Þjóðviljinn - 10.12.1977, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 10.12.1977, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. desember 1977 Ályktun frá Sveina- félagi skipasmida A fundi i Sveinafélagi skipa- smiða, sem haldinn var 29. nóvember s.l. var samþykkt ályktun til að mótmæla þeirri grundvallarbreytingu sem gert er ráð fyrir i frumvarpi til iðn- laga, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Þessi breyting er fólgin i þvi að unnt verði að ráða til iðnaðarstarfs óiðnlært fólk, án samráðs við viðkomandi félög iönsveina og án nokkurrar frek- ari skilgreiningar. 1 núgildandi lögum um iðju og iðnað er heim- ild til slíkrar undanþágu i sér- stökum tilvikum og þá með samþykki bæði meistara og sveina. Enn fremur segir i til- lögunni að með þessum breyt- ingum sé verið að forsmá verk- lega menntun, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa þó haldið fram að nauðsynlegt væri að efla. Skák Framhald af 11. siðu. 33. cxd8+ = D - Hxd8 34. Hc7 - Dal + 35. Kh2 - e4 Þetta er auðvitað beint oní, en hvernig átti að valda peðið á g7 ? 36. Dxe4 - Df6 37. f4 - Df8 38. Ha7 - Dc5 39. Db7 - Dc3 40. De7 - Hf8 41. e4 - Dd4 Ekki 41. - Hxf4 vegna 42. e5 og hvitur vinnur strax Hér fór skákin i bið. Möguleikar Kortsnojs verða að teljast mjög góðir. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Ví FILSST AÐ ASPÍ TALI AÐSTOÐARMAÐUR óskast til starfa á spitalann. Þarf að geta haf- ið störf nú þegar. Upplýsingar veitir umsjónarmaðuf i sima 42800 Reykjavik 9. desember 1977. SKRIFSTOFA RIKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á að greiða framlag sitt til fiokksins fyrir árið 1977 hið fyrsta. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Reykjanes- kjördæmi — heldur fund i Þinghóli, Kópavogi, laugardaginn 10. desember kl. 15.30. Dagskrá: 1. Framboðslisti fyrir alþingiskosningarnar 1978. 2. Forvalið. Reynslan af framkvæmd þess. 3. önnur mál. Stiórnin Alþýðubandalagið Neskaupstað — Helgarerindi: Annað helgarerindi Alþýðubandalagsins i Neskaupstað i vetur verður sunnudaginn 11. des. n.k. kl. 16 i fundarsalnum i Egilsbúð. Umfjöll- unarefni verður: Málefni aldraðra. Framsögumenn: 1. Stefán Þorleifsson, sem ræðir um húsnæðismál og þjónustu viö aldr- aða. 2. Valur Þórarinsson, sem fjallar um félagsmál aldraöra. AHir velkomnir. Stjórn ABN Herstöðvaa ndstæöi nga r Umræðuf undiir Samtök herstöðvaandstæðinga i Smá- ibúðahverfi — Hliðum og Leiti halda fund mánudaginn 12. desember að Tryggva- götu 10. Umræðuefni: Nýlendustefna Dana á Grænlandi. Framsögumenn Guðmundur Þorsteinsson og Benedikt Þorsteinsson. Umræðufundurinn hefst kl. 20.30. Félagar úr öllum hverfisdeildum eru velkomnir. Rannsóknir Framhald af 1 allan ferilinn frá jarðvegi og áburði, plöntu, uppskeru og vetrarfóðrun, þannig að hægt sé að hafa stjórnun á öllum þáttum framleiðslunnar. Er reynt að koma upp aðstöðu til slikra rann- sókna á sumum tilraunastöðv- anna. Matvælarannsóknir Rannsóknir á leiðum til að nýta skyrmysu til drykkjar. Þegar eru komnar fram ýmsar gómsætar tegundir drykkja, með litlu súr- bragði. Aformað er að rannsaka gerjun mysuþykknis i þvi skyni að framleiðsla vinanda. Þá eru loks rannsóknir á ýms- um hollustuþáttum dilkakjöts, — Bragðgæði, fituprósenta, magn fjölmettaðra fitusýra, vöðvapró- senta, magn nitrats og nitrits i saltkjöti . —mhg 14,5 miljónir Framhald af 1 innistæðum skattskyldar tekjur. Eftir áðurnefnda könnun hefði þvi bankareikningum útlendinga verið lokað og yfirvöldum hlutað- eigandi landa verið tilkynnt um málið. Þar sem slikar bankainni- stæður væru brot á islenskum lög- um, ráðlögðu fulltrúarnir frétta- manni að snúa sér til islenskra skattyfirvalda; þeim væri kunn- ugt um málið. Miklar fjárhæðir Varðandi þá upphæð, sem nefnd var i Politiken, vildu full- trúarnir ekkert segja, en sögðu þó að þarna væri um miklar fjár- hæðir að ræða. Sögðust þeir telja að eigendur bankareikninganna væru aðallega kaupsýslumenn, sem fengju umboðslaun sin greidd með þessum hætti. Er þar þá væntanlega um að ræða kaup sýslumenn, sem flytja inn frá Danmörku og öðrum rikjum Efnahagsbandalags Evröpu. 1 Danmörku eru innlánsvextir hærri en i nokkru öðru EBE- landi, eða 7-10%. Finansbanken mun greiða hærri vexti en flestir bankar aðrir. Innstæður gerðar upptæk- ar Þessir fulltrúar dönsku skattyf- irvaldanna sögðu að þeirra rann- sóknir beindust að þvi að komast að raun um, hvort um brot á dönskum lögum væri að ræða. Hinsvegar fengju islensk yfirvöld upplýsingar um málið jafnharðan og eitthvað kæmi i ljós. Allar upp- lýsingar um þá bankareikninga fslendinga, sem þegar hefðu fundist, væru þegar komnar til Is- lands, en likur væru á að fleiri reikningar ættu eftir að koma i leitirnar. Ef skattsvik handhafa banka- reikninga i Danmörku sönnuðust, ættu eigendur þeirra á hættu að innstæðurnar yrðu gerðar upp- tækar og væru allar likur á þvi að það yrði gert. Breiöholt Framhald af 2 0 siöu. febrúar. Með þvi að eiga þinglýst lögtak i fasteign vegna þessarra skulda teljum við að krafan sé eins vel tryggð og mögulegt er. En hvað með skuldirnar frá þessu ári? — Fyrir þeim höfum við gert lögtak i vinnuvélum og öðrum slikum eignum fyrirtækisins, sagði gjaldheimtustjóri. Ég vil gjarna taka það fram, sagði Guðmundur, að það er regla hjá okkur að tala ekki við fjöl- miðla um stöðu einstakra gjald- enda. En þar sem framkvæmda- stjóri fyrirtækisins I þessu tilviki Pípulagnir Nylagnir. breyting- ar, hitaveítutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og ' og eftir kl. 7 á kvoldm) hefur þegar skýrt frá málinu, þá tel ég það allt i lagi. Annars er óljóst með lagaheimild varðandi upplýsingaskyldu okkar. Það er ekki svo að skilja að ég hafi neinu að leyna og meira eð segja væri það mjög æskilegt að fjölmiðlar birtu sem oftast yfirlit yfir skuldunauta vora, sagði Guð- mundur að lokum. Vanskil á söluskatti Við höfum það eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að fyrirtækið Breiðholt h.f. skuldi miljónir i söluskatt, eins og getið var um hér i blaðinu s.l. miðviku- dag. Við höfðum því samband við Björn Hermannsson til að reyna að fá frekari upplýsingar um þá skuld. Svörin sem við fengum hjá honum voru þau að tollstjóraem- bættinu væri óheimilt, samkvæmt skattalögunum, að gefa nokkrar upplýsingar um einstök fyrirtæki. Aðspurður sagði tollstjóri að inn- heimta gjaldfallinna skulda hefði yfirleitt gengið vel að undanförnu og að útistandandi skuldir væru i lágmarki. —igg Tillaga Framhald af7. siðu. Hins vegar er ljóst, að eftir að núverandi rikisstjórn kom til valda hefur rikissjóður fengið varanlegt rekstrarlán hjá Seðla- banka tslands sem numið hefur 13 — 14 þús. milj. kr. i seinni tið. Ef aðeins helmingi þessa fjár hefði verið varið til að auka rekstrar- lán til atvinnuveganna og þá einkum iðnaðar og landbúnaðar hefði vandi þeirra verið leystur á fullnægjandi hátt. Að þvi hlýtur að koma, að rikis- sjóður hefji greiðslu þessara miklu skulda við Seðlabankann, og virðist sjálfsagt að það fjár- magn verði að einhverju leyti hagnýtt til að stórauka rekstrar- lán til atvinnuveganna. Stokkseyri Framhald af 9 sfðu. Hér hefði ekki þurft nema mjög smávægilega fyrirgreiðslu pen- ingastofnana t.d. til að hægt væri að taka afla togarans til vinnslu og linufisk af einum til tveimur linubátum. En svar þeirra sem peningamálum ráða er eitt nei. — Hvar er afli togarans unninn nú? — Togarinn Bjarni Herjólfsson landar einmitt i dag, 130-140 tonn- um af úrvalshráefni til Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. Togarinn er sameign sveitarfélaganna þriggja, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. 1 togarann hafa sveitarsjóðir þessara kauptúna og ibúar þeirra látið tugi miljóna hvert, i þeirri góðu trú að þar með væri verið að tryggja fiskvinnslu- stöðvunum hráefni þann tima sem bátar hafa erfiðasta aðstöðu til að stunda veiðar. — Þyrfti ekki atvinnulifið hér á Stokkseyri aö vera fjölbreyttara en nú er? — Jú, að sjálfsögðu, segir Grétar. — Það byggist allt á þess- um 8 bátum, sem hér eru gerðir út, og togaranum. Nokkrir menn eru i vinnu hjá hreppnum og örfá- ir vinna við húsbyggingar. Salt- fisk- og skreiðarverkun er á veg- um frystihússins og verið er að byggja hér harðfiskverkunarstöð, sem er i einstaklingseigu. En sveitarfélagið er fámennt. Tæp- lega 600 manns eru hér á ibúaskrá og hefur heldur fjölgað á siðustu árum. Hér hefur verið mjög gott atvinnuástand undanfarin ár, þar til núna. — eös. Vetrarmynd Framhald af 15. siðu. skart-skúlptúra og svo Þorbjörg Höskuldsdóttir sem sýnir teikn- ingar og klippimyndir. Alls eru verkin nálægt eitt hundrað og eru öll til sölu og er verði þeirra jafn- framt stillt i hóf þannig að þeir sem leita jólagjafa geti fundið eitthvað við sitt hæfi. 1 tilefni af þessari samsýningu mun sérstak- ur blaðkálfur fylgja dagblaðinu Visi um helgina sem er einnig sýningarskrá. Við bjóðum öllum að koma á sýninguna og skoða verkin án allra fordóma og at- huga hvort samspil hinna óliku listgreina kveiki ekki einhvern neista i hugum þeirra. —Frá sýnendum SKJALDHAMRAR i kvöld kl. 20.30 GARY KVARTMILJÓN sunnudag kl. 20.30 Siðasta sinn Miðar á sýninguna sem féll niður 4. desember gilda sunn- udag 11. des. Siðasta sýning fyrir jól. Miðasala i Iðnó kl. 14 — 20.30. Simi 16620. Miðnætursýning i Austur- bæjarbió i kvöld kl. 23.30. Miðasala i Austurbæjarbió kl. 16 — 23.30, simi 11384. ÞJÓÐLEIKHÚSIB DÝRIN 1 HALSASKÓGI Laugardag kl. 15. Sunnudag kl. 15. Siðustu sýningar. TVNDA TESKEIÐIN Laugardag kl. 20. STALIN ER EKKI HÉR Sunnudag kl. 20. Litla sviðið FRÖKEN MARGRÉT Sunnudag kl. 20. Siðustu sýningar fyrir jól. Miðasala kl. 13,15-20. Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands Sýnir leikritið: /,Við eins manns borð" eftir Terence Rattigan í Lindarbæ 3ja sýning sunnudaginn 11. desember kl. 20:30. 4ða sýning mánudaginn 12. desember kl. 20:30. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Miðasala í Lindarbæ frá kl. 17 daglega. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnir Skollaleik á Húsavík sunnudaginn 11. desember kl. 17:00. Miðasala frá kl. 15 sýningardag. • • • RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iönaöarmanna Skólavöróustig 19. Reykjavík Símar 217 00 2 8022

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.