Þjóðviljinn - 07.01.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. janúar 1978
AFPUNGROKKI
Þar sem undirritaður hefur síðustu áratugi
mjög verið við menningarmál bendlaður, fer
ekki hjá því,að hann hafi reynt að skyggnast
eftir því hvað markverðast komi uppá í heimi
hinna fögru lista á ári hverju.
Síðastliðið ár var listrænt séð óvenjugjöfult
okkur, sem höfum gáfur og þroska til að
kunna að njóta lista á annað borð og þekkingu
til að vita hvað okkur á að finnast um það sem
á borð er borið. I leikhúsunum hef ur verið sýnt
allt frá háklassískum harmleikjum niður í ís-
lensk leikrit. Allur listmálaraskarinn hefur
haldið sýningar, allt frá Septembermálurum
niður í súmmara. Sinfóniuhljómsveitin hefur
túlkað allt frá hljómkviðum meistaranna nið-
ur í dixeland, og nú síðast barst hingað á land
sá hvalreki, að Helgi Tómasson listsólódans-
ari verður að teljast og dansaði sjálfan Hnotu-
brjótinn. Listgagnrýnendur allra blaðanna
voru á einu máli um það að túlkun listamanns-
ins hefði verið með eindæmum góð, nema
hvað gagnrýnanda Þjóðviljans fannst að f ull-
mikillar heiðríkju hefði gætt í túlkuninni.
Persónulega er ég einmitt alveg sammála
gagnrýnandanum um heiðríkjuna. Sannleik-
urinn er nef nilega sá — og það veit ég af eigin
raun, bæði sem prívatdansari, pa dö dö-dans-
ari og dansari í hóp (dansf lokk) —að ef manni
getur orðið fótaskortur á nokkru i dansi yfir-
leitt, þá er það of mikil heiðríkja í túlkun, enda
er ávallt lögð á það megin-áhersla við karl-
dansara að gæta sín á heiðríkjunni, en kven-
dansarar (ballerínur) eru jafnan varaðar við
„lítilli þúfu", sem hæglega geti orðið til að
velta listakonunni.
Sem sagt, allar greinar hinna fögru lisfa
hafa blómstrað hérlendis á árinu, og ekkert
hefur farið úrskeiðis. Allir sem gaman hafa
af því að sýna sig og sjá aðra i réttu umhverfi
hafa fengið tækifæri til að fara á tónleika í
Háskólabió, segja „góða kvöldið" og svo það,
að sjaldan sé góð visa of oft kveðin (hér er þá
venjulega áttviðfimmtu sinfóníu Beethowens)
og víst er um það að vissara er fyrir þá sem
stjórna verkefnavaldi hljómsveitarinnar —
með hliðsjón af fastagestum — að fara ekki
útaf sporinu, en vera þess minnugir að sá sem
einu sinni hefur lært gamlanóa, nýtur þess
tónverks til æviloka einkum ef hann hittir
rétta fólkið í hléinu, sem venjulega er haft á
eftir „þá samt bar hann prís" og áður en
„Aldrei drakkann, aldrei drakkann" hefst.
Svo hittast auðvitað allir eftir grandfínalinn
„Glappaskotin, glappaskotin".
Og úr því minnst er á glappaskot, þá var nú
einu glappaskotinu fírað milli jóla og nýárs,en
þá lagðist hljómsveitin svo lágt að spila
bigbandútsetningar og fór allt niðurí dixe-
land. Þó húsfylli væri, var slikur skortur á
fyrirfólki á staðnum að tónlistargagnrýnandi
Dagblaðsins (sem mér er kunnugt um að
þekkir alla) þekkti þar engan nema Kristin
Hallsson, að eigin sögn, enda er Kristinn kunn-
ur að því að gefa skít i það hvað er fínt og
hvað óf ínt, bara ef einhver vonarglæta er um
það að gaman verði og skemmtilegt.
Prívat og persónulega er ég undirritaður,
sem tónlistarunnandi, mjög farinn að hallast
að pungrokkinu, sem virðist vera það sem
hæst ber í tónlist samtímans, ef marka má það
blaðrými, sem pungrokki er ætlað í
menningardálkum dagblaðanna. Ekki svo að
skilja að hugur minn hafi hneigst að þessari
tónlist vegna þess að ég hafi nokkurn tímann
orðið þess aðnjótandi að hlusta á pungrokk,
heldur öllu fremur vegna þess hvernig til
þess er stofnað. Maður þarf ekki endilega að
hlusta á tónlist til að sanna það að maður sé
tónlistarunnandi, bara sýna sig á staðnum.
Á sama hátt get ég, með því að setja tudda-
hring í miðnesið, öngla í kinnarnar, sikkris-
nælur í gegnum varirnar og guð má vita hvað í
eyrun, sannað að ég sé einíægur aðdáandi,
áhangandi og fastur áskrifandi að pungrokk-
inu, sannað að ég sé pungrotta. Og allir munu
segja: „Þarna fer sannur tónlistarunnandi".
Hvað sagði raunar ekki svartsýni listfræð-
ingurinn í útvarpinu um áramótin:
Listin bæði og listfræðingar deyja,
til litils er að vera genial
Því hvað sem Páll og pampíklerar segja
er pungrokkið vist það sem koma skal.
Flosi.
Gjöf til Þjóðskjalasafns íslands:
Handrit Alþingísbóka
frá 17. og 18. öld
Hjúkrunarnemar ! kennslustund.
Fjármálaráðuneytið
um launamál hjúkrunarnema:
Svipuð útgöld
fyrir ríkissjóð
Vilhjálmur Bjarnar bókavörð-
ur við Fiske Icelandic Collection í
Cornell University Libraries, sem
að undanförnu hefur dvalisthér á
landi iboði islenskra stjórnvalda i
tilefni aldarafmælis Halldórs
Hermannssonar bókavarðar, af-
henti Þjóðskjalasafni Islands við
hátiðlega athöfn 6. janúar handrit
af Alþingisbókum (öðru nafni
Lögþingisbókum) á 17. og 18. öld,
sem varðveitt hafa verið i Fiske-
safni. Handrit þessi taka tii 37 ára
Alþingisbókarinnar á árabilinu
1667—1762. Frá nokkrum árum
eru fleiri en eitt handrit. Handrit
þessi eru alls á 594 heilum og 6
hálfum blöðum. Mörg handrit-
anna eru með hendi og/eða stað-
festingu alþingisskrifara á hverj-
um tima og eru þvi vafalaust bein
útskrift úr frumriti Alþingisbók-
arinnar, en önnur eru annars kon-
ar eftirrit.
Reglulegt Alþingisbókahald
hefst árið 1631, er ráðinn var fast-
ur alþingisskrifari, en byrjað var
að prenta Alþingisbókina i Iok 17.
aldar. Prentun hennar er þó
raunar slitrótt fram yfir 1740, og
meira að segja eru skörð i hina
prentuðu árganga fram til 1773.
Frumrit alþingisbókanna er að-
eins varðveitt frá 1766 og fram til
loka Alþingis árið 1800. Hins veg-
areru víða til i söfnum og jafnvel
enn i einkaeign ýmist staðfest eða
óstaðfest eftirrit Alþingisbókar-
innar, eftir að Alþingisskrifari
kemur til sögunnar 1631. Þessi
eftirrit eru misjafnlega heilleg,
bæði vegna varðveislu þeirra og
eftir þvi, hverju hver embættis-
maður eða einstaklingur, sem
eftirritin fékk f hendur,þurfti á að
halda i það og það skiptið.
Alþingisbókin er gerðabók Al-
þingis. Mest fer þar fyrir alþing-
isdómum, konungsbréfum, til-
skipunum ýmsum og þinglýsing-
um.
Engin stofnun á jafnmikið safn
af handritum alþingisbóka og
Þjóðskjalasafn íslands, enda hef-
ur útgáfa Alþingisbóka Islands,
allt frá þvi að Sögufélagið hóf
prentun þeirra árið 1912, verið
unnin i meiri eða minni tengslum
við Þjóðskjalasafnið. Það er þvi
Þjóðskjalasafninu mikið fagnað-
arefni, hvenær sem þvi bætist
nýtt Alþingisbókarhandrit, hvað
þá þegar þvi er færð slik stórgjöf
sem þessi. Hvert og eitt þessara
handrita þarf svo að rannsaka til
aðsjá, hvaða gildi þau hafa til að
komast að hinum upphaflega al-
þingisbókartexta.
Vilhjálmur Bjarnar komst svo
að orði við afhendingu handrit-
anna, að hún væri vottur þeirrar
vináttu, sem rikti milli Banda-
rikjanna og Islands, milli Cornell-
háskóla og Islands og þá sérstak-
lega milli hins islenska Fiske-
safns og safna á íslandi. Þjóð-
skjalavörður þakkaði Vilhjálmi
Bjarnar þessa rausnarlegu gjöf
og bað hann tjá þakkir forráða-
mönnum Cornell-háskóla, sem
samþykktu gjöfina, og ekki sizt
Fiske-safninu, sem bæði fyrr og
siðar hefur unnið stórvirki i þágu
islenzkrar bókfræði, bókmennta-
sögu og sagnfræði.
(Fréttatilkynning frá
Þjóðskjaiasafni islands). I
Launadeild fjármála-
ráðuneytisins hefur sent frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu
vegna blaðaskrifa nú að undan-
förnu um launamál hjúkrunar1
nema:
Laun hjúkrunarnema eru
ákveðin meö samningum milli
skólanefndar Hjúkrunarskóla
íslands annars vegar og stjórnar-
nefndar rlkisspitalanna og
stjórnar Borgarsjúkrahússins
hins vegar. Hjúkrunarnemar
hafa þvi ekki sjálfstæöan samn-
ingsrétf
1 nóv^. er mánuöi siöast liön-
um var gei c uppkast aö samningi
um laun hjúkrunarnema af
fulltrúum launadeildar og Skrif-
stofu rlkisspitala sem siðan átti
að bera undir samningsaöila. A
sama tima var verið að endur-
reikna kauphækkanir til félaga
B.S.R.B. I launadeild fjármála-
ráöuneytisins, en vegna misskiln-
ings var uppkast þetta tekið með
og umreiknað meö öðrum gögn-
um. Strax og þetta varð ljóst var
haft samband við samningsaðila
og boðist til aö bakfæra launatil-
færslu þessa.
Uppkast það sem áður er greint
frá hafði i för með sér aukin út-
gjöld fyrir rikissjóö, þannig að
bakfærsla heföi þýtt launafrá-
drátt hjá flestum hjúkrunarnem-
um. Var þvl tekin sú ákvörðun aö
láta bakfærslu biða þar til máliö I
heild væri til lykta leitt.
Fyrri samningur við
hjúkrunarnema fylgdi launa-
flokkahækkunum B.S.R.B. á þann
hátt, að nemar fengu ákveöna
prósentu af byrjunarlaunum
hjúkrunarfræðinga, en á
undanförnum árum hafa lág-
launabætur raskaö upphaflegri
prósentu, þannig að laun nema
hafa hækkað hlutfallslega meira
en hjúkrunarfræðinga.
Samkomulag það sem gert var
fyrir áramót milli samningsaöila
þ.e. stjórnarnefndar rlkis-
spltalanna, stjórnar Borgar-
sjúkrahússins og skólanefndar
hjúkrunarskólans fól í sér svipuð
útgjöld fyrir rlkissjóð og gert
hafði verið ráö fyrir I upphaflega
uppkastinu, en skipting milli
fastra launa og yfirvinnu varö
önnur.
Sunnlenskir prestar
storma til Reykjavikur
Aö tilhlutan Prestafélags Suð-
irlands hefur öllum prestum fé-
agsins, þjónandi utan Reykja-
Ikurprófastdæmis og Hafnar-
jarðar, verið boðið aö koma til
teykjavikur nk. sunnudag 8. jan-
lar. Munu þeir, sem eiga heim-
.ngengt þánn dag, prédika I
kirkjunum I Reykjavlk, Kópavogi
og Hafnarfiröi. Stjórn félagsins
hlutaöist til um messustaði prest-
anna.
Þetta er nýmæli I starfi Presta-
félags Suðurlands, sem nú byrjar
sitt fertugasta og fyrsta starfsár.
Galleri Sólon íslandus:
Sýningu lýkur í dag
Sölusýningu 25 listamanna sem
staðið hefur I Gallerl Sé'nn Is-
landus I Aðalstræti frá 3. esem-
ber lýkur I dag.
Sýningin er mjög fjölbreytt og
hefur aösókn verið góð. Þar eru
fjölmargir listmunir, svo sem
vatnslita- og grafikmyndir, kera-
mik og textfl, sem er á viðráöan-
legu verði.
Margir munanna hafa selst, en
sú nýbreytni var höfð á aö menn
gátu tekið keypta hluti með sér, en
venjan er að þaö gerist ekki fyrr
en sýningu lýkur.
Hafa listamennirnir fyllt I
sköröin jafnharðan,og enn er fjöl-
breytt úrval listmuna I Gallerl-
inu.
Þar veröur opið I dag frá 1 til 6,
og er það siðasti dagur.