Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 20

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 20
Laugardagurinn 17. des 1977 Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægtaö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Bitstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, litbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. <.81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Akranes: „Þörfin var ekki könnud” hvort Akurnesingar vildu kaupa eda leigja þessar ibúdir, segir JóhannÁrsælssonbæjarfullt „Þaö sem mér finnst einna al- varlegasti þessu máliogþaösem ég gagnrýndi haröast á bæjar- stjórnarfundinum, var aö ekki var kannað hve mikii þörfin var, fyrir þessar ibúðir hjá Akurnes- ingum, hvort einhverjir viidu ieigja þær eöa kaupa”, sagöi Jóhann Arsælsson, bæjarfulltrúi á Akranesi i viðtali viö Þjóöviij- ann i gær um þá furðulegu ráö- stöfun meirihluta bæjarstjórnar Akraness aö ieigja Járnblendifé- laginu 4 ibúöir, sem bærinn á i byggingu. Þetta eru ibúöir, sem byggöar eru á vegum sveitarfé- laga, meö lánum frá Hdsnæöis- málastofnun rikisins. Jöhann sagöi aö afar vont væri aö fá leiguhúsnæöi á Akranesi, en hinsvegar væri nokkuö af göml- um ibúðum til sölu I bænum. Akraneskaupstaður byggöi 14 ibúöir, meö lánakjörum leigu- ibúöa sveitarfélaga. Af þeim hafa 10 Ibtiöir veriö seldar fólki af Akranesi, en þær fjórar sem eftir eru leigðar Járnblendifélaginu, sem lánar Akraneskaupstaö 13 miljónir kr. meö venjulegum bankavöxtum i 5 ár til aö ljúka byggingu þeirra. Sagöi Jóhann aö hann heföi reiknaö það út að afborganir og vextir af þessum 4 ibúöum, sem Járnblendifélagið heföi fengiö, bara af lánum Húsnæöismála- stofnunar rikisins auk lána fyrir þeim 20% sem vantar én lán Hús- næðismálastofnunarinnar er 80% af veröi ibúöanna, væri á þeim 5 árum sem félagiö heföiþœr á leigu, 22,5miljónir króna, en leigan sem Járnblendifélagiö greiöir á þessum tima aöeins 9,6 milj. kr. Þaö væri þvi ljóst að bærinn yröi að greiöa meö ibúöunum 12,5 milj. króna þennan leigutima. Fólk á Akranesi er almennt mjög óánægt meö þennan leigu- samning og ekki sist fyrir þá sök, aö veriö er aö leigja félagi, sem er i ööru sveitarfelagi ibúöir á Akranesi, án þess að fyrst sé könnuö þörfin fyrir þær hjá heimamönnum. -S.dór Jóhann Arsælasen. Happdrætti SH Dregid 23. des Sökum þess hversu seint menn gera skil hefur verið ákveöið að fresta drætti i happ- drætti Samtaka herstöövaand- stæöinga fram til Þorláks- messu. Drætti verður hins vegar ekki frestað á nýjan leik og eru menn þvi hvattir til þess að gera skil hið allra fyrsta. Greiða má heimsenda miða á girónúmer Samtakanna nr. 30309-7 eöa á skrifstofunni Tryggvagötu 10, simi 17966. Skrifstofan er opin frá 1-5 virka daga og frá 1-6 á sunnudögum. Jóla- vaka Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur „jólavöku” þriðjudags- kvöldið 20. desember i Lindarbæ og hefst vakan kl. 20.30. Dagskrá: Arni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur talar um jólahald og jólasiði. Ljóöasöngur, Sigrún Gestsdóttir syngur við undirleik Sigur- sveins Magnússonar. „Baráttan um brauöið”, Óskar Haildórsson, cand. mag. les úr öðru bindi ævisögu Tryggva Emilssonar. „Rauöa hættan”, Þórhallur Sigurðsson, leikari les úr ferða- sögu meistara Þórbergs, Til Sovétrikjanna. „Listin aö vera kona”, gaman- þáttur sem Dagný Kristjáns- dóttir, Steinunn Hafstað, Hjör- dis Bergsdóttir, Kristin Ast- geirsdóttir og Jóhanna Sveins- dóttir flytja. Á jólavökunni verður boöið upp á kaffi og meðlæti og eru fé- lagar hvattir til þess að gleyma jólaannriki eina kveldstund og skemmta sér i góðum félags- skap. MIN heima daglega íslenskt rúgkex med smjöri, osti, (t.d. kúmenosti)? kæfu eda eggi og síld. Berdu þad saman vid hrökkbraud til sömu nota og vittu hvort hefur vinninginn. KEXVERKSMIÐJAN FRON

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.