Þjóðviljinn - 20.11.1977, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir k \ 3 \ 4- fc> ^ \ SLÁ ,:A 7. Z 0 6 6ELT HREVF- IN& \|ARD/1G1 H T 0N if\/\ 9 KYRRÐ 1o > PÍPUf^ SEM BLOÐ RENNIUPÍ 7/ 1Z m /3 15 5 8 4 4 4 2 Verðlaunagetraun Kompunar 2 Eins og þið vitið er í gangi verðlaunagetraun Kompunnar. Þessi er númer tvö. Verðlaunin eru nýútkomnar bækur og verður dregið úr réttum svörum 4. desember. Ein verðlaun eru veitt fyrir hverja getraun. I síðasta blaði var lauflétt krossgáta, en svo slysa- lega vildi til að í reitunum fyrir neðan var villa. Þar átti að standa 5,7,1, í þjóð- viljanum þriðjudaginn 15. nóvember birtist gátan rétt. 99? Krossgáta Kompunnar er létt. Ýmist er orð- eða myndskýring. Skýringar- orðin eru rituð í reitina í stað myndar, þá á að finna annað orð sömu merkingar. Þar sem mynd er á að finna nafn- orð, sem er heiti hlutarins sem myndin er af. Nafn- orðin eru öll í nefnifalli. Það finnst með þvi að segja: ,,Þetta er.." Svo skrifið þið nafnorðið, einn staf í hvern reit. Þegar þið eruð búin að fylla út alla reitina eigið þið að setja rétta stafi í númeruðu reitina fyrir neðan krossgátuna. Þá kemur út nafn á fyrir- brigði sem er mjög algengt á íslandi, þó þið 99? hafið kannski ekki séð það. Nóg er að senda þetta orð, og gjarnan mætti mynd af fyrir- brigðinu fylgja, því allir vita hvernig það lítur úr, þó þeir hafi ekki séð það. Það er enn tími til að svara líka getraun númer l. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Athugaöu vel litlu myndirnar fyrir neðan. Segðu upphátt nafnið á hverjum hlut. Skrifaðu svo fyrsta stafinn i hverju nafi i reitina neðan við og þá veistu hvað stráksi ætlar að verða! LJÓÐ eftir finnska skólakrakka Þessi Ijóðeru eftir börn sem eiga heima í Finnlandi. Þau ganga í skóla í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Þegar krakkarnir ortu Ijóðin voru þau í6. bekk. Ljóðin birtust á barnasíðu sænska blaðsins Folket í Bild. Umsjónarmanni Kompunnar þótti þau svo falleg að rétt væri að þýða þau handa lesendum Kompunnar. Hvað f innst ykkur, krakkar? Viljið þið svara nokkrum spurningum um Ijóðin? 1. Á hvaða árstíma eru þau ort? 2. Kanníst þið við lýsingu U L á andrúmsloftinu í skólastofunni, þegar kennarinn afhendir einkunn- irnar? 3. Er Katarina komin i frí? 4. Hafið þið notið feguröar i einveru og kyrrð úti í náttúrunni eins og Katarina? 5. Hafið þið séð sólina koma upp? 6. Hafið þið ort Ijóð, t.d. hugsað Ijóð án þess að hafa skrifað það á blað eða sagt það upp hátt? Þegar þið hafið hugsað um þessar spurningar, hvernig væri þá að reyna að yrkja Ijóð um haustið? Haustkvöld. i hvaða fuglum heyrist þá? Hvernig er grasið á litinn? Þá sest sólin snemma. Eða Ijóð um skólann? Þá er skólinn að byrja og sumarfriinu að Ijúka. Kennarinn les upp nöfnin og þú heyrir nafnið þitt. Þú hef ur ekki verið f lutt(ur) i annan bekk eins og þú óttaðist. Það verður gaman að fá bréfin frá ykkur. Sumarfríið byrjar Maður er óstyrkur^ Maður veit ekki hvað maður á að gera við hendurnar. Bekkjarkennarinn kemur inn. Hann heldur á einkunnablööunum. Sumir fá klíju. Hann fer að útbýta einkunnunum. Hann kallar nafnið mitt. Ég stend upp eins og ég sé á brauðfótum. Ég tek viö blaðinu. Ég geng hægt að sætinu minu. Ég kiki á einkunnina. Eg finn heita gleði innra með mér. Ég náði. Sumarfriið byrjar. (U L, 13ára) Sumarmorgun Það var mjög hljótt. Ekkert heyrðist nema garg máfanna. Grænt grasið var döggvott. Ég gekk út á bryggjuna, sá sólina koma upp. Klukkan var þrjú. Það var snemma morguns. (Katarina, 13 ára) Krakkarnir fagna snjónum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.