Þjóðviljinn - 07.01.1978, Side 15
Laugardagur 7. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
McMurphy lýsir Imynduhum hornaboltaleik sem Eatched hefur bannaft sjiiklingunum aA sjá i sjón-
varpi.
GAUKSHREIÐRIÐ
Jólamynd Tónabfós, „Gaukas-
hreiöriö”, er vföfræg og marg-
verölaunuö kvikmynd, gerö af
tékkneska meistaranum Milos
Forman og leikin af Jack Nichol-
son, Louise Fletcher ofl. Dóm-
arnir sem myndin hefur fengiö
hafa veriö misjafnir. Vföast er
hún hafin upp til skýjanna, en
ýmsir menningarpostular hafa þó
talaö af fyrirlitningu um „kassa-
stykki” og „meöalmennsku leik-
stjórans” — þeim finnst bókin
miklu betri, miklu meiri „á-
deila”. Þeim finnst ekki nógu
frumlegt að likja heiminum viö
geöveikrahæli, þaö hefur nefni-
lega veriö gert áöur. Ég held viö
getum róleg látiö slika gagnrýni
sem vind um eyru þjóta. Eftir
stendur myndin sjálf, sem er
óneitanlega mikil upplifun. Þaö
er a.m.k. langt siöan ég hef oröiö
fyrir sterkari áhrifum i kvik-
myndahúsi.
Bók og kvikmynd
Gaukshreiörið er byggt á skáld-
sögunni „One Flew Over the
Cuckoo’s Nest” sem út kom áriö
1962 og er eftir Ken Kesey. Þessi
bók var á sinum tima einskonar
biblia þeirra ráövilltu ungmenna
sem kölluöu sig hippa og leituöu
lifshamingjunnar einkum i ýms-
um framleiösluvörum lyfjaiönað-
arins. Aöalpersóna bókarinnar,
R.P. McMurphy, hefur veriö kall-
aöur „siðasti bitnikkinn og fyrsti
hippinnn” — og er þá gefiö i skyn
aö bókin hafi verið einskonar
tengiliöur milli þessara tveggja
hreyfinga. Milos Forman hefur
gripiö til þess skynsamlega ráös
aö gera McMurpy (Jack Nichol-
son) hvorki aö bitnikk né hippa.
Hann gefur honum viðara sviö,
meö þvl aö leggja sáralitla
áherslu á aö endurskapa tima
sögunnar. Hún gæti alveg eins
hafa gerst áöur, eöa seinna, og
kannski er hún aö gerast núna.
Ég held aö þaö hafi áreiöanlega
oröiö til góös aö 13 ár liðu frá þvi
bókin kom út þar til hafist var
handa um gerð kvikmyndar-
innar. Með þvi hefur náöst viss
fjarlægö i tima sem setur viö-
fangsefniö i viöara samhengi.
Hér er ekki verið aö fjalla um
„uppreisn æskunnar” á einhverj-
um afmörkuðu timaskeiöi, heldur
er rætt um einstaklinginn og sam-
félagið, andóf og vald.
kyrkja hana. Og tilfinningin sem
maður fer meö heim aö sýningu
lokinni er frelsiskennd: stóra
indiánanum tókst þrátt fyrir allt
aö fljúga úr hreiörinu.
Vandræðagepill gegn
stofnun
R.P. McMurphy kemur á geö-
veikrahæliö handjárnaöur, I lög-
reglufylgd. Hann hefur veriö
dæmdur til refsivistar á fangabú-
garði, en þar hefur hann hegðaö
sér „undarlega” og nú á aö
athuga hvort hann se geðveikur.
Grunur leikur á aö hann sé aö
þykjast, til þess aö sleppa af bú-
garðinum.
Ekki liöur á löngu þartil þessi
vandræðagripur hefur komiö
stofnuninni i uppnám. Hann fær
sjúklingana i liö meö sér og segir
Ratched hjúkrunarkonu (Louise
Fletcher) striö á hendur. Hún er
imynd Valdsins, Stofnunarinnar,
ófreskja I liki samviskusamrar og
duglegrar hjúkrunarkonu. Sú
staðreynd, aö Forman og Fletc-
her hafa gætt þessa persónu ýms-
um mannlegum eiginleikum, sem
hún haföi ekki i bókinni, gerir
hana trúveröugri og þar afleiö-
andi enn hræöilegri. Ratched
opinberar skepnuskap sinn I at-
riðinu þar sem viökvæmur og
hræddur sjúklingur, Billy Bibbit,
hefur komist yfir kvenmann og er
hættur aö stama. Ratched beinir
sinu eitraðasta spjóti aö honum
og spyr: hvaö helduröu að
mamma þin segi nú? Afleiöingin
er sú, aö Billy fremur sjálfsmorö
og McMurphy reynir aö myrða
Ratched.
DKvenpersónur myndarinnar
eru af tveimur gerðum: annars-
vegar heimskar og sætar og laus-
látar, hinsvegar gáfaöir og hættu-
legir isjakar. Þannig er kvenfólk-
iö sem McMurphy hefur kynnst á
lifsleiðinni. Þessar kvenlýsingar
falla mætavel inn i þaö valda-
munstur sem myndin skilgreinir.
Þessvegna getum viö ekki sakaö
Forman um kvenhatur.
Indjáninn
Stóri indiáninn sem þykist vera
daufdumbur og finnst hann vera
afskaplega litill er mjög athyglis-
verðpersóna. Ibók Keseys gegnir
hann reyndar ennþá stærra hlut-
verki, þvi aö sagan er sögö frá
hans sjónarhóli: við sjáum at-
buröina meö hans augum. For-
man hefur kosiö aö segja þessa
sögu i þriöju persónu og er þaö I
samræmi viö raunsæisstefnu
hans. Sögumaðurinn er hlutlaus
áhorfandi, tekur ekki þátt I leikn-
um. McMurphy tekst að vekja
indiánann til meövitundar. I
myndarlok segir hann: nú finnst
mér ég vera stór eins og fjall. Og
meö það flýgur hann út um glugg-
ann I atriði sem mér finnst fallegt
og sterkt. Varla er þaö nein til-
viljun aö sá eini sem bjargast
skuli vera indiáni. Aö visu vitum
viö ekki hvaö veröur um hann, viö
sjáum hann hlaupa út I nóttina,
þaö er allt og sumt. En myndin er
þannig uppbyggö aö þetta atriöi
verkar á mann einsog bylting.
Frelsi og raunsæi
McMurphy undrast stórlega
þegar hann kemst aö þvl að sumir
sjúklinganna eru á sjúkrahúsinu
af frjálsum vilja. Þeir eru
hræddir viö frelsiö og þá ábyrgö
sem fylgir lifinu utan veggja
Stofnunarinnar. Þiö eruö ekkert
brjálaöri en hver meðalhálfviti
sem gengur laus — segir hann.
Þarna er komiö inná merkilegt
mál: sumt fóik er svo illa leikiö
af þjóöfélaginu eöa kerfinu (eöa
hvaö eigum viö aö kalla þaö?) —
aö þaö ræöur ekki viö frelsið, ótt-
ast þaö, vill heldur lúta valdboö-
um, skilyröislaust. Slikir þegnar
hljóta aö vera óskabörn valdhaf-
anna. Þessvegna eru raflostnotuð
I refsingarskyni viö þá sem eru
meö múöur. Og þeir sem engu
tauti veröur viö komiö fá enn
hræöilegri meöferö, einsog Mc-
Murphy i myndarlok. Ýmsir hafa
bent á aö þessar aöferöir séu ekki
notaöar lengur á geöveikrahæl-
um, og reyndar finnst mér þessi
atriöi vera svolitiö veikir hlekkir I
raunsæisstil myndarinnar: maö-
ur trúir þeim ekki jafnafdráttar-
laust og öörum þáttum hennar.
Kannski er þetta jafnvel meira
áberandi fyrir þá sök aö myndin
er tekin á raunverulegu sjúkra-
húsi (Oregon State Hospital) og
ýmsir leikaranna eru raunveru-
legir sjúklingar og læknar (t.d.
yfirlæknirinn). Persónulýsingar
sjúklinganna eru allar „pottþétt-
ar” frá geölæknisfræöilegu
sjónarmiöi, aö þvi er ég best veit.
Þegar þessum aöferöum er beitt
gerir áhorfandinn kröfur um aö
þeim sé beitt I einu og öllu. Viö
getum aö visu gert Forman þann
greiöa aö hugsa sem svo: ef þaö
er ekki raflost nota þeir bara eitt-
hvaö annað, t.d. lyf, sem gera
sama gagn. Samt er þaö svo aö
þótt atriöin séu réttlætanleg og —
frá leikrænu sjónarhorni — sterk,
vekja þau upp svolitinn efa-
semdardraug sem dregur úr
áhrifum þeirra.
Möguleikar?
Hver er svo niöurstða þessarar
myndar, boöskapur hennar? Þaö
er hreint ekki svo gott aö segja.
An efa er boöskapur myndar-
innar mun siöferöilegri en boö-
skapur bókarinnar sem hún
byggir á, en þarmeö er ekki sagt
aö auövelt sé aö setja saman
setningu er feli I sér þetta mór-
alska inntak. Einstaklingurinn
gegn kerfinu? Vissulega, en mál-
iö er ekki svo einfalt. Einstakling-
urinn hefur ekki upp á neinn
raunverulegan valkost aö bjóöa,
a.m.k. kemur hann ekki fram I
myndinni. McMurphy er fórnar-
dýr kerfisins, fall hans er alveg
rökrétt. Frelsun indiánans er
möguleiki, en ekkkert meira.
Indiáninn flýgur einn úr gauks-
hreiörinu. Hinir fagna, en fylgja
honum ekki þótt glugginn sé gal-
opinn útl nóttina og frelsið. Þeir
eru hræddir.
Skop og alvara
Kvikmyndir Milosar Formans
hafa allar einkennst af persónu-
legum og sérstæöum raunsæisstil
þar sem jafnan er stutt á milli
skops og alvöru. Þessi hæfileiki,
aö ramba á barmi sorgar og gleöi
án þess að detta ofanl fúafen til-
finningaseminnar hefur einmittt
skipaö honum á bekk meö betri
kvikmyndastjórum samtimans.
Nægir aö nefna myndir hans
„Svarti Pétur”, „Ástir ljóshærö-
rar stúlku” og „Þaö brennur,
elskan mfn”. Mér finnst enginn
vandi aö sjá þessi sömu einkenni i
Gaukshreiörinu. Ef til vill er
skopiö oröiö allmiklu nöturlegra
hér — a.m.k. virðast ekki allir
gagnrýnendur geta sætt sig viö
skop á geöveikrahæli. Og vissu-
lega er ekkert hlægilegt viö slikar
stofnanir. En skop Milosar For-
mans er ekkert venjulegt skop.
Hver einasti brandari er tvieggj-
aður: þú veist varla hvort þú ert
aö hlæja eöa gráta. Myndin kallar
ekki fram samúö I venjulegum
skilningi, heldur miklu fremur
reiöi. Ég skildi a.m.k. McMurphy
afskaplega vel þegar hann réöst á
Ratched hjúkrunarkonu til aö
Glerveggur skilur aö Ratched hjúkrunarkonu og vandræöagripinn McMurphy
(Louise Fletcher og Jack Nicholson).
McMurphy uppgötvar aö stóri indiáninn er ekki daufdumb-
ur.