Þjóðviljinn - 14.12.1977, Side 1

Þjóðviljinn - 14.12.1977, Side 1
Happdrætti Þjóðviljans Miðvikudagur 14. desember 1977 —42. árg. 280. tbi. Fjármálaráðherra sýnir í jólapakkann: 2 miljarðar í hækkun s j úkratry ggingag j alds Hækkun á lyfjum og sérfræðikostnaði, tvöföldun flugvallarskatts, niðurskurður framkvæmda, lækkun á framlögum til Byggðasjóðs ORÐSENDING til inn- heimtu- og umboðsmanna Vinsamlega Ijúkið innheimtu í þessari viku og kom- ið skilagrein til skrifstofunnar að Grettisgötu 3/ sími 17 500. Stefnt er að því að birta vinningsnúmer ekki síðar en á Þorláksmessu. Þeim sem fengið hafa heimsenda miða, er bent á að enn er ekki of seint að gera skil, þar eð vinningsnúmer hafa verið innsigluð hjá fógeta. DJOÐVIUINN Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að hækkun á útgjöld- um ríkissjóðs á næsta ári verði um 18,3 miljarðar króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu sem lagt var fram sl. haust. Upp í þessa hækkun telur rikis- sjórnin að fáist auknar tekjur um 10,7 miljarðar króna með hærri skatttekj- um af hærri launum o.s.frv., en að mismuninn verði að fá með sérstökum hætti. Má segja að það skiptist nokkuð til helm- inga, annars vegar i niður- skurð framkvæmda, en hins vegar með nýjum álögum á almenning. Mun- ar þar mest um tvöföldun sjúkratryggingagjaldsins — hækkun þess um 2 milj- arða króna. Þetta gjald leggst sem „flatur" skatt- ur á allar tekjur hvort sem þær eru háar eða lágar. Fyrir er 1% sjúkratrygg- ingagjald sem núverandi rikisstjórn kom á: nú tvö- faldar hún gjaldið. Sá mismunur sem er á hærri út- gjöldum annars vegar og endur- skoðaöri hærri tekjuáætlun hins vegar er 7,6 miljarðar króna. Þessi mismunur fæst með eftir- greindum hætti samkvæmt upp- lýsingum sem komu fram i ræðu fjármálaráðherra á alþingi i gær: 1. Sjúkratryggingagjald verður tvöfaldað og þar fást 1,9 miljarð- ar króna. 2. Lagður verður 10% skyldu- sparnaður á „hátekjur” en ekki liggur fyrir við hvaða tekjumark er þá miðað. Með þessum hætti fæst um 1 miljarður króna. 3. Lagt verður á hærra flugvall- argjald og það tvöfaldað. Er gert ráð fyrir að hækkun þessa gjalds nemi um 0,3 miljörðum króna. Þannig eru hærri álögur 3-4 miljarðar króna. Niðurskurðurinn verður svo 3-4 miljarðar króna og er þar meðal annars að finna lækkun á þó Iög- boðnu framlagi til Byggðasjóðs um 330 millj. kr. og lækkun á framlagi til ýmissa annarra sjóðá, svo og lægri kostnaði við ýmsar aukagreiðslur i rikiskerf- inu. Gert er ráð fyrir aö lækka út- gjöld rlkisins um hálfan miljarð með þvi að ætla sjúklingum að greiða stærri hluta lyfjakostnað- ar og sérfræðiþjónustu. Lögboðið aukið framlag Lifeyrissjóða Rikisstjórnin gerir ráð fyrir þvi að fyrirskipa lífeyrissjóðunum með lagaboði að veita 30% af ráð- stöfunarfé sjóðanna til þess að fjármagna Framkvæmdasjóð og, Byggingasjóð. Er þarna um að ræða liðlega 5 miljarða króna af lifeyrissjóðunum. Lántökur þess- ar frá lifeyrissjóðunum verði að fullu verðtryggðar. Lægri skattvisitala — hærri skattar Við endurskoðun tekjuáætlunar Grunnurinn á hæstu verslunarhöll I Reykjavik gægist upp ár moidinni. Rúmlega 200 miljónir komnar í „Hús verslunarinnar” Kaupmenn reisa 40 þúsund rúmmetra hús m.a. fyrir fjármagn launþega t nýja miðbænum i Kringlu- mýrinni i Keykjavik er að risa enn eitt musteri islenskra kaup- manna. Það er svonefnt „Hús verslunarinnar”. Nú er búið að steypa rúmlega helming af steypumassa hússins, skv. upplýsingum Hjartar Hjart- arsonar, sem er stjórnarformað- ur húsbyggingarnefndarinnar. Hluti jarðhæðarinnar er kominn upp, en alls verður húsið 6 hæðir að viðbættri hárri turnbyggingu. Á jarðhæð verður m.a. bila- geymsla. Húsið verður alls rúm- lega 40.000 rúmmetrar, eöa álika og Hótel Saga. Hjörtur sagði, að nokkrum erfiðleikum hefði valdið, að mýri reyndist þarna meiri en menn áttu von á. Samkvæmt samningi við verktaka átti húsið að vera komið upp i júli sl„ en fram- kvæmdir hafa legið niðri nú um nokkurt skeið. f vor verður tekin ákvörðun um framhald bygging- arframkvæmda og sagði Hjörtur að liklega yrði reynt að ljúka smiði hússins á næstu þremur ár- um. Verkefni húsbyggingar- nefndarinnar er að koma húsinu upp og ljúka frágangi þess að ut- an, en siðan sjá þeir aöilar sem kaupa hlut i húsinu um innrétt- ingar, hver i sinu lagi. Til byggingar þessa húss hafa þegar runnið rúmar 200 miljónir króna, en óvist er hvað húsið mun kosta fullgerð. Byggingin er fjár- mögnuð meö félagsheimilissjóös- gjaldi, sem lagt er á kaupmenn og verslunarmenn og innheimt i einu lagi fyrir báða. Þá hefur verið veitt lán til þessarar húsbygging- ar úr Lifeyrissjóði verslunar- manna. —eös rikissjóðs, sem talin er færa rlkis- sjóði 10,7 miljarða, er gert ráð fyrir hærri tekjusköttum. Er þar reiknað með að skattvisitalan verði óbreytt 131 stig miðað við 100 1977 þótt hækkun meðaltekna verði mun meiri en 31% eða 42%. Þetta hefur i för með sér hækkun tekjuskatts um 300 miljónir króna. Gert er ráð fyrir að lánsfjár- áætlun ríkisstjórnarinnar verði lögð fram á alþingi i dag. Síðustu tíu daga fyrir jól í Máli og menningu Rit- höfundar árita bækur Til stuðnings Málfrelsissjóði 1 dag byrjar fyrstl rlthöfundur- inn að árita bækur til stuðnings Málfrelsissjóði i Bókabúð Máls- og menningar. Það er Tryggvi Emilsson sem áritar bók sina Baráttuna um brauðiö frá kl. 15 til 18, frá þrjú til sex. Siðustu tiu daga fyrir jól ætla nokkrir rithöfundar að styðja Málfrelsissjóð með þvi að árita bækur sinar og samtimis verður framlögum i sjóðinn veitt viö- taka. Þeir sem vilja fá hinar árituðu bækur og styðja um leið Málfrels- issjóð komi i Bókabúö Máls og menningar dagana 10.-23. desem- ber kl. 3-6. Þessi stuðningsaðgerð rithöf- undanna við Málfrelsissjóð er i Framhald á bls.) 14

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.