Þjóðviljinn - 20.09.1977, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Síða 5
Þriðjudagur 20. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sighvatur nýtur pabbans, leift- Jón Baldvin heggur ótt og titt i toga gömlu kratanna sem eftir allar áttir en hefur fáa að baki. eru. Prófkjörsraunirkrata á Vestjjördum: Faðir Sighvats útbjó kjörgögn og Jón kærði Prófkjör krata taka nú á sig æ skringilegri myndir og er þar hart barist um menn en þvi minna um málefni. Á Vestfjörð- um fara þeir Sighvatur Björg- vinsson ogJönBaldvin Hannibals- son hamförum og hefur það geng- ið svo Iangt að senda varð sendi- nefnd frá höfuðstöðvunum að sunnan til að stilla til friðar. Hafði komiðf ljós að Björgvin Sighvats- son, faðir annars frambjóðand- ans, hafði gengið frá kjörseðlum og þegar upp komst og hvernig hann hafði fariö að þvi varð Jón Baldvin æfareiður og kærði til flokksstjórnar suður og varð að senda sáttaenfnd vestur. Björgvin Sighvatsson hefur um drabil verið einn helsti baktjalda- makkari Alþýðuflokksins á Vest- fjöröum og er nú einn af fáum eftirlegukindum úr gamla krata- veldinu sem þar var. Leggur hann nú allt i sölurnar fyrir póli- tiskt framhaldslif Sighvats, einkabarns sins, og nýtur stuðn- ings gömlu kratanna. Hann er skólastjóri Barnaskól- Kvikmynd um Alcopley Þriðjudaginn 20. september kl. 20.30 verður sýnd kvikmyndin „Alcopley i Japan” sem er gerð af japanska myndlistarmannin- um Shiryo Morita, i fundarsal Kjarvalsstaða. Fram I henni koma m.a. Nina Tryggvadótt- ir og aðrir listamenn. Myndin er ca. 25 minútna löng og án texta, en Alcopley mun sjálfur segja frá. Aðgangur er ókeypis. ans á Isafirði og hefur lengi haft inni á skrifstofu hjá sér forláta fjölritunartæki sem kennarar skólans hafa engan aðgang haft að en þurft þess i staö að notast við gamalt sprittskrapatól I kjall- aranum. Hvað um það? Vegna stöðu sinnar innan Alþýðuflokksins hafði nú Björgvin styrka hönd i bagga með framkvæmd próf- kjörsins og kom fjölritarinn i barnaskólanum loks i góðar þarf- ir. Þar voru kjörgögn öll fjölrituð. Jón Baldvin sem er fyrir annað þekktur en skapstillingu og hóg- værð i pólitiskum framamálum, undi þessu illa og taldi á sinn hlut gengið. Kærði hann formlega suð- ur og taldi i fyrsta lagi skilgrein- ingu ábótavant hverjir mættu kjósa, i ööru lagi hvar kjörstaðir ættu að vera, i þriðja lagi gerð seðilsins og i fjórða lagi hina mestu óhæfu aö pabba Sighvats skildi falið að útbúa kjörgögnin i barnaskólanum. Uröu nú sviptingar harðar og lauk þéim svo að Kjartan Jóhannsson og Eyjólfur Sigurös- son voru sendir fljúgandi til Isa- fjarðar til að stilla til friðar. I samtali við Þjóðviljann sagöi Kjartan að það hefði tekist á far- sælan hátt. Þetta kostulega sjónarspil heldur nú áfram fyrir vestan og ganga rógmálin á vixl. Ekki er rifist um framkvæmd jafnaðar- stefnunnar, heldur um eitthvað allt annað. Fylgi Jóns Baldvins byggist aðallega á nokkrum lausamönnum, og vildarmönnum en Björgvinheldur fast um gömlu mennina i Alþýöuflokknum. Þeir eru ihaldssamir og litt hrifnir af framagosanum Jóni Baldvin. -GFr. Æskulvðsnetnd Alþýðubandalagsins Ráðstefna ungra Alþýðubandalagsmanna Helgina 8-9 okt. n.k. verður haldin ráð- stefna ungs fólks í Alþýðubandalag- inu, á Akureyri, en hún er jafnframt opin öllum Alþýðubandalagsmönnum. Ráðstefnan hefst á Laugardagsmorg- ninum 8. okt. og lýkur síðdegis á sunnudegi. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar Meginviðfangsefni ráðstefnunnar verða málefni landsfundar Alþýðu- bandalagsins og skipulagsmál ungs fólksinnan Alþýðubandalagsins. Tvær framsöguræður verða fluttar, önnur um íslenska atvinnustefnu en hin um skipulagsmál. Fyrirhugað er að þátttakendur frá Stór-Reykjavíkursvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi, fari norður með rútu síðdegis á föstudegi 7. okt. og taki upp í á leiðinni þátttakendur frá Vestur- landi. Þáttökugjald er krónur 1500 fyrir ein- stakling. Gögn varðandi ráðstefnuna verða send til þeirra sem tilkynna þátttöku með nægum fyrirvara. Tekið verður á móti tilnefningum í sima 17500 Reykjavík, alla virka daga f rarr^ að ráðstefnunni. Æslulýðsnefnd Alþýðubandalagsins ARMOR RITFÖNG NÝKOMIN FILMOR kalkipappír fyrir alla vélritun. Smitar ekki hreinar hendur — hrein afrit Frábærir Isofilm leturborðar fyrir IBM — og allar aðrar raf- ritvélar. Einnig ARMOR leturborðar í aII- ar skrifstofuvélar. DIN-leturborðar, Addo X, Odhn- er, Precisa, Walther, Olivetti, Smith Corona, Totalia. Reyndir ritarar nota ARMOR ritföng. Heildverslun Agnar K. Hreinsson hf., Bankastræti 10 — Simi: 16382 Pósthólf 654 — R. Vönduð gólfteppi Litaver Grensásvegi 18 Fjölmargar lausnir bárust við auglýsinga- myndagetraun 14. Rétt lausn gátunnar er: „Vönduð gólfteppi, Litaver, Grensásvegi 18.” Úrréttum lausnum var dregið út nafn Guðrúnar Friðriksdóttur, Bólstaðarhlið 52 Rvik., og biðj- um við hana að gera sér leið hingað i Siðumúl- ann og vitja verðlaunanna. 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.