Þjóðviljinn - 07.01.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1978, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. janúar 1978 Rsett viö Jónas Haralz og Helga Bergs bankastjóra Landsbankans Hér var notast vid tvö- falt bókhald Um fátt er ntl meira rætt en þá spillingu, sem viögengist hefur árum og jafnvel áratugum sam- an, og nii er hvarvetna aö lfta dagsins ljós. Opinberir stjórn- sýslunarmenn af ýmsum toga eru staönir aö stórþjófnuöum: og nil siöast deildarstjóri I Landsbank- anum staöinn aö umsvifamiklum fjársvikum. Þetta mál er aö sjálfsögöu mik- iö umtalaö þessa dagana, þar sem þaö er nýtt af nálinni og um- svifamikiö. Þjóöviljinn fór þess á leit viö bankastjóra Landsbankans aö fá viö þá viötal um starfsemi bank- ans. HelgiBergs og Jónas Haralz uröu viö þessari beiöni, og fór viö- taliö fram i gærdag. Fyrst var vikiö að yfirstjórn bankans, hvernig henni væri háttaö. Helgi: Bankastjórnin, (banka- stjórarnir) hefur daglegan rekst- ur undir höndum og bankaráðið gripur ekki þar inn I. Samskipti bankastjóranna viö deildarstjóra, og helstu embættismenn bankans fer aö mestu eftir verkaskiptingu bankastjórnarinnar. Hver deildarstjóri hefur samband viö þann bankastjóra sem yfir hans deild hefur aö segja samkv. þeirri verkaskiptingu. Svo er þaö eftir mati þess bankastjóra hvort hann ræöir við hina bankastjórana þaö mál, sem undir hann er borið. Viö ræöum sameiginlega öll þau mál, sem nokkru skipta. Jónas: Verkaskipting okkar bankastjóranna er þannig, aö viö skiptum á okkur yfirumsjón meö einstökum deildum, Utibúum og fyrirtækjum, þ.e.a.s. stærri viö- skiptamönnum, og þannig getur viökomandi deildarstjóri þurft aö snúa sér til annars bankastjóra en þess eins, sem yfir hans deild er settur. Sp.: Eðlilega hljóta banka- stjórarnir aö halda meö sér fundi til þess aö ræöa dagleg rekstrar- atriöi. En eru haldnir reglulegir fundir meö bankastjórninni og yf- irmönnum deilda? Helgi: Slíkir fundir eru haldnir eftir þörfum. Stundum koma deildarstjórarnir meö sin vanda- mál, sem ná út fyrir daglega rút- Inu, og þá er aö sjálfsögöu fundaö um þau: eins ef okkur þykir viö þurfa aö segja eitthvaö viö þá, þá köllum viö á þá. Reglulegir fundir eru sjaldnast. Þó eru til dæmis fastir fundir einu sinni í viku hjá þeim bankastjóra sem meö hefur aö gera hagræöingu og vinnu- brögö innan bankans og þeim mönnum sem aö þeim málum vinna. Sp.: Og inni þennan daglega rekstur, innáviö og útáviö grípur bankaráöiö ekki? Helgi: Nei. Samkvæmt reglu- gerö er bankaráö stefnumarkandi fyrir bankann, en bankastjórn- inni ber hins vegar aö ráöstafa fé bankans og aö sjá um aö rekstur bankans sé I öllum greinum sam- kvæmt lögum og regiugerðum þar aö lútandi. Áhrif deildarstjóra Sp.: Getur deildarstjóri t.d. I ábyrgöadeild gripiö inn I starf- semi deildarinnar hvar sem er? Helgi: Um verkefni deildar- stjóra fer eftir verklýsingu og hefö. Ég held, þótt reglur séu nauösynlegar og þeim mun betri, sem þær eru ýtarlegri, aö fram- kvæmd starfsins I einni deild fari afar mikiö eftir þvl hvernig yfir- maöurinn er, hvernig hann ákveður starfstilhögun og hvern- ig hann stjórnar sínu fólki. Og þaö er auövitaö ekkert til I reglum, sem bannar yfirmanni deiídar aö grípa inn I starfsemi hennar hvar sem er. Hver ræður hvern? Sp .: Hver ræöur embættis- menn að bankanum? Jónas: Þaö eru ákveöin störf, sem bankaráöiö veitir. Þau eru störf aöalgjaldkera, aöalbókara, störf útibússtjóra bankans utan Reykjavikur og staöa forstööu- manns endurskoöunardeildar bankans. Bankaráö ræöur og bankastjóra. Alla aöra ræöur bankastjórn. Allar deildarstjórastööur, bók- arastöður, fulltrúastööur og fl. eru auglýstar bæöi innan bankans og I öörum bönkum og síðan formlega veittar. Starfsmanna- stjóri kemur þá meö tillögu til bankastjórnarinnar, sem tekur ákvöröun um ráöningu á grund- velli umsagna. andi fyrir bankann, og veröa aö samþykkjast af bankastjórn. Viö afgreiöslu sllkra ábyrgöa er notaö ákveöiö form. Þaö þarf mjög mikla nákvæmni til aö fylgjast meö þessari afgreiöslu, þvi það geta komiö upp margs konar leiöindamál viö erlenda banka ef ekki er rétt gengiö frá ábyrgöunum þannig aö einhver ágreiningur veröi um ábyrgöina slöar. Við höfum taliö, og höfum ekki breytt okkar skoðun á þvi, aö þetta verk hafi veriö vel af hendi leyst I ábyrgöadeildinni og Hauk- ur Heiöar, satt aö segja, var mjög vel aö sér I þessum málum. Sp.: Er mikiö um aö ábyrgöir falli úr gildi? Helgi:Nei. En þaöer dálltiö um þessu tilliti um mörg ár. Vanda- málin hafa veriö mest I sambandi viö skipakaupin. Innheimtur og skil I þessari deild hafa yfirleitt veriö I mjög góöu lagi. Skipakaupin Sp.: Nú munu um 70% af skipa- kaupum okkar erlendis frá hafa fariö i gegnum Landsbankann. Fóru þau þá eingöngu I gegnum ábyrgöadeildina, eöa fleiri deildir jafnframt? Jónas: Þau fóru í gegnum fleiri deildir. Lögfræöideildin haföi mikiö meö þessi mál aö gera. Viö höfum verið lántakandi erlendu lánanna I lang flestum tilvikum. Helgi: Abyrgöir hafa ekki veriö vegna þessara skipakaupa nema I einstökum tilfellum. Varöandi skipakaup frá Noregi t.d. lánar Export Finanssjóöurinn 80% af andvirði skipsins t.d. til Landsbankans. Landsbankinn endurlánar þetta með ábyrgö Fiskveiöisjóös og Fiskveiöisjóöur tekur svo veö I skipinu. Jónas Haralz Helgi Bergs Deildarstjóri í 20 ár og vel metinn starfsmaður Hnökralaus rekstur ábyrgðadeildar Sp.: Svo viröist sem inná- greiöslur vegna ábyrgöa séu mjög mismunandi, alltfrá 10% aö 100%. Eru reglur um innágreiðsl- ur skýrt afmarkaöar, eöa eru þær rúmar og sveigjanlegar? Jónas: Þaö eru fastareglur um innágreiöslur. Sp.: Og ófrávíkjanlegar? Jónas: Ef á aö gera undantekn- ingar frá þessu af einhverjum sérstökum ástæöum, veröur þaö aö vera samþykkt af bankastjórn. Þessar reglur eru samræmdar á milli banka, og lögö mikil áhersla á aö fariö sé eftir þeim reglum. Allar ábyrgöir eru skuldbind- þaö aö þær séu framlengdar, vegna þess aö menn sjá allt í einu fram á aö tilskilin gögn berist ekki I tæka tlö. Jónas:Svoer llka til I þvi aö aö- ili, sem á fallna ábyrgö hér sem hann þarf að greiöa innan 7 daga til þess aö hún sé ekki orðin aö vanskilaskuld, komi hingaö og segist ekki geta greitt hana fyrr en eftir mánuö eöa svo, og býöst til aögreiöa hana meö víxli. Þá er þaö ákvöröun bankastjórnarinn- ar hvort hún tekur þaö gott og gilt og sé víxillinn keyptur þá er mál- iö komiö úr höndum ábyrgöa- deildar yfir I vlxladeild. Van- skilaskuldir vegna ábyrgöa hafa ekki veriö háar hér í bankanum, líkar I ár og þær voru á síðasta ári, en þaö var þaö hagstæöasta I Sp.: Hvaöan komu upplýsing- arnar um falskar upphæöir viö skipakaupin? Jónas: Þetta atriöi er okkur al- gjörlega óviökomandi. Helgi: Þetta eru svik gagnvart Export Finanssjóönum I Noregi. Hann er látinn lána út þessar stóru upphæöir. Ef hann telur sér fært aö lána 80% af þessum stóru upphæöum, höfum viö ekki taliö aö ástæöa væri til, aö rengja þær upphæöir, enda enginn möguleiki fyrir okkur aö fylgjast meö þvl. Sp.: Þiö hafiö sem sé ekki vé- fengt þær upphæðir? Helgi: Við höfum aldrei haft aðstööu til þess. Jónas: Þessar upphæöir voru metnar af matsmönnum Fisk- veiöisjóös, og ef um óeölilegar upphæðir er aö ræöa, heföu þær átt aö koma fram viö þaö mat. Sannleikurinn er sá, aö þaö hefur aldrei komiö fram neinn teljandi munur á mati og kostnaöarveröi. Bankaleyndin Sp.: Starfsmenn bankans eru látnir undirrita eiöstaf þar sem þeir leggja eiö aö þvl að skýra ekki frá þvl, sem innan bankans gerist. Hvernig á bankastarfs- maöur að snúa sér I þvl, ef .hann kemst á snoöir um eitthvaö óvanalegt eöa ólöglegt, sem á sér stað innan bankans? Helgi: Hann á aö tala við yfir- mann sinn. Sp.: En ef þaö er yfirmaöurinn, sem oröaöur er viö þaö óvenju- lega? Jónas: Þá talar hann viö bankastjóra. Sp.:Hvaö þá ef um bankastjóra er aö ræöa? Helgi: Þá er rööin komin aö bankaráösmönnum, eöa aöalend- urskoöanda, sem ráöinn er af bankaráöinu. Sp.: Haldiö þiö aö eitthvert misferli geti ekki einmitt átt sér staö I skjóli eiösvarinna starfs- manna og bankaleyndarinnar? Jónas: Leyndin er nauösynleg aö vissu marki. Þaö þarf aö rlkja gagnkvæmt traust á milli viö- skiptamanns og banka. Hins veg- ar hllfir leyndin mönnum ekki viö rannsóknum svo sem vegna skattsvika gjaldeyrissvika og annarra þeirra þátta, sem lög- reglan þarf aö rannsaka. Hitt er óskaplega mikið atriöi, aö ekki sé veriö aö tala viö Pétur og Pál um viöskipti einstakra viöskipta- manna bankans. Sp.: Bankaleyndin kemur einn- ig fram á annan hátt. Segjum sem svo aö skyndilega taki þjóösagna- smiöir til starfa og sögur um viö- skipti einstakra fyrirtækja viö banka sagöar og allar á einn veg: aö þau viöskipti séu ekki eðlileg. Megiö þiö, meö tilliti til banka- leyndarinnar, segja af eða á um hvort um sé aö ræöa eölileg eöa óeölileg viöskipti? Jónas: Ja, okkur væri heimilt aö svara, ef þaö væri svariö, aö okkur væri ekki kunnugt um aö neitt væri athugavert viö þau viö- skipti. Sp.: Þá spyr ég um eitt tiltekið fyrirtæki, sem tengt er fyrri stjórnendum bankans: Gráfeld. Er eitthvaö óeölilegt viö viöskipti bankans og Gráfeldar? Helgi: Ekkert óeölilegt. Sp.: Og engar fyrirspurnir frá rannsóknaaöiljum varöandi viö- skipti þess fyrirtækis viö bank- ann? Helgi: Alls ekki. Jónas: Til er einnig önnur leiö til þess aö fyrirtæki geti losaö sig undan ósönnum þjóösögum. Hún er sú, aö þau gefi bankastjórum heimild til þess aö birta fregnir af viöskiptum þeirra viö bankann. Þá megum viö gera þaö. Hvernig var farið að? Sp.: Þaö brennur á fólki, og þá ekki sfst á starfsmönnum bank- ans aö fá fregnir af þvl hvernig fariö var aö viö aö framkvæma þaö svindl, sem nú er til rann- sóknar. Getið þiö frá því skýrt, og þá hvort fleiri aöiljar innan bank- ans tengjast þessu máli, en sá eini sem hefur veriö tugthúsaöur? Helgi: Viö erum búnir aö gefa yfirlýsingu um þaö, aö máliö snerti ekki aöra starfsmenn bankans, og það er ekki grunur um þaö. Sp.: Sú yfirlýsing heldur sem sé gildi slnu enn? Helgi: Já. Hvernig þetta geröist, sjáum viö I stórum dráttum, en meö smáatriöin er enn ýmislegt óljóst. Viö höfum velt þvl fyrir okkur hvort viö ættum aö hvetja rann- sóknadómarann til þess að hann gefi upplýsingar um þetta. Viö teljum okkur ekki geta skýrt frá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.