Þjóðviljinn - 10.12.1977, Page 16

Þjóðviljinn - 10.12.1977, Page 16
16 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 10, desember 1977 Kveikt á Oslóartrénu kl. 15.30 Oss hefur tjáö Ketill Larsen, sérlegur umboðsmaður jóla- sveina hér í borg, að hann hafi nú umboð til þess að upplýsa komu jólasveinanna. Þeir birtast við Austurvöll, á þaki Kökuhússins við hornið á Landsimahúsinu, um kl. 16.00 á morgun. Leiðtogi þeirra, Askasleikir, mun stjórna þar á þakinu athöfn- um þeirra kumpána. Sunnudag- inn 18. desember koma þeir fram á sama stað kl. 16.00. Sem áður er umboðsmanninum þökkuð ár- vekni og umhyggja vegna komu þessara aðventugesta. A morgun verður kveikt d jóla- trénu á Austurvelli. Tréð er að venju gjöf Oslóborgarbúa til Reykvíkinga, en Oslöborg hefur i aldarfjórðung sýnt borgarbúum vinarhug með þessum hætti. Að þessu sinni hefst athöfnin við Austurvöll um kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Forseti borgarstjórnar Oslö, Al- bert Nordengen, mun afhenda tréð, en Birgir ísleifur Gunnars- son, borgarstjóri, mun veita trénu viðtöku fyrir hönd borgar- búa. Athöfninni lýkur meö þvi, að Dómkórinn syngur jólasálma. Minnumst viöurgerningsins siðustu þrjú og hálft ár Róttækar baráttuadferöir — fáist ekki leiðréttingar með öðru móti.segja bændur í Engihlíðar- og Torfulækjarhreppum Mánudaginn 5. des. var haldinn sameiginlegur fundur i búnaðar- félögum Engihliðar- og Torfa- Iækjarhreppa. Á fundinum mættu nær ailir félagar I þessum búnað- arfélögum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: Fundurinn mótmælir harðlega úrskurði yfirnefndar frá öðrum þessa mánaðar. Sérstaklega mót- mælir fundurinn fjármagnskostn- aðarliðnum og launaliö hús- freyju. Bendir fundurinn á, að bændur vantaði 32% upp á að þeir næöu launum sínum árið 1976, miðað við viðmiðunarstétt- irnar og bendir það ótvirætt til að þær forsendur, sem verðlags- grundvöllurinn er byggður á, sé ekki réttur og krefst tafarlausrar úrbótar. Greinilegt er, aö heildar- skipulag á framleiðslu landbún- aðarins er ekki fyrir hendi. Þvi samþykkirfundurinn að beina þvi til stjórnvalda og forystumanna i landbúnaðinum, að gert verði heildarskipulag fyrir landbúnað- inn, þar sem tekið verði tillit til innlenda markaðarins og jafn- framt gert verulegt átak tU að afla erlendra markaða. Fundurinn bendir á, að þær 15 milj. kr., sem nú er fyrirhugað að verja til markaðsleitar á erlendri grund, er langt of litil upphæð. Ennfremur að við markaðsöflun fyrir islenska lambakjötið er- lendis verði það auglýst sem lúx- usvara i sérflokki og verðlagn- ingu hagað i samræmi við það. Fundurinn itrekar að ef kjara- bætur til handa bændum fást ekki á næstunni með hinum hefð- bundnu baráttuaðgerðum, verður að gripa til róttækra baráttuað- ferða, t.d. hætta afhendingu á ull til sölumeðferðar. Einnig minnir fundurinn á að Alþingiskosningar standa nú fyrir dyrum og beinir þvi til bænda, að þeir minnist við- urgernings rikisstjórnar við bændastéttina sl. 3 1/2 ár. Svo virðist sem rikisfjölmiðl- arnir hafi neikvæða afstöðu til bændastéttarinnar og forsvars- manna bænda og þvi lýsir fundur- inn furðu sinni á fréttaflutningi á úrskurði yfirnefndar og þvi, að ekki skuli hafa verið leitað álits bænda I þvl tilviki. Þá beinir fundurinn því til Útvarpsráðs að þátturinn „Spjallað við bændur”, verði tek- inn upp á ný I útvarpsdagskránni sem fyrst. —mhg ts.Uít’JSVM'.Mí.i Þetta varsvosem alveg eftir þér. Endilega þurftir þú aö spyrja aö þvf, hvortekkiværi tilneitt enn ódýrara á ieiöinni London — New York. Og þá sagði hann.... Jólasveinar á Austur- velli á morgun Guöbjörg Haraldsdóttir sendir BORÐEYRAR- FRÉTTIR Landpósti hefur borist eftir- farandi fréttabréf frá Guö- björgu Haraldsdóttur á Borð- eyri, fréttaritara Þjóöviljans þar: Fréttir af slátrun Veðrátta hefur verið mjög hagstæð hér i sveit I haust, eins og annarsstaðar. NU I haust var slátrað hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga um 16.400-500 fjár. Meðalþungi dilka var 15.59 kg. (án nýrnamörs). Haustið 1976 var sláturfjártalan 16 þús. og með- alþungi þá 15.56 kg. Sauðfjárslátrun stóð yfir frá 14. sept. til 25. okt. En fyrir og eftir sauðfjárslátrun var naut gripum lógað i 3 daga. Voru það um lOOgripir. Hrossaslátrun fór fram I byrjun nóvember. Nægilega margt fólk var við sláturstörfin i haust, en þar kom til verkfall starfsfólks rikis og bæja, svo skólarnir byrjuðu slð- an en venjulega og unglingar unnu þvl lengur. Byggingar Verið er að byggja hér upp hús,sem reist var árið 1928, sem ibUðar- og verslunarhús þá, en svo brennur það 1931 og hefur staðið sem rúst að hálfu sfðan 1951. NU verður það notað til þess að bæta aðstöðu starfsfólks sláturhússins, því þar á að vera mötuneyti, snyrtiherbergi með steypiböðum og svefnpláss fyrir það af starfsfólkinu, sem ekki ekur að heiman og heim. Hér á Borðeyri er einnig I byggingu eitt ibúðarhús, frá Húseiningum á Siglufirði, og verður væntanlega flutt I það siðla vetrar. Byggingaflokkur Nýmæli er það hér I Stranda- sýslu, að stapfandi er bygginga- flokkur á vegum Búnaðarsam- bands sýslunnar, undir stjórn Benedikts Grímssonar yngra, frá Kirkjubóli I Steingrímsfirði. Félagssamtök i innanverðri sýslunni stofnuðu hlutafélag um kaup á byggingakrana, sem notaður var við steypuvinnuna, t Bæjarhreppi eru gripahús I byggingu á þremur bæjum, Guöbjörg Haraldsddttir. vélageymsla á einum og Ibúðar- hús á einum. Félagslif Félagslif er heldur fátæklegt hér I sveit. Þó gekkst hópur ungs fólks fyrir stofnun leik- klúbbs nú i vetrarbyrjun. Stofn- endur eru 14 og þegar byrjaöir að æfa leikþætti til sýninga um hátiðarnar. Leikklúbburinn heitir Ahugi og er formaður hans Elisabet Jónsdóttir, Mel- um. Borðeyri, 1. 12.1977. Guöbjörg Haraldsdóttir. Þorsteinn Arnarson skrifar: Treystum lýðræðið Hver einstaklingur er hluti af þjóöfélaginu. Ef hann gerir kröfur til þjóðfélagsins þá gerir hann um Ieið óbeint kröfur til sjálfs sfn. Þannig aö ef sá hinn sami vill gera einhverja breyt- ingu til batnaöar er frumskil- yrðið aö hann breyti eftir þvf sjálfur, og oft getur þaö kostaö Framlög til landbúnaðar i Noregi Fjárlagafrumvarp norsku rikisstjórnarinnar var lagt fram | i Stórþinginu fyrir nokkrum vik- um. Þar er gert ráð fyrir að verja 5.180 milj. norskra kr., (200.000 milj. isl kr.) til land- búnaðarins á . næsta ári. Samkvæmt frumvarpinu er áætl- að að tekjur norskra bænda hækki á næsta ári um 4.000 til 7.000 kr. (154 — 270 þús. ísl. kr.)I samningum um verðlags- og framleiðslumál landbúnaðarins milli rikisstjórnarinnar og bændasamtakanna hefur verið lögð áhersla á að styrkja stöðu smábænda og þeirra bænda, sem búa við erfiðastar aðstæð- ur. Mest verður varið til stuðn- ings mjólkurframleiðendum, þvi samkv. frumv. er sú upphæð - 1.207 milj. kr., (46.602 milj. isl. kr.). Þessari upphæð verður varið til grunnstyrkja, uppbótar á mjólkurverð eftir framleiðslu- magni og til héraðsstyrkja. Til stuðnings kornrækt i Noregi er áætlað að verja 754 milj. kr., (rúmlega 29 miljörðum Isl. kr.) Þá verða stóraukin framlög til orlofs bændafólks og til afleys- inga fyrir bændur, sem stunda búfjárrækt. Samtals mun verða varið i þessu skyni á næsta ári 600 milj, kr, (23.166 milj. Isl. kr.). Stefnt er að þvi að meðaltekj- ur norskra bænda verði ekki lægri en iðnverkafólks árið 1982. A siðasta ári voru 96.290 jarðir i Noregi, sem höfðu meira en 2.0 ha ræktaðs lands,en 59.737 með meira en 5.0 ha ræktaðs lands. (Heimild: Uppl. þjón. landb.) —mhg fórnir. Ef bæta skal kjör al- mennings þarf jöfnuö. Ef draga á saman útgjöld þá kostar þaö fórnir og ættu þá gullgrisir þjóö- félagsins ekki aö fara varhluta af þvi. Það þjóðskipulag, sem við höfum á lslandi,kallast lýðræði, en það er ekki rekið á réttan hátt. Er þar um að kenna sof- andahætti almennings, sem ekki hefur staðið sig sem skyldi i aö veita stjórn landsins aðhald. Af þessu hefur m.a. skapast breitt bil milli almennings og þeirra, sem eru 1 þjóðarfor- svari. Afleiðingin er svo van- máttur almennings gagnvart stjórnvöldum, sem lýsir sér I þvi, aö afstaða hans hefur haft litil sem engin áhrif á gjörðir stjórnar. Nú hefur verið reyntnýttstig I eflingu lýðræðis i formi per- sónubundins kjörs, þar sem kjósanda er gert kleift að ráða mannaskipan á flokkslista að nokkru eða öllu leyti. Þetta hefur vakið góðar vonir um að koma megi á okkar lýðræðis- stjómarfarraunhæfri mynd. En til að sú raunmynd sé kennanleg er nauðsyn að I kjölfar sigli málefnalegar kosningar er ekki væcu bundnar kosningaári og þjónuðu sem skilorðsbundinn þáttur miðlunar i samstarfi rikisstjórnar og alþýðu manna, i málum er varða alþjóð. Sé t.d. ráðist I einhverjar meiri háttar framkvæmdir, sem snerta þjóð- arheildina eða jafnvel aðeins ibúa ákveðins landshluta og ekki hefur verið rætt við undir- búning kosninga, — en eru þá e.t.v. mjög umdeilanlegar, þá ætti að efna til sérstakrar at- kvæðagreiðslu um málið, annað hvort meðal þjóðarinnar allrar eða íbúa þess landshluta, sem málið kann að snerta sérstak- lega. Svona fyrirkomulag tel ég að mundi gera almenningi kleifa notadrýgri mótun á stjórn landsins og þar með auka ábyrgðartilfinningu hans. Þorsteinn Amarson. Leiklístarlíf á Dalvík Fróölegt væri aö vita, hve mörg leikfélög eru starfandi á landi hér. Liklega veit þaö ekki nokkur maöur, og trúlega hefur þaö aldrei veriö athugaö. En þau skipta áreiöanlega ófáum tugum. Sennilega eru mun færri þeir þéttbýlisstaöir á landi hér þar sem ekki er starfandi leikfé- lag en hinir. Þess utan eru svo leikfélög i sveitum og loks starfa ungmennafélög og önnur samtök að leiklistarmálum. Eitt þessara leikfélaga er norður á Dalvik. Það er nú byrj- að æfingar á Fjölskyldunni, eft ir Finnann Cleas Anderson, en það leikrit hefur áður verið sýnt i Reykjavik. Leikstjóri er Akur- eyringurinn Saga Jónsdóttir. Leikendur eru sjö: Dagný Kjartansdóttir, Kristján Hjart- arson, Lovisa Sigurgeirsdóttir, Ragnar Lund, Sólveig Hjálm- arsdóttir og Theodór Júliusson. Ætlunin er að frumsýna leikinn um 20. janúar n.k. Til tals hefur komið að félagið taki annaö leikrit til æfingar siðar i vetur. Umsjón: Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.