Þjóðviljinn - 07.01.1978, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 07.01.1978, Qupperneq 13
Laugardagur 7. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Stúdentar i verkfræöi- og raunvísindadeild vinna aö tilraunum. r Háskóli Islands: Stúdentum íjölgaöi ekki á lionu ári Nú eru viö nám I Háskóla íslands 2800—2850 manns, nokk- urn veginn jafnmargir og um þetta leyti I fyrra og lltiö eitt fleiri en um þetta leyti i hitteöfyrra. Aösókn aö háskólanámi viröist ekki hafa aukist aö neinu ráöi siö- an 1975, þó aö aögangstakmörk- unum hafi ekki veriö beitt nema aö litlu leyti. Nemendur viö Háskóla Islands eru nú 300 færri en gert var ráö fyrir i spá um stúdentafjölda viö Háskóla íslands fyrir örfáum ár- um. Spáin náöi fram til næstu aldamóta, þegar reiknaö var meö, aö um 4200 stúdentar yröu viö nám i skólanum. Gert er ráö fyrir örum vexti fram til 1982, þegar stúdentafjöldinn er áætlaö- ur 3700 miöaö viö 1900 áriö 1971, en slöan er ekki gert ráö fyrir neinni aukningu, eöa jafnvel fækkun, næstu 10-15 árin, m.a. vegna hinnar miklu lækkunar fæöingartölu hér á landi eftir 1960. Talsverö röskun hefur oröiö I stúdentafjöldanum milli deilda. Heimspekideiidin er ennþá fjöl- mennust meö um 700 nemendur, þó aö um nokkra fækkun sé aö ræöa, en verkfræöi- og raun- visindadeild fylgir fast á eftir meö milli 600 og 650 nemendur. Þá koma viöskiptadeild og lækna- deild (ásamt lyfjafræöi lyfsala) meö hátt I 400 nemendur hvor. Hin nýja félagsvisindadeild, sem varö til viö samruna nokkurra greina i heimspekideild viö námsbraut i þjóöfélagsfræöum, er meö nokkuö yfir 250 nemendur, en lagadeild meö litiö yfir 200 nemendur, en þaö er allverulegur samdráttur. Aörar deildir og námsbrautir eru meö innan viö 100 nemendur. Spyrja má, hvort innritunartöl- ur siöustu ára séu fullkomlega marktækar og ef svo er, hvaö valdi þvi, aö aukning aösóknar aö Háskóla tslands viröist hafa stöövast fyrr en spár geröu ráö fyrir. Ýmislegt hefur veriö nefnt, sumt rökstutt, nokkrar likur leiddar aö ööru, en sumu slegiö fram án rökstuönings. T.d. má nefna eftirtalin atriöi: Otti viö atvinnuleysi háskóla- menntaös, fólks eins og viöa er- lendis, ekki sist i hugvisinda- greinum. Launakjör á markaönum hvetji menn ekki til háskólanáms. Aukiö fallhlutfall i flestum deildum vegna þyngingar skól- ans, lélegri undirbúnings nem- enda á fyrri skólastigum eöa af öörum orsökum. Til þess aö komast hjá beitingu fjöldatakmarkana (numerus clausus), hafiýmsir forráöamenn háskólans haldiö þvi mjög á lofti, aö aörar námsleiöir en háskóla- nám kunni aö henta betur mörg- um þeim, sem knýja þar dyra. Aukin aösókn aö Kennarahá- skóla tslands á siöasta hausti dragi úr aösókn aö heimspeki- deild og jafnvel fleiri deildum. Sitthvaö fleira hefur veriö nefnt. En i þessu sambandi má benda á, aö innritunartölur hafa oröiö æ raunhæfari meö hverju ári. Aukiö aöhald deilda I námi, hækkun innritunargjalda, lækkun námslána, og siöast en ekki sist tölvuskráning I námskeiö veldur þvi, aö innritunartölur 1977—78 eru ekki alveg sambærilegar viö tölur áranna 1971—1974 til dæmis. Þess vegna má meö talsveröum sanni halda þvi fram, aö raun- veruleg aukning sóknar i nám viö Háskóla íslands sé meiri en inn- ritunartölur gefa til kynna. Enginn veit enn, hver veröa raunveruleg áhrif hins breytta framhaldsskólastigs á aösókn aö háskólanámi áratuginn 1980— 1990. öllum fullyröingum um, aö „stúdentabylgjan” sé gengin yf- ir, ber aö taka meö varhug. t nóvember á sl. ári útskrifuöust 27 sjúkraliöar frá Sjúkraliöaskóla íslands. Þetta var svokallaö F-holl i skólanum. Ljósmyndaþjónustan tók þessa mynd af hópnum ásamt kennurum. EFSTA RöÐ FRA VINSTRI: Guðrún Agnes Siguröardóttir, Þórstina Sóley ólafsdóttir, Asgeröur Hlynadóttir, Guöbjörg Pálsdóttir, Helga Björg Björnsdóttir, Anna Sigriður Jörundsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Margrét Ryel, Gunnhildur Knútsdóttir, Sigriöur Ellen Konráösdóttir, Jonna Krog. MIÐRÖÐ FRA VINSTRI: Björk Magnúsdóttir, Eygló Ósk Einarsdóttir, Anna Ölafsdóttir, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Auöur Erna Höskuldsdóttir, Guölaug Björk Benediktsdóttir Agnes Svavarsdóttir, Júlianna Arnadóttir, Sigriö- ur Helga Einarsdóttir. FREMSTA RÖÐ FRA VINSTRI: I.ovisa Einarsdóttir, Jenný Nielsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, kennari,Kristbjörg Þóröardóttir, kennari, Maria Ragnarsdóttir, Maria Rögnvalds- dóttir, Björg Sigurðardóttir. (Ljósmynd Mats.) 27 sjúkraliðar útskrifuðust Möguleiki á útflutningi ósekkjaðs mjöls Ótflutt fiskimjöl héöan hefur á undanförnum árum eingongu verið I 50 kg. pokum. Nú er aftur á móti mikiö um þaö, aö kaupendur mjólsins óski eftir aö fá þaö ó- sekkjaö, og hafa kröfur þar aö lútandi fariö stööugt vaxandi á sl. tveim árum. Til þess aö gera framleiðendum mögulegt aö veröa við þessum kröfum hefur fyrirtækiö ólafur Gislason & Co hafiö innflutning á nýjum tækj- um, svonefndu Portabulk-kerfi, frá Norsk Hydro. Þetta kerfi samanstendur af tvöföldum plastsekkjum, 600, 800, 1100 eöa 1500 litra, og Sfyllingar- tæki. Innri sekkurinn er úr mjúku, vatnsheldu plasti, og er honum ætlaö aö geyma mjöliö og vernda það gegn ytri áhrifum. Ytri sekkurinn er geröur úr mjög sterkum plastefnum og er hann buröarpoki. Þegarfyllterá sekk- ina eru þeir fyrst blásnir upp meö lofti, til þess aö rúm þeirra nýtist sem best, en síðan er mjölinu dælt i þá og þeim vandlega lokaö. A ytri sekknum er nokkurs konar stroffur i toppinn, sem hifa má sekkina á. Hver sekkur er aöeins notaöureinu sinni og við lestun er hann tæmdur meö þvi aö rista á botninn, þannig aö mjölið geti runnið beint niður i lestina. Einn- ig má aö sjálfsögöu flytja mjöliö i sekkjunum og enn fremur nota þá til aö geyma mjöl. Rannsóknastofnun fiskiönaöar- ins fékk nokkra sekki til rann- sóknar fyrir jólin og var einkum athuguð raka- hita- og hellu- myndun i mjölinu. í ljós kom, aö sögn Helga Þórhallssonar efna- verkfræöings, að sekkirnir virtust alveg uppfylla þau geymsluskil- yrði sem þurfa að vera fyrirhendi fyrir fiskimjöl. Vestmannaeyingar hafa fest kaup á 3000 þúsund kilóa sekkjum og áfyllingarvél og hefur ólafur Gislason & Co nú þegar selt 1000 tonn af væntanlegri framleiðslu Vestmanneyinganna af lausu mjöli. Hingað verða i fyrstu aðeins fluttir inn 1000 kg sekkir. Verð á hverjum slikum 2100 krónur, og mun það vera mjög svipað og verðá 20fimmtiu kg bréfpokum. Afyllingartækiö kostar i inn- flutningiuþb. 1200þúsund krónur. Með þessum búnaði eiga tveir menn að geta fyllt einn 1000 kg sekk á minútu, og likamlegt erfiði er i lágmarki. —IGG Hér sést vel hvernig hifa má sekkina,en þeir þola fimm sinnum meira átak en innihaldið veldur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.