Þjóðviljinn - 10.11.1977, Side 3
Fimmtudagur 10. nóvember 1977 f ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA |S
Hardar árásir ísraela á Líbanon:
100 sagðir
hafa farist
BEIRtJT 9/11 Reuter — israelski
flugherinn gerðil dag haröar loft-
árásir á ýmsa staði I Suður-
Lfbanon og herma fréttir að nærri
100 manns hafi farist. Um S0
manns fórust I einu þorpi og álfka
margir særðust. Þorp þetta heitir
Azziyeh og er niu kilómetra frá
landamærum israels og
Libanons.
Sex Israelskar herþotur steyptu
sér yfir þorpið um morgun-
verðarleytið .i morgun, köstuðu
sprengjum og skutu af vélbyss-
um, og var hvert einasta hús i
þorpinu jafnað við jörðu eöa
skemmt. Næst-mest varö tjónið
samkvæmt fréttum, sem enn hafa
borist, I Borj el-Shelali,
palestinskum flóttamannabúöum
nálægt hinni fornu hafnarborg
Týrus, en þar fórust aö minnsta
kosti um 30 manns. Israelsmenn
skutu einnig af langdrægum fall-
byssumá staði nálægtTýrus, sem
var ein helsta hafnarborgin við
Miðjaröarhafið á ti'mum Fönlka,
sem á sinni tið byggðu strand-
hðruð Libanons.
Vorster gerir
grín að
vopnasölu-
banni S.Þ.
HEIDELBERG, Suður-Afrlku
8/11 Reuter — Jóhannes Vorster,
forsætisráðherra Suður-Afriku,
hæddist i dag að vopnasölubanni
þvi, sem öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefur sett á Suður-
Afriku og sagði að Suður-Afrlku-
menn yrðu i engum vandræðum
með að sjá við þvl, sem og öðrum
refsiaögeröum sem S.Þ. kynnu að
finna upp á. Sagði Vorster að Suð-
ur-Afrlkumenn hefðu lengi átt
von á slikum ráðstöfunum frá S.þ.
og búið sig undir þær, þannig að
þeir væru fyrir löngu orðnir sjálf-
um sér nógir um framleiöslu
vopna.
Vorster sagöi einnig, aö Suöur-
Afrikumenn væru að búa sig und-
ir aö þaö ollusölubann yrði sett á
þá, og myndu þeir standast það,
enda þótt þaö ylli vissum erfið-
leikum. En hann bætti þvl við að
það bann myndi koma harðast
niöur á blökkumannarikjum eins
og Botsvana og Lesótó, sem fá
mestan hluta olíu sinnar gegnum
Suður-Afrlku.
Glistrupar vilja
daudarefsingu
KAUPMANNAHÖFN 8/11 Reuter
— Framsóknarflokkurinn I Dan-
mörku (Glistrup-sinnar), Sem er
stærsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn þarlendis, mæltii dag með þvi
á þingi að dauöarefsing yrði á ný
lögleidd I Danmörku og skyldu
menn teknir af llfi fyrir hryðju-
verk, sem hefðu manndráp i för
með sér, svo og alvarlega hættu á
manndrápum. — Dauðarefsing
var numin úr lögum i Danmörku
1932, en nokkrir menn voru þó
teknir afllfifyrirstriðsglæpi þar I
landi eftir siðari heimsstyrjöld.
I gærkvöldi fóru fram enn
tveir leikir i meistaraflokki
karla og áttust nú við Leiknir og
Fram og Fylkir og Víkingur.
Orslit urðu þau að Fram sigraöi
Leikni meö 35:21 og Víkingur
sigraði Fylki, með 22:18.
—hól
Israelsmenn segjast hafa gert
þessar árásir i hefndarskyni fyrir
eldflaugarárás á baöstaöinn
Naharijá, sem er á tsraelsströnd
skammt sunnan landamæranna.
Otvarpið I Beirút segir ísraelska
fallbyssubáta hafa skotiö á staði
umhverfis Týrus. Allt athafnallf i
borginni var lamað i dag, versl-
anir lokaðar og götur fullar af
fólki á flótta frá þorpum, sem
orðið höföu fyrir árásum. Slðar
um daginn er sagt að ísraels-
menn hafi einbeitt árásum sinum
aö þorpinu Khiam, sem er hern-
aðarlega mikilvægur staður á
þeirri landræmu Libanons næst
tsrael, sem hægrisinnaðir Libanir
hafa lengi barist um við vinstri-
sinnaöa landa sina og Palestínu-
menn. Libanskir vinstrimenn
halda þorpinu ennþá. Israels-
menn styðja hægrimenn og er
haft eftir áreiðanlegum heimild-
um að þeirhaldi áfram að styrkja
aðstöðu slna þar á svæðinu, en
alllangt er siðan tsraelsmenn
komu sér upp sex vlggirtum
stöðvum á libönsku landi.
Llbanska stjórnin getur lítið gert i
þessu máli, þar eð hún hefur eng-
in völd á ræmunni næst landa-
mærunum.
Herstjórn Palestinumanna seg-
ist hafa svaraö skothrið lsraels-
manna yfirlandamærin og heldur
þvi fram að tsraelsmenn dragi
mikið lið að landamærunum, þar
á meðal skriðdreka og vélaher-
deildir. t tilkynningu frá PLO,
aöalsamtökum Palestinumanna,
eru Bandarikin gagnrýnd harð-
lega fyrir stuöning þeirra við
tsrael og sagt, aö stjórnin i
Washington beri þunga ábyrgð á
morðum á óvopnuðu libönsku
fólki. Þetta eru hörðustu árásir
tsraelsmanna á libanskt land i
tvö ár, og er talið að þær stofni i
stóra hættu vopnahlénu, sem gert
var milli striðsaðila I Suður-
Libanon 26. sept. s.l.
Weizman — skref i átt til innlim-
unar Vesturbakkahéraðanna?
Jórdan
orðin
„landa-
mæri
55
ALLENBY-brú á Jórdan 8/11
Reuter — tsrael gaf I dag til
kynna að það liti á ána Jórdan
sem landamæri milli Vestur-
bakkahéraðanna hemumdu og
Jórdaniu. Vekur þetta nokkra at-
hygli, þar eð fram til þessa hafa
tsraelsmenn skilgreint ána sem
vopnahléslinu frá þvl 1 lok sex
daga striðsins 1967.
Þessi- afstöðubreyting tsraels
var gefin til kynna i dag með þvi
að setja upp nýtt skilti við Allen-
by-brúna yfir Jórdan, en á skilt-
inu eru menn boðnir velkomnir
til „hinnar nýju landamærastööv-
ar.” Um miljón manns fer yfir
brú þessa árlega, og I dag var
vlgö viö brúna ný umferðarmið-
stöð að viðstöddum Ezer Weiz-
man, varnarmálaráðherra tsra-
els.oghundruðum annarra gesta,
þar á meðal arabiskum framá-
mönnum. Um Allenby-brúna fer
mestur hluti viðskipta og umferð-
armilli Jórdaiu og Vesturbakka-
héraðanna.
Weizman var aö því spurður,
hvort hið nýja skilti ásamt með
landamærastööinni þýddi, að
tsraelsmenn hyggðust halda
Vesturbakkahéruðunum til fram-
búöar, en ráðherrann vildi ekki
ræba það mál.
ertendar fréttir
/ stutiu
méti
Slysahœtta vegna ófullnœgjandi
flugumferðarstjórnar i Evrópu
MAÓÁíÓ 9/11 Reuter — Einn
af talsmönnum Alþjóöasam-
bands flugfélaga (IATA) sagði
I dag, aö flugumferðareftirlit
væri mjög ófullnægjandi I
Evrópu og fælist I þvi alvarleg
slysahætta. Sagði talsmaöur-
inn, Dick Shaw, að framfarir I
flugumferöarstjórn og flugeft-
irliti hefðu engan veginn haft
undan aukinni flugumferö.
Málið væri enn alvarlegra
sökum þess, að mikið vantaöi
á samræmingu milli farþega-
og fhitningaflugs og umferöar
herfhigvéla.
Shaw sagði að hægt væri að
auka öryggiö með þvl að koma
á fót flugumferðarstjórnar-
miðstöö fyrir alla Evrópu, i
llkingu viö stofnun þá er hefur
yfirumsjón með öllu flugi I
Bandarlkjunum. En hann
taldi óliklegt að það fengist
fram I náinni framtið, vegna
mismunandi pólitískra við-
horfa evrópskra rlkisstjóma.
A ársþingi IATA var lögð
fram skýrsla, þar sem segir
að stofnunin hafi nú til endur-
skoöunar viðræður flugmanna
og flugumferðarstjóra og
orðaval þeirra. Er þar tekið
fram, að mikilvægi þess, að
ekkert fari milli mála i við-
ræðum milli flugvéla og flug-
turna hefði best sýnt sig þegar
versta slys flugsögunnar varð
áKanarieynni Tenerife imars
s.l. Þar fórust nærri 600
manns.
Dauöi lögreglumanns
SUGAR HILLS, New Hamps-
hire 9/11 — Willian Sullivan,
fyrrum einn af háttsettustu
mönnum bandarisku leyni-
þjónustustofnunarinnar FBI,
varð fyrir skoti og beiö bana
er hann var á veiöum nálægt
heimili sinu I New Hampshire
i dag. Segir I fréttinni að hér
hafi veriö um voðaskot að
ræða.
Sullivan var þriðji æðsti
maður I FBI til ársins 1971, er
hann var rekinn vegna opin-
berrar gagnrýni á J. Edgar
Hoover, þáverandi fram-
kvæmdastjóra FBI, sem lengi
var einn af valdamestu mönn-
um Bandarlkjanna. Sullivan
stjórnaði af hálfu FBI rann-
sóknum viðvikjandi morðun-
um á John F. Kennedy for-
seta, Robert Kennedy bróður
hans og blökkumannaleiötog-
anum Martin Luther King.
Mesta jarögasleiösla sögunnar
WASHINGTON 8/11 Reu"ír —
Carter Bandarikjaforseti gaf I
dag endanlegt samþykki sitt
til þess aö lögð yrði leiðsla fyr-
ir jarðgas frá Alaska til Mið-
vesturrikja Bandarikjanna.
Leiðslan á að liggja yfir Kan-
ada,og standa Bandarikin og
Kanada i sameiningu að þess-
ari framkvæmd, sem að sögn
veröur sú mesta af þessu tagi I
sögunni til þessa. Gert er ráö
fyrir aö lagning leiðslunnar
muni kosta 14 miljarða doll-
ara.
Kanadlska stjórnin hefur
þegar samþykkt lagningu
leiðslunnar, sem veröur 7680
kflómetra löng. Aætlað er að
hún verði fullbúin áriö 1983 og
að eftir henni muni streyma
3.6 miljarðar kúbikfeta af
jarðgasi daglega.
Gerið
reyíarakaup
V
á
UTSOLU-
MARKAÐUR
VINNUFATABUÐIN{
opnaði útsölumarkað í j
Iðnaðarmannahúsinu i morgun
Mlkið úrval af:
í Iðnaðarmannahusinu
við Hallveigarstíg
Gallabuxum
Flauelisbuxum
Kuldaúlpum
Blússum
Vinnuskyrtum
Pey sum
ásamt miklu úrvali
af öðrum fatnaði.
Stórlækkað verð — Aðeins í nokkra
VINNUF AT ABÚÐIN
:
daga:
í Iðnaðarmannahúsinu