Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 5
Laugardagurinn 17. desember 1977 MöÐVILJINN — SIÐA S
HAPPY
Kosninga-
víxillinn
1 ræöu sinni viö fyrstu umræöu
um fjarhagsáætlun Reykjavikur-
borgar fyrir áriö 1978 sagði borg-
arstjóri að strax i sumar heföi
veriö séö að greiöslustaða borgai
sjóös yrði erfiö á haustmánuðum.
Þá voru gerðar ráðstafanir til
þess að afla lánsfjár, sagði borg-
arstjóri, og var i nóvember tekið
lán að fjárhæð 300 miljónir króna
og er gert ráð fyrir að það greiðist
að fullu i mars á næsta ári.
Siðan sagði borgarstjóri: ,,Að
öðri leyti er i framlagi til afborg-
ana einungis gert ráð fyrir
greiðslum á umsömjdum afborg-
unum og vegur þar þyngst af-
borgun Landsbankaláns frá árinu
1974 en hún verður um 214 miljón-
ir króna.
-AI
UTSVÖR
hækka mest
Heildartekjur borgarsjóös
munu á næsta ári nema 14
miljörðum og 414 miljónum
króna, samkvæmt fjárhagsáætl-
un, sem lögð var fram á fundi
borgarstjórnar á fimmtudag og
var þar til fyrstu umræðu.
Hækkun frá fjárhagsáætlun
þessa árs, eins og’hún var sam-
þykkt á fundi borgarstjórnar 9.
ágúst i sumar nemur þvi tæpum 4
miljörðum eða 38,2%
Ctsvörin sem eru stærsti tekju-
liðurborgarsjóðs hækka þó meira
eða um 41,4% á milli ára og munu
þau samkvæmtþessu nema 7 mil-
jörðum 438 miljónum króna á ár-
inu 1978.
Útsvörin eiga nú að standa und-
ir 51,6% af útgjöldum borgar-
sjóðs, sem er hærra hlutfall en á
áætlun yfirstandandi árs, þegar
útsvörin áttu að standa undir
50,4% af útgjöldum borgarsjóðs.
Reiknað er með, að heimild i
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga til 10% álags á útsvör, verði
notuð eins og gert var á þessu ári.
Fasteignagjöldin hækka minna
en nemur meðaltalshækkun á
tekjum borgarinnar eða um
34.9%, og er áætlað að þau nemi á
næsta ári 1.812 miljónum króna.
Er þá miðað við að heildar-
hækkun vegna endurmats og
framreiknings fasteignamats
nemi 33% frá núgildandi fast-
eignamati.
Aðstöðugjöld hækka lika
minna en nemur meðaltalshækk-
un eða um 36,3%, og munu þau
ánæsta ári nema 2 miljörðum 42,4
miljónum króna.
-AI
Borgarsjódur:
JEIIA8I HANN
AIOBEI Afi
K>AONA
HABI-
IKHAIIINN!
Þessi bók spannar 60 — 70 ár
af ævi Magnúsar Storms,
hins ritsnjalla og giaðbeitta
gleðimanns, sem allir er
kynnst hafa dá fyrir hrein-
skilni og hvassan penna. Á
fyrri hluta þessa tímabils
lifði hann „hinu Ijúfa lífi"
við drykkju og spil, naut
samvista við fagrar konur
og átti 10-12 gangandi víxla í
bönkum. Nú hefur hann
söðlað um og breytt um lífs-
stíl. Heimslistarmaðurinn
er orðinn lystarlaus á vín og
konur, safnar fé á vaxta-
aukabók og hugleiðir ráð
Sigurðar Nordals um undir-
búning undir ferðina miklu.
Friðþæging hans við almættið er fólgin i þessari bók, en í
hana hefur hann valið til birtingar sitthvað af því bezta,
sem hann hefur ritað, — og víst er að bókin svikur engan,
sem ann íslenzku máli eða snjöllum og tæpitungulausum
texta.
Góð og
nytsöm
jolagjof
STAR
HAPPY húsgögn
og STAR hillur
og stereo
bekkir fyrir
unga fólkið
Kynnið ykkur verð og
greiðsluskilmála
Rekstrar-
útgjöldin
hækka
um
37,8%
Aætlaö er að rekstrarútgjöld
borgarsjóðs á árinu 1978 nemi 10
miljörðum 834,4 miljónum króna
og hækki þvi um tæpa 3 miljaröa
eða sem nemur 37,6% á milli ára.
Kostnáður við stjórn borgar-
innar áætlast 222,5 miljónir og
nemur sú hækkun 38,9%.
Til fræðslumála verður varið
2,2 miljörðum króna og er það
hækkun um 36,9%.
Fjárveitingar til lista, iþrótta
og útiveru hækka um 41,6% og
munu á næsta ári nema 2,1
miljarði króna.
Til félagsmála er áætlað að
verja 2 miljörðum 947,3 miljónum
króna og er það hækkun um
32,4%.
Til gatna og holræsamála er
áætlað að verja 2 miljörðum 252,2
miljónum króna og nemur sú
hækkun 36,9%.
A eignabreytingareikning
borgarsjóðs verður færðar tæp-
lega 3.580 miljónir króna og nem-
ur hækkunin 39,5%. Framlög til
eignabreytinga nema 24,8%
heildarútgjalda en á yfirstand-
andi ári nema þau 24,8%, skv.
fjárhagsáætlun.
AI
Ódýrt en
vandað
Húsgagnaverzlun
Reykjavíkur hf.
Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691