Þjóðviljinn - 10.11.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 10.11.1977, Side 16
DJODVIUINN Fimmtudagur 10. nóvember 1977 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjörn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skai bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Jöklamælinga- tækiö hefur mikið hagnýtt gildi tslenska tækið sem smiðað var til þess að mæla þykkt jökla og kynnt var I sumar, hefur mikið hagnýtt gildi, sagði for- stöðumaður Raunvísindastofn- unar Háskólans á fundi með fréttamönnum i vikunni. ggg . ^ Jöklamælingatækið var reynt á Mýrdalsjökli i sumar. Þad gætí fundið fólk og fé grafið í fönn Og mælt snjóþykkt á hálendi í sambandi viö virkjunarrannsóknir Með smávægilegum breyting- um má nota tækið til að gegn- umlýsa snjófljóð og finna þann- ig menn og annað sem grafist hefur undir fönninni, i staö þess aö ganga á þvi og stinga niður stöngum við leit. Auk þess má nota tækiö til þess að mæla snjóþykkt á há- lendi landsins. Það er mikilvægt vegna virkjana að vita hversu mikið vatnsmagn myndast i leysingunum á vorin, og þvi get- ur tækið komið að góðum not- um. Aðspurður um útflutning þessa tækis til Sviss, t.d. þar sem tugir manna grafast i snjó- flóðum árlega, sagði Svein- björn, að þegar einu sinni hefði verið gert hleift; að nýta raf- segulbylgjur til að gefa endur- varp I gegn um is og snjó, liði ekki á löngu þar til rannsóknar- stofnanir víða um heim færu að hagnýta sér slfkar uppgötvanir i sambandi við sin vandamál. Þetta er ekki spurning um að finna eitthvað upp, sagði Svein- björn, og flytja það siðan út um heim, heldur að vera fljótir að hagnýta sér slika þekkingu við eigin vandamál. —AI. Síöari dagur atkvæðagreiðslu BSRB Vid leggjum áherslu á góða þátttöku — segir Haraldur Steinþórsson. — Kjörstaðir opnir kl. 2-7. — Ég vil hvetja menn til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni, sagði Harald- ur Steinþórsson varafor- maður BSRB er Þjóðv. hafði samband við hann í gær. í dag er síðari dagur allsherjaratkvæðagreiðslu BSRB um nýju kjarasamn- ingana. Haraldur sagði, að BSRB-menn hefðu sjálfir sett það ákvæði I lög sin að samninganefnd bandalags- ins geti ekki gert bindandi kjara- samninga, heldur verði félags- menn að samþykkja þá i at- Eyrarbakki í fjársvelti Fjölmennur fundur Alþýðu- bandalagsins um atvinnumál AlþýOubandalagiö gekkst fyrir fundi á Eyrarbakka s.l. laugar- dag um atvinnumál. Fundurinn var óvenju fjölsóttur og fundar- gestir milli 60 og 70. Frummæl- endur voru Garöar Sigurösson, alþm., Jón Kjartansson, formaö- ur Verkalýösfélags Vestmanna- eyja, og Ragnar Arnalds, form. Alþýöubandalagsins Fundarstjóri var Kjartan Guöjónsson, formaö- ur Bárunnar á Eyrarbakka. Aö loknum ræðum frummæl- enda sem fjölluðu um efnahags- atvinnu- og verkalýösmál, tóku margir fundargesta til máls og fjölluðu þeir um atvinnuástandiö á Eyrarbakka, sem er vægast sagt hörmulegt um þessar mund- ir, þar sem helsta atvinnutækið á staðnum, Hraöfrystihúsið, hefur verið lokaö siöan I ágústmánuði. Tugir verkamanna og verka- Frá Eyrarbakka kvenna hafa siðan verið atvinnu- laus og enn ekki horfur á að úr rætist, þar sem engin fyrir greiðsla hefur fengist til þess að koma atvinnulifinu á Eyrarbakka i betra horf, þrátt fyrir margi- trekaðar umleitanir forsvars- manna frystihússins og byggðar- lagsins, sem á rúmlega helming- inn I fyrirtækinu. Meöal þeirra heimamanna sem Framhald á 14. siðu Reknetaveiðinni lauk í gær 1 gær lauk öörum þættinum í sildveiöunum hjá okkur i ár, rek- netaveiöinni. Hringnótabátar hafa hinsvegar ekki enn veitt uppi þann kvóta sem þeim var úthlut- aö f sumar er leiö. Þá var ákveðiö að reknetabátar mættu veiða 10 þúsund lestir og þvi hafði verið náð I gær, þannig aö reknetabátarnir fara ekki út meira I ár. Hringnótabátunum var leyft aö veiöa 17.200 lestir. Það voru 86 bátar sem fengu veiðileyfi og mátti hver þeirra veiða 200 lestir. Enn hafa ekki allir bátarnir sem leyfi fengu hafið veiöar, enda fá sumir þeirra þessar 200 lestir á einum sólarhring. Talið er að 9 bátar sem fengu leyfi til hringnótaveiða I ár, muni ekki notfæra sér leyfið, þannig að það verði aðeins 77 bátar sem veiöa 200 tonn hver, eöa samtals 15.400 lestir. —S.dór Haraldur Steinþórsson. kvæðagreiðslu. — Við leggjum þvi mjög mikla áherslu á að þátt- takan verði sem mest, þannig að ótvirætt sé að vilji félagsmanna komi fram, hvort sem samning- urinn verður samþykktur eða felldur, sagði Haraldur. Engar reglur gilda um há- marksþátttöku i þessari :- kvæðagreiðslu, heldur ræöui _ð- eins meirihluti þeirra sem at- kvæöi greiöa. Haraldur tók fram, aö samninganefnin hefði undir ritaö samkomulagið og það væri þvi hennar mat að samningana beri að samþykkja, en félags- menn sjálfir tækju lokaákvöröun- ina, annaðhvort með þvi að stað- festa eða fella samninginn. Ef kjarasamningurinn verður ekki samþykktur, hefst verkfall að nýju á miðvikudag I næstu viku, þvi verkfallinu var aðeins frest- að, en ekki aflýst. Kosið er á 40 stöðum utan höf- uðborgarsvæðisins og á 15—20 stöðum á höfuöborgarsvæðinu. Fyrirkomulag kosninganna er nokkuð mismunandi eftir félög- um, en hjá langflestum þeirra eru kjörstaðir opnir i dag frá kl. 2 til 7. Starfsmannafélag rikisstofn- ana fékk reyndar heimild til að láta kosninguna standa I fjóra daga.Þar hófst kosning á þriðju- dag og lýkur á föstudag. Starfs- mannafélag rlkisstofnana er stærsta félagið innan BSRB i Reykjavik. 100.000 kr verðlaun! I 4. miljónustu fernunni af JROPICANA * eru 100.000 króna verðlaun. Fékkst þú þér JROPICANA í morgun?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.