Þjóðviljinn - 20.11.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977
LITIÐ INN HJÁ
CIRKUS
Fyrir nokkrum dögum hóf ein
besta og vandaöasta islenska
danshljómsveitin, Girkus, störf
á ný eftir rúmiega hálfs árs hlé.
Af þvi tilefni var Þjv. boöiö aö
hlýöa á þverskurö af væntan-
legri dansleikjadagskrá hljóm-
sveitarinnar, en hún veröur
væntanlega tilbúin aö koma
fram eftir u.þ.b. hálfan mánuö.
Cirkus hefur alla tiö verið
með betri dansleikjadagskrá en
gengur og gerist og eru þeir ein-
mitt núna aö vinna að betri dag-
skrá en þeir hafa nokkurn tima
áður haft. Þeir sem koma til
með að sækja dansleiki hljóm-
sveitarinnar i framtiðinni fá að
njóta m.a. frumsamis efnis
eftir örn Hjálmarsson gitar-
leikara og Helga Magnússon
pianóleikara, og aðdáendur
Doobie Brothers og Steeleye
Dan fávænanskammtaflögum
fyrir sig. Athyglisvert er aö nú
eru ekki lengur nein „discolög”
á dagskránni, en þeirra i stað er
kominn álitlegur stafli af
„funkyjazzlögum”.
SÖgðust þeir félagar mikið
frekar vilja leika svona dagskrá
kauplaust, eða svo gott sem,
heldur en að leika léttari og ein-
faldari tónlist, sem þeim leidd-
ist, fyrir peninga. Sterklega
kemur til greina að leika
frumsamda efnið inn á hljóm-
plötu eftir áramót, þrátt fyrir þá
vissu að hljómplötur með
vöndiíðu og e.t.v. heilsiðulagi á
annarri plötuhliðinni séu ekki til
að græða á, langt frá þvi. „Is-
lensk plötuútgáfa er á mjög lágu
plani”, sögðu þeir og „einu
Islensku plöturnar sem eitthvað
er gaman af eru plötur Spil-
verksins, Þokkabótar og Meg-
asar, auk þess sem Eikin hefur
gert marga góða hluti bæði á
plötum og dansleikjum”.
Aðspurðir að þvi hvernig
starfsgrundvöllur væri núna
„F.t.H. veröur aldrei nógsamlega þakkaö fyrir þaö góöa og mikla starf sem þaö hefur unniö I
þágu popptóniistarinnar”, segja meölimir hljómsveitarinnar Cirkus.
WINWOOD SPJARAR SIG
STEVE WINWOOD
island / FALKINN h.f.
Stjörnugjöf (af fimm
mögulegum):^ ★ ★ ★ ★
Sex ára gamall byrjaði eng-
lendingurinn STEVE
WINWOOD að læra hljóm-
borðsleik. Þremur árum seinna
var hann farinn að leika djass
með bróðir sinum, MUFF, og
föður sinum i Birmingham. 15
ára gamall stofnaði hann með
bróður sinum hljómsveitina
MUFF WOODY JAZZ BAND
ásamt trommuleikaranum
PETE YORK, en breyttu nafn-
inu svo sama ár i THE
SPENCER DAVIS GROUP þeg-
ar SPENCER DAVIS gekk til
liðs við þá, og eftir það lék
hljómsveitin næstum eingöngu
Rhythma & Blues tónlist og náði
mjög miklum vinsældum með
mörgum ágætum R&B lögum,
sem mörg hver standa ennþá
fyrir sinu þó að þau hafi verið á
vinsældarlistunum fyrir 12 og 13
árum.
Það sem einkum setti svip á
lögin var svört soulrödd
STEVE WINWOOD og hans
leikandi orgel- og gitarleikur.
1967 hætti hann i THE
SPENCER DAVIS GROUP og
hefur leikið i mörgum hljóm-
sveitum siðan, m.a. BLIND
FAITH, POWERHOUSE,
GINGER BAKER’S AIR-
FORCE og TRAFFIC. 1 þessum
hljómsveitum hitti hann og lék
með mörgum ágætum
blúskempum t.d. JIM
CAPALDI, DAVE MASON,
CHRIS ' WOOD, ERIC
CLAPTON, JACK BRUCE,
RICK GRECH o.m.fl. Yfir æv-
ina erSTEVE WINWOOD búinn
að leika með hljómsveitum sln-
um inn á fjöldann allan af
hljómplötum, t.d. hefur hann
leikið með TRAFFIC inn á
meira en 10 L.P. plötur, auk
þess sem hann hefur verið gest-
ur á nokkrum plötum.
Fyrsta sólóplata STEVE
WINWOOD átti að koma út i
byrjun ársins 1970 og var hann
langt kominn með að vinna
hana þegar ákveðið var að
breyta henni i TRAFFICplötu,
sem var og gert og er það platan
„JOHN BARLEYCORN MUST
DIE”, en þó að hún sé skrifuð á
TRAFFIC þá er hún engu að
siður STEVE WINWOODplata
frekar en nokkurs annars þvi að
raunverulega hefði TRAFFIC
aldrei orðið neitt án WINWOOD.
Reyndar kom út fyrir nokkr-
um árum plata sem bar nafn
WINWOOD eingöngu, var hér
að ræða útgáfu á rúmlega
tuttugu lögum meöhinum ýmsu
hljómsveitum sem WINWOOD
hefur spilað með.
Þessi nýja WINWOOD-plata
inniheldur hins vegar eingongu
ný og fersk lög og má því segja
þetta vera fyrstu alvöru sóló-
plötuna hans, þó aö hún sé i alla
staði mjög svipuö TRAFFIC-
plötunum, sem er langt frá þvl
að vera nokkuð verra. I þessari
plotu fer hann að venju á kost-
um, bæði hvað varðar hljób-
færaleik, söng, útsetningar og
lagasmiði, og njóta hans
skemmtilegu soul- og djass-ein-
kenni sin allsstaðar hið besta.
Öll lögin eru samin af honum og
JIM CAPALDI saman að
undanskildu einu og jafnframt
skemmtilegasta lagi plötunnar,
„MIDLAND MANIAC”, sem er
eftir WINWOOD einan.
Sjálfur sér WINWOOD um
allan hljómborðsleik, gitarleik
og söng, að undanskildum gitar-
leik hins frábæra blúsgitarleik-
ara JULIAN (JUNIOR)
MARVIN (sólógitarleikara
BOB MARLEY & THE
WAILERS) i laginu „VACANT
CHAIR”. Aðrir sem aðstoða
WINWOOD i þessu lagi eru
m.a. bassaleikarinn ALAN
SPENNER og trommuleikarinn
JOHN SUSSWELL, en eins og
alþjóð veit þá eru þeir einna
frægastir fyrir það að hafa feng-
iðað aðstoða JAKOB MAGNOS-
SON á sólóplötu hans sem út
kom ifyrra. 1 hinum lögum plöt-
unnar sjá bassaleikarinn
WILLIE WEEKS og trommu-
leikarinn ANDY NEWMARK
um trommu- og bassaleikinn að
undanskildu laginu „MIDLAND
MANIAC”, þvi þar sér WIN-
WOOD sjálfur um allan flutn-
inginn. Þá aðstoðar JIM
CAPALDI með bakrödd og
ásláttarhljóðfæraleik i kraft-
mesta lagi plötunnar, „TIME IS
RUNNING OUT”. Auk þess að-
stoða REEBOP KWAKU BAAH
og BROTHER JAMES með
áslátt i nokkrum lögum.
Að lokum má geta þess að um
þessar mundir er von á plötu á
markaðinn með JIM CAPALDI
og félögum.
Bestu lög:
Midland Maniac
Luck’s In
Let Me Make Something
In Your Life. —jens