Þjóðviljinn - 04.11.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN F<>studagur 4. nóvember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsbiaöi: Arni
Bergmann.
Auglýsingastjori: úlfar Þormóðsson
Uitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sföumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Blaðaprent hf.
Þeirra frelsi
— Þeirra
metnaöur
Þessa dagaramá lesa i Morgunblaðinu
hverja forystugreinina á fætur annarri,
þar sem þess er krafist að heildsalar og
aðrir kauphéðnar fái að selja allar vöru-
tegundir á þvi verði, sem þeim sjálfum
sýnist.
Þetta er gamalt baráttumál „frelsis-
hetjanna” i forystuliði Sjálfstæðisflokks-
ins, þeirra sem ávallt setja frelsi fjár-
magnsins ofar frelsi vinnandi alþýðu til að
njóta mannsæmandi lifskjara.
Það er einkar athyglisvert, að Morgun-
blaðið skuli herða sóknina fyrir ótakmörk-
uðu „frelsi” heildsala og kaupahéðna til
að okra á almenningi einmitt nú, þegar
fyrir liggur að allt verðlag á Islandi hefur i
tið rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar
hækkað nákvæmlega helmingi örar en á
árum vinstri stjórnarinnar.
Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar hefur
nú setið að völdum i 38 mánuði. A þeim
tima hefur visitala framfærslukostnaðar
hækkað um 183%. Allt valdaskeið siðustu
vinstri stjórnar var lika 38 mánuðir. Á
þeim 38 mánuðum hækkaði framfærslu-
kostnaðurinn um 93%, eða nær nákvæm-
lega helmingi minna en á 38 mánuðum
ríkisstjórnar Geirs Hallgrimssonar.
Um þetta þykjast Morgunblaðið og önn-
ur málgögn stjórnarflokkanna ekkert
vita. - En Morgunblaðið skrifar þeim mun
meira um nauðsyn þess, að öll heildsala-
hjörðin, sem er dýrasti bagginn á islensku
þjóðfélagi, og allir kaupahéðnarnir smáir
og stórir, fái einmitt nú fullt „frelsi” til að
selja allar vörur á þvi verði, sem þeim
sjálfum þóknast.
Þetta er það töfralyf, sem á að lækna
flest mannfélagsmein á íslandi að dómi
pólitiskra þjóna braskarastéttarinnar i
rikisstjórn Islands og við Morgunblaðið. -
Þvilik frelsishugsjón!
Halda menn máske, að verðlag á íslandi
færi lækkandi ef „frelsi” heildsala og
kaupahéðna til ótakmarkaðs gróða væri
enn aukið?
Vonandi eru menn ekki búnir að
gleyma þeim mjög svo fróðlegu upplýs-
ingum, sem verðlagsstjóri kom með i sjón-
varpsþætti fyrir um það bil einu ári siðan.
Hann skýrði þar alþjóð frá niðurstöðum
könnunar, sem starfsfólk verðlagsskrif-
stofunnar hafði gert. Niðurstöðurnar voru
á þessa leið:
I. Á fjölmörgum vörutegundum gáfu
heildsalar upp hærra innkaupsverð
erlendis, en svaraði til smásöluverðs út úr
búð i framleiðslulandi vörunnar.
II. Á vissum vörutegundum, þar sem
álagning er nú frjáls, reyndist álagningin
hér vera meira en helmingi hærri en t.d. i
Englandi, og stundum yfir 100%!
Svo vill heildsalahjörðin fá meira frelsi,
meiri gróða. - Og Morgunblaðið, - mál-
gagn Sjálfstæðisflokksins - Morgunblaðið,
sem i hverri kjaradeilu láglaunafólks
beitir öllum áróðursstyrk sinum til að niða
rétt vinnandi alþýðu til bættra lifskjara, -
þetta sama Morgunblað má ekki vatni
halda af umbyggju fyrir pyngju kaup-
sýslumanna og „frelsi” þeirra til ótak-
markaðs gróða.
Halda menn að það þurfi ekkert eftirlit
með bröskurum sem hér selja börnum
leikföng með helmingi hærri álagningu en
tiðkast i nágrannalöndum, með yfir 100%
álagningu?
Halda menn að það þurfi ekkert eftirlit
með svindlurum, sem þykjast kaupa inn
vörur hjá erlendum framleiðendum fyrir
hærra verða en varan kostar i smásölu i
framleiðslulandinu. - Og reikna svo sinar
prósentur út á það innkaupsverð, sem
þeim þóknast sjálfum að gefa upp! „Eng-
inn vafi er á þvi, að verslunarstéttin
mundi leggja metnað sinn i að sýna fram á
kosti frelsisins”, segir i forystugrein
Morgunblaðsins s.l. þriðjudag.
Fögur orð eru þetta, en hver reyndist
metnaður hinna „frjálsu” leikfangasala?
Vill Morgunblaðið spyrja verðlagsstjóra
að þvi? Þeirra metnaður reyndist slikur,
þeirra frelsishugsjón reyndist sú að fyrst
bundust þeir samtökum um að okra sér-
staklega á börnunum i jólakauptiðinni i
fyrra, - og siðan neituðu þeir fullir hroka
að svara kurteislegu opinberu bréfi frá
Neytendasamtökunum, þar sem farið var
fram á skýringar og svör við ákveðnum
spurningum.
Við óskum Morgunblaðinu til hamingju
með þessa frelsispostula sina. Þar hæfir
skel kjafti.
Eina
baráttutœkiö i
hópi flokkanna
Alþyöubandalagiö er samein-
ingarflokkur. Meö starfi sinu
vill flokkurinn sameina vinstri
menn og sóslalista og fylkja
þeim til átaka. Þaö er fróölegt
aö fylgjast meö þvi aö fleiri,
ungir sem gamlir, viröast nú
átta sig á því aö enda þótt
stjór nmá lahreyf ingunni
Alþýöubandaleginu sé áfátt I
mörgu er hún samt sem áöur
eina baráttutækiö sem þeir geta
bundiö vonir viö sem vilja
vinstri þróun á íslandi. Um
þrjátiu nýir félágar gengu i
Alþýöubandalagiö iKópavogi i
haust og bæjarmálablaöiö
Kópavogur spyr þrjá þeirra um
ástæöurnar fyrir inngöngunni.
Þaö eru þeir Jónas Pálsson,
skólastjóri, dr. Ingimar Jónsson
og Hákon Gunnarsson, nemi.
Lengi verið á
vinstri kanti
— Þaö má segja að ég hafi I
fjölmörg ár, jafnvel áratugi
veriö stuöningsmaöur vinstri
hreyfingarinnar á Islandi þótt
þaö sé fyrst nií sem ég geng til
liös viö Alþýðubandalagið I
þeirri von aö ég geti oröiö aö
einhverju gagni, sagöi Jónas
Pálsson, skólastjóri Æfinga-
skólans.
— Mér viröist uppsetningin á
stjórnmálasamtökum landsins
þannig, aö eini flokkurinn sem
hafi einhverja möguleika til
þess aö byggja upp endurnýjaöa
Jónas Pálsson
sósialiska stefnu sé Alþýöu-
bandalagiö. Ég vil þvf gjarnan
taka þátt I umræöum og stefnu-
mótun I einstökum málaflokk-
um, sem ekki veröur lengur hjá
komist aö ræöa i viöu samhengi
meö róttækar breytingar fyrir
augum, t.d. i efnahags- og fél-
agsmálum. Þaö er ljóst aö
stjórnmálaflokkar landsins
veröa aö móta miklu markviss-
ari og framsýnni stefnuáætlanir
en raun hefur veriö á.
— Hvaö um skólamálin?
— Jú, auövitaö væri gaman
aöfáupp umræöurum skólamál
innan Alþýöubandalagsins. Viö-
leitni mín i mörg ár hefur veriö
sú, aö sýna fram á mikilvægi
samstööu og náinna tengsla
milli skolans og samfélagsins.
Enginn stjórnmálaflokkur hefur
aö minu áliti fjallaö af raunsæi
um skólamál og er kominn timi
til aö úr því veröi bætt hiö snar-
asta.
Hákon Gunnarsson.
þessu vandlega fyrir mér áöur
en ég gekk I félagiö og mér
fannst þaö ekki rétta leiöin aö
ganga frekar I þessa róttækari
hópa sem standa á Utjöðrum
vinstri hreyfingarinnar I land-
inu. E.t.v. á ég meiri samieiö
meö þeim I skoöunum, en ég tel
rangt aö foröast Alþýöubanda-
lagið vegna ónógrar róttækni,
heldur vil ég fá ungt og róttækt
fólk inn i félagiö og freista þess
aö berjast innan frá viðað knýja
fram breytingar.
Ég neita þvi samt ekki aö mér
finnst ég svolitið einn á báti.
Mér finnst stöönun á umræöu
hafa átt sér staö i öiluin stjórn-
málaflokkum og Alþýöubanda-
laginu sömuleiöis. Þaö þarf aö
skerpa duglega á sólialisman-
um i Alþýðubandalaginu ef vel á
aö takast tii”.
—e.k.h.
Oft ósammála
en œtla aö vera
með
starfa meö Sósía listafélagi
Reykjavikur um stund, en hætti
siöan meö öllu afskiptum af
stjórnmálastarfi þar til nú, aö
ég fylki mér undir merki
Alþýðubandalagsins.
Þaö hefur lengistaöiö til aö ég
kæmi aftur inn i pólitiskt starf
og ég tel þaö auöséð, aö allir
sannir vinstri menn veröi aö
sameinast i Alþýöubandalaginu
ef sá draumur á einhvern tim-
ann aö rætast aö viö náum þvi
aö vinna fullnaöarsigur á
ihaldsöflunum i landinu.
Ég tel sjálfan mig vera til
vinstri viö bæöi Þjóöviljann og
Alþýöubandalagiö i mörgum
máium, en þaö er ekki um önnur
samtök aö ræða en Alþýöu-
bandalagiö fyrir þá vinstri
menn sem vilja hafa áhrif á
gang mála. Þetta er sá flokkur
sem hægt er aö binda raunhæfar
vonir viö um þessar mundir.”
— Þaö má segja aö ég sé bæöi
fæddur og uppalinn „eldrauö-
ur” og enda þótt ég hafi ekki
starfaö i pólitiskum samtökum
um hriö hef ég aldrei villst af
vinstri linunni, ef svo má segja,
sagöi Dr. Ingimar Jónsson er
hann var tekinn tali i fundarhléi
á aðalfundi Alþýöubandalagsins
sl. mánudagskvöld, en þá gekk
hann ásamt þrettán öörum
mönnum til liös viö Aiþýöu-
bandalagið.
— Ég vann mikiö fyrir Sósi-
alistafiokkinn og var einn af
þeim fjölmörgu sem ekki gat
sættmig viö hvernig staöið var
aö þvi aö leggja hann niöur er
Alþýöubandalagiö var stofnaö
áriö 1968. Ég hélt þá áfram aö
Ingimar Jónsson
Óhjákvœmilegt
aö berjast
innanfrá
Ég geng I Alþýöubandalagiö
af þeirri einföldu ástæöu aö ég
tel þaö eina möguleikann til
þess aö ég geti haft raunveruleg
áhrif á þá umræöu, sem vonandi
mun i fyllingu timans breyta
þessu þjóöfélagiokkar itakt viö
kenningar sósialismans, sagöi
Hákon Gunnarsson mennta-
skólanemi, en hann er 18 ára
gamall.
— Ég haföi auövitaö velt