Þjóðviljinn - 04.11.1977, Blaðsíða 16
NOÐVIUINN
Föstudagur 4. nóvember 1977
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, iltbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
L 81333
Einnig skal bent á heima-
slma starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
Hafnarsamband sveitarfélaga ályktar:
Fara fram á 40%
hækkun gjaldskrár
A ársfundi Hafnasambands
sveitarfélaga á Hótel Húsavik um
mánaðamótin var samþykkt
ályktun um 40% hækkun gjald-
skrár til samræmingar við verð-
hækkanir sem orðið hafa. Fund-
inn sóttu 63 fulltrúar og gestir.
Á ársfundinum voru samþykkt-
ar ýmsar aðrar tillögur og eru
þessar helstar:
1. Að komið verði upp aðstöðu
fyrir raforkusölu til skipa á
hafnarsvæðum, og skorar á
Hafnamálastofnun að gera til-
lögur um samræmdan rafbún-
að i þvi sambandi.
2. 4ra ára áætlun um hafnargerð-
ir og væntir þess, að i þings-
ályktunartillögu, sem nú liggur
fyrir Alþingi, og fjárlögum,
verði ákveðið fjármagn, sem
tryggi að lokið verði þeim
framkvæmdum, sem 4ra ára
áætlunin gerir ráð fyrir.
3. Að samgönguráðuneyti láti
kanna, hvernig einfalda megi
gjaldtökur og afgreiðsluhætti
við strandflutninga og draga úr
skriffinnsku við þá. Jafnframt
lýsir fundurinn stuðningi við
framkomnar tillögur um nýja
skipan strandflutninga á veg-
um Skipaútgerðar rikisins.
4. Varnir gegn oliumengun og
komið verði upp aðbúnaði til að
veita oliuúrgangi móttöku og
ennfremur að efni til eyðingar
oliu verði til staðar á sem flest-
um stöðum.
5. Að stjórn Hafnasambandsins
kanni möguleika á að tryggja
betur innheimtu hafnargjalda.
6. Fjárveitingar til hafnarfram-
kvæmda verði auknar að mikl-
um mun á næstu árum.
FlM í nýjum sýningarsal
Verk eftir 40 listamenn med 20% afslætti
Félag islenskra myndlistar-
manna efnir til sölusýningar
laugardaginn 5. nóv. á mynd-
listarverkum, sem félagar I FIM
hafa gefið til ágóöa fyrir hið nýja
húsnæði félagsins að Laugarnes-
vegi 112, en þar veröur sýningin
haldin. Húsnæðið, sem i fram-
tiðinni veröur notað sem félags-
miðstöð og athvarf listsýninga, er
150 fermetrar að viðbættum 60
fermetra kjallara, 1 kjallaranum
er aöstaða til' að pakka inn
myndum, sem sendar verða á
sýningar út á land og úr landi.
A þessari sýningu eru nokkrir
tugir verka eftir 40 listamenn,
máiverk, höggmyndir og grafik,
og er hægt að kaupa þau með 20%
afslætti frá venjulegu sýningar-
verði. Að auki er fólki gefinn
kostur á að greiða 60% kaupverðs
við afhendingu og eftirstöövar
þrem mánuðum siðar. Dýrasta
verkið á sýningunnikostar 288.000
krónur en það ódýrasta 9.600
krónur. Aðgangur að sýningunni
er ókeypis.en hún verður opin frá
kl. 14-22 um helgar og 17-22 virka
daga og lýkur sunnudaginn 13.
nóvember.
FÍM hefur nú fengiö útborg-
aðan eignarhluta sinn i Kjarvals-
stöðum og hefur þvl fé verið varið
tilkaupa á hinu i$ja húsnæði, þar
sem verslun var áöur til húsadþ
Tveir stjórnarmanna FtM og þrir úr sýningarnefnd i nýja sýningarsalnum. Talið frá vinstri: Eirikur
Smith, i sýningarnefnd, Þorbjörg Höskuldsdóttir, i sýningarnefnd, Ragnheiður Jónsdóttir, i stjórn,
Hallsteinn Sigurðsson, I sýningarnefnd og Jón Reykdal, i stjórn. (Ljósm. eik.)
Þýsk upp-
sláttamt gefin
Árnastofnun
Stofnun Árna Magnússonar var
afhent i' gær bökagjöf frá Þýska
visindasambandinu fyrir meðal-
göngu þýska sendiráðsins i
Reykjavik. Ritin eru valin sér-
staklega með þarfir Arnastofn-
unar i huga. Hér er um að ræða
tvö mikil þjóðfræði- og þjóðtrúar-
rit og þrjú alfræðisöfn, eitt
heimildarritum lærða menn, sem
kom út í fjórum bindum 1750 til
51, annað uppsláttarrit i þýskum
bókmenntum og hið þriðja er
upphafið af nýju uppsláttarriti
um þýska fornfræði. A myndinni
sjást fulltrúar þýska sendiráðsins
afnenda Jónasi Kristjánssyni,
forstöðumanni Arnastofnunar
bókagjöfina.
Leiklistarþing 1977
Ræktun listamanns og verkefnaval
Dagana 20. til 21. nóvember
verður haldið leiklistarþing i
Þjóðleikhúsinu. 1 upphafi var
ráðgert að þingið yrði haldiö 16.
til 17. október siðastliðinn en þvi
var frestað vegna verkfalls
BSRB.
Umræðuefni þingsins eru:
Verkefnaval leikhúsa og ræktun
listamannsins. Málshefjendur
verða: Arnar Jónsson leikari,
Guðmundur Steinsson rithöfund-
ur, Margrét Guðmundsdóttir
leikari og örnólfur Arnason rit-
höfundur. Auk þess flytur Ævar
R. Kvaran erindi, sem nefnist:
„Hvers á mælt mál að gjalda?”
Dagskráin hefst á þvi að kl.
10.00 f.h. á sunnudaginn 20.
nóvember setur Þorsteinn ö.
Stephensen þingíð og að lokinni
setningu mun Vilhjálmu.
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra ávarpa þingfulltrúa. Að
loknum framsöguerindum og fyr-
irspurnum hefjast umræður i
hópum. A mánudag verður þing-
inu haldið áfram kl. 14.00 og lýkur
þvi á mánudagskvöld.
Þriggja daga ráðstefna Alþýðubandalagsins um verkalýðsmál:
Aukin flokksleg samskipti
— segir Benedikt Daviðsson, formaður
Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins
— Það er búist við mikilli
þátttöku ailstaðar af iandinu á
ráðstefnu um verkalýðsmál,
sem Verkalýðsmálaráð Aiþýðu-
bandalagsins efnir til i Tjarnar-
búð I Reykjavik dagana 11.-13.
þ.m., sagði Benedikt Daviðsson,
formaður ráðsins i viðtali i gær.
— Við hvetjum mjög eindreg-
ið þá liðsmenn okkar sem sinna
verkalýðsmálum að koma á
þessa ráðstefnu. Við teijum
nauðsynlegt I Verkalýösmáia-
ráðinu að auka mjög samskipti
okkar sem vinnum i verkalýðs-
hreyfingunni á flokkslega svið-
inu.
Alþýðubandalagsmenn sem
virkir eru verkalýðsmálum
munu á þessari ráðstefnu bera
saman bækur sínar, sam-
eiginlega móta kjarastefnu og
ræða um baráttuaðferðir verka-
lýðshreyfingarinnar.
Það er einnig von okkar að út
úr svona ráðstefnuhaldi komi
nokkur leiðsögn um það hvernig
Alþýðubandalaginu beri að
rækja það hlutverk sitt að vera
stjórnmálalegt baráttutæki
verkafóiks og samtaka þess.
Benedikt iagði áherslu á að
þeir sem hug hafa á að sækja
ráðstefnuna létu skrá sig sem
allra fyrst á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins I Reykjavik, þar
sem Baldur Óskarsson, starfs-
maður Verkalýðsmálaráðs
flokksins, veitir allar nánari
upplýsingar. Einnig vakti hann
athygli á þvi að ráðstefnan er
opin öilum áhugamönnum Al-
þýðubandalagsins I samtökum
launafólks.
A verkalýðsmálaráðstefnunni
verða flutt erindi um þróun
efnahags og kjaramála og
verkalýðsbaráttuna frá siðasta
þingi ASt, um Samstarf sam-
taka launafólks, Um Fram-
tiöarstefnu og baráttuaðferðir i
kjarasamningum, og um AI-
þýðubandalagið og verkalýðs-
hreyfinguna.
—ekh
Benedikt Daviðsson