Þjóðviljinn - 04.12.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Qupperneq 8
Ólafur Jóhann Sigurössons Seiður og hélog. Mál og menning. Reykjavik 1977. Arið 1955 gaf Ólafur Jóhann út skáldsöguna Gangvirkíð, og eins og fram hefur komið i blaða- fregnum er þessi bók Seiður og hélog, framhald af henni i tima, fjallar um sömu persónur mestan part. Gangvirkið var sem kynn- ing á persónum og aðstæðum: ungur maður úr litlu plássi, Páll Jónsson, er kominn i borgina skömmu fyrirstrið. Hann ber far- angur sinn: feimni, viðkvæmni, siðgæðishugmyndir fyrri kyn- slóða og menningarvilja, á baki sér inn á skrifstofur vikublaðs sem heitir Blysfari og lofar góðu. En eins og fyrr hefur farið i sög- um af hjartahreinum sveita- mönnum á mölinni: ekki er allt sem sýnist, flest er i starfi og mannlegum samskiptum lág- kúrulegra, óheilla og sölufúsara en söguhetjan helst vildi. Gangvirkið kallaði á framhald: I lokin er strlðið hafið, breski her- inn gengur á land og við viljum vita hvernig fólki bókarinnar reiðir af á miklum umskiptatim- um. Og það eru lika einhver ótiö- indi i vændum i lifi Páls sjálfs: hver er sá glæpur sem honum er ætlað að fremja og þegar er farið að ýja aö? En það skaí tekið fram, að þótt kynni af Gangvirk- inu bæti mjög fyrir lesanda, þá er Seiður og hélog á þann veg sögð saga, að auðvelt er að halda átt- um án upprifjunar á fyrri sög- unni. sögu persóna með þeirri rósemd i útfærslu, að manni dettur i hug að höfundur hafi beinlinis einsett sér að forðast að óstýrilæti sögutim- ans hefði áhrif á hans eigið tima- skyn. Dæmi i þessa veru getur verið kaflinn um syndafall mat- selju Páls, Ragnheiðar, þessarar virðulegu matrónu með guðspeki á vör. Einnig i hennar blóð hlaupa gullpúkar: hún er ekki i rónni fyrr en hún er farin að selja fish and chips og hefur látið sina trúu is- lensku piparsveina lönd og leið. Virðuleg álfkona r l peysu- fötum svaraði: Yes, my darling daughter... Heyrir og sér Sögumaður, Páll Jónsson, er fyrst og fremst skoðari þess tima sem hefur endaskipti á mörgu i lifi smáþjóðar. Hann er litt virk- ur, hann sýnir ekki af sér frum- kvæði, atburðir ganga yfir hann. Það er i fullu samræmi við þetta uppburðarleysi, að viðbrögð hans við þeim ótiðindum að elskan hans, Kristin, fer i ástandiö, eru öll i skötuliki. Það er i raun og veru engu lik- ara en hún sannfæri Pál að ööru- visi hefði ekki getað farið, að ves- alingur hans eigi ekki betra skil- ið. Páll er andhetja. Það sem Páll sér og heyrir er fram borið i yfirvegaðri, æsinga- lausri frásögn. Ekkert liggur á. Það kemur að visu fyrir.að höf- undur vill höndla andblæ hinna öfgafullu tima með impressjón- iskri aðferð, bregða sðr um stund á „fleygiferð” eins og i upphafi annars þáttar: „Þarna... nei, ég er hættur að greina sundur óra og staðreyndir, kominn á fleygiferð um kynjafullt landslag eins og ég á vanda til, þegar ég fer að hugsa um styrj- aldarárin. Þaöer reimt á jörðu og peningaþykkni á himni, seðla- flóka dregur frá gullskildi tungls- ins, kviðmiklar glerkýr æöa milli draugastapa og belja i sífellu: Oh Johnny, oh Johnny.how you can love! Það glittir i ölvaöar vofur, búnar pelli og purpura, hulduhól- ar standa opnir, tröll þeyta lúðra i dyngjum, en seytjan vetra álf- kona leggur við hlustir, mjúklát og grönn, umleikin köldum hélog- um. Mother, syngur hún, may I go out dancing? Og önnur álfkona svarar, þung, virðuleg, i peysu- fötum: Yes, my darling daught- er.” (104) Rósemd En samþjöppun af þessu ágæta tagi heyrir til undantekninga. Reglan er að greina frá stríös- ólafur Jóhann Sigurðsson. Þegar við sjáum og heyrum þau umskipti i ýtarlegri og vandlegri greinargerð Páls i upphafi bókar er okkur um leið spáð þvi, að. i þessu striði verði islensk virki af öllum tegundum auðunnin. Sannar sögur Striðssögur þess fólks sem Páll Jónsson þekkir eða kannast við eru að sjálfsögðu mjög margvls- legar. En þær eru alltaf einkar sennilegar: ef menn vilja hafa kröfur uppi um samsvörun skáld- skapar og veruleika þá fá þeir skýr svör i Seiður og hélog.Félagi Páls á Blysfara, Einar, skrifar hlálega ambögupistla um allt og ekkert, fáránlega en litt ýkta. Og hefur hlotið miklar vinsældir fyr- ir — þvi hin unga og hráa borg hampar þvi jafnan sem lakast er. Skömmu fyrir striö bahblaði hann skollaþýsku við sendimenn Hit- lers á vertshúsum, en að sjálf- sögðu og alveg eðlilega er hann á skammri stundu orðinn ágætur kumpán breskra eða amriskra foringja, eldklárra náunga. Einar Sókron mun jafnan finna sér stað i henni versu án fyrirhafnar. Enn slóttugri mynd tækifærissinna getur höfundur með Valþór rit- stjóra. Hann getur átt það til að hræra saman striðsgróðabrölti sinu og aðdáun á hinum sterka, i þessu tilviki á Stalin — eftir or- ustuna við Stalingrad („það er harka og stjórnkænska þess gamla sem ræður úrslitum” (199). Og hann er jafnvel til i að prenta Gorki og Sjolokof i familiusjúrnalnum sem hann gef- ur út. Úr gildi Af nógu er að taka. Dætur i finu húsi, þar sem Páll leigir, láta fall- erast. Og Jón Guðjónsson verka- maður, sem hefur verið iðinn að spara sér sitt að hverju tagi á haugum og hjá offiserum, hann biöur Pál undir lok bókar, þegar sprengjan fellur á Hirósjima, að skrifa nú um nauðsyn þess að herinn fari alls ekki — annars verði kreppa og atvinnuleysi. Dæmin eru mörg, en heildarsvip- ur i angurværri fremur en reiði- legri ádeildu þessara frásagna er einn: Fyrri verðmæti eru úr gildi fallin, undirstaða mannlifs og samskipta á þessu landi er ekki hin sama og áður. Hin nýju gildi eru hélog, villuljós. Páll reynir að sönnu að hugga sig við Stofnun lýðveldis, við sælar stundir með náttúrunni, við framtiöardrauma — en hann fær ekki að eiga þá i friöi. Enn er Steindór kominn á vettvang hraö- greindur og kjaftfor, advocatus diaboli, sem öðru hvoru þarf að taka úrræöaleysi Páls til bæna. Hann sér fyrir iskyggilega þróun: ef herinn ætlaði að fara, verður hann áreiðanlega beðinn um að sitja sem fastast til að hægt sé að græða meira á honum. Aronsku- spádómur. Lokaö fyrir Páli Þetta er allbreið þjóðlifsmynd, dregin upp i örlagasyrpu með raunsæislegum hætti. Lesanda getur á stundum fundist að máliö á sögunni sé yfrið bóklegt, timans tal ekki sérkenna söguna i nægi- lega sterkum mæli. Þar við bætist að Páll getur verið svo penpiuleg- ur i hugsun, að með ólikindum er. Eins og þegar hann fær sig ekki til að kalla smokka annað en „mannfjölgunarhöft”, eða hug- leiðir þá hefnd fyrir „ástandið” á Kristinu að „sparka i þjóhnapp- ana” á karlskrattanum (47). Er hægt að missa stjórn á skapi sinu á svo kurteisan hátt? Lesanda getur fundist einum of auðvelt að taka undir þessa lýsingu Stein- dórs á Páli: „Þú verður eins og sambland af áhyggjufullri her- kerlingu og drepleiðinlegum barnakennara á ungmannafé- lagsfundi”, (151). En hér kemur fleira til. Sem fyrr segir er Páll sá sem hlustar og sér. Það getur hvarflað að manni, aö höfundur leggi einmitt full-mikið af hlédrægni á Pál — og lesendur. Þetta athafnaleysi get- ur orðið þreytandi, frávisunar- viðbrögð Páls við ýmislegum uppákomum full einhliða. Þar að auki er þaö hann einn sem ekki breytist hvað sem á gengur, hánn er innlyksa, „ævi min heiur þó sjaldan verið jafn tilbreytinga- laus á ytra borði og árin 1941- 1945.” (105. Hrakinn út úr skel Nú verða færð þau rök fyrir nei- kvæðum áhrifum þessa „hlut- leysis” Páls, að bestu kaflarsög- unnar eru þeir, sem sýna þennan væna ömmudreng knúinn út úr skel sinni. Knúinn til stærri hrær inga i sálinni, knúinn til athafnar — enda þótt athöfnin verði svo i skötuliki eins og persónuleiki Páls segir fyrir um. 1 þessum til- fellum nýtur höfundur sin best. 1 vandvirknislegri skoðun hans á innlöndum, sem hafa orðið fyrir stormsveip, i athugunum, sem eru fylgnar sér á gamlan og góö- an máta og skilja lesandann ekki eftir með brotabrot ein til að hann raði sjálfur saman (sem getur lika verið gaman, en það er önnur saga). Um þetta nefnum við þrjú dæmi. 1 fyrsta lagi frásögn af hin- um heiftúðlega eldi afbrýðinnar — þegar Kristin er með Breta. í öðru lagi lýsingu á minningarat- höfn um æskuvin, sjómann á skipi sem kafbátur sökkti — þar sem séð og hugsað i nútið fléttast sam- an við ljúflegar bernskuminning- ar frá veröld sem er hrunin. Og þá siöast en ekki sist — lýsingu á kostulegri viðleitni þeirra æsku- vina fyrr i sögunni til að gera tvennt i senn: drekkja ástarsorg- um sinum i brennivini og hefna sin á heimsveldinu breska, sem hefur stolið frá þeim tveim stúlk- um. Gátan um glæp Páls Þetta er minningasaga og við eigum langt i samtið sögumanns þegar henni lýkur. Páll er öðru hvoru að ýja að glæp sem hann fremur og „kemst i hámæli”, og fleiri leyndarmál eiga eftir að upplýsast. Þessir leyndardómar ljá sögunni þann spurnarblæ sem kallar á framhald. En spyrjum nú sem svo áður en lýkur : ef „rolan” hann Páll fremur glæp — eöa eitt- hvað það sem stimplað verður glæpur — hvað skal til að slik tið- indi gerist? Kannski verður það meginhugsun sem hnýtir saman þennan bálk allan, að svo m'á brýna deigt járn að biti? Og ef svo er: biti á hvað? Breytist andhetj- an i hetju? Við sjáum hvaö setur, má vera við verðum siðarmeir að éta eitthvað ofan i okkur af þvi, sem hér var að ofan sagt um ó- breytanleik Páls Jónssonar blaðamanns frá Djúpafirði, hver veit. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.