Þjóðviljinn - 20.09.1977, Page 16

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Page 16
Flugeldagerðin á Akranesi sprakk í loft upp • Eigandinn lést, drengurinn enn í lífshættu # Óljóst hvað sprengingunni olli. Liöan litla drengsins sem slasaöist i sprengingunni á Akranesi á sunnudagsmorgun var óbreytt i gærkvöldi og var hann þá enn I lifshættu. Drengurinn, sem er 4ra ára, var meö fööur sfnum Helga Guömundssyni viö flugelda- geröina, þegar sprengingin varö og lést Helgisíöar um daginn af völdum sára sinna. Helgi var eigandi Flugelda- geröarinnar h.f. og hafði verið að störfum i verksmiðjunni þá um morguninn. 1 gær voru rannsóknar- lögreglumenn og fulltrúar öryggiseftirlitsins að störfum á Akranesi, og sagði Jón Sveinsson, fulltrúi bæjarfógeta þar, að rannsókninni miðaði vel eftir atvikum, en erfitt er um vik þar sem húsið jafnaðist nær algerlega við jörðu. Enn er þó óljóst hvað olli sprengingunni sem var svo mikil að stjórtjón varð á nærliggjandi húsum, bilum og bátum, þegar braki úr húsinu rigndi niður og sterk loftþrýsti- bylgja braut rúður sem að verk- smiðjunni sneru. Fyrir mildi komst eldurinn ekki i púðurgeymslu verksmiðjunnar sem var við hlið hússins, en þar voru geymd um 300 kg. af púðri. Flugeldagerðin h.f var staðsett inni i miðju ibúðar- hverfi við Esjubraut. Ibúar hverfisins höföu mótmælt stað- setningu hennar þegar hún var i byggingu, en öryggiseftirlit rikisins samþykkti byggingu t gær var unniö aö hreinsun á slysstaönum, en eftir sprenginguna stóö eitt múrbrot eftir þar sem áöur var Flugeldageröin h.f. Hægra megin á myndinni má sjá púöurgeymsluna. Menn voru önnum kafnir viö aö setja nýjar rúöur I þær húshliöar sem að verksmiöjunni sneru. hússins sem var byggt sam- kvæmt viðurkenndum dönskum teikningum. Jón Sveinsson sagðist ekki vita hvernig eftirliti öryggis- eftirlitsins með verksmiðjunni var háttað, en hún var hönnuð með sérstöku tilliti til eld- og sprengihættu. Fjárhagslegt tjón varð mjög mikið, og munu um 20 hús, bilar og bátar hafa orðið fyrir skemmdum. Rúður i nær- liggjandi húsum brotnuðu, þil- og loftklæðningar létu undan og þök og bilar skemmdust af völdum braks. Enginn annar en þeir feðgar urðu þó fyrir slysum, en skammtfrá voru börn að leik og umhverfis þau rigndi brakinu. DIOÐVIUINN Þriöjudagur 20. september 1977 Aðalsimi Þjóðviljans er 01333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. lönkynning í Reykjavík opnuö í gær lönkynning í Reykjavík var opnuð i gær í Austur- stræti. Talsverður mann- fjöldi var þar viðstaddur í fallegu haustveðri. Mið- bærinn var skreyttur, fán- um prýddur og með hátíð- arbrag. A undan athöfninni lék Lúðra- sveit Reykjavikur, en siðan bauð Albert Guðmundsson, formaður Iðnkynningarnefndar Reykjavik- ur, gesti velkomna og flutti' ávarp. Einnig fluttu ávörp þeir Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri, Hjalti Geir Kristjánsson formaöur verkefnisráðs Islenkrar iðnkynningar og Björn Bjarnason formaður Landssambands iðn- verkafólks, sem setti iðnkynning- una. Kór Söngskólans i Reykjavik söng nokkur ættjarðarlög á milli atriða, undir stjórn Garðars Cortes. Iðnkynningin i Reykjavik er lokaþáttur Iðnkynningarársins. Dagskrá Iðnkynningar er fjöl- breytt og má m.a. nefna Iðn- minjasýningu i Arbæjarsafni, Iðnkynningu i Laugardalshöll, sem verður opnuð 23. september og verður aðalsýningarstaður og miðpunktur Iðnkynningarinnar, og Iðnnámskynningu i Iðnskólan- um 23. og 24. sept..,,Dagur iðnað- arins” verður svo 30. september og hefjast hátiðahöld þann dag við styttu Skúla fógeta. Iðnkynn- ingu I Reykjavik og Iðnkynning- Framhald á 14. siöu Kjaradeila BSRB: Von á sáttatillögu fyrir miönættið Fyrir miönætti I nótt á aö koma fram sáttatillaga frá sáttanefnd I kjaradeilu BSRB. Samninga- nefnd BSRB kemur saman á fund þegar á morgun, miövikudagytil aö taka afstööu til tillögunnar, aö þvi er Haraldur Steinþórsson tjáöi blaöinu I gær. Sáttatillagan verður prentuð um leið og hún hefur komið fram i Asgarði og henni dreift þannig til félagsmanna. Þegar á föstudag hefjast fundir um tillöguna og eru þeir fyrstu á Patreksfirði, Akur- eyri, Neskaupstað og Siglufirði. Atkvæðagreiðsla fer fram 2. og 3. október og gæti komið til verk- falla þann ellefta október ef sáttatillagan er felld. !■>• / Fjöldi manns var samankominn I Austurstræti viöopnun Iönkynningar IReykjavIk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.