Þjóðviljinn - 10.12.1977, Page 15
Laugardagur 10. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
V erslunin
Geysir
opnar á ný
Verslunin Geysir hefur nú opn-
að að nýju eftir brunann i sumar.
Nýja búðin verður nokkru stærri
en sú gamla, og er nú innangengt
milli hennar og teppa og dregla-
deildar og veiðafæradeildarinn-
ar, sem eftir sem áður verða i
húsinu. Við endursmiðina var
reynt af fremsta megni að við-
halda svip verslunarinnar sem
best, og tekið var fullt tillit til
langrar sögu húsanna einkum
varðandi ytra útlit.
Verslunin Geysir var stofnuð
árið 1919. Stofnendur voru Krist-
inn J. Markússon, Guðjón ólafs-
son, Sigurður Jónhannsson, ólaf-
ur Johnsen og Arent Claessen.
Þeir eru nú allir látnir. Geysir
var fyrst til húsa að Hafnarstræti
1, en árið 1956 var verslunin flutt
að Aðalstræti 2, þar sem hún er
nú. Þar er talinn vera elst versl-
unarstaðurinn i Reykjavik, en
þar stóðu hús konungsverslunar-
innar eftir að hún hafði verið flutt
i land úr örfirisey, á árunum
1779-1780.
Framkvæmdastjóri Geysis frá
stofnun til dauðadags árið 1973
var Kristinn J. Markússon. Þá
tók við starfinu Sigurður Guð-
jónsson og gegndi þvi i tvö ár eða
þar til hann lést fyrir aldur fram
árið 1975. Siðan þá hefur Helgi
Eysteinsson verið framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Starfsmenn
Geysis eru nú 25 talsins, og stjórn
fyrirtækisins skipa nú: Ólafur 0.
Johnson, stjórnarformaður, Sjöfn
Kristinsdóttir, Helgi Eysteinsson
og Asdis Guðjónsdóttir.
Stjórn Gcysis h.f.
BARATTAN
UM BRAUÐIÐ
Stórmerk heimild
um lifsbaráttu á
fyrstu áratugum
aldarinnar
Mál og menning hefur sent frá
sér bókina Baráttan um brauðið,
annað bindi æviminninga
Tryggva Emilssonar verka-
manns. Fyrsta bókin Fátækt fólk
kom út i fyrra og vakti mjög
mikla cftirtekt og fékk lofsam-
lega dóma. Fyrir Fátækt fólk
hlaut Tryggvi heiðursviðurkenn-
ingu Verkamannaféiagsins Dags-
brúnar og bókin var tilnefnd af ts-
lands hálfu til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs.
Baráttan um brauðið segir frá
vinnumennsku höfundar i Skaga-
firði og siðan frumbýlingsárum á
eigin vegum. Drjúgur helmingur
bókarinnar fjallar um dvöl
Tryggva á Akureyri á timum
atvinnuleysis og algers réttleysis
vinnandi manna. Jafnframt segir
frá upphafi verkalýðsbaráttunn-
ar á Akureyri sem Tryggvi tók
þátt i af lifi og sál. 1 þessari bók
segir frá öllum helstu vinnudeil-
um á Akureyri og þar er að finna
margar frábærar lýsingar á sam-
ferðamönnum sem birta tiðar-
andann betur en margar lærðar
ritgerðir mundu gera. Bókinni
lýkur þar sem Tryggvi er að flytj-
ast frá Akureyri 1947.
1 forlagskynningu segir m.a.:
Baráttan um brauðið er i senn
Tryggvi Emilsson
stórmerk heimild um lifsbaráttu
alþýðu á fyrstu áratugum aldar-
innar og glæsilegt bókmennta-
verk. Einstæð frásagnargáfa höf-
undar nýtur sin ekki siður hér en i
fyrri bókinni: helsti munurinn er
sá að i Baráttunni um brauðiðber
meira á kimilegum atburðalýs-
ingum en i Fátæku fólki. Sú
breyting sprettur beint upp af
hinum breyttu aðstæðum sögu-
manns þrátt fyrir allt. Æviminn-
ingar Tryggva Emilssonar hafa
þegar áunnið sér óumdeilanlegan
heiðurssess i islenskri
bókmenntasögu.
Frá Sjálfsbjörg Reykjavík
Félagsfundur Sjálfsbjargar, þingi sem nú situr, að mikið fatl-
félags fatlaðra i Reykjavik, hald- aðir ökumenn fái talstöðvar i
inn 1. nóvember 1977, beinir þeim bifreiðir sinar, þeim að
tilmælum til hæstvirts Alþingis, kostnaðarlausu.
að unnið verði að þvi, á þessu Al- Vilborg Tryggvadóttir, ritari
Bragi Hannesson og Haukur Dór eiga verk á samsýningunni „Vetrarmynd” I Norræna húsinu.
Samspil ólíkra listgreina í Norræna húsinu
V etrarmynd
Dagana 10-18 desember verður
haldin i Norræna húsinu samsýn-
ing er nefnist „Vetrarmynd” og
er allóvenjuleg fyrir það hvað
ólikir sýnendur eru. Markmið
sýningarinnar er einmitt það að
tefla saman mjög ólikum list-
greinum, til að sjá hvernig þær
spjara sig saman og einnig að
leggja áherslu á það að sama
skapandi aflið er á bak við alla
góða myndlist og þvi ættu flokka-
-drættir eftir „stefnum” ekki að
þurfa að eiga sér stað. Sýnendur
eru þeir Atli Heimir Sveinsson
tónskáld sem sýnir nótur, Baltas-
ar sem sýnir ný málverk, Bragi
Hannesson sem sýnir vatnslita-
myndir, Haukur Dór sem sýnir
málverk, teikningar og leirverk,
Magnús Tómasson sem sýnir
kassaverk þau sem hann nefnir
„sýniljóð”, Ófeigur Björnsson
gullsmiður sem sýnir eins konar
Framhald á bls. 14.
Canon BÝÐUR upp áótal
'ÆJlgaQ. ^ÖGULEIKA:
• 25 gerðir linsa.
• Mótor, sem knyr áfram filmuna.
• Alsjálfvirkt flash.
• Dagsetningarstimpil á filmuna.
Verð aðeins kr.
104.330.-
AUSTURSTRÆTI 7 Simi 10966.
HÉR ER DR0TTN/NG
DRAUMA ÞINNA
Aldrei áður hefur ný myndavélartegund valdið slíku fjaðrafoki sem
Canon
í landi tœkninnar, Þýskalandivar hún valin MYNDAVÉL ÁRSINS
A Star is Born....Æl
BUSINESS WEEK kallar hana
tímamótasprengju og valda
gjaldþroti fjölda keppinauta.
NEWSWEEK kallar hana stór-
kostlegasta tækniundur í sögu
myndavélarinnar.
er rafeindastýrð
SLR myndavél,
Canon
ÆiE-a sem svo sannar
lega gerir ÖLLUM
kleift að taka frábærar myndir.
er 30% ódýrari,
CailOH 30% léttari og 30%
/n n 5°aT| meðfærilegri en
cLSTiiLEa dii aörar myndavélar