Þjóðviljinn - 07.01.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJOPVILJINN Laug«rd«gmr 7. jantor 1»78
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elisabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
Hvaða skoðanir hefur þú á kynlifi unglinga?
Heldurðu að þeir lifi ekki kynlifi yfirleitt?
Vonarðu að þeir lifi ekki kynlifi og leiðir það
þess vegna hjá þér? Eða ertu algerlega and-
vigur þvi að unglingar lifi kynlifi og álitur þess
vegna að maður eigi ekki að gera ráð fyrir þvi?
ATHUGUN Á KYNLlFI
ÍSLENSKRA UNGLINGA
Ef þetta er lóöiB ertu sam-
mála Islenskum skólayfirvöld-
um aö dómi Asgeirs Sigurgests-
sonar I ritgerö hans um kynllf
Islenskra unglinga. Hann kennir
þessum meiningum um þaö hve
léleg kynferöisfræöslan er I Is-
lenskum skólum eins og viö
kunnum öll okkar sögur um.
En er samræmi milli þessara
skoöana og þess sem ung-
lingarnir hafast aö? Ritgerö Ás-
geirs er reist á könnun sem
hann geröi hér á landi og veitir
svör viö því. Framhjá þeim
svörum er ekki hægt aö llta. Rit-
geröin er gerö viö sálfræöideild
Arósarháskóla undir leiösögn
dr. Edvards Befring og var lok-
iö I febrúar 1977.
Ari áöur en ritgeröinni var
skilaö, I febrúar 1976, fengu öll
börn I 8. bekk grunnskóla I
Reykjavlk spurningalista frá
Asgeiri og hjálparmönnum hans
til aö fylla út, alls 1543 14 ára
nemendur. Engin vandamál
komu upp, nemendurnir sýndu
áhuga og alúö viö aö svara, og
nær engin andmæli bárust frá
foreldrum. Nothæf svör fengust
frá 1420 nemendum, 746 drengj-
um og 674 stúlkum. Nemendur
þurftu ekki aö merkja blööin
meö nafni eöa öörum auökenn-
um.
Meöal þess sem spurt var um
I könnuninni var þjóöfélags-
staöa foreldranna, framtlöar-
áætlanir nemendanna og beöiö
var um upplýsingar um kyn-
þroska og kynllf þeirra. Svör
nemendanna eru svo sett upp I
töflur I ritgeröinni og tengd
saman á ýmsan hátt.
Kynþroski
Eins og viö má búast kemur
firnamargt athyglisvert fram
hjá þessu unga fólki. Hér á eftir
veröur aöeins drepiö á þaö
helsta.
Unglingsárin eru þaö timabil
kallaö þegar manneskjan verö-
ur kynþroska. Þá veröa ýmsar
breytingar á likamsstarfsemi
hennar, I sálarlífi hennar og þar
af leiðandi á félagslegri stööu
hennar. Manneskjan breytist úr
barní I fullorðinn. Þetta gerist á
misjöfnum aldri hjá einstak-
lingum og einnig er hér munur á
löndum. Þaö sem einkum virö-
ist hafa áhrif á kynþroskaaldur-
inn er loftslag (fólk þroskast
fyrr I heitum löndum), efna-
hagslegar og heilsufarslegar
aöstæöur (t.d. fæöi og húsnæöi).
Fyrstnefnda atriöiö, loftslagiö,
ætti aö stuöla aö þvl aö fólk yröi
seint kynþroska hér á landi, en I
könnuninni kom fram aö rúm
93% unglinganna voru komin á
kynþroskaskeiöiö, 91% drengj-
anna og 96% stúlknanna. Þetta
eru háar tölur, enda kom I ljós
viö samanburö á dönskum
unglingum (jóskum) aö ung-
lingar I Reykjavik þroskast fyrr
en unglingar á Jótlandi. Asgeir
ræöir nokkuö þennan mun, en
kemst ekki aö niöurstööu um
ástæöur hans. Hins vegar ætti
þessi munur aö skýra þann mun
sem lika er á kynllfsreynslu Is-
lenskra og danskra unglinga og
veröur drepiö á hér á eftir.
Stúlkur þroskast fyrr en
drengir eins og kemur fram á
skrá yfir þaö hvenær ung-
lingarnir uröu kynþroska (bls.
43). 60% stúlknanna eru orönar
kynþroska strax 12 ára,en tæpur
helmingur drengjanna.
Kynferðisleg
reynsla
Reynslu unglinganna af
kynllfi skiptir Asgeir í fjögur
stig: 1. aö veröa ástfanginn; 2.
að hafa kysst einhvern af hinu
kyninu; 3. aö hafa kelaö viö ein-
hvern af hinu kyninu og gælt viö
kynfæri hans án þess aö hafa
samfarir; 4. aö hafa haft sam-
farir. Ásgeir færir rök aö þvl aö
oftast fái unglingar reynslu af
ástallfi I þessari röö, fikri sig
stig af stigi.
Langflestir unglinganna (yfir
90%) sögöust hafa oröiö
ástfangnir einu sinni eöa oftar,
stúlkur mun oftar en strákar.
Gestir á Rauöhettu 77.
Langflestir höföu llka kysst, og
hér höföu strákarnir íviö betur.
18 af hverjum 100 stelpum höföu
aldrei kysst, 15 af hverjum 100
strákum. Yfir 80% af báöum
kynjum höföu þvlþessa reynslu.
Hins vegar er svo enginn munur
á reynslu stráka og stelpna af
kelerli. 41.6% krakkanna höföu
prófaö aö kela innilega hvert viö
annaö. Þaö er býsna há tala, en
þó lág miöað við fjölda þeirra
sem orönir eru kynþroska.
Strákarnir höföu flestir kelaö
viö fleiri en eina; stelpurnar
höföu ekki eins yfirgripsmikla
reynslu.
Hér er töluverður munur á
dönskum og fslenskum ungling-
um. Tæp 30% jóskra unglinga
hafa reynslu af sllkum gælum
(þetta var aö vísu nokkuö óljóst
i ritgeröinni (bls. 68) þvl tölum
berekki saman). Menn hafa oft
haldiö þvl fram aö þetta fyrir-
bæri I kynlífinu, sem heitir
„petting” á ensku, væri einkum
tlðkað meöal amerlskra ung-
ling en I norrænum könnunum
kemur fram aö unglingar þar
hafa komist upp á lag meö þetta
llka, sjálfsagt meöfram af ótta
viö getnaö.
Rösklega fimmti hver
unglingur I könnun Asgeirs
haföi sofið hjá, og þykir vlst
mörgum nóg um. Munur á kynj-
um var ekki mikill (23.2%
drengjanna, 21.2% stúlknanna).
Munurinn var meiri I dönsku
könnuninni sem Asgeir hefur til
samanburöar (16.4% drengj-
anna og 13.4% stúlknanna), og
ennþá meiri er hann I Noregi
(20% drengjanna og 8%
stúlknanna). En Asgeir minnir
enn á aö reykvlskir unglingar
þroskist fyrr en norræn frænd-
systkini þeirra.
Munur á stéttum
Greinilegur stéttamunur
kemur fram I þessu sambandi,
einkum meðal drengjanna,
þannig aö krakkar hafa minni
kynferðislega reynslu því ofar
sem dregur I mannfélagsstigan-
um. Synir fólks I efsta þrepinu
eru áberandi fæstir meöal
þeirra sem hafa sofiö hjá, enda
kemur fram á öörum staö aö
þeir hyggja flestir á langskóla-
nám og hafa vafalaust veriö
fræddir á því aö óæskilegt sé
þess vegna aö stofna til fjöl-
skyldu of snemma. Stúlkur I
yfirstétt eru mun röskari en
strákarnir en þó ekki eins rösk-
ar og jafnöldrur þeirra I lág-
stétt. Fjóröungur unglinga I 4.
og 5. stétt hefur reynslu af
kynllfi. (Mjög skýrlega er gerö
grein fyrir skiptingu fólks I
stéttir I ritgeröinni, en ekki er
rúm til aö tíunda þaö hér.)
Þetta er I sjálfu sér athyglis-
veröur munur, en hann veröur
fyrst alvarlegur þegar kemur
aö fræösluhliöinni. Þaö kemur
vel fram I könnuninni aö ung-
lingar úr efri stéttum fá mun
meiri fræöslu um kynferðismál
en félagar þeirra úr lágstétt, og
Asgeir ákallar skólana aö jafna
þennan mun. Viö veröum aö sjá
til þess aö öll börn fái góöa og
hagnýta fræöslu I skólanum —
og sú fræösla veröur aö koma
nógu snemma. Þaö er t.d. of
seint aö fá hana I 8. bekk, aö
minnsta kosti fyrir töluveröan
hluta unglinganna. Hún þarf aö
koma I slðasta lagi I 7. bekk
grunnskóla. Best væri ef til vill
að kenna eitthvað á hverju ári
allan grunnskólann, gera
kynfræðslu að hluta af námsefni
allra aldurshópa.
Hvað segja
krakkarnir?
Ásgeir spuröi krakkana lika
hvort þeim fyndist kynferðis-
fræösla nauösynleg og svörin
eru ótvlræö: 98.7% stúlknanna
svöruöu spurningunni játandi
og 93.6% drengjanna. Langflest
vildu þau fá þessa fræöslu I
skólanum, en margar
stúlkurnar vildu fá hana heima
hjá sér llka, enda kom fram
annars staöar aö meira en
helmingur stúlknanna sem
haföi fengiö fræöslu á annaö
borö haföi fengiö hana hjá
mæörum sinum. Þaö er lika
mjög æskilegt, en þaö er erfitt
aö fylgjast meö þvl aö heimilin
ræki þessa skyldu, og könnunin
sýnir raunar aö þau rækja hana
illa gagnvart drengjunum. Þaö
er miklu auöveldara aö fylgjast
meö skólunum, þótt kennarar
séu misvel færir um aö upp-
fræöa börnin aö þessu leyti.
Viðbrögð
Hver svo sem skoöun okkar er
á kynlífi unglinga veröur aö
horfast I augu viö þá staöreynd
að þeir lifa sínu kynlífi. Eölileg
viöbrögö ættu aö vera stóraukin
fræösla bæði til aö koma I veg
fyrir ótímabæran getnaö og til
aö auka þekkingu unglinga á
þessu sviöi meö þaö fyrir aug-
um aö þau geti haft ánægju af
kynllfisínu I framtlöinni. Asgeir
vitnar I bandarlska sálfræöing-
inn Pomeroy sem hefur mikla
reynslu af vandamálum fólks
varöandi kynlíf. Hann segir:
,,Ég komst aö raun um aö stór
hluti fólks er haldinn bábiljum,
ótta og hömlum varöandi kynlíf
þrátt fyrir allt frelsiö sem á aö
rlkja I samfélagi okkar.
...Margir sögöu við mig: Ef ég
heföi fengiö betri fræöslu um
þessimál þegar ég var ungling-
ur — eöa ef ég væri vlösýnni I
kynferöismálum — þá heföi ég
ekki klúöraö lífi mínu svona
skelfilega.”
Lokaorð
Ritgerö Asgeirs er afar
athyglisverö, hreinlega spenn-'
andi fyrir þá sem hafa hönd I
bagga meö unglingum, kennara
og forráðamenn hverskonar.
Danska Asgeirs er auðlesin, en
þó er galli aö ritgeröin skuli ekki
vera á íslensku, einkum vegna
orðalags á spurningunum. Allar
spurningarnar varöandi kynllf
og kynfræöslu eru á dönsku
aftast I ritgeröinni, en oft væri
gaman aö vita hvernig þær voru
oröaðar á Islensku. Kannski
veröur bætt úr þessu von bráö-
ar, því I bókarlok boöar Asgeir
aö hann ætli aö gefa út úrdrátt
úr verki slnu á Islensku og
dreifa til áhugasamra aöila.
Asgeir er mjög vísindalega
nákvæmur og varkár, enda er
þetta prófritgerð eins og áöur
sagði. 1 úrdrætti væri ef til vill
hægt aö vera galvaskari og
ganga fviö lengra I ályktunum,
þvl þá þarf aö stytta mál. Þaö
mætti til dæmis ganga enn ræki-
legar milli bols og höfuös á
þeirri goösögn aö hér séu allir
jafnir og hafi jafna aöstööu til
náms og fræöslu.
Starfsmenn skáta á Rauðhettumótinu I sumar.