Þjóðviljinn - 20.09.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. september 1977 11 Sjón er sögu ríkari” Þrátt fyrir læstar dyr gefst nú kostur á að sjá „reifara- kaup” stjórnarinnar Eins og fram hefur komiö i fréttum eru allar dyr Viöishúss- ins aö Laugaivegi 166 harölæstar og svo lagt fyrir aö enginn fái aö lita þessa eign aö innanveröu, þótt rikiö hafi ákveöiö aö festa kaup á henni og marga fýsi aö vita hvort ástand hennar er eins slæmt og sagnir herma. Dagblaöiö hefur meöal annars reynt aö komast inn i húsiö og sl. fimmtudag greinir þaö frá viötali viö forstjóra Viöis, Guömund Guömundsson. Kemur þar skýrt fram aö forstjórinn viidi „engan óþarfa umgang um húsiö”. Dagblaðið spyr þá: - „Hefurðu eitthvað að fela, Guðmundur, fyxst við megum ekki fara inn i húsið?” —„Nei ég hef ekkert að fela, nefndir frá þvi opinbera hafa skoðað húsið og lýst sig ánægðar og mér likar ekki hvernig Dag- blaðið hefur skrifað um málið”. Þjóðviljinn hefur að undan- förnu birt glefsur úr matsgerð þeirri, er fyrir liggur um ástand Viðishússins, en stjórnvöld hafa ekki fengist til að birta opinber- lega i heild. Þar kemur fram að húsið er metið lakara en fokhelt og meira eða minnna ónýtt eða óhentugt. 1 viðtali við Geir Gunn- arsson, alþingismann, fulltrúa i fjárveitinganefnd, sl. fimmdudag i Þjóðviljanum,er að finna eftir- farandi lýsingu á ástandi hússins: ,,í Þjóðviljanum hafa áður birst nokkrar lýsingar á húsnæðinu, og eins og þar hefur verið skýrt frá þarf til viðbótar 260 milj. kr. kaupverði að verja liklega 380 miljónum kr. til endurbóta á hús- næðinu, vegna þess að þaö er I hörmulegu ástandi, áberandi óvandaö frá upphafi, illa farið, mikill leki á þaki, einangrun ónýt, fylling undir gólfi sigin, gluggar ónýtir, lyftur vantar, bilastæði ónóg, aðkeyrsla ófullnægjandi, MÉMiiÉr ..... i . -< ta Gólfiö er allt i lekabiettum og viöa poliar. Hiuti af loftinu á efstu hæöinni,rakablettirnir eru nær samfelldir og lekataumarnir hvar sem litiö er. gólf óslétt og mishá, húsið er hornskakkt, svo til alla hitalögn og ofna verður að fjarlægja, raf- magnstöflur ónógar og úreltar, núverandi raflagnir nýtast ekki, hreinlætisaðstaöa getur ekki tal- ist fyrir hendi. Húsið er aiisekki taliö henta sem skrifstofuhusnæöi og hlýtur þvi að nýtast illa tii þeirra nota. í skýrsium um Viðishúsiö kem- ur aðeins fram eitt atriði sem virðist vandað:^ Loftlampar á 5. hæö eru vatnsþéttir, en það helg- ast af þaklekanum.” Þjóðviljinn hefur nú aflað sér ljósmynda úr Viðishúsinu og munu þær án efa hjálpa lesendum til þess að glöggva sig betur á ástandi hússins heldur en hægt er að gera af framangreindri lýs- ingu, þótt nógu svakaleg sé I sjálfu sér. Myndirnar eru alveg nýjar af nálinni. Allir i stjórnarliöinu eru ekki jafn ánægðir með kaupin á Viðis- húsinu eins og formaður fjárveit- inganefndar, Ingi Tryggvason. Flokksbróðir hans Halldór E. Sig- urðsson, ráöherra, sagði i viðtali við Dagblaðið fyrir helgina að „hann myndi ekki vilja kaupa þetta hús fyrir sig eða aðra”, og talar þar maður sem vit hefur á húsakaupum, eins og minnt var á i útvarpi. Þá hefur þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna gagnrýnt Viðiskaupin, bæði hvernig háttaö er samningsgerð og meðferð málsins yfirleitt. Þing SUS skor- aði á stjórnvöld að birta mat gerðina. Þess skal að lokum getið að viðtalinu við Geir Gunnarssoi sem áður er vikið aö, kemur frai að gera má ráð fyrir að fermetei inn I Víðishúsinu uppgeröu ser skrifstofuhúsnæði muni kosta ur 130 þúsund krónur, en i nýbygf ingu 110 til 120 þúsund kr. miöai við byggingarvisitölu 135. -eki Kjallarinn er í niöurnföslu og dyr svo iágar aö varla er manngengt. Húsiö er illa byggt frá upphafi og engu líkara en undir- stööurnar séu aö gefa sig f kjallaranum er marka má af bungunni á veggnum. Veggir á 5. hæöinni eru sundursprungnir, múrhúöunin tekin aö leka niöur i taumum og mygluskán tekin aö gróa á sprungubörmunum. iti&' 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.