Þjóðviljinn - 04.12.1977, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Qupperneq 2
Móttaka ávörum til útlanda f lutt i Bíldshöfda 20 í dag flytjum við vörumóttöku okkar, fyrir vörur til útlanda, frá Reykjavíkurflugvelli í vöruafgreiðslu Flugfraktar að Bíldshöfða 20. Afgreiðslan verður opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12og 13-17. Símanúmerið er 82855 - Biðjið um vörumóttöku. LOFTLEIDIfí ISLAJVDS ífDoaffrakt Einn merkasti fornleifafundur síðari tíma RÓM 24/11 Reuter — Stytta af rómversku visku- gyðjunni Mínervu, úr brenndum leir og i fullri líkasmsijerð, hefur fundist i helli skammt frá stæði borgarinnar Lavíníum um 30 kílómetra suður af Róm, og telja fornleifafræð- ingar þetta einn mikil- vægasta fornleifafund á síðari árum. I hellinum fundust um 50 aðrar stytt- ur, meira eða minna brotn- ar. Hellir þessí er i aðeins nokkur hundruð metra fiarlægð frá graf- hýsi Eneasar Trójukappa, sem samkvæmt sögnum á að hafa ráð- ið rikjum á þesum slóðum og Rómverjar hinir fornu röktu ættir sinar til. Eneas á að hafa tekið land á þessum slóðum, þegar hann kom til ftaliu eftir mörg ævintýri að Tróju eyddri. Min- erva var talin dóttir Júpiters, aðalguðs Rómverja, og samsvar- aði Pallas Aþenu hjá Grikkjum. Lavinium var helg borg Lat- verja, ibúa héraðsins Latium um- hverfis Róm. Fornfræðingar telja ekki ólíklegt að stytturnar hafi verið lagðar i hellinn til geymslu um það leyti, sejp Latverjar hættu dýrkun á Minervu um hundrað árum fyrir upphaf okkar timatals. Mínervustytta fundin: 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. desember 1977 íbúðir fyrlr fatlaða Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra aug- lýsir hér með eftir umsóknum um leigu- ibúðir i Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, R. íbúðirhar eru ætlaðar fötluðu fólki. Aðeins þeir einstaklingar og/eða hjón koma til greina, sem hafa ferlivist og geta séð um sig sjálfir. Að öðru jöfnu sitja þeir fyrir ibúð, sem eru á aldrinum 16-60 ára. Ibúðirnar eru 2ja herbergja með eldhúsi og baði og 1 herbergja með eldunarað- stöðu og baði. Gert er ráð fyrir að fyrstu ibúðirnar verði tilbúnar til afhendingar i janúar 1978. Umsóknar eyðublöð afhent á skrifstofu Sjálfsbjargar (Eyðublöðin verða einnig send þeim, sem þess óska). Umsóknarfrestur er til 31. des. 1977. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Hátúni 12, Reykjavik Simi 29133. Vélstjórar - Aðalfundur Aðalfundur Vélstjórafélags Islands verð- ur haldinn laugardaginn 10. desember næst komandi i Tjarnarbúð (uppi) klukk- an 14:00 Stjórnin » Tóku Spánverjar upp torfbæjarstílinn? Svo segir i Vatnsfjarðarannál ynngri: „Sumir af þeim fóru til Dýra- fjarðar og gerðu margir af þess- um miklar óspektir, rændu og stálu og ógnuðu fólki, hvar fyrir þeim voru dæmdir dræpir og frið- lausir af Ara Magnússyni, sem þá haföi kóngsins lén yfir Isaf jaröar- og Strandasýslum og sá dómur siðan samþykktur i lögréttu. Lét Ari Magnússon slá i hel þessa ránsmenn, sem voru úr Byskaen, eftir kóng Majestatis bréfi og be- faling, og var hann sjálfur fyrir- liði i þvf slagi. Voru 18 af þeim drepnir i Æðey og á Sandeyri. 14 af þessum strákum komu inn i Dýrafjörð og frömdu þar og sinn ránskap og aðra óhlutvendni, og þar lét hann slá i hel 13 af þeim, en einn komst undan. Skeði það á Skaga vestra, og virtist gert til landhreinsunar, þá fyrir lögréttu kom, og hafa þvilikir siöan ekki aftur komið” Nei, þvilikir hafa ekki siðan aft- ur komið. Hins vegar hlaupa nú islenskir strákar suður i Byskaen i þúsunda tali á hverju ári og gera sumir miklar óspektir, drekka, serða og æpa á spænska. Ekki eru þeir þó farnir að úthellla manns- blóði þar enn svo að nokkru nemi — aðeins nautablóði. Hitt er ann- að mál hvort ekki fer að liða að þvi að upp risi einhver Arinn þeirra Spánverja. Islendingar hafa ekki gert það endasleppt þar suður frá um ald- ir. Fyrir 700 árum fóru héðan vigalegir Sturlungaaldarmenn til grafar Jakobs postula i Santiago de Compostela til að gera bænir sinar — en þó aðallega til að drepa mann og annan án vafa. Hvort spænskir, þeir Ari drap, sungu Heimsósómakvæði eða Ljómur á þvi herrans ári 1616 er vafamál en altént syngja Islend- ingar nú hástöfum: A Spaaaáááni. Ekki er þess heldur getið að spænskir sjómenn sem urðu hér‘ skipreika ellegar þurftu á kinda- kjöti eða vettlingum að halda tækju upp torfbæjarstilinn i spænskri byggingarlist. Hins vegar eru nú sólsleikjend- ur og businessmenn i óða önn að klambra saman einhvers konar Alhömbrum og Generalifum uppi á lslandi. Þjóðflutningarnir miklu suður á Spán eru farnir aö sjást á húsum i Reykjavik. Gakktu suður á Arnarnes, inn i Laugarás, upp að Háteigi eða inn i Stóragerði. Og þú munt sjá! —GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.