frá árinu 1946 gekkst Norræna mynd- listabandalagið fyrir norrænum samsýningum og var hin siðasta þeirra haldin að Kjarvalsstöðum árið 1972. En að henni lokinni var ákveðið að hætta um stundarsak- irsýningum I þessu formiog leita nýrra leiða, og var sænska list- fræðingnum Staffan Cullberg slð- an falið að setja saman norræna sýningu á nýjan hátt. Hann varði tveimur árum (1975-1976) iundir- búning sýningarinnar, ferðaðist um Norðurlöndin, sá ýmsar sýningar og talaði við listamenn. Arangurinn af þessu starfi var svo sýningin „Augliti til auglitis”, sem fyrst var opnuð 19. nóvember 19761 Stokkhólmi, og er nú komin hingað. Staffan Cullbefg gat ekki sjálf- urkomið til Islands, og stjórnaði þvi norskur listamaður Bárd Breivik uppsetningu sýningar- innar fyrir hann. Þegar frétta- menn litu inn að Kjarvalsstöðum voru menn I óöa önn að koma verkunum fyrir. Þau sem þarna voruað starfi sögöu aö fyrir Cull- berg hefði vakað að sýna ýmsar andstæöur I þjóðfélagi nútimans á Norðurlöndum og koma fram með vissa túlkun á þessu þjóð- félagi. Vildi hann sýna andstæð- urnar milli sveita- og borgar- menningar, manns og náttúru og sýna verk þeirra, sem enn eru I tengslum við forna lifnaöarhætti, þeirra sem túlka borgarþjóðfélag nútlmans, og svo þeirra sem eru að leita aftur að nýjum tengslum við fortíð og náttúru. Meðal þátt- takenda eru t.d. óskar Magnús- son og Blómey Stefánsdóttir i snertingu við náttúruna og forna tækni og lifshætti, og sama má segja um finnska lappann Andreas Alariesto. Bárd Breivik erhinsvegar dæmium mann sem er að leita aftur til fornra llfs- hátta. A sýningunni eru nokkrar ljósmyndir af hinu umdeilda borgarhverfi Kristianlu, en Ibúar þess leita að nýjum llfsformum með beinum aðgerðum en nota ekki listaverk sem miöil. Sýningin stendur hér yfir dag- ana 10. til 25. september, og er þetta siðasti staöurinn þar sem hún verður sett upp. Hún var, eins og áður var sagt, opnuð I Stokk- hólmi 19. nóvember 1976. Þaðan fór hún til óslóar, siöan til Berg- en og til Helsinki. I sumar var sýningin I Nikulásarkirkjunni I Kaupmannahöfn, og síðan var hún sett upp i Álaborg áður en hún kom hingað. Mikið hefur að sögn verið rætt ög ritað um þessa sýningu og hefur hún fengið all- misjafna dóma eins og gerist og gengur. I Svíþjóð fékk hún einna besta dóma, og var framlagi Islands þar hrósað. I Danmörku vorudómarnir hins vegar siðri og var sýningin kölluð „norræn ringulreið” I dagblaðinu Politik- an. Sjukrahotel RauAa krosains eru a Akureyri og i Reykjavík RAUÐIKROSSISLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.