Þjóðviljinn - 20.11.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Guömundur Daníelsson: Vestangúlpur garró. Almenna bókafélagiö 1977. A kápusiöu er þvi lofað að þetta sé „skemmtilega skrifuð saka- málasaga” og nú bregður svo við, að oft hefur meiru verið logið i auglýsingu. Sakamálasögur hafa tilhneig- ingu til að fylgja ákveönum munstrum eins og kunnugt er. Útbreiddust er morðgátan — hver gerði það? önnur formúla getur verið sú, að lesandinn veit nokkuð um glæp og glæpamann og sagan er þá skrifuð til að svara þvi af hverjuglæpurinn var fram- inn þar með erum við komnirút i sögu meö sálfræðilegri slagsiðu eða þjóðfélagslegri. Saga Guðmundar er öðruvisi. Fyrst biðum við eftir þvi aö eitthvað gerist, og erum satt aö segja dregin fulllengi-á þvi. Sfðan dynja yfir ósköp og við vitum mjög fljótleganokkurnveginn hverer þáttur hverrar persónu i þeim. Spurning sögunnar verður þá sú, hvaðmun sá, sem veit meira en þægilegt er fyrir glæponana. gera úr vitneskju sinni? Mun hann láta til skarar skriöa, eða ætlar hann að halda kjafti sér til öryggis eða jafnvel sér til framdráttar? betta er nokkuð góð spurning, og henni er svarað á raunsæislegan og sannferðugan hátt. Viktor heitir sá ungi maður sem i þessariprófraun lendir. Þetta er efnilegur strákur, skáldhneigður, einhverja róttækni hefur hann fengið I sig sem er honum heldur Guömundur Danlelsson til stuðnings. Hann er hinn vaski sveinn i bæli úlfa, sem svo al- gengur er i reyfaranum. Þetta bæli er sem betur fer ekki einhver undanrenna af nútimadrekahell- um James Bond sagna einhvers- konar, heldur er það mjög i takt við islenskan veruleika. Sögu- sviðið er útgerðarpláss hér fyrir sunnan á kreppu- og bannárunum QflUOD í hákarlavööu fyrir strið. Viktor hefur ráðið sig á vertið hjá hallærislegri útgerð i hafnlausu plássi. A miðri vertið rekur bátinn, sem Stigandi heitir, upp i fjöru i roki og um leið eru eigendurnir, mágar reyndar, komnir I hart stríð og stelur hver frá öðrum vátryggingarfé og veiddum afla. Enbátur þessi hinn brotni er reyndar partur af ann- arri útgerð og meiri, sem i þröng- um hópi heitir „Stigandi sinnum Stigandi”. I þeirri útgerö er gert út á brugg og spira, kannski vændi lika, armar þess fyrirtækis ná langt og viða. Brúsar eru fisk aðir úr sjó eins og menn kannast við úr dagblöðunun, þeir eru flutt- ir með pukri á markaðssvæði i helgiskjóli dauðans, bannvænn tréspiri mengar viðskiptin, llkum fjölgar áður en lýkur. Viktor flækist i þessi mál vegna skjót- fengis sambands við Jóa Vill, elskulegan fant, sem ætti það til að fækka landsmönnum hvenær sem þörf krefði, og kærustu Jóa, Jóhönnu, hlýlega stúlku sem verður óvart fórnarlamb Stiganda i öðru veldi. Það er semsagt spurt hvort Viktor vill játast undir frumskógarlifspeki Jóa Vill: „Glæpurinn er I okkur öllum, en aðeins sumir hafa þekkingu og lag til að beita honum sér til framdráttar”. Eöa ætlar hann að „vera var um sig i hákarlavöðu”, láta stjórnast af þeirri „heilbrigðu skynsemi” sem hann hefur i aðra rönd andstyggð á? Eða ætlar hann aö láta sverfa til stáls, hefna Jóhönnu, drýgja dáð, halda höfði: „Raggeitin er hund- elt af öllum.Maður vinnur ekkert við heigulsháttinn” segir Viktor á einum stað. Þessi togstreita er merkasta efni bókarinnar, og ýmislegt er vel um þá lýsingu — meðal annars það, að I þessari sögu, þar sem mikið er um spá- sagnir og fyrirboða, heldur höf- undur lengi opinni tvisýnu, bregð- ur upp villuljósum um framtlð stráks. Niðurstaðan er svo i harla góðu samræmi við þróun pólitisks siðgæðis i landinu —en ekki meira um það hér. Sá er hinsvegar galli á þessari persónulýsingu að sigr- ar Viktors á öðrum persónum eru mjög auðveldir og skjótfengnir, það er þreytandi til lengdar að sjá hve fljótar aðrar persónur eru til að fá á honum traust og trú. Þá verða stundum ankannaleg stilrof i þessari persónulýsingu (og sumum öðrum) — eins og til dæmis i yfirspenntu tali Viktors um fiðluna sem hann hefur með sér allsstaðar, einnig i heljar- stökki milli lifs og dauða: „Töfrar himins og jarðar eiga heima i henni. Meðan ég á hana get ég ekki orðið fátækur, jafnvel þótt ég læri aldrei að spila”. Æijá. Yfirleitt er Guðmundur fylginn sér I þessari frásögn. Hann heldur til skila drjúgum bútum af veru- leikanum (puð i fiski, skipskaði, landleguóráðsia ofl.) i bland við ýkjuhneigð, sem oftast tekst að hafa hemil á. í annan stað ætlar höfundur tölvert hlutverk hjátrúarútleggingum i illum tiðindum. Sigurður gamli, faðir Stjána formanns á Stiganda, er þess fullviss, að gömul illvirki gangi aftur með sjálfu nafni báts- ins og standi i dulmögnuöu sam- bandi við slys og myrkraverk i út- gerð næstu kynslóðar. „Djöful- legt er hið illa athæfi, þvi það deyr ekki út meö þeim sem drýgði það, heldur öðlast sjálf- stætt lif og hreiðrar um sig i einhvurjum stað: I dys eða rúst á viðavangi, i nafni, i verkfæri eða öðrum dauðum hlut, þangað til einh vern daginn að tlmi þess er aftur kominn”. Alltværi það núI lagi að láta gamla manninn fara með þetta stef sitt svo sem til að lyfta undir óhugnaðarkennd i afbrotasögu. En gallinn er sá, að það er ofkeyrt á þetta stef, og fyrr en varir er sem bæði Viktor og höfundur sjálfur séu I rammri alvöru farnir að trúa á „djöfuldóm, sem hefur sloppið laus og sest I okkur”. Allavega hefur höfundur, hvort sem hann vildi það eða ekki, verið of örlátur við þá forlagahyggju, sem drepur mjög á dreif góðum spurningum um sekt, sakleysi og ábyrgð Viktors i Brík og fleira fólks. AB Heyrt og séð á Kópaskeri Jóhann Hjálmarsson: Frá Umsvölum. Hörpuútgáfan, 1977. 128 bls. Þessi nýja syrpa Jóhanns ei einskonar ijóðræn dagbók frá Kópaskeri, á einum stað segir at ljóðin séu „orðin eins mörg og dagarnir sem ég hef veriö hér” Jóhann er I heimsókn hjá vina fólki, Reginu og Ella. Hann lætui á blað það sem fyrir augu og eyru ber — minningabrot um bernsku gestgjafanna og flakk um heim inn, dagsins önn i plássinu, strönd hafsins, fuglar, heimsóknir, fjöll útvarpsfréttir, simhringingar Menn geta átt von á hverju sem er inn i textann; þó verður ekki sagt að Jóhann sýni gestgjöfum eða sjálfum sér hörku eða ókurt- eisi. Þessi bók er skrifuð i sama opna ljóðstil og Myndin af langafa og Dagbók borgaralegs skálds Um hana veröursagteins og þær: textinn er mjög auðskilinn og að- gengilegur. Hann sýnir einlæga viðleitni til að halda til haga reynslu, eins hinni hversdagsleg- ustu — án útlegginga að mestu, án annarrar úrvinnslu en þeirri sem felst I niðurrööun, skeytingu, að viðbættum fáejnum samliking- um. Mönnum hefur komið saman um að þessi látlausi still hæfi vel skáldskapargáfu Jóhanns. Það sannast einnig á ýmsum stöðum i þessari bók. Tökum til dæmis þessa keðju sem fléttast saman þegar horft er á hús sem eru aö „gróa saman eftir jarðskjálft- ana”: En litill drengur sem óttinn hefur sest að f þorir ekki einn milli húsa. Hann segir: Ég er hræddur um að jörðin gleypi mig. Okkur liði öllum vel ef við gætum haft það eins og maðurinn á Seyðisfirði sem alltaf gekk með ljósaperu utan á sér til að safna i óhollum straumum. Hvaða stjarna skyldi vera nálæg i dag, hvað gerist, hvað gæti gerst? Við erum á jörðinni Hún snýst. Ennþá betri tiðindi skáld- skaparleg gerast, þegar Jóhann fremur einskonar stilrof, gerist virkari miklu i meðferð efnisins, eins og þegarhann samsamar sig landslaginu og nýlegum tlðindum úr jarðsögunni með svofelldum hætti: Ég get gosið skyndilega eins og gigur sem allir héldu að væri slokknaður. Ég get verið þögull eins og snjóbreiða, þunglyndur eins og hraundrangur, glaður eins og varða á leið ferðamanns. Ský hafa byrgt augu min. Blóðið segir til sin og samt er ég aðeins dropi fljóts. Jóhann Hjálmarsson Aðferð Jóhanns á sér einnig neikvæðar hliðar, og þær láta meira að sér kveða i Frá Umsvöl- um en I þeim bókum tveim sem fyrr voru nefndar. I upphafi eru valin einkunnarorð eftir Le Clézio: „Þú verður að hiusta. Þú verður að vera tómur”. Og I 37nda texta er haldiö áfram með þann höfund: „Við eigum ekki að leita skilnings, heldur sætta okk- ur við að vera hluti alheimsins... Það sem er I kringum mig nægir mér”. Þetta er einskonar stefnu- skrá sem er ekki lakari en mörg önnur: hún boðar auðmýkt gagn- vart myndum og orðum sem verða á vegi þinum, þvi ekki það? En það kemur oftar en ekki að þvi, að hin óvirka afstaða verðúr þreytandi, það er eins og dvggð tómleikans sé tekin full bókstaf- lega: „Elli sagði frá manni sem skaut sjötíu rjúpur, sjálfur færði hann forsetanum kinverska fán- ann til að Kina gléymdist ekki á þjóðhátiðinni. Ætli það standi i bókinni hans Indriða? 1 nótt hringdum við I Sverri Haraldsson og buðum honum að koma yfir fjöllin. Við hringdum lika I Tótu, mömmu Flóka, til að minna hana á brottfarartíma flugvélarinnar til Kópaskers. Ragga hringdi og hafði séð Nótt ástmeyjanna i Þjóðleikhúsinu. Hún sagði að við Strindberg værum hálfbræður, sjálf skildi hún að mörgu leyti Siri von Essen. Dalla kom i sim- ann og sagðist vera að æfa sig á klarinettið....” (sett upp öðruvisi en I bókinni). Tengslin milli einstakra augna- blika, minningabrota, samtala, glefsur úr hjali og fregnum dags- ins, eru blátt áfram of mjóslegin, samskipan þeirra sætir minni tið- indum en svo, að lesandinn geti sætt sig við með góðu móti. Þau halda áfram að vera brot, sem veita hvert öðru takmarkaða að- stoð i baráttu fyrir lífi á bók. Samloðun efnisins reynist viða i lágmarki. Reynslan er miklu gisnarien t.d. i „Myndin af lang- afa”, þar sem lif, vonir og beiskja feðga, tveggja kynslóða, marg- tengd við stórtiöindi samtiðar- sögu, voru saman þjöppuð með meiri sparsemi og marksækni. Það er einhver slik kjölfesta sem vantar I Frá Umsvöium. Allir hlutir eru efni i skáldskap. En þar með er ekki sagt að allir hlutir séu skáldskapur. AB. Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i 34 háspennulinumöstur fyrir Austurlinu, samtals um 120 tonn af heitgalvanhúðuðu stáli. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins að Laugavegi 116 frá og með mánudegi 21. nóv. 1977. Tilboðum skal skila á sama stað i siöasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 20. des. 1977. ‘ Tilboð verða opnuð kl. 14 sama dag. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 — Reykjavik Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsími 93-7355

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.