Þjóðviljinn - 14.12.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagurinn 14. desember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýdshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson.
Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Slðumúla 6, Sfmi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Neitað um
upplýsingar
I gær fór fram á Alþingi 2. umræða fjár-
laga.
Það er löngu kunnugt, að það fjár-
lagafrumvarp, sem rikisstjórnin lagði
fyrir Alþingi i haust er marklaust plagg,
þar sem forsendur fjárlagadæmisins eru
gjörbreyttar.
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna I
fjárveitinganefnd Alþingis hafa krafist
þess hvað eftir annað á undanförnum vik-
um að fá i hendur upplýsingar um þann
vanda sem við er að glima við fjárlaga-
gerðina. Þessum sjálfsögðu kröfum hefur
þó jafnan verið neitað og þar sem engar
upplýsingar lágu enn fyrir daginn áður en
taka átti fjárlagafrumvarpið til 2. umræðu
þá tóku stjórnarandstæðingar i fjárveit-
inganefnd þann eina kost, sem þeim var
eftir skilinn, að skila alls engu nefndaráliti
við þessa 2. umræðu fjárlaganna, sem
fram fór i gær. — Er slikt einsdæmi.
í ræðu sinni við umræðuna sagði Geir
Gunnarsson, annar tveggja þingmanna
Alþýðubandalagsins i fjárveitinganefnd
m.a.:
,,Það er ekki aðeins svo, að minnihluti
fjárveitinganefndar fékk fyrir 2. umræðu
engar upplýsingar um fyrirætlanir rikis-
stjórnarinnar um það á hvern veg hún
hyggst afgreiða fjárlög, — heldur fengust
engar upplýsingar um hver áætla má
áhrif breyttra forsendna á einstaka út-
gjaldaþætti i rekstri rikissjóðs.”
Geir Gunnarsson tók fram, að þótt frá
þvi hafi verið greint i fjölmiðlum, að fjár-
veitinganefnd hafi að undanförnu verið að
fjalla um, hvernig brúað verði það bil,
sem nú er talið vera milli tekna- og
gjaldahliðar f járlagafrumvarpsins, þá
hafi þau mál alls ekki verið rædd i fjár-
veitinganefnd. ,,Ekki a.m.k. i þeirri fjár-
veitinganefnd sem ég er I”, sagði Geir.
Geir Gunnarsson hefur átt sæti i fjár-
veitinganefnd i 15 ár. Hann minnti á, að
aldrei fyrr hafi hann eða aðrir i minni-
hluta fjárveitinganefndar talið sig til
knúna að láta 2. umræðu fjárlaga fara
fram án þess að skila nefndaráliti.
Ennfremur sagði Geir i ræðu sinni:
„öllum er ljóst að orsökin til þess, að
störfin I fjárveitinganefnd hafa ekki getað
farið fram með eðlilegum hætti að þessu
sinni, og þess að 2. umræða fjárlaga er
ekki timabær nú þegar hún er látin fara
fram, — að orsök þessa er ráðleysi rikis-
stjórnarinnar. Hún hefur dregið of lengi
að koma fram með nauðsynlegustu upp-
lýsingar og úrræði sin i þeim vanda, sem
hún hefur sjálf valdið með stjórnleysi i
efnahagsmálum.
Allar aðgerðir rikisstjórnarinnar i efna-
hagsmálum hafa miðað að þvi að halda
niðri eða draga úr kaupmætti launa, en til
þess hefur verið beitt ráðstöfunum, sem
valda hækkuðu verðlagi. Þessvegna hefur
verðbólgan numið hér riflega 30% á ári,
þótt verðlag innfluttrar vöru hafi einungis
hækkað um 5-6% á ári s.l. 3 ár.
Þess vegna er niðurstaðan sú, nú i lok
kjörtimabils ríkisstjórnarinnar, að þrátt
fyrir sifellt hækkandi verðlag útflutnings-
vara, langt umfram verð innflutnings s.l.
2 ár, — þrátt fyrir mjög verulega magn- og
verðmætisaukningu útflutningsvöru, þá
rikja hér efnahagsvandræði. Og úrræða-
leysið er slikt, að við 2. umræðu fjárlaga
hefur fjárveitinganefnd engin grein verið
gerð fyrir þeim vanda, sem efnahags-
stefna rikisstjórnarinnar hefur valdið
rikissjóði i þessu mesta góðæri varðandi
ytri aðstæður, sem þjóðin hefur lifað.”
Þannig mælti Geir Gunnarsson i ræðu
sinni við 2. umræðu fjárlaga á Alþingi i
gær.
k.
Tvöföldun
sjúkragjalds og
fleiri skattar
— En þótt þingmönnum I fjárveitinga-
nefnd hafi eins og að ofan greinir verið
neitað um lágmarksupplýsingar, þá hafa
allra siðustu dagana verið að kvisast út
fréttir af áformum rikisstjórnarinnar.
Það er vitað að rikisstjórnin ætlar sér að
afla nýrra tekna upp á 3-4 miljarða. —
Þarna verður helsti liðurinn tvöföldun
sjúkragjaldsins úr 1% af útsvarsskyldurrí
tekjum i 2%, og á þessi eini liður að gefa
. nær 2 miljarða króna. Hér er um þannig
skatt að ræða, að allir verða að borga
sama hlutfall af tekjum, sem verður 2%,
hvort sem mánaðartekjurnar eru kr. 100
þús. eða kr. 700 þús.
Með þvi að hækka einmitt þennan skatt,
en ekki t.d. tekjuskatt á hærri tekjur, — þá
vegur rikisstjórnin alveg sérstaklega að
lágtekjufólkinu i landinu.
— Þá er einnig vitað að rikisstjórnin
ætlar sér að skera niður útgjöld um 3-4
miljarða.
Þar er m.a. áformað, að skerða
verulega framlag til Byggðasjóðs, og að
velta 500 miljóna útgjöldum af rikissjóði
yfir á þá sjúklinga, sem þurfa á lyfja- og
sérfræðiþjónustu lækna að halda.
öll munu þessi áform rikisstjórnarinn-
ar skýrast næstu daga.
K.
Úrklippa úr Sandkorni Visis
Spilað með?
sina, og þykir þaö gef-
ast vel. I blaða- og
sjónvarpsauglýsingum
má t.d. sjá Johnny
Carson auglýsa sport-
jakka og Rakel Welch
auglýsa ilmvötn.
I Ameriku eru þaö
þó oftastnær leikarar
eöa aðrir frægir
skemmtikraftar sem
standa i þessu, stjórn-
málamenn koma þar
ekki nærri.
Nú um helgina mátti
sjá að hér gerum viö
einum betur og
Matthias Bjarnason,
sjávarútvegsráöherra,
er farinn aö vera i
sjónvarpsauglýsingu
fyrir spilaf ramleiö-
endur.
— OT
Við viljum
gróðann...
Einhversstaðarhefur það sést
á prenti að nefnd sem er að
störfum hafi sett fram hug-
myndir um að breyta fjórum
rikisfyrirtækjum i einkafyrir-
tæki. Fróðlegt verður að sjá
heildarniðurstöður þessarar
nefndar. 1 útvarpsþætti á dög-
unum hafnaði Albert
Guðmundsson, alþingismaður,
algerlega þeirri rikisforsjár-
stefnu, sem hann telur að nú-
verandi rikisstjórn hafi fylgt.
Hans lausn á efnahagsvanda-
málunum var niðurskurðar-
stefna. Hann vill það bákn burt
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
byggt upp með lángvarandi
þátttöku sinni i rikisstjórnum á
siðustu fjörutiu árum.
Það má viða endurskoða,
breyta og bæta og jafnvel skera
niður i rikisbúskapnum. Félágs-
legur rekstur gæti tekið við af
rikisrekstri á ýmsum sviðum.
En það er afar vafasamt að af-
henda eigi einkaaðilum þá þætti
rikisrekstursins sem bera sig i
dag og fyrirsjáanlegt að gætu
borið sig með þarfir hins
almenna markaðar i huga.
Kröfur um slikt eru kröfur um
gjafir á silfurfati. bað var
athyglisvert að i útvarpsþættin-
um tók Albert Guðmundsson
Póst og sima sem dæmi. Hann
tók það að visu fram að hugsan-
lega mætti leggja niður Póst og
sima i heild, og hverfa aftur til
bæjarsima, en megináherslu
lagði hann á að draga ætti þjón-
ustu- og tækjasölu Pósts og sima
út úr fyrirtækinu og afhenda
‘hana einkaaðilum.
Albert visaði m.a. til þess að á
sinum tima hefði Viötækja-
verslun rikisins og Bifreiða-
einkasalan verið lagðar niðúr og
hefði það skapað meiri fjöl-
breytni i innflutningi tækja og
þjónustu.
...en rikið má
eiga tapið
íslensku pilsfaldakapitalist-
arnir vilja stinga undan rikis-
fyrirtækjunum þeim rekstrar-
þáttum sem hægt er að græða á.
Hitt má rikið eiga i friöi fyrir
þeim.
Það er hinsvegar ekkert lög-
mál að rikisfyrirtæki þurfi að
vera illa rekin og bjóða upp á
lélegri og fábreyttari þjónustu
en einkafyrirtæki. Hæfir stjórn-
endur og gott starfslið eru meg-
inatriðið i þessu sambandi og
vissulega er mikill misbrestur á
að það sé i góðu lagi viða i rfkis-
rekstrinum. Pólitiskar embætt-
isveitingar ráða bar miklu.
Það er harmleikur Sjálfstæö-
isflokksins að vera á móti rikis-
rekstri i orði en standa stöðugt
að eflingu hans á borði. Sá eini
uppskurður sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er fær um að gera á
rikisbákninu væri að afhenda
einkaaðilum gróðaþætti rikis-
fyrirtækja en þjóðnýta tapið af
þeim. Ekki myndi það leysa
vanda þeirra eða rikissjóðs.
Það er risavaxið verkefni að
koma i veg fyrir að fé sé sóað i
rikiskerfinu, að fjármagn nýtist
á sem hagkvæmastan hátt og að
þvi sé beint þangað sem þörfin
er mest. Jafnvel þótt pilsfalda-
kapitalistum yrðu afhentir allir
gróðaþættir rikisrekstursins
yrði hann eftir sem áður um-
svifamikill og nauðsynlegur við
islenskar aðstæður.
Umræðan um rikisbáknið ætti
þvi fyrst og fremst að snúast um
hvernig rikisfyrirtækin eru rek-
in og hvernig þau uppfylla þær
kröfur sem til þeirra eru gerðar.
Launaður
erlendis frá
Bjarni P. Magnússon var
kjörinn formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna um helg-
ina. Hann er einnig formaður
framkvæmdastjórnar og hefir
gengt starfi framkvæmdastjóra
SUJ að undanförnu. Astæða er
til þess að minna á að laun hans
við þessi störf fyrir SUJ eru
greidd af samtökum jafnaðar-
mannaflokka á Norðurlöndum.
Hann er þvi eini starfsmaður
stjórnmálaflokks á Islandi sem
launaður er erlendis frá. —ekh.