Þjóðviljinn - 29.10.1977, Side 11

Þjóðviljinn - 29.10.1977, Side 11
Laugardagur 29. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Lofsvert framtak bæjaryfírvalda Það er leiðinlegur ágalli á dagblöðum þessa lands, sem gefin eru út á kostnað þjóðar- innar allrar, hvað þau bera þess greinilega merki að þau eru gef- in út i Reykjavik. Þetta á sér að sjálfsögðu margar skýringar, sem við lát- um vera að rekja hér, en við getum ekki stillt okkur um að benda á eina af veigaminnstu ástæðunum, sem reyndar er samtvinnuð öllum hinum. Landsbyggðarmenn eru nefnilega allt of hógværir i þvi að koma fréttum i fjölmiðla i gegnum hið frábæra sjálfvirka simakerfi landsmanna. Meö þvi einu að hafa meira álit á sjálf- um sér og sinum gerðum gætu þeir lagt byggðastefnunni i landinu mikið lið. Við munnumst á þetta hér vegna þess að mikið skortir á að forystumenn bridgefélaga út um land hringi til okkar fréttir af starfinu. Austurland A þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Eftirfarandi fréttir sanna það. Helgina 21. og 22. okt. sl. var haldið á Reyðarfirði, á vegum Bridgesambands Austurlands, tvimenningskeppni með baro- meter fyrirkomulagi (þá getur minusinn orðið jafn stór og plús- inn). Tuttugu og átta pör tóku þátt i keppninni, þar á meðal gestir úr Reykjavik, Hjalti Eliasson og Einar Þorfinnsson. Þeir náðu öðru sæti i keppninni. Orslitin urðu annars þessi: 1. Asgeir Methúsalemsson — Þorsteinn Ólafsson: 229 stig. 2. Hjalti Eliasson — Einar Þorfinnsson: 224stig 3. Steinþór Magnússon — Sigurjón Jónasson: 204stig 4. Þorleifur Kristmundsson — ÓlafurBergmundsson: 199 stig. 5. Aðalsteinn Jónsson — Sölvi Sigurösson: 191 stig. 6. Guðmundur Bjarnason — Kjartan Einarsson: 145stig. 7. Jónas Jónsson — Kristmann Jónsson: 107stig. Keppnisstjóri var Guðmundur Kr. Sigurðsson. Stórmerkt framlag Aö loknu Austurlandsmóti i Bridge sem haldið var á Reyð- arfirði hafði bridgefélagiö á staðnum samband við stjórn Bridgesambands Islands, og fékk hjá henni að láni eitt eintak af öllum þeim bókum, sem sam- bandið er með til sölu. En Reyðarfjarðarbær gerði gott betur og keypti allar bæk- urnar. Er það frábært framlag bæj- aryfirvalda að koma þannig upp visi að bridgebókasafni á ekki stærri stað og ætti að veröa öðrum til eftirbreytni. Aðalhvatamaður þessa mun vera Þorsteinn Ólafsson. Alls munu þetta vera bækur að andvirði 45—50 þús. krónur, og er það mikil upphæð i saman- burði við aðra styrki sem bridgeiþróttin hefur fengið hér á þessu landi. Frá bridgefélagi Breiöholts Eftir 6 umferðir af 17, i Butler-keppni félagsins, hafa Tryggvi Gislason og Guðlaugur Nielsen tekið forystuna. Annars er röð efstu para þessi: 1. Guðlaugur Nielsen — Tryggvi Gislason 115 stig. 2. Kristján Blöndal — Valgarð Blöndal lllstig. 3. Eiður Guðjohnsen — Kristinn Helgason lllstig. 4. Friðrik Guðmundsson — Hrinn Hreinsson 109stig. Hæstu skor fengu, Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson og Baldur Bjartmarsson — Helgi Magnússon, alls 63 stig. Næstu umferðir verða spilaðar á þriðjudaginn kemur. / Frá Asunum Sl. mánudag lauk hjá félag- inu, hinu svokallaöa „boðs- móti”, en alls tóku 36 pör þátt i þvi. Óhætt er að segja, að úrslit hafi komið nokkuð á óvart, þvi eftir jafna og tvisýna keppni, sigruðu ungir -og efnilegir spil- arar glæsilega, Þeir Guðmund- ur Sv. Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson. Fast á hæla þeim komu aðrir ungir spilarar, sem að visu hafa áður sannað ágæti sitt, þeir Jón Baldursson og Sverrir Armannsson. Röð efstu para varð annars þessi: 1. Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson 576stig. 2. Jón Baldursson — Sverrir Armannsson 566stig. 3. Jóhann Jónsson — Stefán Guðjohnsen 556 stig. 4. Skafti Jónsson - Valur Sigurðsson 541stig. 5. Rikharður Steinbergsson — Steinberg Rikharðsson 539 stig. 6. Guðlaugur R. Jóhannsson — Orn Arnþórsson 530stig. 7. Asmundur Pálsson — Hjalti Eliasson 520stig. 8. Sverrir Kristinsson — Vilhjálmur Þórsson 518 stig. 9. Jón Hilmarsson — Oddur Hjaltason 518 stig. 10. Gisli Steingrimsson — Sigfús Arnason 516stig. Stjórn Asanna vill þakka þann mikla áhuga, sem boðspör og önnur pör, sýndu þessu móti, með þeirri von um, að þeir hinir sömu spilarar sjáist i mótum félagsins, i náinni framtið. Næsta keppni félagsins er þriggja kvölda hraðsveita- keppni, þar sem öllum er að sjálfsögðu heimil þátttaka, og er félögum bent á, að taka með sér ný andlit. Mót þetta er tileinkað fyrsta formanni fél- agsins, Þorsteini I. Jónssyni. Mótið hefst 31. okt. Og þá eru það úrslit sl. mánu- dag: A—riðill: 1. Guðmundur — Sævar 211 stig. 2. Skúli Einarsson — Valur 191 stig. 3. Jón B. — Sverrir 175 stig. B—riðill: 1. Guðlaugur — Orn 196 stig. 2. JónH. — OddurH. 196stig. 3. Guðm. E. — Sigfús A. 191 stig. C-riðill: 1. Jakog R. Möller - JónHjaltason 201stig. 2. Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþ. 198 stig. 3. Einar Þorf. — Sigtryggur Sig. 187 stig. Undankeppni fyrir R.vikur- mótið i tvim. hefst kl. 13.00 á laugardaginn. Spilað verður i Hreyfilshúsinu. Keppni verður framhaldið á sunnudag. Ariðandi er, að væntanlegir keppendur láti skrá sig hið fyrsta hjá félögunum. 1 M.fl. úrslit komast 27 efstu pör, en auk þess komast 28 önnur pör i •úrslit 1. fl. Nv. Reykjavikurmeistarar i tvimenning, eru Asmundur Pálsson — Hjalti Eliasson. Keppnisstjóri i undankeppninni, verður hinn góðkunnugi Guðmundur Kr. Sig. Frá bridgefélagi Akraness Orsliti firmakeppni félagsins, sem jafnframt var einmenn- ingskeppni, urðu þessi: 1. Skagaver h.f.... sp. Kjartan Guðmundss. 111 stig 2. Sildar/Fiskimjölsv.... sp. Alfreð Kristjánss. llOstig 3—4. Verzl.Valfell... sp. Jón Alfreðsson 109 stig 3—4. Fiskiðjan Artic... sp. Alfreð Viktorss. 109 stig 5. Nótastöðin h.f.... sp. Jón Z. Sigrikss. 107stig 6—7. Landsbankinn... sp. Andréz Ólafss. 106 stig 6—7. Fatagerðin h.f.... sp. Jón Z. Sigrikss. 106 stig 8. Ora/Skartgr.Verzl.H.J. sp. Guðni Jónsson 103 stig 9—10. Þorgeir/Ellert h.f.... sp. Guðjón Guðm. 102stig 9—10. Skagaprjón... sp. Kjartan Guðm. 102stig Alls tóku 42 fyrirtæki og stofn- anir þátt i mótinu en úrslit i einm.keppninni urðu eftirfar- andi: 1—2. Kjartan Guðmundss. 213 st. 1—2. Jón Z. Sigrikss. 213 st. 3. Alfreð Viktors. 210 st. 4. Þorvaldur Guðmundss. 206 st. 5. Andrez ólafss. 202 st. 6. Jón Alfreðss. 199 st. 7. Valur Sigurðss. 198 st. 8. Björgvin Bjarnas. 197 st. BFEIDGE Umsjón: Baldur Kristjánsson Ólafur Lárusson Frá Baröstrendinga- félaginu Starfssemi félagsins hófst með aðalfundi 22. sept sl. Ný stjórn var kjörin i félaginu, og er hún þannig skipuö: Valur Sieurðsson forömaður, Andréz Ólafsson gjaldkeri, Karl Alfreðsson ritari, m. stj. Guðni Jónsson. Keppnisárið hófst með firma/einmenningskeppni, en nú stendur yfir „Butler”- —keppni, tvimenningur alls 6 kvöld. Þátttaka er 22 pör, keppnisstjóri er Bragi Hauksson. En næsta keppni fél- agsins, er hraðsveitakeppni sem verður 5—6 nóv. Það er opin keppni, með góðum verð- launum i boði. Þátttaka i mótið, tilkynnist Vali Sigurðssyni, i s: 2298. Að loknum 2 kvöldum i „Butler”—keppni félagsins er staða efstu para þessi: 1. Lúðvik—Jón 126 st. 2. Alfreð — Þráinn 119 st. 3. Þórður — Þórður 115st. 4. Jón — Valur 114 st. 5. Eirikur — Karl 113 st. Fjórum kvöldum af fimm er nú lokið i bridgekeppni félagsins. Atta efstu pörin eru: 1. Birgir Magnússon — Viðar Guðmundsson 931 st. 2. Einar Bjarnason — Kristinn Óskarsson 916 st. 3. Eggert Kjartansson — Ragnar Þorsteinss. 899 st. 4. Finnbogi Finnbogason — Þórarinn Arnason 887 st. 5. Haukur Zophoniasson — Viðar Guðmundsson 880 st. 6. Einar Jónsson — Gisli Benjaminsson 856 st.^ 7. Hermann Ólafsson — Sigurður Kristjánss. 846 st. Hraösveitarkeppni félagsins hefst 7. nóvember i Domus Medica. Aö lokum Þegar þátturinn var unnin sl. fimmtudagskvöld, lágu ekki fyrir úrslit úr Butler—keppni Bridgefélags Reykjavikur. Ekkert spil er i þættinum i dag, þvert ofan i stefnu þáttar- ins að láta alltaf fylgja með eitt eða tvö spil. Tekjur sveitarfélaga veröi geröar jafnari Tillaga 4 þingmanna Alþýöubandalagsins A fundi efri deildar Alþingis s.l. miðvikudag var tekið til fyrstu umræðu frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Flutnings- menn frumvarpsins eru Ragnar Arnalds, Geir Gunnarsson, Helgi F. Seljan, og Stefán Jónsson. 1 frumvarpinu er lagt til að fjölga þeim fyrirtækjum sem greiða landsútsvör. Ragnar Arnalds gerði grein fyrir frumvarpinu og sagði að lagt væri til i frumvarpinu aö fjölga þeim fyrirtækjum sem greiði landsútsvör. Þessi fyrir- tæki greiði nú aöstöðugjöld til sveitarfélaga, en greiði ekkert til annarra sveitarfélaga i landinu þó að þau hafi mikil viðskipti viö fólks viðsvegar um land. Gerö sé tillaga um að nokkur hinna stærstu fyrirtækja greiöi landsút- svar, en ekki þá aöstöðugjald. Þau viðbótarfyrirtæki sem gerö sé tillaga um að greiöi landsút- svör séu eftirfarandi: Frihöfnin á Keflavikurflugvelli, Vátrygg- ingafélög, Flugfélög, Eimskipa- félag Islands hf„ Hafskip h.f„ Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna, Sölusamband isl. fiskframleið- þingsjá anda, Innkaupadeild Llú, ferðaskrifstofur, Samband isl. samvinnufélaga. Þá sagði Ragnar að I frum- varpinu væri gert ráö fyrir aö tvöfalda landsútsvör bankanna frá þvf sem nú er. Bankarnir greiði nú yfirleitt landsútsvör, meðan hin fyrirtækin greiði i mörgum tilfellum önnur gjöld. Ragnar sagði að til greina gæti komiö aö hafa fyrirtækin fleiri sem greiða ættu landsútsvör, þvi eftirværu fjölmörg fyrirtæki sem hafi landiö allt sem viðskipta- svæði, t.d. kæmu heildverzlanir, flutningafyrirtæki og dagblöðin lika til greina. Megintilgangurinn með frum- varpinu, sagöi Ragnar, miðaöist við aö gera tekjur sveitarfélaga jafnari, en mikill munur væri á þessu f dag. Sem dæmi um þenn- an mun tók Ragnar tekjur sveit- arfélaga á árinu 1975 á Ibúa af út- svörum, aöstöðugjaldi og fast- eignaskatti, samanber eftirfar- andi töflu: Ragnar Arnalds ekki leiðréttur. Miðað viö áriö 1975 heföu kaupstaðir, eftir sam- þykkt frumvarpsins, hækkað i 50.000 krónur, en Reykjavik staö- ið ic.a. 57.000krónum. Það þyrfti þvi róttækari aðgerðir ef jafna ætti þennan mun meira, en hér væri þó engu aö siður stigið spor i rétta átt. Aibcrt Guðmundsson tók næst tilmáls og sagðist vilja kynna sér ræðu Ragnarsáöur en hann úttal- aði sig um efni frumvarpsins, en hann sagðist þó óttast að veriö væri aö leggja nýjan skatt á Reykjavik. Ragnar Arnalds tók aftur til máls og sagði aö meö þessu væri ekki verið að leggja á neina nýja skatta. Fyrirtækin myndu ekki greiöa meiri gjöld en áöur, þar sem gert væri ráð fyrir að þau slippu við aöstööugjöld, en greiddu samsvarandi upphæð sem landsútsvar til Jöfnunar— sjóðs. Tillagan fæli hins vegar i sér aö i hlut Reykjavikur kæmi minni upphæð en borgin fengi i dag, en samt yrfá um að ræða ákv. forréttindastöðu Reykjavik- ur I tekjuöflun. Ragnar sagöist vilja minna á að i tillögunni væri hvergi minnst á Reykjavik. Ef SÍS ákvæði t.d. aö hafa aöalsetur 1 öðru sveitarfél- agi en nú er, þá myndi það verða það sveitarfélag sem missti spón úr aski sinum. Eftir að Ragnar hafði lokiö máli sinu var umræöum frestað. Reykjavik Aðrirkaupstaðir Dæmi: Kópavogur Hafnarfjöröur Isafjöröur Siglufjörður Ólafsfjörður Akureyri Neskaupstaður Vestmannaeyjar 57.900 kr. 48.500 kr. 45.900.- 47.100,- 51.400. - 43.300,- 41.400, - 51.500,- 48.600. - 54.600. - Ragnar gat þess að þó að þetta frumvarp yrði samþykkt, þá yrði mismunurinn milli sveitarfélaga ugiysing í ÞjóðvUjanum ber ávöxt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.