Þjóðviljinn - 17.12.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagurinn 17. desember 1977
Kristján Jóh. Jónsson
skrifar
QÖDltD
„Auöunn skökull á skjaldarmerki”
Bókin Skuggar af skýjumskipt-
ist i þrjá hluta. 1 fyrsta hluta er
sagan Jarþrúður sem er sextiu
blaðsiður aö lengd. Annar hlutinn
er lika ein saga sem heitir Hans
Christian og er af svipaðri stærð.
Þriðji hlutinn skiptist i tiu stuttar
sögur eða sögubrot. Þessar smá-
sögur eiga samleið að þvi leyti að
viðfangsefnin eru oft á tiðum
nokkuð skyld og efnistök svipuð:
mjög i anda þess sem Thor hefur
áður ritað. Þau likindi held ég að
séu þyngst á metúnum af þvi sem
kalla mætti af lakara taginu i
þessari bók. Hún er að minu mati
einum of lik þvi sem Thor hefur
áður gert. Þetta á fyrst og fremst
við um siðasta hlutann en hinir
fara þó ekki varhluta af þessu.
Nú mætti ef til vill segja sem
svo, aö þó Thor likist sjálfum sér
sé það allt i lagi þvi það sé ekki
leiðum að likjast. Það kann rétt
aö vera þegar þeir menn eru ann-
ars vegar sem litið eða ekki hafa
lesið bækur þessa höfundar hing-
að til. Hvað viðvikur þeim sem
hafa lesið bækur Thors þá held ég
að Mánasigðsem kom út i fyrra
hafi sett höfundi sinum dálitið
harða kosti — ef hann ætlar að
halda áfram á sömu braut.
III. hluti
Af sögunum tiu i þriðja hluta
finnst mér bestar þær sem fjalla
um skáld að 'störfum” en það eru
Dvergurinn og Ævintýrið um
unga manninn sem lá i rúmina og
gamla manninn sem gekk við tvo
stafi. Dvergurinn á stóra konu og
likamleg stærð þeirra er ef til vill
táknræn fyrir þá andlegu. Konan
þjónar honum linnulaust til borðs
og sængur á meðan hann keppist
við að hugsa fagrar og skáldlegar
hugsanir. Hann skilur lindar-
pennann sinn eftir úti á þaki þar
sem hann hefur staðið i sólinni að
hugsa. Svo þegar hann er kominn
inn og að honum streyma finar
ilmgufur úr eldhúsi konunnar þá
hyggur hann skyndilega, að nú
muni hann ef til vill geta farið að
yrkja:
Pennann, kallaöi hann: af hverju
komstu ekki með pennann minn.
Þú veist að ég verð að hafa penn-
ann hjá mér. Fljótt. Svo ég missi
ekki stemmuna.
Æ ósköp varstu iengi, segir hann
þegar hún rétti honum langan og
gildan lindarpennann hans: ég
get opnað hann sjáifur. Þú veist
aö ég má ekki missa stemmuna.
Nú veit ég ekki hvort ég get náð
þvi, sagði hann sncfsinn, og band-
aði henni frá sér (209)
II. hluti
1 sögunni Hans Christian kennir
margra grasa. Hann heitir raun-
ar Hans Christian Frederik,
skirður i höfuðið á dönsku kóng-
unum. Hann flækist um bari og
listamannahverfi i Paris og hittir
þar ýmsa mektarmenn. Hann
virðist hafa glatað trúnni á tilver-
unni i striöinu og er fyrirmunað
að lifa sig inn i nokkuð af þvi sem
fyrir hann ber.
1 Paris hittir Hans Christian
allra þjóða kvikindi eins og stund-
um er sagt. Þó að sá sem þetta
ritar sé persónulega á móti þvi að
vera alltaf að draga fólk i dilka
eftir þjóðernum og þrasa um
þjóðareðli og að ein þjóð sé svona
og önnur hinsegin, þá verður einu
ekki neitað. Lýsingar Thors á
„frændum” okkar, Dönum, Svi-
um og Norðmönnum, eru á köfl-
um sprenghlægilegar. Til dæmis
læt ég fljóta hér með brot úr sam-
tali hans og fleiri við þrjá Norð-
menn:
Norðmennirnir urðu æstir, og
sögðu: Hann Grieg, hann blívur.
Hann er stór hann Grieg, sögðu
þeir og einn þeirra blánaði.
Við erum ekkert að hugsa um
Grieg i Sviss, segir bókavörður-
inn frá Bern.
Nei, þið smíðið bara klukkurnar
sem Orson Welles talaði um,
sagði fyrsti Norðmaður æstur.
Já, það eru lika heimsins bestu
klukkur, segir bókavörðurinn:
hafið þið eitthvaö sambærilegt i
Noregi?
Grieg, segir Norðmaður númer
tvö.
Og Ibsen, Björnson, segir númer
þrjú.
Og Snorre, segir sá fyrsti rjóður i
andliti. (96)
Ekki efa ég að það sé rétt að
mörgum Norðmanninum hætti til
að nota þá Grieg, Ibsen, Björns-
son, og Snorre sem gæðastimpil á
sjálfan sig en við Islendingar
þurfum nú varla langt út fyrir
landsteinana til þess að sjá þá til-
hneigingu.
I. hluti
Sagan Jarþrúður er að minu
viti besta sagan i bókinni. Hún
gerist I Reykjavik og er full af
þrælgóðum bröndurum og með
hvössum ádeilubroddi. Aðalper-
sónur eru góðborgarahjónin
Bússi og Lulla, sem eru af ætt
Auðunar Skökuls og þvi skyld
Bretadrottningu. A lokinu yfir
klósettskálinni hafa þau skjaldar-
merki úr upphleyptu gulli á ljós-
grænum grunni:
og sýndi ættföðurinn Auðun
skökul vakna af draumi, og halda
á kórónu sem tákni um glæsilega
framtið þó hann tæki sér
landöland i Viðidal. (8)
Þessi saga er eiginlega þannig
gerð að það má ekki endursegja
hana. Það þarf að lesa hana.
Örlitið ætti þó að vera óhætt að
segja. Samband þeirra Bússa og
Lullu, áhyggjur þeirra út af tisk-
unni og velferð þjóðarinnar sem
eru raunar að mestu leyti
áhyggjur Lullu þvi Bússi heldur
sig mest úti i atvinnulifinu: allt
fléttast þetta mjög skemmtilega
saman við sögupersónusköpun
Bússa og Lullu. Eftir aö hafa lesið
þessa ágætu sögu sem gerist hér i
Reykjavik þá bið ég og vona að
Thor finni sig knúinn til að skrifa
Reykjavikurskáldsögu — með
sinu lagi. Einhverjir munu ef-
laust þykjast þekkja einhverjar
af persónunum I bakgrunni þess-
árar sögu. Mætti þar nefna fri-
múrarameistarann sem kominn
var af Auöuni Skökli og átti það
sameiginlegt með Breta-
Framhald á 18. siðu
Gjöf Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar:
Menningar-
miðstoð í
Breiðholti
Snemma á næsta ári hefjast
framkvæmdir við byggingu
M enningarmiðstöðvar i Breið-
holti III.
Menningarmiðstöðin er gjöf til
Breiðhyltinga frá Framkvæmda-
nefnd byggingaáætlunar, en það
er nefnd sem skipuð var 1965 til
aö sjá um byggingu 1250 Ibúöa i
Breiöholti samkvæmt samning-
um verkalýðshreyfingarinnar
þar um.
Ibúöirnar voru ætlaöar lág-
launafólki og skyldu 1000 þeirra
seljast en 50 ibúðir fékk Reykja-
vikurborg til afnota.
Þessu verkefni nefndarinnar er
nú nær lokið, sagði Guömundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambands Islands I sam-
tali við Þjóöviljann. Aðeins er eft-
irað byggja 29 raðhús I Breiðholti
III, og veröur það gert á næsta
ári.
Það er langt siðan að ákveöiö
var aö verja tekjuafgangi nefnd-
arinnar til þess að reisa Breiö-
hyltingum veglega menningar-
miðstöð, er tekjuafgangur nefnd-
arinnar nemur nú um 250 miljón-
um króna.
Menningarmiðstöðin mun risa
viö Gerðuberg, skammt frá
Keilufellshúsunum og verður hún
9.200 rúmmetrar að stærö.
Menningarmiðstöðin mun
standa við torg, þar sem einnig
verður verslunarmiðstöð svo og
Fjölbrautaskólinn og fleira.
Aætlað er að gjöf fram-
kvæmdanefndar dugi til þess að
kosta 70-80% af byggingakostnaði
hússins, en Reykjavikurborg mun
leggja fram 20-30% þar á móti en
henni veröur afhent húsið til
reksturs.
I menningarmiöstööinni verður
veglegt borgarbókasafn á 1240
Teikningar að menningarmiöstöðinni hefur Teiknistofan Armúla gert og á þessari mynd sést anddyri
hússins frá torginu.
fermetra svæði. Þar munu rúm-
ast 60.000 eintök bóka og er gert
ráð fyrir lesstofu eöa vinnustofu i
tengslum við bókasafnið. Þá
verða þar einnig hljóðver og
myndver, þar sem hægt er að
hlusta á tónlist eða tungumála-
kennslu af hljómplötum og skoða
skuggamyndir og myndsegul-
bönd. Einnig er gert ráð fyrir að
sýningaraðstaöa veröi i bóka-
safninu.
550 fermetrar nýtast fyrir aldr-
aöa og veröurþar m.a. aöstaða til
endurhæfingar og leikfimi og böö
Itengslum við það. Þá verður að-
staða fyrir lækni og félagsráð-
gjafa, ásamt herbergjum fyrir
spilamennsku, skák, billjard eða
föndur.
I menningarmiðstöðinni verður
einnig stór salur sem er 323 fer-
metrar og rúmar 100 manns i
sæti.
Þar er gert ráð fyrir aö halda
megi tónleika, sýna leik og dans,
þvllitið svið erí salnum. Þann sal
munu félagasamtök geta tekið á
leigu fyrir fundahöld.
Framkvæmdanefndin ætlaði
sér að vera búin að reisa þetta
húsfyrir löngu, sagði Guðmundur
J. Guðmundsson, en nú þegar lóð
hefurfengist og teikningar liggja
fyrir er ekkert lengur að vanbún-
aði og veröur hafist handa i mars
á næsta ári.
Aætlaö er aö húsið veröi tilbúið
til notkunar siðast á árinu 1980
eða fyrri hluta árs 1981.
— AI
Menningarmiðstöðin séð á austurhlið
Suðurhlið hússins er á tveimur hæðum en sú nyrðri ein hæð.