Þjóðviljinn - 04.12.1977, Side 16
1 siðustu viku birtist i Þjóð-
viijanum grcinin Heimafæðing-
ar á íslandi eftir Gunnlaug Snæ-
dal og Gunnar Biering lækna.
t>ar var nokkuð drepið á sögu
ljósmæðrafræðslunnar i landinu
og fyrstu fæðingarheimilin. í
greininni kom m.a. fram að frá
1972 hafa aðeins fæðst 46 börn i
heimahúsum hér i Reykjavlk.
Við lestur þessarar greinar
rifjuðust upp fyrir mér sögur,
sem ég hafði heyrt af Helgu M.
Nielsdóttur ljósmóður, og úr
varð að ég heimsótti hana og
hafði við hana eftirfarandi við-
tal.
Heiga er fædd árið 1903 og
uppalin að Æsustöðum i Eyja-
firði. Fyrir tveimur vikum tók
hún á móti sinu 3.483. barni og
lætur þvi nærri að hún hafi tekið
á móti 2% tslendinga frá þvi hún
hóf Ijósmóðurstörf i Reykjavík
árið 1924.
Helga hefur þó gert fleira en
að taka á móti börnum um æv-
ina. M.a. byggði hún af eigin
rammleik Fæðingarheimilið við
Eiriksgötu, sem Reykjavikur-
borg rekur nú; þar rak hún einn-
ig barnaheimili fyrir börn um-
komulausra mæðra og hún
keyrði vörubil um Reykjavik á
þvi herrans ári 1931 sem ekki
þótti vist fint þá.
Siðari árin hefur Helga unnið
hjá Reykjavíkurborg og séð þar
um Heimilishjálpina, en hún
var til húsa heima hjá henni á
Miklubraut 1, milli 8 og 9 á
morgnana um árabil.
t stuttu viðtali sem þessu er
vart hægt að gera svo miklu
starfi nokkur skil, en fyrir jólin
er væntanleg ævisaga Heigu M.
Nielsdóttur, sem Gylfi Gröndal
hefur skráð.
Viðtal við HELGU N. NÍELSDÓTTUR Ijósmóður
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. desember 1977
— Hvernig stóð á þvi að þú '
fórst i ljósmæðranám, Helga?
Ég ætlaði mér alltaf i Hjúkr-
unarkvennaskólann og kom
suður til Reykjavikur árið 1921,
en komst ekki að. Ég hafði verið
3 vikur á leiðinni frá 'Akureyri
og langaði litið i annað eins
ferðalag strax. Ég varð þvi eftir
i höfuðstaðnum og vanr, hér i
fiski i tvö ár áður en ég hóf ljós-
mæðranám haustið 1923.
Þá voru nú engin námslánin,
en ég held við höfum fengið rik-
isstyrk, sem dugði fyrir fæðis-
kostnaði.
Skólinn stóð i 6 mánuði, og ég
útskrifaðist i april 1924. Við vor-
um 8saman i skólanum og fund-
um allar að þetta var ekki nærri
nóg nám. Ég treysti mér t.d.
ekki til þess að fara upp i sveit-
ir, þar sem ekki var hægt að ná
til læknis,og var svo heppin að fá
kennslu áfram i 6 mánuði hjá
Þórunni Björnsdóttur, ljósmóð-
ur, systurBjarnar i Grafarholti.
Með henni var ég um sumarið.
en fór siðan að vinna sjálfstætt. Helga og Auftur, sem frekar vill láta ömmu taka á móti börnum slnum en aö fara á fæftingarstofnun.
Hef aldrei þurft ad sofa
mikid sem betur fer
Læröi á hjól fyrir
25 aura
Þórunn gekk alltaf hvert sem
hún átti erindi, en ég var svo
forfrömuð að eiga hjólhest, sem
hún hjálpaði mér til að kaupa.
Ég iærði á hjólhestinn ásamt
vinkonu minni einni og til þess
fengum við leigt hjól hjá Valda
rakara fyrir 25 aura.
Ég vildi þó læra meira, og það
varö úr að ég fór til frekara
náms i Rikisspitalanum i Kaup-
mannahöfn haustið 1926 óg var
þar i eitt ár.
Frá Kaupmannahöfn fór ég
með fyrstu einkunn og verðlaun
fyrir frammistöðuna, stóra ljós-
móðurtösku með tiiheyrandi
tækjum, ásamt meðmælabréfi
frá prófessor Hauch. Ég kom
heim seint á árinu 1927 og hafði
þá farið, til hinna Norðurland-
anna og kynnt mér ljósmóður-
störf þar.
Ég fór strax að vinna, en þá
voru 3 skipaðar ljósmæður i
Reykjavik og nokkrar aðrar
voru starfandi. Þá var ekkert
fæðingarheimili i Reykjavik, en
árið 1929-1931 tók ég á móti
börnum á heimili Jóninu Jóns-
dóttur að Baldursgötu 20. Þetta
var gömul og góðhjörtuð kona
og hafði eitt herbergi með
tveimur rúmum sem fæðingar-
stofu á heimiii sinu. Þangað tók
hún munaðarlausar stúlkur,
sem engan áttu að, og hjá henni
voru þær þar til þeim hafði verið
hjálpað með húsnæði eða vinnu.
Barneignir ættu aö
vera skilyröi fyrir
ljósmóðurprófi
Fyrsta fæðingarheimilið I
landinu var rekið af Sólveigu
Pálsdóttur, ljósmóður i Vest-
mannaeyjum, 1847 og 1848.
Þá var mjög alvarlegt ástand
i Vestmannaeyjum, þvi nærri
hvert barn sem fæddist dó úr
stifkrampa. Sólveig, sem var
amma Asgeirs Asgeirssonar
forseta, var send til náms til
Kaupmannahafnar, en til þess
að fá inngöngu i skólann þurfti
hún að fá sérstaka undanþágu,
þar sem hún var ekki gift og
hafði ekki eignast börn. Ég er
nú á þvi að barneignir eigi að
vera skilyrði fyrir ljósmóður-
prófi, þvi þær sem hafa fætt
barn skilja móðurina og fæðing-
una alla miklu betur.
Sólveigu tókst að komast fyrir
stifkrampann með þvi að
hengja allan barnaþvott til
þerris á snúrum, en áður hafði
hann verið þurrkaður á jörðinni
þar sem lundahamirnir voru
þurrkaðir lika. Þegar það hafði
tekist var heimilið lagt niður.
Viö áttum okkar
Síberíu á þeim
árum
Það var erfitt hjá mörgum
þegar ég byrjaði að vinna á ár-
inu 1927. Þá var mikið atvinnu-
leysi og oft allsleysi á heimilun-
um, sem ég kom á. Þá var bær-
inn með atvinnubótavinnu aust-
ur i Flóaáveitu og menn sem
áttu konur á sæng fengu viku
vinnu i „Síberíu”, eins og áveit-
an var kölluð, gegn framvisan
vottorðs frá ljósmóður.
Það dugði þó oft skammt,en
ljósmæðralaunin voru þá 45
krónur og voru það heil viku-
laun verkamanns. Þetta átti að
greiða fyrir hverja fæðingu og
siðan gengum við til kvennanna
i 18 skipti á 12 dögum. Það var
erfitt fyrir mörg heimilin að
standa undir þessu, og margir
gátu alls ekki greitt það.
A þessum timum var lika til
að læknar, prestar og ljósmæð-
ur spyrðu fyrst um greiðslu, áð-
ur en þeir liknuðu fólkinu.
Hins minnist ég að Guðmund-
ur Thoroddsen læknir, sem ég
vann mikið með, spurði aldrei
um slik^frekar en margir aðrir.
A þessum timum eignaðist ég
marga vini, og þegar ég réðst i
að byggja fæðingarheimilið við
Eiriksgötu á árunum 1931-1932,
komu til min menn, sem ég
þekkti ekki einu sinni með nafni,
og sögðu sem svo, — ja, þú tókst
nú ekkert fyrir að sitja yfir kon-
unni minni um árið, — og siðan
unnu þeir dagstund við bygging-
una án þess að taka fyrir það
greiðslu.
28 börn á
25 dögum
Ég hafði mikið að gera, og ég
minnist þess að þegar ég fór
einu sinni i vikufri norður i land
fékk ég þrjár konur til þess að
ganga til sængurkvennanna
minna. Einu sinni á árinu 1930
tók ég á móti 28 börnum á 25
dögum. Ég hef aldrei þurft mik-
ið að sofa sem betur fer.
Þó þreyttist ég á þvi að enda-
sendast bæjarhlutanna á milli
og var þó komin á bil.
Já, það mun vera rétt að ég er
með fyrstu konum á íslandi sem
tók meirapróf á bil, árið 1929, og
það hef ég enn. Það kom sér lika
vel i byggingunni, þvi þá keypti
ég vörubíl og keyrði sand og möl
ofan af Kjalarnesi og utan af
Alftanesi, þegar ég var ekki að
sitja yfir.
Það var mest fyrir áeggjan
Asu Asmundsdóttur, ijósmóð-
ur, sem rak fæðingarheimilið
Sólheima við Tjarnargötu, að ég
réðst i að byggja við Eiriksgöt-
una.
Þá átti ég orðið 2500 krónur og
fékk aðrar 2000 að láni. Sveinn i
Völundi lánaði mér allt timbrið i
bygginguna, en þau hjónin voru
mér einstaklega hjálpsöm.
Fæöingarheimiliö
viö Eiríksgötu
Fæðingarheimilið tók siðan til
starfa með átta rúmum árið
1933, og það rak ég til ársins
1940. Siðar keypti Reykjavikur-
borg heimilið og rak þar fyrst
barnaheimili, en i millitiðinni
var þar norskur spitali.
Verftlaunin góftu frá Kaupmannahöfn: ljósmófturtaska meft tilheyrandi tólum.