Þjóðviljinn - 07.01.1978, Síða 20
DJÚÐVIUINN
Laugardagur 7. janúar 1978
' Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 máriudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og áurinndögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: ^titstjórn 81382, 81527, <
: 81257 og 81285, útbreiösla 81482 bgÍBlaöaprent 81348.
C 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviijans i sima-
skrá.
Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins
Vedrid olli rafmagnsleysinu
Fífa er fundin lausn
MP" ■% M. áHMJT Æk
Fifu skáparnir eru vandaðir, fallegir, ódýrir og henta hvar sem er.
Fifuskáparnireru íslensk framleiösla.
Þeir fást í þrem viöartegundum. hnotu, alm og antikeik.
Haröplast á boröplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yöar
eigin vali. Komiö og skoðið, kynniö ykkur Auðbrekku 53, Kópavogi.
okkar hagstæöa verö. Látiö okkur teikna og fáiö tilboð. Simi 43820. ^
Fífa er fundin lausn.
ttfí :•
ð
Verkalýösfélagiö Árvakur, Eskifiröi
Viögeröum lýkur í dag
kvöldiö en lokið yrði við fulln- staðar hjá Rafmagnsveitunum en
aöarviðgerö i dag. i Arnessýslu urðu einhverjar
Ekki urðu beinir skaðar annárs smávægilegar bilanir. —IGG
Miklar raf magnstruf I-
anir urðu í gærmorgun,
bæði hjá Landsvirkjun og
Rafmagnsveitum ríkisins.
Báðar vélar Sigölduvirkj-
unar fóru út, og miklar
skemmdir urðu á raflinum
austur í Landssveit.
í Sigölduvirkjun eru tvær vélar
og framleiðir hvor um sig 50 mw.
Samkvæmt upplýsingum
Halldórs Jónatanssonar hjá
Landsvirkjun fór önnur vélin út
kl. 8 i gærmorgun og hin um kl.
9.30, þannig aö þá voru báðar
vélarnar óvirkar. Athugun á or-
sökum þessa sýndi fljótlega að
hér var um að ræða truflanir
vegna seltu og óhreininda i afl-
rofunum i tengivirki stöðvar-
innar. Auk þess kom i ljós að ann-
ar rofinn hafði bilað i þvi skamm-
hlaupi sem þarna hefur átt sér
stað. Þegar var hafist handa um
viðgerð og hreinsun á rofunum og
var reiknað með að viðgerðir
stæðu eitthvað fram eftir degi i
gær.
Vegna þessara truflana neydd-
ist Landsvirkjun til að draga úr
afhendingu rafmagns til
Aburðarverksmiðjunnar i Gufu-
nesi og inn á Norðurlinuna. Þessi
takmörkun á orku nam 10 — 12
mw gagnvart Áburðarverksmiðj-
unni og álika miklu gagnvart
Noröurlinunni . Af þessum sökum
fékk Aburðarverksmiðjan sið-
degis i gær ekki nema 8 mw af
þeim 19 mw sem hún fær ella og
Noröurlinan ekki nema 16 mw, en
hún þarf allt að 28 mw til að full-
nægja orkuþröfinni á Norður-
landi. Tii þess að mæta mismun-
inum þurftu norðlendingar þvi að
gripa til þess ráðs að keyra disil-
stöö á Akureyri. Aftur á móti
þurfti Landsvirkjun ekki að gripa
til varastöðva sinna svo neinu
næmi af þessum sökum, sagði
Halldór.
1 fyrrinótt urðu einnig truflanir
á Búrfellslinu 1 og á timabilinu
frá þvi kl. 3.27 til kl. 5.12 var sú
lina úti, en það olli aðeins smá-
vægilegum truflunum að sögn
Halldórs.
Eftir hádegið i gær fengum við
þær upplýsingar hjá Baldri
Helgasyni hjá Rafmagnsveitum
rikisins, að ástand Norðurlinunn-
ar væri ágætt þá stundina. Raf-
magn hafði farið af henni kl. 9.15
en var komið aftur kl. 11. — Við
getum ekki fundið aðrar orsakir
fyrir þessu en eldingar sem gengu
yfir landið i gær, sagði Baldur, en
engar skemmdir urðu á linunni.
Aftur á móti urðu bilanir hjá
okkur austur i sveitum. 1 Lands-
sveit brotnuðu 10 staurar vegna
þess að eldingum laust niður i þá.
Vegna þess er nú rafmagnslaust i
efri byggðum Landssveitar, á
nokkuð stóru svæði ofan til við
Þúfu og Brúarland, sagði Baldur
Helgason. Viðgerð var þá þegar
hafin og sagði Baldur aö búast
mætti við að fyrstu bráðabirgða-
viðgerð yrði lokið þá seint um
Fyrstu sex mánuði
þessa árs veröa innheimt
70% af gjöldum ársins í
fyrra i fyrirframgreiðslur.
Hingað til hafa 67% verið
hæsta hlutfall, sem inn-
heimt hefur verið i fyrir-
framgreiðslur, en það var
árið 1975. í fyrra voru inn-
heimt 60% af gjöldum i
fyrirf ramgreiðslur.
Við afgreiöslu fjárlaga ákvað
Alþingi að skattvisitalan skyldi
vera 213 stig, en það þýðir rúm-
lega 31% hækkun skatta milli ára.
Arið 1975 var skattvisitalan 100.
Þetta þýðir, að maður sem hefur
31% hærri laun árið 1977 en 1976,
fær 31% hækkun á tekjuskatti
milli ára, en hafi laun hækkað
meira en þvi nemur eykst skatt-
byrðin meira en tekjuhækkun
nemur, og öfugt.
Rikisskattstjóri hefur nú aug-
lýst breytingar á ýmsum upphæð-
um i skattalögunum. Einstakling-
ur greiðir 20% skatt af fyrstu
1.310.700 krónum skattgjalds-
Barnabætur með fyrsta barni
vevða 63.900 kr. og með öðru barni
eða fleiri 95.850 kr.
Persónuafsláttur til útsvars
verður 15.975 kr. hjá einstaklingi,
en hjá hjónum 22.365 kr. Persónu-
afsláttur frá útsvari er 3.195 kr.
fyrir hvert barn, en hafi framtelj-
andi fleiri en 3 börn á framfæri, er
afslátturinn helmingi hærri fyrir
hvert barn, eða 6.390 krónur.
Hámark lifeyristryggingar til
tekna, 30% af næstu 524.300 krón-
um og 40% af skattgjaldstekjum
umfram 2.621.500 krónur.
Hjón greiða 20% skatt af fyrstu
1.835.000 krónum, 30% skatt af
786.500 krónum og 40% af skatt-
gjaldstekjum umfram 2.621.500
krónur.
Einstaklingar fá 206.610 króur i
persónuafslátt, en persónuaf-
sláttur hjóna veröur 308.850 kr.
skattafrádráttar verður 124.000
kr. og iðgjald af lifábyrgð má
ekki vera hærra en 74.200 kr.
Giftingarfrádráttur verður
272.500 krónur. Almennur sjó-
mannafrádráttur verður 30.555
kr. fyrir hvern mánuð og 14.345
kr. vegna hlifðarfatnaðar.
Skattafrádráttur vegna vinnu
maka við fyrirtæki hjóna verður
285.500 krónur.
—eös
Mótmælir
Norglobal
Alda mótmæla vegna
leigunnar á norska
bræðsluskipinu Nor-
global hefur skolLið yfir
undanfarið. Hér fer á
eftir samþykkt sem
gerð var á fundi Verka-
lýðsfél. Árvakurs á
Eskifirði um þetta mál:
„Stjórn Verkalýðsfélagsins Ar-
vakurs á Eskifiröi. mótmælir
þeirri ákvörðun rikisstjórnarinn-
ar að heimila bræösluskipinu
Norglobal vinnslu innan islenskr-
ar landhelgi. Stjórnin bendir á aö
þetta er gert á sama tilna og lagt
er i miljarða fjárfestingu i loðnu-
bræðslunum viöa um land og tel-
ur að koma Norglobals hingað
veröi til að gera þessa fjárfest-
ingu óaröbærari en ella heföi orð-
iö. '
Stjórn Arvakurs hvetur rikis-
stjórnina til að endurskoða þessa
leyfisveitigu og beita sér þess I
stað fyrir þvi aö fengin verði
flutningaskip er flytji aflann til
þeirra staða er fjærst liggja veiöi-
svæöunum hverju sinni. Meö þvi
móti teljum viö að vinnsla loönu
komi flestu islensku verkafólki til
góða.”
Fyrirframgreidsla nú
70% opinberra gjalda
Eru greiddar útflutnings
bætur með áli
Arni G. Pétursson, rauöfjár-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
tslands, kemst að þeirri niöur-
stöðu i grein, sem hann nefnir:
„Dýrt er Hafliði keyptur”, að
niðurgreiðslur á raforkuverð til
isals hafi verið 15.750 milj. kr. ár-
ið 1976.
Þetta leggur hann að jöfnu við
útflutningsuppbætur á landbún-
aöarafurðir. Fær þá ■ út, að með
hverri lest af áli hafi verið
greiddar 225 þús. kr. Hann bendir
á, að hefði meðgjöfin til Isals ver-
ið notuð i þágu landbúnaðarins
árið ’ 1976, þá hefðu hvergi i
heiminum verið jafn ódýrar land-
búnaðarafuröir á markaði og hér
á landi og umframframleiösluna
hefði mátt selja á heimsmarkaðs-
verði.
Þá gerir Arni samanburð á út-
flutningi æðardúns og áls. Fyrir
eina lest af áli fékkst sama nettó-
upphæð i gjaldeyri og fyrir 1 kg.
af æðardún, en hlunnindabændur
hefðu nú glaðst ef þeir hefðu notið
sömu kjara og ísal og fengið
greitt með æðardúninum 225
þúsund krónur á kag.