Þjóðviljinn - 10.09.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 10.09.1977, Side 8
j 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1977 Laugardagur 10. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Jón Magnússon: Skatturinn hirti bróöurpartinn af kaupinu. Lágmarkslaun ættu að vera 140 þús. segir Jón Magnússon, bréfberi Jón Magnússon hefur starfaö sem bréfberi I rúm 10 ár, en áöur var hann verkamaöur. Viö tókum hann tali i kjallaranum, þar sem bréfberarnir hafa vinnuaöstööu Jón sagöi aö hún væri fremur léleg. Loftræsting er litil, aöeins ein vifta og væri þaö bagalegt þegar margir menn væru þar samankomnir. — Fastakaup mitt núna er rúm 102 þúsund, en var áöur 97-9® þús- und, þ.e. fram til 1. september. Þetta eru léleg laun og ekki til aö lifa af i veröbólguflóöinu, endarn- ir ná ekki saman. Og Jón dró fram launamiöann sinn, sem sýndi aö af þessum 102 þúsund krónum fékk hann aöeins úthorg- aö 44.270 kr. Afganginn hirti skattstofan. — Þetta er nú reyndar undan- tekning, sagöi Jón. Yfirleitt hefur veriö tekiö af um 40 þúsund á mánuöi i skattana, svo 60 þúsund erueftirtilaö lifa af. Þaö hrekkur ekki til nauöþurfta. Algjört lág- markskaup ætti aö vera 140 þús- und á mánuöi. Jón er kvæntur og kona hans vinnur ekki utan heim- ilis. — Hækkanir þær, sem viö höf- um fengiö á þessu ári,eru sam- kvæmt þvi, sem samiö var um i siöustu samningum. Hér er svo- litil yfirvinna, en ekki aö staö- aldri, heldur árstiöabundin. Meö yfirvinnunni náum viö i mesta lagi 115-120 þús. kr. á mánuöi. Engin yfirvinna hefur veriö nú siöan ég kom úr sumarfrii. — Hvernig list þér á verkfalls- boöun BSRB? — Verkfallsaögeröirnar eru ekki nógu vel undirbúnar. Viö er- um ekki nógu vel undir það búnir aö fara i langt og strangt verkfall, þvi viö höfum enga verkfallssjóði. Hins vegar er rétt aö nota verk- :Framhald á 14. siöu Póstmenn eru mesti lág- launahópurinn í BSRB Rætt við nokkra staifsmenn pósthússins við Hlemm 78% póstmanna e í launafl. Bl -B10 segir Björn Björnsson formaöur Póstmanna- félagsins Björn Björnsson útibússtjóri póstútibúsins viö Hlemm er for- maöur Póstmannafélags tslands. — Póstmannafélagiö er mesta láglaunafélagiö innan BSRB, sagöi Björn. Sem dæmi má taka, aö 78% póstmanna eru I launa- flokkum B1-B10. 1 þessum flokk- um eru hinsvegar 49% allra fé- lagsmanna BSRB. t launaflokk- um B10-B25 eru 22% póstmanna, 51% BSRB-féiaga er i þeim flokkum. Viö fórum illa út úr samningum BSRB 1971 og ’74. 1 Póstmannafélaginu eru 373 fé- lagsmenn. 106 þeirra eru I launa- “ flokki B5 eöa lægri. I B5 eru laun- in nú (eftir visitöluhækkun 1. sept.) 102.709 kr. Þetta fær fólk i kaup eftir sex ára starf. Byrjunarlaunin eru hinsvegar kr. 91.180. Þaö eru þau laun, sem viö getum best boðið þeim sem koma hér i vinnu, enda endast margir stutt hér. Þaö er oröiö erfitt aö fá gott fólk. Menn geta aö visu hækkaö örlitiö eftir tveggja ára nám i Póstskólanum. — Þetta hefur greinilega breyst mikiö frá þvi fyrir nokkrum ára- tugum, þegar viö þessir éldri vor- um aö byrja hjá póstinum. Þá var Þaö á Hklega ekki viö aö brosa á svona alvarlegum timum, sagöi Björn Björnsson þegar þessi mynd var tekin. kaupiö gott, miöaö viö sambæri- legar stéttir. Póstmenn hafa dregist aftur úr segir Hermann Pétursson fulltrúi Póstmenn hafa dregist aftur úr i launum á siöustu árum, sagöi Hermann Pétursson fulltrúi. Aö visu hefur áunnist eitthvaö smá- vegis undanfariö og þaö er mest Póstskólanum aö þakka. Skólinn hefur oröiö hvati þess aö lyfta fólki upp ilaunum. Þaö er fyrst og fremst fyrir forgöngu Póst- mannafélagsins, aö skólinn komst á laggirnar. — Ég er búinn aö vinna hjá póstinum 20 ár, sagöi Hermann. Þaö má segja aö eg hafi unnið á öllum stigum póstsins. Égbyrjaði sem bréfberi og vann i aðalpóst- húsinu. Siðan var ég sjö ár í Langholtsútibúinu og byrjaöi svo hér I Laugavegsútibúinu skömmu eftir stofnun þess. — Hvaö hefur þú i kaup? — Fastakaupiö var 124.871 kr. fram til 1. sept., en þá hækkaöi þaö um 4 þúsund. Ég er einhleyp- ur, svo að endarnir ná saman meö góðum vilja. — Hvernig list þér á verkfalls- boöun BSRB? — Ég er ekki viss um aö til verkfalls komi. En verkfallsrétt- urinn kemur til með aö koma að góöum notum í náinni framtiö. — Er félagsstarfiö nógu öflugt innan Póstmannafélagsins? — Þaö var miklu meiri hiti i mönnum hér áöur fyrr og betur mætt á fundi. Aöur var allt til lykta leitt á aöalfundinum og þá var oft hart barist. Nú er deilda- Hermann Pétursson: Verkfalls- rétturinn kemur aö góöum notum. skipting i félaginu og almennir fé- lagsmenn eru ekki eins virkir og áöur. Tók lán til aö borga skattana Höröur Steinþórsson póstaf- greiöslumaöur hefur starfaö hjá póstinum i átta ár, þar af fyrstu sjö árin, sem bréfberi. Aöur var hann járnsmiöur, en varö aö hætta þvi starfi vegna heilsu- brests. Siöan vann hann viö af- greiðslustörf þar tii hann geröist Höröur Steinþórsson bréfberi. Höröur hefur nú rúm- lega 98þúsund kr. i mánaöarlaun. — Þaö gengur mjög illa aö lifa af þessu kaupi, sagöi Höröur. Til dæmis varöég aö taka 300 þúsund króna lán til aö bjarga sköttun- um, af þvi aö konan min gat ekki unniö um tima vegna veikinda. Viö erum þó bara tvö i heimili, svo það má sjá aö þaö er ekki viö- lit aö reyna aö framfleyta fjöl- skyldu af þessum lágu launum. Yfirvinna er aö jafnaöi 1 klst. á dag. — Hvaö þarf kaupið aö vera hátt, svo aö nægi til framfæris? — Dagvinnukaupiö þyrfti aö vera um 140 þúsund, þaö dugar ekki minna. — Hvaö finnst þér um aögeröir BSRB i kjaradeilunni? — Mér list ágætlega á verk- fallsboöunina. Ég er nú svo bjart- sýnn, aö ég held aö ekki komi til verkfalls. En þessar aögeröir nú eru mikill prófsteinn á samtök opinberra starfsmanna. Get ekkert lagt til htíðar segir Edda Egilsdóttir póstnemi — Þetta er tveggja ára nám, en fjögur ár fyrir póstafgreiðslu- menn, sagöi Edda Egilsdóttir póstnemi um námiö i Póst- og simaskólanum. Viö erum i skól- anum meö vinnunni, vinnum annaðhvort fyrir eöa eftir hádegi meö bóklega náminu, sem stend- ur yfir frá þvi I september og fram i mars. — Verklega námið fer svo fram hér, sagöi Edda. Viö vinnum á póstinum alla daga á sumrin og 1 desember. Viö vorum 17 i 1. bekk sl. vetur. Þrir hættu námi, en 20 eru teknir i skólann á hverjum vetri. Edda Egilsdóttir: Eftirvinnu- kaup póstnema er lika skert. — Hvernig er kaupiö? — Ég fæ 84% af launaflokki B7. (Byrjunarlaun eftir B7 eru 98.572 kr. eftir hækkunina 1. sept.). Eftirvinnan er lika skertisama hlutfalli og þaö finnst okkur hart. Algerir byrjendur fá aöeins 45% launa fyrstu þrjá mánuöina. — Hvernig gengur aö fram- fleyta sér af þessum launum? — Ég er heppin með húsnæöi og borga lága húsaleigu. Ég bý lika stutt héöan og get þvi gengiö i vinnuna. En afgangurinn af kaupinu er litill. Maöur getur ekkert lagt tilhliðar. Edda sagði aö þaö fældi marga frá Póstskólanum aö kaupiö lækkaöi þegar menn byrjuöu þar nám. Þaö væri mjög bagalegt fyrir þá sem starfaö heföu hjá póstinum árum saman og gert sinar áætlanir miöaö viö launin. Þeir mega ekki við þeirri launa- lækkun sem skólagangan hefur i för meö sér. Edda sagöist vita dæmi þess aö menn heföu gefist upp i skólanum vegna launa- skeröingarinnar. — Hvaö finnst þér um verk- fallsaögeröirnar? —Mér list vel á þær. Mér finnst aö viö eigum aö hafa verkfallsrétt eins og aðrir til aö koma okkar kröfum fram, en ég vona aö ekki þurfiaökoma til verkfalls. Félög- in ættu aö fá aö ráöa meiru sjálf og greiöa atkvæði hvert i sinu lagi um samninga i staö allsherjarat- kvæðagreiöslu. Guöriöur Magnúsdóttir: Hefur dregist aftur úr miöaö viö saumakonu, þrátt fyrir færslu upp um einn launaflokk. V erkfallsré tturinn er of takmarkaður Guðríður Magnúsdóttir póstfreyja Guöriöur Magnúsdóttir er póst- freyja i hálfu starfiog hefur rúm- iega 51 þúsund i mánaðariaun samkv. efsta þrepi launaflokks B5. — Viö póstfreyjur stofnuöum á sinum tima stéttarfélag til aö berjast fyrir réttindum okkar, sagöi Guöriöur. Nú höfum viö fengiö fastráöningu og inngöngu i Póstmannafélagiö. Flestar okkar eru I hálfu starfi, en nokkrar þó i fullu starfi, þ.á.m. konur sem þurfa aö sjá fyrir fjölskyldu. Viö höfum yfirvinnuskyldu eins og aðrir opinberir starfsmenn og getum þvi ekki ráöiö okkur i ann- aö starf hálfan daginn á móti þessu þótt viö vildum. — Hafa póstmenn haldiö I við aörar stéttir I launum? — Nei, viö höfum dregist mikiö afturúr. Ég get nefat sem dæmi kunningjakonu mina, sem vinnur á saumastofu. Fyrir tveimur ár- um höföum viö svipaö kaup. Siö- an hef ég færst upp um einn launaflokk, en kaupiö er þó lægra hjá mér. — Hvað finnst þér um verk- fallsréttinn? — Mér finnst sjálfsagt aö hafa verkfallsrétt, en mér finnst hann baraof takmarkaöur. Við heföum þurft aö fá verkfallsrétt gagnvart sérsamningum iika. Slikan verk- fallsrétthöfum viöekki og getum þvi ekki farið i verkfall eftir aö BSRB hefur samþykkt aöalsamn- inginn. — Veröur verkfall? — Ég reyni aö vera bjartsýn og vona aö ekki komi til verkfalls. og myndir: eös VIÐTÖL Á GOSSTAÐ yStórkosflega hrikalegt’ sagði Hjörtur Tryggvason, sem sá gosið brjótast upp — Þetta var stórkost- lega hrikaleg sjón, sagöi Hjörtur Tryggvason um upphaf gossins i fyrradag, en þá var hann staddur uppi á Leirhnjúk. Hjörtur hefur undanfarið ár haft eftirlit meö mælitækjum jarðvisindamanna á Kröf lusvæöinu og var að störfum við mæiingar er óróinn hófst. — Jaröskjálftamælarnir fóru aö sina stööuga kippi kl. tæplega 4, en ég kom ekki aö þeim fyrr en um hálftima siöar,sagöi Hjörtur. Þá varö fljótlega sýnt hvert stefndi og fór ég þá strax upp i Kröflu til frekari mælinga. Þaðan „Þetta var stórkostlega hrika- Ieg sjón,” sagöi Hjörtur Tryggva-, son. 1 baksýn sést Leirhnjúkur. hélt ég svo á Leirhnjúk og var þar staddur er fyrsta sprengingin varð. Þá mun klukkan hafa verið nákvæmlega sex eöa einni minútu betur. Þessi fyrsta sprenging varð langstærst og henni fylgdu miklar drunur. Jafnskjótt reis gosmökkurinn upp i um tveggja km hæð, og hefur sennilega ekki orðiö miklu hærri. Um fjórum minútum siöar sá ég aö hraun var fariö að renna vestur frá gignum og rétt um sama leyti varö ég þess var aö sprungur voru komn- ar i hnjúkinn báöum megin viö mig, og spildan sem ég stóö á sig- in talsvert. Þá þótti mér öruggast aö koma mér sem fyrst á brott, enda staddur á sprungunni sem eldurinn kom upp á, og þaö var aldrei aö vita hvar hann kæmi upp næst, sagöi Hjörtur. Þess má geta að Hjörtur var búinn aö spá aö töluvert gos yröi 5. sept, og þá um leiö smágos suð- ur i Bjarnarflagi. Hefur hann þvi ekki farið langt frá lagi, en eins og annars staöar kemur fram er siöur en svo djúpt á hraunkviku i Bjarnarflagi, og 3 dagar eru ekki stórt frávik i spám af þessu tagi. En Hjörtur hefur lika annaö viö að styðjast en hugboö sitt þar sem hann hefur annast mælingar aö undaniörnu eins og áöur er sagt. —erl Sigurður Þórarinsson: „Sjáum hvað setur” — áður en nokkru er hægt að spá um framvindu mála við Leirhnjúk Sigurður Þóraxinsson jarðfræðingur var að sjálf- sögðu norður í Mývatns- sveit f gær, eftir að hafa fylgst með atferli náttúr- unnar í gosham við Leir- hnjúk. — Ætli aö það sé ekki óhætt að álita þessa hrinu liöna hjá, sagöi hann, a.m.k. að þvi er varðar gos. Það mátti segja aö um eittleytiö i nótt væri gosiö dottið niöur og núna er þarna ekkert að sjá utan gufur úr sprungunni. — Þetta gos er miklu stærra en þær gusur sem þarna komu i vor og 1975, þótt ekki sé þaö stórgos. Ég giska á að sprungan sem gaus sé 700-800 m, en á henni gaus lika samfellt. Hraunið rann svo i allar áttir út frá henni, mest þó til vest- urs og norövesturs. Þar sem þaö erákaflega óreglulegt aö lögun er erfitt að meta stærð þess ná- kvæmlega, en ætli aö þaö sé ekki upp undir 2 km á lengd, og alltaf einir 500 m þar sem það er breiö- ast, svo að það er þá ekki fjarri einum ferkilómetra að flatar- máli. Hins vegar er þaö mjög þunnt, svo aö rúmmetratalan hleypur ekki á mörgum milljón- um, kannski að það sé einar tvær, sagöi Siguröur. „Ekki stórgos, en miklu stærra en ’75 og I vor”, sagöi Siguröur Þór- arinsson. Er hann var spuröur, hvert yrði framhaldið á þessum máttúru- hamförum, kvaðst hann ekki geta sagt um það. Til þess yrði að biða eftir niðurstööum mælinga og hegöun náttúrunnar næstu daga, t.d. þvi hvort landris hæfist á nýj- an leik á sama hátt og jafnan áö- ur, og hvert framhald gleikkun- arinnar yrði. Ekkert heföi komið fram i þessu gosi sem gæfi vis- bendingu um aö umbrotum iyki á næstunni. -erl. V erkefnaskrá LR í vetur Á fundi með blaða- mönnum sögðu þau Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri og Jón Hjartarson blaðafulltrúi frá þvi sem er helst á döfinni hjá Leik- félagi Reykjavíkur i vetur. Fyrsta frumsýning er 14. september á Gary kvartmiljón eftir sænska skáldiö og leikarann Allan Edwall eins og skýrt er frá annars staðar hér i blaöinu. Höf- undur leikstýrir sjálfur. Þá munu fljótlega veröa tekin upp á 3. leikári hin geysivinsælu islensku verk Skjaldhamrar eftir Jónas Arnason og Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson en hvort leikritiö um sig hefur verið sýnt i um 150 skipti. Þær breyt- ingar veröa nú á Saumastofunni aö Valgeröur Dan tekur viö hlut- verki Helgu Bachmann. Blessaö barnalán eftir Kjartan Ragnarsson verður einnig tekiö upp en aö þessu sinni fært upp i Austurbæjarbiói vegna þrengsla i gamla leikhúsinu. Um áramótin verður frumsýn- ing á nýju islensku leikriti, Skáld- Rósu eftir Birgi Sigurðsson sem fjallar um lif þessarar þekktu skáldkonu á fyrri hluta 19. aldar. Leikstjóri verður Þorsteinn Gunnarsson en Steinþór Sigurös- son sér um leikmynd. Til aö vega upp á móti öllum þessum islensku verkum veröur Æramhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.