Þjóðviljinn - 17.12.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagurinn 17. desember 1977 Grímur, hestar, sparibaukar öftsr s Hausarnir þurrir og tilbúnir til málunar. Viö þá má gera allt mögulegt. Arna ætlar t.d. að gera grlmu úr sinum. Þá sker hún helminginn aftan af, tæmir, og styrkir brúnirnar með limi. Hún ætlar að hafa húfu á grímunni og mótaði derið úr pappamassa og klæðir það og kollinn siðan með efni, þegar búið er að mála grimuna. Eyrún vildi gera grimubúning þar sem hausinn er settur ofan á hennar höf- uð. Þá er skorið neðan af pokanum, hann tæmdur og skurðurinn hafður þannig að hann sitji vel ofan á höfði hennar. (Vissara að binda undir kverkina). Kanturinn er siðan styrktur með limi og búningurinn festur við hann allan hringinn. Hún ætlar að lima hár úr grófu garni á hausinn, en til þess þarf sterkt lim. — ’ 'Y Halldór, Ingi og Arna troða dagblöðum i pappirspoka og binda fyrir. — Best er að taka eina opnu ieinu, böggla hana vel saman og troða þétt I pokann, þannig að hann gefi ekki eftir þegar limt er yfir. i stað pappirs má nota sag eða sand. i staðinn fyrir mannshausa má lika búa til dýrahausa eins og sést á þessari mynd þar sem hestshausar eru mótaðir á skaft og þá eru komnir fyrirtaks reið- hestar. f.... sJS#* Næst er að lima dagblaðapappir yfir með veggfóðraralimi. Dagblaðapappirinn er mjúkur og sýgur vel i sig vætu og lím. Þvi fleiri lög, þeim mun þykkari og sterkari verður hlutur- inn. — i stað úttroðinna poka má einnig nota uppblásnar blöðrur. Vala Hmdi pappir utan um uppblásna blöðru og bjó til mús. Fætur og eyru gerði hún úr þykkum pappa og limdi vel i kring. (Pappamassa til styrktar I samskeytin). Veiðihár og skott úr garni. 3 Eyrún og Arna móta andlit með pappamassanum á pokana. Lima siðan pappir á sama hátt og áður yfir pappamassann til styrktar. Laugardagurinn 17. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 zw" í/ A Platan tilbúin I ofninn. A henni má sjá kisu, sem Ingi mótaði, stjörnu og hjarta til að hengja á jólatré, og tvo platta. Á öðrum er andlit og á ninum stendur: Hér búa Einar, Steinunn og Arna. Gleymið ekki að gera gat ef hengja á hlutinn upp! Vala býr til jólasvein i kökuna. Jóla- skraut og myndir Jólaföndur Þegar jólin nálgast er tilvalið fyrir krakka á öllum aldri að búa til jólagjafir og jólaskraut úr þvi efni sem til fellur. Hér á siðunni má sjá káta krakka sem við heimsóttum i Bólstaðahliðinni á fimmtudagskvöld leika sér með lim og lit, pappir trölladeig og pappamassa. Krakkarnir heita Arna, 9 ára, Eyrún 9 ára, Margrét 3ja ára, Halldór 5 ára, Ingi Ragnar 5 ára og Valgerður 10 ára. Þegar kvöldið var liðið, var eft- ir að mála og fullgera ýmsa hluti enda þurftu sumir hlutirnir að þorna yfir nótt og litlir kollar að fá svefn. Þvi sést ekki mikið af fullgerð- um hlutum á þessum myndum, enda eru útfærslurnar eins marg- ar og börnin, — og ekki má gleyma þvi að fullorðna fólkið hefur lika gaman af að föndra, þegar jólin nálgast. —AI/—VB Trölladeig Trölladeig: 1 hluti salt, 1 hluti hveiti, vatn. Hnoðað saman, mótað i rúllur eða myndir, flatt út. Bakað við hægan hita, þar tii það er orðið gullinbrúnt. A trölla- deig má mála með þekjulitum eða láta það vera ómálað. Pappamassi Pappamassa má nota eins og leir og móta úr honum litla hluti, t.d. fingurhausa eða dýr. Dagblöð bleytt i heitu vatni, lát- in liggja smástund eða þar til blöðin eru vel gegnsósa. Allt vatn undið úr og pappirinn tættur niður i smáa bita. Þvl smærri bitar, þeim mun fingerðari og betri verður pappamassinn. Út i rifrildið er hellt uppleystu veggfóðraralimi og hnoðað sam- an. Arna fletur út trölladeig á bökunarplötu. Margrét hnoöaði trölladeigið i stóra kúlu. Dúkkuhúsgögn og bílar t)r tómum elsspýtustokkum má með auöveldum hætti búa til skemmti- leg dúkkuhúsgögn, bila með pappahjólum og jafnvel heilu húsin. Stokkarnir eru limdir saman með sterku limi, þaktir með dagblaða- pappir vættum með veggfóðraralimi, látnir þornaog málaðir. Þvi fleiri pappirslög, sem sett eru á stokkana, þeim mun sterkari verða hlutirn- ir. 1 þynnri fleti, borðplötur, húsgögn o.þ.h. má nota kartonpappir. Eyrún Umir pappir utanum kommóðuna. Til þess að geta dregið skúffurnar út setti hún klemmusplitti i þær, en þau má lika nota til að festa pappahjól á bíla. .>■• í. •• Vala, Ingi og Halldór mála stóla og sófa með þekjulitum. Dúkkuhúsgögnin má lika þekja með efnisaf- göngum en yngri krakkar ráða vart við að klippa þá nákvæmlega I hornin. TAFLMENN Taflmenn má gera úr öllu mögu- legu. Þessir eru gerðir úr skrúf- um, boltum og róm, sem fást i mörgum gerðum. Skrúfurnar eru limdar saman með UHU-PLUS limi, sem harðnar á stuttum tima i heitum bökunarofni. Einnig má móta mennina úr jarð- leir eða Dasleir, sem harðnar sjálfur.Þá má einnig skera þá út úr korki. Gott er að líma filt neð- an á mennina svo þeir skriði bet- ur. Taflborð má búa til með þvi að klippa út þykkan pappir i fern- inga og lima ofan á annan lit. Einnig má nota efni eða mála borðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.