Þjóðviljinn - 10.11.1977, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. nóvember 1977
Forvigismenn hinna nýju samtaka herstöOvasinna: Kristján Hjaitason, Hannes Gissurarson og Skafti
Harðarson.
Herstöðvasinnar
stofna samtök
Þrir ungir menn, Hannes
Hólmsteinn Gissurarson,
Kristján Hjaltason og Skafti
Harðarson.hafa stofnað með sér
samtök til blaðaútgáfu og
fundahalda um utanrikismál og
hafa þeir valið samtökunum
nafnið Samvinna Vesturlanda:
Sókn til frelsis.
1 fréttatilkynningu frá þre-
menningunum segir að umræð-
ur um utanrikismál á Islandi
hafi löngum verið kappræður en
ekki rökræður og að brýna
nauðsyn beri til að ungt fólk,
sem hefur fáar ákvaröanir tekið
i stjórnmálum, geri sér fulla
grein fyrir rökum sem hniga að
utanrikisstefnu Islendinga, að-
ildinni að NATO, varnarsam-
vinnunni við Bandarikjamenn
og annarri samvinnu við
vestrænar lýðræðisþjóðir.
Þremenningarnir hafa gefið
út blað, sem ber nafn samtaka
þeirra og verður þvi dreift i
framhaldsskólum landsins. I
blaðið rita þeir þrir greinai; en
fleiri eru til kallaðir. Má þar
nefna Björn Bjarnason og Jónas
Haralz, en spurningunni
„Hvers vegna kýst þú samvinnu
Vesturlanda?” svara þeir
Davið Oddsson, Guðmundur G.
Þórarinsson, Gunnlaugur S.
Gunnlaugsson, Jón B.
Hannibalsson og Sigurbjörn
Magnússon.
Blaðið segja þeir kostað með
frjálsum samskotum einstakl-
inga.
1 fréttatilkynningunni segir
einnig að þremenningarnir séu
tilbúnir til þess að koma á fundi
i framhaldsskólum landsins i
nóvembermánuði um utanrikis-
mál, ef málfundafélög skólanna
halda þá, og hafa þeir skorað á
Samtök herstöðvaandstæðinga
að mæta sér á þeim.
Á blaðamannafundi sem þeir
þremenningarnir héldu fyrir
skemmstu kom fram að þeir
Hannes og Skafti eru báðir fé<-
lagar i Varðbergi, félagi ungra
áhugamanna um vestræna
samvinnu, og einnig i Sjálfstæð-
isflokknum.
Þeir vildu ekki meina, að
Varðberg hefði brugðist i þvi að
halda'uppi vörnum fyrir utan-
rikisstefnu núverandi stjórn-
valda, en þótti samt brýna
nauðsyn bera til þess að efla
umræðurum hana og sýna ungu
fólki fram á mikilvægi hennar.
—AI.
Samtök herstöðvaanstæðinga:
Vid fögnum frum-
kvæöi herstöðvasinna
segir formaöur
midnefndar
Ásmundur
r
Asmundsson
Þjóðviljinn leitaöi til for-
manns miðnefndar Samtaka
herstöðvaandstæðinga, Ás-
mundar Ásmundssonar, og
spurði hann um viðbrögö her-
stöövaandstæðinga viö hinum
nýju samtökum herstöövasinna.
— Samtök þremenninganna
eru vafalitiö stofnuð vegna þess
að fylgi herstöövasinna i fram-
haldsskólum landsins og
Háskóla íslands hefur farið
dvinandi á siðustu árum, sagði
Ásmundur.
— Ungt fólk hefur hafnað
stefnu þeirra I utanrikismálum
og fylkt sér um stefnu her-
stöövaandstæöinga. Samtök
herstöðvaandstæðinga eiga
vaxandi fylgi að fagna og ekki
sist meðal yngri kynslóðarinn-
ar. Þetta sviður herstöðva-
sinnum að sjálfsögðu og þeir
hugsa sér þvi að rétta hlut sinn
með þessu frumkvæöi. Mér
skilst þeir hafi tekið sér góðan
tima til undirbúnings, enda ekki
vanþörf á.
Asmundur Asmundsson
Samtök herstöðvaand-
stæðinga fagna þessu frum-
kvæði enda hefur lengi verið
beöiö eftir þvi að herstööva-
sinnar eins og félagar i Varð
bergi eða Vörðu landi fengjust
til rökræðu um þessi mál.
Samtök herstöðvaand-
stæðinga hafa lýst sig reiðubúin
til þess að greiða fyrir umræðu
um herstöðvamálið á allan
hugsanlegan máta. Við höfum
tjáð þremenningunum að
samtökin sem slik muni ekki
mæta þeim á fundum i skólum.
Hinsvegar munu þau benda á
herstöðvaandstæðinga, sem
fáanlegir væru til þess, sé þess
óskað.
Samtök herstöðvaand-
stæðinga eru samfylking manna
sem að mörgu leyti hafa ólikar
stjórnmálaskoðanir en eru ein-
huga um þau meginmarkmið,
að tsland segi upp aðildinni að
Nato og hér skuli engar her-
stöðvar vera.
Um önnur atriði utanrikis-
mála geta þessir einstaklingar
verið ósammála, og hljóta þeir
þvi að túlka sinar eigin skoðanir
ef þau ber á góma.
Tvö nemendafélög, Mennta-
skólans I Hamrahlið og gamla
skólans I Reykjavik, hafa þegar
leitað til samtakanna um fundi
nú i vikunni.
Þeim var bent á nokkra
menn, og hafa þeir leitað til
Sigurðar Tómassonar og Péturs
Tyrfingssonar um framsögu á
móti þeim Davið Oddssyni og
Hannesi Gissurarsyni.
Þessir fundir eru haldnir að
frumkvæöi skólafélaganna
sjálfra og ber vott um vaxandi
áhuga manna á utanrikis-
málum. Það teljum við her-
stöðvaandstæðingar góðs viti og
vonum að fleiri skólum fari
eins.
—AI
Sigurvissa
eða dularfull prentvilla?
í kennsluskrá Háskóla Islands
sem kom út i miðjum september
s.l. er að finna meinlega villu. A
lista yfir háskólaráðsmenn er
próf. Ólafur Bjarnason, forseti
læknadeildar, titlaður varaforseti
háskólaráðs. Þvi embætti hefur
hann hinsvegar aldrei gegnt og
þegar kennsluskráin kom út var
próf. Bjarni Guðnason, forseti
heimspekideildar, varaforseti
ráðsins. Nokkrum dögum eftir að
skráin kom út fór hins vegar fram
árlegt kjör varaforseta háskóla-
ráðs og þá hlaut próf. Ólafur
Bjarnason 6 atkv. i embættið en
próf. Sigurjón Björnsson, forseti
félagsvisindadeildar, 8 atkv. og
var réttkjörinn. Nú vaknar
óneitanlega sú spurning hvort
framboð próf. Ólafs Bjarnasonar
hafi verið undirbúið með löngum
fyrirvara og stuðningsmenn hans
hafi verið svo sigurvissir að þeir
hafi látið skrá hann i kennsluskrá
sem varaforseta háskólaráðs áð-
ur en kosning fór fram.
Stúdentum þætti vænt um ef
umsjónarmenn kennsluskrárinn-
ar útskýrðu hvernig á þessari
meinlegu villu stendur.
(Úr Stúdentablaðinu)
Happdrætti Herstöðvaandstæðinga
Dregid 15. nóvember
Senn líður að þvi að
dregið verði í Happdrætti
Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, 15. nóvember
n.k. Fjöldi útgefinna miða
er 15.000 og verð hvers
miða er 250 krónur.
Vinningar i happdrættinu eru
250 talsins samtals að andvirði kr.
853.000.
Þeir eru:
Myndlistaverk:
1. Asgerður Búadóttir: Vefnaður.
Verð 80000 kr.
2. Sigurður Thoroddsen: Mynd.
Verð 50000 kr.
3. Messiana Tómasdóttir: Mynd-
verk. Verð 40000 kr.
4. Guðrún Svava Svavarsdóttir:
Teikning. Verð 40000 kr.
5. Jón Reykdal: Dúkrista. Verð
19000 kr.
Til góðra nota:
6-25. Keflavikurgönguskór,
sterkir og endingargóðir. Verð
4500 kr. samtals 90000 kr.
Ritverk:
27-50. Málverkabækur Máls og
menningar, 6 bindi. Verð hvers
flokks 3600 kr. samt. 90000 kr.
51-75. Þórbergur Þórðarson:
Ólikar persónur. Verð 3600 kr.
samtals 90000 kr.
Hljómplötur:
76-100. Jóhannes úr Kötlum:
Sóleyjarkvæði. Verð 2400 kr.
samtals 60000 kr.
101-150. Þokkabót: Fráfærur.
Verð 2290 kr. samtals 114500 kr.
151-200. Olga Guðrún: Kvöld-
fréttir. Verð 2790 kr. samtals
139500 kr.
210-250. Böðvar Guðmundsson:
Þjóðhátiðarljóð 1974 + plakat um
Varið land, verð 800 kr. samtals
40000 kr.
Enn eru til óseldir miðar á
skrifstofu samtakanna i
Tryggvagötu 10, og upplýsinga
má leita i sima 17966.
Sinfónían í kvöld
I kvöld, fimmtudag 10.
nóvember heldur Sinfóniuhljóm-
sveit tslands sina 3. áskriftartón-
leika, og eru þeir eins og að venju
i Háskólabiói kl. 20.30.
Efnisskráin er að þessu sinni:
Jón Asgeirsson: Lilja, Paganini:
Fiðlukonsert i D-Dúr, Nielsen:
Sinfónia nr. 2.
Einleikari er Aaron Rosand,
stjórnandi Eifred Eckert-Hansen.
Lilja Jóns Asgeirssonar hefur
verið flutt hér einu sinni áður, i
nóvember 1971, og fóru gagnrýn-
endur blaða mjög lofsamlegum
orðum um verkið og höfundinn.
Fiðlukonsert Paganinis og sin-
fóniur Nielsens hafa einnig verið
flutt hér áður.
Eifred Eckert-Hansen er
danskur og kom fyrst fram sem
hljómsveitarstjóri 1949. Hann var
nemandi Victor de Sabata við
Scala óperuna i Milanó á árunum
1953-54, og eini erlendi nemandi
þessa fræga hljómsveitarstjóra.
Eckert-Hansen er nú aðalhljóm-
sveitarstjóri i Tivoli i Kaup-
mannahöfn, en hefur stjórnað
mikið i Þýskalandi, Italiu,
Bandarikjunum, Canada og
Skandinaviu.
Fiðluleikarinn Aaron Rosander
bandariskur. Hann stundaði nám
m.a. hjá Efrem Zimbalist og kom
fyrst fram á sjálfstæðum tónleik-
um i New York árið 1948. Hin sið-
ari ár hefur hann leikið með öll-
um helstu hljómsveitum i
Ameriku og Evrópu. Aaron
Rosand kom fram sem einleikari
með Sinfóniuhljómsveit Islands I
mai 1975.
Megas med Spilverki
á nýrri hljómplötu
Á bleikum náttkjólum
nefnisa ný hljómplata sem
Iðunn hefur sent frá sér.
Hún hefur að geyma Ijóð
og lög Megasar, f jölbreytt
að efni og búningi.
Það er Megas og Spilverk Þjóð-
anna sem standa að gerð plötunn-
ar og annast útsetningar, söng og
hljóöfæraleik. Auk þeirra félaga
kemur Karl Sighvatsson allmikið
viö sögu á plötunni og leikur á
hljómborð, Helgi Guðmundsson á
munnhörpu, Eggert Þorleifsson
flautuleikari og Viðar Alfreðsson
trompet. Þess má geta, að nú
gefst i fyrsta skipti tækifæri til að
hlýða á Megas sjálfan leika á
hljóðfæri á hljómplötu.
Þessi nýja plata Megasar og
Spilverksins er óllk fyrri plötum
Megasar að þvi leyti að hann sýn-
ir á köflum meiri bliðu og hlýju en
áður. En á þessari plötu er einnig
að finna efni og flutning sem
vafalaust mun hneyksla marga,
svo sem tvö lög sem flokkast gætu
undir svonefnt „ræflarokk”.
Hönnun plötuumslags og texta-
bæklings var i höndum Kristjáns
Kristjánssonar.