Þjóðviljinn - 20.11.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. ndvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Fifu skáparnir eru ný form sem skapa fjölda möguleika og gerir
innréttingar mun aðgengilegri en áður, auðveldar einnig endur-
nýjun og breytingar á eldri húsnæðum. Ytri fletir Fífu skápa eru
spónlagðir með Lamelspæni, hnotu, eik eða gullálmi, i harðplasti
getið þér valið eigin liti.
Fífu skápar eru sérstaklega ódýrir. Ky nnið yður verð og gæði, leitið
tilboða. Fífa er fundin lausn.
HÖFUM SÝNINGARELDHÚS
KOMIÐ OG SKOÐIÐ.
UPPLÝSINGABÆKLINGAR
LIGGJA FRAMMI.
HtJSGAGNAVINNUSTOFA
AUÐBREKKU 53
SÍMI 43820.
mm
Bragi Sigurjónsson.
Sumarauki
Braga Sigur-
jónssonar
Skjaldborg hefur gefið út sjö-
undu ljóöabók Braga Sigurjóns-
sonar, sem er eins og flestir ViLa
þingmaður og bankastjóri fyrir
utan það að vera dugandi skáld.
Nefnist hún Sumarauki.
I fljótu bragði virðast yrkisefni
skáldsins koma einkar vel heim
við svofelld ummæli Kristjáns frá
Djúpalæk um Braga sextugan:
,,Hann ann náttúru landsins og
virðist skynja hana næmt. Hann
ann sögu þjóðarinnar og henni
sjálfri. Hann ann landi sinu,
heimastöðvum og æskuminning-
um. Og innst við hjarta býr hinn
sári lifstregi, sem virðist fylgja
listamanni og er að likindum ein
af uppsprettulindum ljóðs”. Þvi
kvæði sem gefur bókinni nafn lýk-
ur reyndar með þessu erindi:
Hjartað skelfir ekki
til hausts þótt gerist stutt
nóg sér nægja lætur
Sálarfriðar nýtur hver
er sumarauka fann.
Lystræningmn er kominn
til áskrifenda og i bókabúöir sneisafullur af snjöllu efni eftir Jón-
as Svafár, lngibjörgu Haraldsdóttur, ólaf Hauk, Þorbjörgu
Höskuldsdóttur og Þorstein Marelsson, svo nokkrir séu nefndir.
Þeir.sem hafa fengið blaðið sent undanfarið og ekki greitt það,
eru beðnir að borga hið fyrsta og nýja heftið verður sent um hæl.
Lystræninginn gefur út tvær ljóðabækur i desember, Gjalddaga
eftir Birgi Svan Simonarson, myndskreytta af Richard Vaiting-
ojer og A djúpmiðum eftir Pjetur Lárusson i myndgervingu Arn-
ar Karlssonar. Verða þær prentaðar hjá prentsmiðjunni Hóium.
Fyrsta útgáfan verður töiusett og árituð og aðeins seld til þeirra,
sem kaupa hana hjá Lystræningjanum. önnur útgáfa verður
seld á almennum markaði. Verð hverrar bókar um sig er 2.000.-
krónur.
Pantið bækur Birgis og Pjeturs hið fyrsta. Gerist áskrifendur að
Lystræningjanum.
Lystræninginn Box 104
815 Þorlákshöfn
OKT 1977
7
LYST
RÆNINGINN
Sóknarfélagar! —
takið eftir
Eins og að undanförnu verður kjarnanám-
skeið haldið fyrir Sóknarfélaga i Sjúkra-
liðaskóla íslands að Suðurlandsbraut 6,
Eeykjavik.
Námskeiðið hefst 1. febrúar 1978 og mun
standa yfir i 7 til 8 vikur.
Umsóknir með upplýsingum um nafn,
nafnnúmer, heimilisfang, aldur, vinnu-
stað, starfsaldur og sima sendist skrif-
stofu Sóknar, Skólavörðustig 16 fyrir 1.
janúar 1978.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofan i
sima 25591.
Starfsmannafélagið Sókn
1Znóv.,-á 15áraafmæli bankans, opnuðum við
15.útibú
bankans
að Suðurlandsbraut 18
AFGREIÐSLUTIMI ÚTIBÚSINS ER
FRÁ 9.30-12.00 OG FRÁ 12.30-16.00
ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARD.
STARFSFÓLK ÚTIBÚSINS ER
PÁLMI GÍSLASON, KRISTÍN KÁRAD.
OG SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR.
SÍMINN ER 82977
Samvinnubankinn