Þjóðviljinn - 10.12.1977, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. desembcr 1977.
Laugardagur 10. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIDA H
Er það satt,
aö kálbeit
safni bara fitu
á lömbin?
Er hægt
aö koma í veg fyrir
ullarskemmdir
í húsum
og þar meö
stórauka verðmæti
ullarinnar?
Skyldi þess
skammt að biöa
að innlend
fóðurframleiösla
leysi erlenda
kjarnfóðrið af
hólmi?
RANNSÓKNARSTOFNUN LANDBÚNAÐARINS
Unnið að fjölþættum verkefnum
Sjálfsagt fer því fjarri
að landsmönnum sé al-
mennt Ijóst hversu mörg
og f jölþætt verkefni Rann-
sóknarráð landbúnaðarins
hefur með höndum.
Fréttamenn fengu þó
nokkra innsýn í það á
fundi, sem forstjóri stofn-
unarinnar, dr. Björn Sigur-
björnsson, boðaði þá til sl.
miövikudag.
Dr Björn sagði að á hverju
hausti væri haldinn fundur með
sérfræðingum og tilraunastjórum
Rannsóknastofnunar landbún-
aöarins, ráðunautum Búnaðarfél.
Islands, fulltrúum bænda-
skólanna, Garöyrkjuskóians,
Landgræðslunnar o.fl. Tilgangur
fundarins er að gera tillögu um
rannsóknastarfið i heild, hvað
rannsóknum eigi að halda áfram,
hverjum hætta og ný viöfangs-
efni. Slikur fundur er nú nýaf-
staðinn. 1 framhaldi af honum
kemur svo Tilraunaráð landbún-
aðarins saman og kynnir sér
niðurstöður fundarins.
Rannsóknaverkefnin eru
framkvæmd um allt land, bæði i
aðalstöðvunum að Keldnaholti og
á Hvanneyri, á tilraunastöðvum
Korpu i landi Korpúlfsstaða, Þor-
móðsdal i Mosfellssveit, Hesti i
Borgarfirði, Reykhólum á Barða-
strönd, Möðruvöllum i Hörgár-
dal, Skriðuklaustri i Fljótsdal og
á Sámsstöðum i Fljótshlið. Auk
þess hefur stofnunin samvinnu
um rannsóknaverkefni hjá Land-
græðslu rikisins, Tilraunabúi
Búnaðarsamb. Suðurlands i
Laugardælum, Garðyrkjuskóla
rikisins að Reykjum, bændaskól-
ana á Hvanneyri og Hólum en Bú-
tæknideild stofnunarinnar er á
Hvanneyri. A þessu ári kostuðu
þessar rannsóknir 250 milj. kr,
auk nokkurra erlendra styrkja^
Við stofnunina starfa á sumrin
nær 80 manns en nokkru færra á
vetrum, þar af um 40 háskóla-
menntað fólk.
Markmið rannsóknanna
er:
1. Lækka framleiðslukostnað
búvara.
2. Finna nýjar leiðir i landbúnaði.
3. Bæta nýtingu búvörufram-
leiðslunnar.
4. Vernda náttúruna.
5. Létta störf bóndans.
6. Auka öryggi búrekstursins og
gera hann óháðari veðráttu.
Vegna vandamála landbúnaö-
arins hafa bændur haldið marga
fundi nýlega og rætt um leiðir til
að leysa eða létta vandann. Þá er
sjaldan minnst á að efla
rannsóknastarfsemina sem leið
til að finna úrlausnir. Þótt allar
framfarir i landbúnaði eigi rót
sina að rekja til rannsókna og
þróunarstarfsemi á ýmsum svið-
um, sýnir islenski bóndinn
rannsóknastarfseminni yfirleitt
litinn áhuga, að áliti dr. Björns.
Þessu þarf að breyta. Og viö þurf-
um okkar eigin rannsóknir þvi
staðhættir hér eru aðrir en viðast
annarsstaðar. Ef island á ekki að
dragast afturúr i framleiðslu á
landbúnaðarvörum verðum við
að efla rannsóknir til að endur-
bæta efni og aðferðir við bústörfin
og finna nýjar búgreinar og nýjar
leiðir við að nýta islenska nátt-
úru. Niðurgreiðslur og styrkir,
svo gagnleg sem þessi ráð geta
verið, skapa ekki langvarandi bót
á vandamálum islensks landbún-
aðar.
Helstu rannsóknaverkefni
á næsta ári:
Rannsóknir á nýtingu beiti-
lands bæði á afréttum og i byggð.
Ahrif áburðar á vöxt gróðurs og
þrif búfjár. Hvað má beita þétt á
fjallaheiðum? Á endursáinni
sandeyðimörk? Af hverju tekst
ekki að halda vexti i lömbum á
þurrkuðu mýrlendi? Hvernig má
vinna bug á innýflaormum, sem
magnast þar sem land er þéttset-
ið búfé? Hvaða plöntur velur
sauðfé? Rannsóknir eru á 8—9
stöðum i byggð og til fjalla með
sauöfé og kálfa.
Þegar „sárin foldar gróa”.
Samanburður
á fitusöfnun lamba
Er það rétt, að kálbeit safni
bara fitu á lömbin? Er slíkt kjöt
betra eða verra til matar? Er það
rétt að fitan inni i dilkakjötinu sé
þessi ,,holla” fita, sem ekki eykur
Cholesterol? Eru haustfóðruð
lömb auðseljanlegri á erlendum
mörkuðum? Leiða efnagrein-
ingar og bragðprófandir i ljós að
dilkakjöt okkar sé gæðameira en
erlent dilkakjöt þannig að við
gætum krafist hærra verðs
erlendis?
Rannsóknir eru hafnar og
verða efldar til aö leita svara við
þessum spurningum, sem endur-
spegla eitt alvarlegasta vanda-
mál isl. landbúnaðar. Verið er að
koma upp kjötrannsóknastöö á
Keldnaholti. Dr. Stefán Aðal-
steinsson sagði að rannsóknir
bentu til að beit á kál orsakaði
ekki fitusöfnun urnfram vöðva—.
Óyggjandi niðurstöður liggja þó
enn ekki fyrir.
Er hægt að láta sumarið
byrja fyrr?
Skortur á vorbeit er eitt
erfiðasta vandamál bóndans,
einkum ef illa viðrar. Nú eru
Dr. Björn Sigurbjörnsson.
hafnar rannsóknir á þvi að finna
plöntutegundir, sem sáð er að
hausti og byrja vorvöxt á undan
hefðbundnum grastegundum, t.d.
vetrarrúgur, vetrarhveiti o.fl.
Nýting grasmjölsverksmiðja yrði
mun betri ef hægt væri að slá þó
ekki væri nema viku fyrr.
Er hægt að komast fyrir
ullarskemmdir í húsum?
Ullin er eitt verðmætasta hrá-
efni Islendinga. Þó eru ull-
arskemmdir i fjárhúsum gifur-
lega miklar og nema oft
hundruðum þús. á hverju fjárbúi.
Hafnar verða rannsóknir á þvi
hvernig koma megi i veg fyrir
ullarskemmdir meö betri loft-
ræstingu i húsum, grindum yfir
jötur og betri innréttingu i fjár-
húsum.
Auk þess fara fram rannsóknir
á framleiðslu alhvitrar ullar og á
sjaldgæfum og verðmiklum lit-
brigðum i lambagærum. Reynt
verður að finna lausn á þvi gæru-
vandamáli sem kallað er
„tviskinnungur” og að bæta sölt-
un gæra. „Tviskinnungurinn”
kemur i veg fyrir að hægt sé að
nota gærurnar i Mokkapelsa.
Innlend
fóðurbætisframleiðsla.
Framleiðsla mjólkurafurða,
alifugla og svina er alltof háð
innfluttum fóðurbæti. Af þeim
sökum er á takmörkunum að
hægt sé að kalla alifugla- og
svfnarækt innlenda framleiðslu.
Þegar vel árar erlendis og erlent
verð er greitt niður er gott að geta
flutt inn þetta fóður, en við erum
háðir duttlungum þessa erlenda
verðlags og ef syrtir i álinn eins
og 1972/73 þá erum við ekki
spurðir um okkar þarfirþá á hver
nóg með sig. Við eyðum nær 3
miljörðum kr. árlega i gjaldeyri
fyrir fóðurbæti. Rannsóknamenn
eru bjartsýnir á að takast megi að
auka hlut innlendra næringarefna
af sjó og landi upp i 7-10% af
fóðurbætisþörfinni. Rannsóknir
eru hafnar, sem stéfna aö þvi að
framleiða egg á 70-80% innlendu
fóðri, (aðallega grasmjöl, fita og
fiskimjöl), og að búa til nær alis-
lenskt svinafóður. Mögúleikar
eru á að halda megi kúm I hárri
nyt af innlendum fóöurbæti. Aðal-
uppistaðan i þessu innlenda fóðri
yrði gras, fiskimjöl og úrgangur
úr sláturhúsum og fiskvinnu-
Búið er að bragðprófa egg, sem
framleidd eru á 70% fiski — og
grasmjölsblöndu og fannst á þeim
enginn munur.
Stefnt er að þvi að koma upp
aðstöðu til mölunar, blöndunar
og kögglurar á tilraunafóðri á
Keldnahoiti. Þetta fóður yröi sið-
an notað á tilraunastöðvum út um
landið.
Garðrækt og
ylrækt
Reyndar eru nýjar tegundiF og
stofnar garðávaxta. Margar
þeirra vaxa mjög vel á tslandi,
t.d. spergilkál og hnúðkál, góm-
sæt en litið þekkt hérlendis. Hér
er því þörf bæði rannsókna og
kynningar. Stefnt er að þvi með
rannsóknum og sýnireitum að
finna hentugar tegundir til rækt-
unar i heimilisgörðum. Mikil
áhersla er lögð á ræktun undir
plasti og i skjóli. Möguleikar
garðræktar hérlendis eru geysi-
miklir og hægt að stórauka magn
og fjölbreytni i útiræktun; en
ekki hefúr fengist leyfi til að ráöa
garðyrkjufræðing i fullt starf til
að sinna þessum brýnu rannsókn-
um og þvi miðar þeim hægt.
Verið er að kanna áhrif lýsing-
ar á vetrarframleiðslu blóm-
plantna en slik framleiðsla gæti
orðið undirstaða útflutningsfram-
leiðslu á þessu sviði. Niðurstöður
tilrauna með lýsingu á
Chrysanthemum á sl. vetri hafa
leitt i ljós að framleiðslumagn
græðlinga hafði verið vanmetið
við undirbúning ylræktarvers á
sl. ári. Rafmagnsiýsing leiddi til
meiri framleiðslu en gert var ráö
fyrir og þvi hærri tekna en reikn-
að var með, en að visu jókst
kostnaðurinn einnig.
Hafnar eru athuganir á að nýta
betur möguleika á ræktun berja-
runna og prófun á mismunandi
stofnum rabarbara, en þessum
jurtum hefur lítið verið sinnt
fram að þessu.
Kartöf luvandamál
Starfshópur á vegum stofn-
unarinnar glimir við hin fjöl-
mörgu vandamál sem herja á
kartöfluframleiðendur. Verið er
að rannsaka leiðir til að bæta
framleiðslu útsæðis, finna rétta
áburðarskammta, sporna við
stöngulsýki, myglu og öðrum
sjúkdómum, komast fyrir
skemmdir við uppskerustörfin,
finna varnir við frostskemmdum
og rannsaka ástand i kartöflu-
geymslum. Fara rannsóknirnar
aðallega fram i Þykkvabænum og
i Eyjafirði.
Grasfrærækt
Þótt túnin og beitilöndin séu
undirstaða isl. landbúnaðar er
allt fræ til túnræktar og upp-
græðslu flutt til landsins nema
melfræ. Aðeins eitt afbrigði er af
innlendum uppruna, hin eru öll
vaxin upp við erlend skilyrði og
misjafnlega undir islensk skilyrði
búin. Þvi er grasfræræktin eitt
mikilvægasta verkefnið, sem nú
erunnið aðhjá Rala. Verkefnið er
þriþætt: Reynt er að kynbæta
með úrvali stofna af islenskum
og erlendum uppruna, sem henta
kröfum til slægna, beitar og upp-
græðslu. Gerður er samanburður
á hæfni útvaldra stofna við að-
stæður I túnmold og foksandi og i
mismunandi hæð.
Þá er verið að koma upp fræ-
ræktarstöð á Sámsstöðum og er
allt þetta starf unnið i samvinnu
við Landgræðslu rikisins. Byrjað
er á að koma upp húsnæði fyrir
fræstöðina og búið er að kaupa
nokkur tæki. Fræreitir eru orðnir
nokkrir ha og var skorið nokkurt
fræ i haust. A þessu ári var til-
raunastöðin á Sámsstöðum 50
ára, en frumkvöðull starfsins þar,
Klemens Kristjánsson, lést á sl.
sumri. Núverandi tilraunastjóri,
Kristinn Jónsson, segir að nokkra
tugi milj. vanti til þess að ísland
geti eignast sina fyrstu fræstöð.
Vonandi þarf ekki að biða lengi
eftir þvi að bændur fái fræ af
harðgerðum og hentugum gras-
stofnum til sáningar. Innlenda
vallarfoxgrasið, Korpa, er vel
þekkt meöal bænda en það er
ræktaö fyrir okkur i Noregi. Á
næsta ári flytur Landgræðslan
inn 2 tonn af grastegund frá Al-
aska, sem reynd var hér 1974 og
sýnist vera mjög góð til upp-
græöslu og grasnytja. Heitir þaö
Beringspuntur, (ættaður úr Ber-
ingssundinu).
Gróðurkort
Áætlað er að halda áfram gerö
gróður- og jarðakorta, sem er
undirstaða undir skipulag land-
og gróðurnýtingar i sveitum. Eru
miklar vonir bundnar við nýja
tegund af landakortum, svoköll-
uðum orthkortum, en framtið
gróðurkortagerðar fer nokkuð
eftir þvi, hvernig gengur að fram-
leiða þessi kort. Búið er að
gróðurkortleggja um 70% af land-
inu.
Áburður# jarðvegur
og umhverfi
Hin gifurlega verðhækkun á
áburði hefur leitt til þess að upp-
lýsingar um hæfilega notkun eru
brýnni en áður. I framkvæmd eru
á tilraunastöðvunum ýmsar
rannsóknir á magnþörf og sam-
spili hinna helstu tegunda tilbúins
áburðar, köfnunarefnis, fosfórs
og kali. Auk þess er verið að
kanna kalkþörf á einstaka stað,
þar sem grunur leikur á skorti.
Þá á að rannsaka grunnvatns-
stöðu i mýrlendi til að kanna áhrif
þurrkunar á framleiðslugetu
mýranna.
Þá fara einnig fram vistfræði-
legar rannsóknir á þeim breyt-
ingum, sem verða við landþurrk-
un. Er þá allt mælt og skoðað,
kvikt og lifandi, talin hreiður og
skordýr og plöntufjöldi greindur i
ákveðinni mýri á Hesti i Borgar-
firði. t sumar var mýrin svo ræst
fram og nú á að fylgjast með
breytingunum.
Þá er einnig verið að rannsaka
langvarandi áhrif áburðar á villt
land og hafin verður rannsókn á
hugsanlegri mengun i landbúnaði
frá stórum verksmiðjum. Ýmsar
aðrar vistfræðilegar rannsóknir
fara fram, m.a. á gæsa- og álfta-
beit.
Heyverkun
Tvö óþurrkasumur i röð sýndu
bændum hversu mjög afkoma
þeirra er háð veðráttunni. Var
gert sérstakt átak fyrir tilstilli
Alþingis að rannsaka leiðir til að
bæta aðferðir við bæöi þurrheys-
og votheysverkun. Eru þær rann-
sóknir i umsjá Bútæknideildar
Rala á Hvanneyri. Eru bæði gerð-
ar kannanir á heyskaparbrögðum
bænda, gæði heyja við ýmiss kon-
ar þurrkun og votheysgerð,
samanburður á tækni við þurrkun
og flutning i hlöðu, losun úr
geymslu og við fóðrun.
Hafnar voru rannsóknir á notk-
un raforku til heyþurrkunar með
svonefndri varmadælu, i sam-
vinnu við Orkustofnun og á næsta
ári verður reynt að rannsaka
notkun jarðhita i þessu sambandi.
Bútæknideild stendur einnig fyrir
rannsóknum á innréttingum og
vinnuaðstöðu i hlöðum og i gripa-
húsum og á eiginleikum flat-
gryfja.
Eftirlitsstörf
Stofnunin hefur eftirlit með
fóðri og fóðurblöndum, innflutn-
ingi á fræi og lifandi plöntum og
nú hefur hún verið beðin að taka
að sér eftirlit með tilbúnum
áburði, bæði efnis- og eðlisgæðum
og uppgefnu magni.
Jurtasjúkdómar og mein-
dýr
Til viðbótar rannsóknum á
hnúðormi og öðrum kartöflukvill-
um er veriö aö reyna nýstárlega
aðferð til að ráða niðurlögum
meindýra i jurtum. Er það rækt-
un á pöddum, sem eta aðrar skað-
legar pöddur. Er byrjað á rann-
sóknarverkefni vegna meindýrs
á agúrkum.
Samtengdar fóöuröflunar-
og fóðrunartilraunir.
Það hefur mjög aukist að
tengja saman I heildarrannsókn
Framhald á bls. 18.
BORIS SPÁSSKÍ — VIKTOR KORTSNOT ^ ... ^ .< V ' . . 1
___________/ --i *
KORTSNOJ MEÐ
VINNINGSSTÖÐU
Stórskemmtileg skák í gær þarsem lengi mátti ekki á millisjáhvorhefðibetur
Þeir skákmeistar-
arnir Boris Spasski og
Viktor Kortsnoj gera
það ekki endasleppt i
Belgrad þessa dagana. í
gær fór sjöunda skák
þeirra i bið eftir gífur-
legar sviptingar sem
náðu yfir svotil allt
borðið.
Spasski gerði sér ekki
erfitt fyrir að jafna
taflið með svörtu mönn-
unum og var fljótlega
kominn með ansi ógn-
andi stöðu. Þá tók
Kortsnoj það til bragðs
að fórna peði sem
Sapsskí mátti alls ekki
taka með 20. Rc6. í kjöl-
far þessa urðu þó nokkur
uppskipti á léttu mönn-
unum, en þeir þungu
nutu sin þess meir i
framhaidinu.
Þegar upp var staðið
og leiknir höfðu verið 40
leikir þótti sýnt að Kort-
noj stæði með pálmann i
höndunum. Eftir skák-
ina fullyrti hann meira
að segja að hann hefði
gerunnið tafl þar sem
skákin myndi fljótlega
snúast inn i hróksenda-
tafl þar sem hann hefði
tvö peð yfir.
En sleppum nú þessu
rausi og snúum okkur að
þessari stórgóðu skák:
7. einvigisskákin:
Hvítt: Viktor Kortsnoj
Svart: Boris Spasski
Drottningarbragð:
1. c4
Þessi leikur ætti ekki lengur að
koma á óvart hafi hann þá
nokkurntima gert það. Þetta er
fjórða skiptið i einvíginu sem
Kortsnoj velur þennan svokallaða
Enska leik og þetta er einnig
fjórða skiptið sem hann hefur
hvítt.
1. - e6
Leikurinn sem Spasskí notaði
gegn Fischer hér um árið. Gegn
Kortsnoj hefur hann hinsvegar
hingað til ávallt leikið 1,- c5.
2. Rc3 - d5
3. d4 - Be7
4. Rf3 - Rf6
5. Bg5 -0-0
6. e3
upp er nú komin þekkt staða úr
drottningarbragði.
6. -h6
7. Bh4 - b6
8. Hcl - Bb7
A slikum leikmáta hefur Spasski
ávalé haft mikið dálæti.
9. Bxf6 - Bxf6
10. cxd5 - exd5
11. b4
Með þessum leik reynir Kortsnoj
að sporna við framrás svörtu
miðborðspeðanna. En hún vill oft
verða upp á teningnum i þessu af-
brigði. öllu varfærnari leikmáti
hefði verið 11. Be2
n. -c6
12. Be2 - Rd7
13. 0-0 -a5!
Með siðustu leikjum sinum virtist
Spasski gefa i skyn, að hann hefði
ekkert illt i hyggju; nú verður
hinsvegar skyndilega allt annað
upp á teningnum og Spasski býð-
ur Kortsnoj i viltan dans. Sem
verður að sjálfsögðu ekki dans á
rósum eins og framhaldið ber
með sér
14. b5 - c5
15. dxc5 - Rxc5
Þetta er skemmtileg staða og
möguleikarnir vega nokkumveg-
in-salt. Hvitur verður þó að gæta
sin ef ekki á illa að fara.
16. Rd4 -Dd6
17. Bg4 - Hfd8
18. Hel - Re6
19. Bxe6
Þessi leikur réttir úr peðastööu
svarts á miðborðinu, en ekki er
gott að bénda á betri möguleika
einkum þegar næsti leikur hvits
er hafður i huga.
19. - fxe6
20. Rc6!
Bráöskemmtileg lausn á vanda-
málum hvits Þannig losar hann
sig við biskupapar svarts og nær
ógnandi fripeði.
20. -Bxc6
21. bxc6 - Bxc3
Það er nokkuð létt að ganga úr
skugga um að hvitur fær ágætis
færi ef svartur tekur peðið með
21. -rDxc6 eftfr~22. Re4 Dd7 23.
Rxf64r- gxf6 og t.d. Ðd4.
22. Hxc3 Hac8
23. Dc2 - e5!
Svartur sér, að við svo búið má
ekki una og afræður þvi að
mynda sér sitt eigið fripeð
24*. c7 - Hd7
25. Hcl -d4
26. Hc6 -
Vinnur peð. Eða hvað?
26. - Dd5
27. Dbl - d3
Svartur hefur nú náð sterkri
gagnsókn
28. Dxb6 - d2
29. Hdl - Dxa2
30. h3 - Da4
Ogöllspjót virðast standa á hviti.
En Kortsnoj er ekki sama og ein-
hver hvitur út i bæ...
31. Hxd2 - Hxd2
32. I)b7 -
Kortsnoj nær þannig hróknum
aftur og yfirburðarstöðu i þokka-
bót.
32. - Hdd8
Framhald á bls. 18.
Að
lelks-
lokum
1 dag ætlum við að byrja
rannsókn okkar á öfugum enda.
Við byrjum á mjög svo athyglis-
verðri stöðu úr endatafli 6.
skákarinnar en hún kom upp
eftir 33. leik svarts — a6.
Spasskilék hér34. Rd4 og eft-
ir svariö 34. - Hb2 komst hann
ekkert áleiðis á drottningar-
væng. Hversvegna setti Spasski
ekki frekar á a-peðið með 34.
Rc7 ? Augljóst er að þetta peð
verður ekki valdað. Svartur
getur hinsvegar leikið riddaran-
um sinum og reynt að notfæra
sér að hviti riddarinn kemst þá i
uppnám. Tveir riddaraleikir
koma til greina, annarsvegar
34. -Re3 og hinsvegar 34. - Rxa5.
Það er auðvelt að ganga úr
skugga um að 34. - Re3 borgar
sig ekki fyrir svartan, þvi eftir
framhaldið 35. Rxa6Hxg2+ 36.
Khl hefur hvitur tvö geysisterk
samstæð fripeð, sem mynda
örugglega drottningu: t.d. 35. -
Hb2 37. Rc7 Hxb4 38. a6 osfrv.
Af ofansögðu má ljóst vera,
að svartur verður að leika 34. -
Rxa5, en þá svarar hvitur ekki
með 35. Rxa6? vegna 35. - Rc4
og svartur nær auðveldlega aö
blokkera fripeðið, heldur leikur
hvitur 35. Rd5! með þeirri hug-
mynd að drepa peðið á a6 með
hrók, eftir að svarti riddarinn
hefur forðað sér. Þessi staða er
sýnd á næstu stöðumynd.
Nú koma fjórir reitir til
greina fyrir svarta riddarann.
Hver af þesum reitum er
bestur? Litum t.d. á 35. - Rb3 36.
Hxa6 og nú verður svartur að
forðast mát, 36. - g5 37. b5 Rc5
38. Hc6 Ke8 39. b6! og hvitur
vinnur t.d. 39. - Kd7 40. b7!
osfrv. eða 39. - Hcl+ 40. Kf2
Re4+ 41. Ke3 Hxc6 42. b7! og
þessi staða verðskuldar stöðu-
mynd þar sem svartur getur
ekki forðast uppvakningu nýrr-
ar hvitrar drottningar.
Endurskoðum þetta afte-igði og
leikum 36. -Ke8i stað 36. - g5 ef
nú 37. b5,þá kemur 37. - Rc5 38.
Hc6 Kd7 og hvitur virðistekkert
komast áleiðis. Þessvegna leik-
ur hvitur 37. Ha7, og svona til
gamans meö hinu hugsanlega
framhaldi: 37. - Hd2 38. Rc7+
Kd8 39. b5 Rc5 40. b6 Hb2 41. Rd5
Hd2 42. Rb4Hb243.Rc6+ Ke8 44.
He7+ Kf8 45. Hc7 með vinnings-
stöðu.
Litum snöggvast á annan
riddaraleik fyrir svartan i 35.
leik: 35. - Rb7 36. Hxa6 Ke8 37.
Hb6 Rd8 38. b5 og möguleikar
hvits verða að teljast góðir.
Of anritaðir treysta sér ekki til
að fullyrða að Spasski hafi hér
misst af vinningnum, en öruggt
má telja að vinningslikurnar
hefðu allar verið hans meginn,
ef hann hefði valið umrætt
framhald.
Vendum nú okkar kvæði i
kross og rennum augum yfir
stöðuna sem kom upp eftir 11.
leik Spasskis Dbl.
Kortsnoj lék hér með svörtu
11. - Rc6,og þá birtist merkileg
loftbóla i Mbl. Nefnilega „öllu
lakara var 11. - Rxc5 vegna 12.
Bb5+ Bxb5 13. Dxb5+ Rd7 14. 0-
0 0-0 15. Bd4 og hvitur hefur
trausta stöðu.” Þetta er að
sjálfsögðu tóm tjara, og hætt er
við að Kortsnoj hefði verið fljót-
ur að drepa á c5 ef þetta hefði
verið eina framhald hvits.
Svartur fær nefnilega herfræði-
lega unnið tafl með 15. - Rc6 t.d.
einfaldlega vegna c4 reitsins. I
stað 12. Bb5+ stendur auðvitað
12. Bxc5 fyllilega fyrir sinu eins
og minnst var á i Þjóðviljanum
siðast. Við þann leik er meira að
segja þvi að bæta, að eftir
framhaldið 12. - Dxc5 13. Dxb7
Dxc3+ 14. Ke2 Hc8 15. Db4!
getur svartur ekki leikið 15. -
Bxc2 eins og einn ágætismaður
benti á vegna 15. Dxc3 Hxc3 16.
Kd2 Hxd3+ 17. Kxc2, og svarti
hrókurinn á sér ekki undan-
komu auðið.