Þjóðviljinn - 10.11.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.11.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 BORGARSTJÓRN: Tillögu um lán til kaupa á gömlum íbúðum vísaö frá Ekki okkar hlutverk heldur rikisins, sagði Magnús L. Sveinsson .Sigurjón Pétursson. A slöasta fundi borgarstjórnar Reykjavikur lagöi Sigurjón Pét- ursson fram svofellda tillögu: „Borgarstjórn Reykjavlkur samþykkir aö stofna sérstaka lánadeild viö Byggingasjóö borgarinnar er hafi þaö markmiö aö lána ungu fólki fé til kaupa á gömlum Ibúöum I þeim hverfum borgarinnar sem fólksfækkun hefur oröiö mikil I og meöalaldur Ibúa er hár. Lánin skulu vera aö breytilegri upphæö eftir stærö ibúöa, ástæö- um. umsækjenda og eftir nauösyn fólksfjölgunar I hverju hverfi fyr- ir sig til aö þjónustumannvirki borgarinnar nýtist sem best. Viö gerö fjárhagsáætlunar árs- ins 1978 skal stefnt aö þvi aö ráö- stafa allt aö 200 miljónum króna til þessa verkefnis. Borgarráö skal ákveöa mörk hverfa, lánsfjárhæöir, vaxtakjör og lánstima og setja aörar þær reglur er þarf um lán þessi.” Misjöfn aldursdreifing i hinum ýmsu hverfum borgarinnar hefur oft veriö til umræöu hér I borgar- stjórn, sagöi Sigurjón, er hann fylgdi tillögunhi úr hlaöi. Þá hef- ur oft veriö bent á skort á skólum, leikrými, strætisvagnasamgöng- um og fleiri þjónustustofnunum I nýbyggöum hverfum þar sem ungt fólk flykkist saman á skömmum tima, oftast fólk sem á mörg börn. Þjónustustofnanir standa auðar Á sama tima hækkar aldur Ibúa I eldri hverfum borgarinnar, skólar tæmast og aörar þjónustu- stofnanir eru litiö og illa nýttar. Sigurjón tók dæmi af íbúafækk- un I tveimur hverfum borgarinn- ar, Þingholtunum og gamla Vest- urbænum. Ariö 1945 bjuggu i Þingholtun- um 19.844 manns.áriö 196014.201 , áriö 1970 10.127 og áriö 1975 8.485 manns. A síöustu 15 árum hefur ibúum þar þvi fækkaö um tæp 6000. Meöalaldur iteúa er 39.9 sem er nokkru hærri aldur en meöaltaliö I borginni sem er 32,6 ár. 26,2% Ibúa Þingholtanna eru yfir 60ára aldri, en I borginni allri er 14,7% yfir 60 ára aldri. Yngri en 17 ára eru 19,4% I Þingholtun- um en 29,7% I borginni allri. Þessi fólksfækkun veröur jafn- vel meir áberandi ef litiö er á ein- stakar götur, sagöi Sigurjón. Viö Laufásveg bjuggu t.d. áriö 1945 896 manns, áriö 1975 bjuggu þar 312 manns. Meöalstærö hverrar fjölskyldu þar er 1,57. 1 gamla Vesturbænum og Þing- holtunum eru 5.352 fjölskyldur þar sem fjölskyldumeölimur er aöeins 1. Þessi þróun, sem ég hef rakiö, sagöi Sigurjón, hefur oröiö vegna þess aö hentugt húsnæöi fyrir aldraöa vantar i borginni, en einnig er hún vegna skorts á láns- fé til kaupa á gömlum Ibúöum. Eftirspurn eftir eldra húsnæði mikil Eftirspurnin eftir húsnæöi i gömlum og grónum borgarhverf- um er mikil. Þar getur fólk geng- iö aö skólum, strætisvögnum, verslunum, trjám og göröum vis- um og þessi eftirspurn hefur leitt til þess aö verölag á gömlum hús- um er svipaö og á nýju húsnæöi. Lánafyrirgreiösla til kaupa á gömlum Ibúöum er hins vegar mjög lftil. Húsnæöismála- stjórnarlán til kaupa á nýjum ibúöum er 2.7 miljónir króna en ef fólk vill kaupa gamla ibúð er lán- iö aðeins 600 þúsund krónur. Ef fólkiö á ibúö fyrir og vill selja hana og kaupa abra, er lánib ekki nema milii 400 og 500 þúsund krónur. Þetta veldur þvi aö mun hag- kvæmara er aö festa kaup á nýj- um Ibúðum heldur en gömlum, sagöi Sigurjón og þvi gera þaö flestir. Gömlu hverfin tæmast, dýrar þjónustustof nanir borgarinnar nýtast illa eöa ekki, meðan alger skortur rikir I nýjum hverfum borgarinnar á sömu þjónustu. Þaö yröi mikil hagræöing og sparnaöur fólginn I þvi fyrir borg- ina, sagöi Sigurjón, ef ungu fólki yröi auðveldað aö festa kaup á eldra húsnæöi, þvi borgin hefur fest umtalsveröa fjármuni I hverri ibúö borgarinnar, fyrir ut- an allar þjónustustofnanir sem svo nýtast illa fyrir vikiö. Hver ný íbúð kostar borgina 1,7 miljónir Hann tók siðan dæmi þess hve dýrar einstaka þjónustugreinar borgarinnar eru fyrir hverja ibúð. Vatnslögn I hverja ibúö aö meðaltali kostar sem svarar 800 þúsund krónum, raflögn kr. 370 þúsund, hitaveita kr. 335 þúsund. Ef þessar tölur eru lagöar saman sést aö stofnkostnaður borgarinn- ar viö hverja ibúö er 1.7 miljónir króna. Þá eru ekki taldir skólar, leik- vellir, dagvistunarstofnanir, strætisvagnar og fþróttamann- virki i hverfinu. Þessi dæmi sýna, sagöi Sigur- jón, aö þaö yröi ekki kostnaöar- auki fyrir borgina aö lána sem svarar allt að tveimur miljónum króna til þeirra sem vilja kaupa sér gamla Ibúð. Þaö myndi ein- ungis tryggja aö sú fjárfesting sem borgin hefur lagt í ibúöina yröi nýtt betur. Sigurjón vék siðan aö nýlegri samþykkt húsnæöismáiastjórnar, sem skýrt er frá á öörum staö í blaöinu i dag, þar sem lögb er áhersla á aö endurbygging gam- alla hverfa dragi úr þörfinni fyrir nýbyggingar og komi þvi til meö aö spara mikib fé. RilíiA K«r"5 — ekki við Magnús L. Svcinsson flutti frá- visunartillögu Sjálfstæöisflokks- manna viö tillögu Sigurjóns. í til- lögunni segir eftir itrekun á þeirri þróun sem Sigurjón rakti: „Borgarstjórn Reykjavikur telur mjög brýnt að lán úr Bygginga- sjóöi rikisins til kaupa á eldra ibúöarhúsnæöi veröi hækkuö verulega og lán til endurbóta á eldri ibúöum veröi aukin og látin ná til fleiri aöila en nú er og skor- ar á Alþingi aö gera I þvi sam- bandi nauösynlegar breytingar á lögum um Húsnæöismálastofnun rikisins. Borgarstjórn samþykkir einnig aö leita eftir samstarfi viö Hús- næöismálastjórn um uppbygg- ingu og endurnýjun Ibúöa I eldri borgarhverfum I þeim tilgangi aö auka nýtingu þeirra þjónustu- stofnana sem þar hefur veriö komiö upp. Á méöan ofangreind- ar viðræöur fara fram, telur borgarstjórn ekki éfni til aö stofna sérstaka lánadeild viö Byggingasjóö borgarinnar og vis- ar tillögu Sigurjóns Péturssonar frá.” v 1 ræöu Magnúsar L. Svemsson- ar sem hann flutti meö frávis- unartillögunni sagöi hann aö efni tillögu Sigurjóns væri stórmál, og þaö væri aö auðvelda ungu fólki aö kaupa ibúöir i eldri hverfum borgarinnar. Hann sagöi aö tilfærsla borgar- búa úr eldri hverfum segöi ekki aila söguna, þar sem einnig þyrfti aö athuga nýtingu Ibúöanna en þróunin væri sú aö hún færi si- minnkandi. I Reykjavik voru 2.93 ibúar I hverri ibúö á slðasta ári, sagöi Magnús, og er þaö minna en i Noregi og Sviþjóö. Þaö er þó ekki komib niöur I þaö hlutfall, sem taliö er aö metti nýbygginga- markaöinn, en þaö er talib vera 2.5 einstaklingar i Ibúö. Stefna borgaryfirvalda Þaö er yfirlýst stefna borgar- yfirvalda, sagöi Magnús , aö sporna viö þeirri þróun aö þjón- ustufyrirtæki borgarinnar nýtist ekki. Má þar benda á samþykkt aöaiskipulagsins frá i vor, þar sem lögb er áhersla á aö f jölga Ibúum eldri hverfanna verulega, sérstaklega fjölskyldum meö börn. Ég hef samt ekki trú á þvi aö þær 200 miljónir sem gerö er til- laga um aö lánaðar veröi til kaupa á þessu húsnæöi skili sér strax meö fækkun nýbygginga. Þaö gerist ekki fyrr en markaöurinn er mettaöur, og þar til aö þvl kemur veröum viö aö gera okkur grein fyrir hvaðan á aö taka peningana, sagöi Magnús. Þess vegna tel ég aö á þessu stigi málsins eigi aö leggja höfuö- áherslu á þaö aö Byggingasjóöur rikisins láti aukiö fé i uppbygg- ingu og kaup á gömlum Ibúöum I Reykjavik. Eru lán til kaupa á eldra húsnæði of há? Siöan bar Magnús saman heildarlán til kaupa á gömium og nýjum ibúðum og komst aö þeirri niöurstööu aö lán til kaupa á eldri Ibúöum væri mun hærra en lán til kaupa á nýju húsnæði þar sem hluti kaupverösins væri lánaö. Hann tók slðan vara viö þvi aö auka lán til kaupa á eldri ibúöum, þar sem sllk lánapólitik heföi áhrif á markaösverö þeirra og myndi þess vegna valda hækkun á söluveröi þeirra. Sigurjón Pétursson tók aftur til máls og mótmælti röksemdum Magnúsar fyrir frávlsunartillög- unni, þar sem hann heföi i byrjun ræöu sinnar lýst sig fyllilega sammála tilgangi hennar, og viöurkennt þörfina á slikum lán- um, en endað i þvl að það væri hlutverk rikisins en ekki Reykja- vikurborgar aö greiða götu borgarbúa i sambandi viö kaup á eldri Ibúöum. Kristján Benediktssontók einnig til máls og rakti hann tilgang og þróun Byggingasjóðs bo.rgarinn- ar en aö máli hans loknu voru borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins kallaöir aftur inn i fundarsalinn þar sem Magnús og forseti höföu setiö einir þeirra meirihlutamanna meöan umræö- an fór fram og samþykktu þeir þar tillögu sina um frávisun. —AI. .. a.6. Aoaua.,. • •• Laugavegi 59 — simar 16975 & 18580 Höfum opnað husgagnaverslun í Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara (áður Skeifan). Þar verða á boðstólum húsgögn af öllum stærðum, gerðum og verðflokkum. Verið velkomin í nýja verslun... og njótið góðra kjara og fyrirgreiðslu. 20% Næstu daga seljum við örfá sófasett með 20% afslætti og veitum jafnframt greiðslukjör. Tilboð sem erfitt er að hafna ef leitað er að fallegu sófasetti á afbragðs góðu verði HUSGAGJ^kKJÖIL Laugavegi 59 — simar 16975 & 18580

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.