Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 3

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 3
Begin sagður bjóða afhend ingu Sínaískaga og arabiska stjórn i V esturbakkahéruðum WASHINGTON 16/12 — Menakhem Begin, forsætisráö- herra ísraels, lagöi i dag fyrir Carter Bandarikjaforseta nýjar tillögur um réttarstööu Palestinumanna og ágreinings- mál tsraels og Egyptalands. Ekkert hefur veriö látiö uppi um efni tillagnanna, en sam- kvæmt heimildum frá Tel Aviv bjóðast Israelsmenn til þess aö sleppa viö Egypta þvi nær öllum Slnai-skaga, gegn þvi aö Egyptar hafi þar engan her. Jafnframt er hermt aö Israelsstjórn sé nU til- leiöanleg til þess aö samþykkja aö arabisk stjórnarvöld stjórni Ves turbakkahéruöunum i Palestinu. Þessu fylgir þó ekki aö sögn aö Israelsmenn samþykki aö Vest- urbakkahéruöin veröi kjarninn i nýju og sjálfstæöu riki Palestinu- manna, en þess krefjast Egyptar enn. Er þvi helst aö skilja aö Israelsmenn hugsi sér aö Vestur- bakkahéruöin veröi i framtíðinni undir yfirstjórn tsraels eöa Jórdaniu, annars rikisins eöa beggja. Um þetta atriði er þó ekk- ert vitað meö vissu. Sadat Egyptaforseti sagöi I dag i Kairó að hann vonaöist til þess aö þeir Begin gætu fljótlega hist aftur og rætt málin. ítalia: Orðrómur um stjórnaraðild kommúnista RÓM 15/12 — Enrico Berlinguer, leiðtogi Kommúnistaflokks ítaliu, endurnýjaöi i dag hvatningu sina um aö mynduð yrði ný rikisstjórn meö þátttöku Kommúnistaflokks- ins til þess aö fást viö hin alvar- legu efnahagsvandamál landsins. Er þessi áskorun Berlinguers tekin sem merki um vaxandi óánægju meö minnihlutastjórn Kristilegra demókrata, en tveir af þeim sex flokkum, sem styöja stjórnina aö vissu marki, hafa þegar lýst yfir andstööu sinni viö nýjustu efnahagsmálatillögur Sjö miljónir ungmenna atvinnu- lausar í OECD PARÍS 15/12 Reuter — Um sjö miljónir ungmenna eru atvinnu- lausar i aöildarlöndum Efna- hagssamvinnu — og þróunar- stofnunarinnar (OECD), sam- kvæmt opinberri skráningu. Er hér um aö ræöa um 40% atvinnu- leysingja i þessum löndum. Aöild aö OECD eiga 24 riki, Vestur-Evrópulönd, Bandarfkin, Kanada, Japan, Astralia og Nýja- Sjáland. Ray Marshall, atvinnumála- ráöherra Bandaríkjanna, sagöi i dag aö engin veruleg merki sæust um þaö, aö úr færi aö rætast á vinnumarkaönum fyrir fólki á aldrinum 15-24 ára. Sagöi ráö- herrann aö þetta hlyti aö hafa i för meö sér aukna spennu i þjóö- félagsmálum, ef ekkert yröi aö gert. Andreottis forsætisráöherra. Þessir flokkar eru Lýðveldis- flokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn, báðir til miöju i stjórnmál- unum og fylgislitlir. Orðrómur er nú á kreiki um þaö aö leiðtogar Kristilegra demó- Framhald á 18. siðu Laugardagurinn 17. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Jólatré Land- grœðslusjóðs Aðalútsölustaður og birgðastöð í Söluskóla Landgrœðslusjóðs v/Reykjanesbraut í Fossvogi, símar 40300, 44080, 44081 Aðrir útsölustaðir i Reykjavik: Vesturgata 6, Blómatorgið v/Birkimell, Njálsgata 27, Laugarnesvegur 7a, Laugavegur 92, Valsgarður v/Suðurlandsbraut 46, Blómabúðin Runni, Hrisateig 1, Blómabúðin Lilja, Laugarásveg 1, Grimsbær v/Bústaðaveg, Kiwanisklúbburinn Elliði i Garðabæ v/Kaupfélag Hafnfirðinga Garðaflöt 16-18 í Mosfellssveit Kiwanisklúbburinn Geysir. í Keflavik Kiwanisklúbburinn Keilir, á Iþróttavellinum Keflavik. I Grindavik Vikurbraut 50. í Hveragerði Blómaskáli Michelsen Junior Chamber. v/Félagsheimili Fáks v/Elliðaár, Iþróttafélagið Fylkir, v/Garðakjör Hraunbæ 102. í Kópavogi Blómaskálinn v/Kársnesbraut, Slysavarnardeildin Stefnir, Nýbýlavegi 4, Vighólastig 21 í Hafnarfirði Hjálparsveit skáta v/Viðistaðaskóla Kr. 2.200,- Kr. 2.500,- Kr. 2.800,- Kr. 3.000.- Kr. 3.350,- Kr. 4.000,- Kr. 5.000,- Furu greni og cypresgreinar fást á öllum úrtölu- stööum. Styrkið Landgræðslusjóð með þvi að kaup? jólatré og greinar af fyrr- nefndum aðilum. Landgræðslusjóður. Verö á jólatrjám 1977 Rauðgreni: 0.70-1.00 1.01-1.25 1.26-1.50 1.51- 1.75 1.76-2.00 2.01-2.50 2.51- 3.00 Alþýðu- bandalagið Kópavogi heldur félagsfund i Þinghóli, Kópavogi, sunnudaginn 18. desember, kl. 14.00. A dagskrá: 1. Kosningastjórn gerir grein fyrir ramma að starfs- áætlun og stofnaðar verða starfsnefndir. 2. Kosning uppstillingarnefndar. 3. Bæjarmál — fjárhagsáætlun. Stjórnin. „Ég lá endilangur í grasinu með skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við æðislegan hjartslátt minn. i óralanga sekúndu sá ég andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi nas- ista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár minútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nasistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Égtók eftir að ég var farinn að rif ja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein minúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir." — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! „Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða", segir Evening News í London. — „Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", segir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúm- sjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér, hvað haf i eiginlega orðið af hinum gömlu, góðu ævintýraf rásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans uppgötva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar", .segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í landinu núna". — Þetta er sannkölluð háspennu- bók!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.