Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 „Hallærisplan” í tilefni borgarstjórnarfundar Um 1850 var Reykjavik „danskur" bær. Við Hafnarstræti, Austurstræti og Aðalstræti stóðu lág- reist, tjörguð timburhús í eigu borgara af dönskum ættum. Um 1900 höfðu orð- ið umskipti; í stað lág- reistra húsa voru komin tvilyft og þrilyft timbur- hús, bárujárnsklædd í ýmsum litum. Þessi önnur ,,kynslóð" timburhúsa í Reykjavík reis á upp- gangstimum skútualdar og var í eigu íslenskra borg- ara. Reykjavík var orðin alíslensk. Árið 1915 brunnu 10 hús i Austurstræti og grennd, þar af 8 timburhús. 1 stað þeirra komu háreist steinhús. Er jafnan vitnað til brunans sem eins mesta breytingavalds i byggðarsögu miðbæjarins og þótti vágestur hinn mesti. Hús skútualdar Mörg hús frá lokum 19. aldar hafa verið jöfnuð við jörðu i mið- bænum siðan 1915, en þó má enn finna þar nokkur af stoltum hús- um skútualdar. Á svæðinu frá Miðbæjarmarkaði i Aðalstræti að Búnaðarbanka i Hafnarstræti blasir enn við önnur kynslóð reykviskra timburhúsa og og myndar sú fjölskylda sam- stæða heild með sterkum svip. Eru sum húsin þó hart leikin eftir ýmsar breytingar og lélegt við- hald. Röðin er óslitin frá Aðal- stræti 7, sem þeir systkinasynir Jón Vidalin og Páll Eggerz, ungir og efnilegir kaupmenn, munu hafa reist um 1880, Þarna versl- aði Brynjólfur H. Bjarnason sið- ar, og var allt á einum stað, ibúð, verslun og pakkhús. Við pakkhús- ið gamla standa Björnsbakari og Hótel Vik. Hótelhúsið er liklega að stofni frá 1884, en hækkun var leyfð árið 1905 og kom þá kvistur. Næst Vik við Veltusund reisti Helgi Þorláksson Magnús Benjaminsson úrsmiður hús um 1887—1888, nú Austur- stræti 4. Arið 1898 reisti Jón Bryn- jólfsson leiðursali og skósmiður mikið timburhús i Austurstræti 3. AHt voru þetta valinkunnir borg- arar, Brynjólfur, Magnús og Jón. Þeir fluttust ungir til Reykjavik- ur á uppgangsárum og gerðust forystumenn hver i sinni stétt. Við Veltusund 1 reis timburhús árið 1907, stórt og mikið (Þar er nú verslunin Eros), en næst þvi við Hafnarstræti 4 (þar sem er bókaverslun Snæbjarnar) er hús sem taliö hefur verið elsta versl- unarhús i Reykjavik (reist 1796?). 1915 að nýju t dag, fimmtudag, mun borgar- stjórn f jalla um tillögu þess efnis að öll þessi hús sem nú voru nefnd og fleiri verði rifin, en i staðinn reist ein stórbygging, fimm hæða, á öllu svæðinu frá Miðbæjar- markaði um lóð Hótel íslands („Hallærisplan”) og yfir á svæði Bifreiðastöðvar Steindórs. Nái tillagan fram að ganga mun verða um að ræða mestu röskun i byggingarsögu miðbæjarins allt frá dögum brunans mikla árið 1915. Hér er um að ræða stórmál, sem farið hefur fram hjá mörg- um. E.t.v. hefur það ekki verið kynnt öllum almenningi nógu rækilega, enda hafa baráttumenn fyrir varðveislu Bernhöftstorfu og Grjótaþorps verið sem högg- dofa I vandlætingu og undrun sið- an tillagan varð fyrst kunn i gróf- um dráttum fyrir rúmu ári. Á sinum tima tóku Þorsteinn Gunnarsson og Hörður Agústsson saman skýrslu um gömul hús sem hefðu varðveislugildi. Siðan það var, hafa forsendur og við- horf gjörbreyst i varðveislumál- um. Menn skútualdar rifu gömul, lágreist hús og reistu ný á sama stað miklu stærri. I óðagoti tækni- aldar hafa menn viljað halda áfram á sömu braut, smiða stærra, meira, án þess að gefa nægan gaum að nauðsyn og af- leiðingum. Forsendur hafa breyst frá skútuöld, allri viðhaldstækni hefur fleygt fram og samgöngu- tækni gerir kleift að færa til borgarkjarna, reisa þá á nýjum stöðum i samræmi við útþenslu borga. Það sem meira er, fólk velmegunartima eftirstriðsára hefur efni á þvi, frekar en menn skútualdar, að hyggja að menningarsögulegum rökum. Fyrir hvort skyldu ibúar Reykja- vikur, sem uppi verða árið 2100; verða þakklátari borgarstjórn þeirri sem nú situr: að láta ofan- greind hús standa eða reisa stein- bákn i þeirra stað? Ný viðhorf Á allra seinustu árum hafa opn- ast augu sumra þeirra, sem fjár- ráð hafa t.d. i Noregi og Dan- mörku fyrir þvi að snjallt geti verið að fjárfesta i gömlu húsi á góðum stað, færa það i gamalt horf og reka þar verslun og önnur fyrirtæki. Viðskiptavinir laðast að hlýlegum, snotrum timburhús- um. Þvi miður er enn litið um þetta i Reykjavik,en þó má finna góð dæmi, t.d. að Vesturgötu 2 og i Aðalstræti 16. Ljóst er að sjónarmið hagnýtis, fegurðar og menningarsögu geta fariðsaman i varðveislu gamalla húsa. t þeim forsendum sem borgaryfirvöld gáfu Þorsteini og Herði til viðmiðunar fyrir skýrslu þeirra var þessa ekki nægilega gætt. Ný viðhorf krefjast nýrra vinnubragða,og er skýrsla sú sem nýlega var lögð fram um ástand, sögu og varðveislugildi húsa i Grjótaþorpi gott dæmi um það. Slika skýrslu þarf að taka saman um öll hús, sem reist voru i mið- bænum fyrir t.d. 1920 áður en hreyft er við þeim og hugað að nýsmiði. Óvissa sú og togstreita sem rikir varðandi Bernhöfts- torfu og Grjótaþorp sýnir að borgaryfirvöld verða hið fyrsta að taka varðveislumál i heild til endurmats og móta nýja stefnu þar sem gætt sé miklu fleiri sjónarmiða en áður hefur verið gert. Þangað til slikt verður er nauðsynlegt að hrófla ekki við gömlum húsum, séu þau ekki að falli komin. Ég mælist eindregið til að borgaryfirvöld kynni sér hvort ekki megi færa sér i nyt gömlu húsin, a.m.k. sum hver, með hag- kvæmum hætti. Versíun Bryn- jólfs H. Bjarnasonar þótti stór- myndarleg i eina tið, en húsið hefur látið á sjá. Sumir telja Hót- el Vik eitt fegursta timburhús Reykjavikur. Leðurvöruverslun Jóns Brynjólfssonar verður að teljast hreinasta perla i sinum gamla stil, og margir munu geta séð að Veltusund 1 býr yfir mikl- um þokka. Þetta hús mætti sjálf- sagt bæta mjög með góðum smekk og nýta margvislega. Aðgát sé höfð Hætt er við að menningarsögu- legt gildi gömlu húsanna hafi ekki verið athugað sem skyldi. Mér er ekki kunnugt um að saga hússins i Hafnarstræti 4 hafi verið athuguð sérstaklega áður en lagt var til að húsið skyldi vikja. Páll nokkur Brekkmann reisti hús á þessum stað 1796. óljóst er hvort þetta hús stendur enn að hluta þar sem nú er bókaverslun Snæbjarnar, en Árni óla telur að svo muni verá. Þetta mætti liklega leiða i ljós með nákvæmri könnun, þvi að til eru teikningar af húsi sem Páll hugðist reisa og uppmæling húsa hans er til frá 1798. Þetta mætti bera saman við t.d. Reykjavikur- kort frá 1801 og 1836 o.fl. Niður- staðan verður e.t.v. að um sé að ;Framhald á 14. siöu Tilkynning frá olíufélögunum Nanna Hermansson: Könnum húsin Þjóðviljinn leitaði álits Nönnu Hermannsson, borgarininjavarð- ar ög höfundar skýrslunnar um Grjótaþorpið á fyrirhuguðum framkvæmdum við Aðalstræti og innti hana eftir varðveislugiidi gömiu húsanna sem til stendur að rifa. Ég þekki þessi hús ekki nógu vel til að dæma um varðveislu- gildi þeirra, sagði Nanna, og rannsókn á þvi tekur óneitanlega tima. Hins vegar er saga margra þessara húsa áhugaverð og ærið tilefni væri til að kanna hana og um leið varðveislugildi húsanna áður en þau verða rifin. I könnun á gömlum húsum i miðbænum sem þeir Hörður Agústsson og Þorsteinn Gunnarsson gerðu á árunum 1967 til 1970 benda þeir á 5 hús, sem þeir álita að þyrfti að rannsaka betur áður en þau yrðu rifin. Þessi hús eru Hafnarstræti 4 (Bókaverslun Snæbjarnar), sem á sér athyglisverða sögu og ekki er vitaö um hvenær var byggt, Veltusund 3 og Austur- stræti 4 (Thorvaldsen), Vallar- stræti 4, (Hótel Vik) og Aðalstræti 7 (Timahúsið) Nú er ég ekki að segja að öll þessi hús beri tvimælalaust að varðveita, en mér finnst eðlilegt að áður en gamalt hús er rifið i Reykjavik þá verði það kannað eins vel og kostur er og mælt upp, þannig að við eigum að minnsta kosti góða lýsingu á þvi. Ég tel að I hverju gömlu húsi felist mikil verðmæti, handverk og vinna sem ekki kemur aftur. Vitneskju um slikt tekur enginn frá okkur, þó húsin hverfi. Þá tel ég varhugavert að rifa húsin, og byrja að byggja á nýjan leik, án þess að fram fari forn- fræðileg könnun á svæðinu. Þegar grafið var við Aðalstræti 14 og 18 fundust þar menjar um búsetu, og eru þau gögn nú til úrvinnslu i Sviþjóð. Oll frekari vitneskja sem stutt gæti þann fund, er mjög mikilvæg, og þvi er ekki hægt annað en að kanna þetta svæði með tilliti til þess, ef og áöur en til nýbyggingar kemur. Vegna sívaxandi erfiðleika við útvegun rekstursfjár til þess aö fjár- megna stöðugt hækkandi verð á olíuvörum, sjá olíufélögin sig knúin til þess að herða allar útlánareglur. Frá og með 1. febrúar næst kom- andi gilda því eftirfarandi greiðslu- skilmálar varðandi lánsviðskipti: 1. Togarar og stærri fiskiskip skulu hafa heimild til að skulda aðeins eina úttekt hverju sinni. Áður en að frekari úttektum kemur skulu þeir hafa greitt fyrri úttektir sínar, ella má gera ráð fyrir að afgreiðsla á olíum til þeirra verði stöðvuð.Greiðslu- frestur á hverri úttekt skal þó aldrei vera lengri en 15 dagar. 2. Önnur fiskiskip skulu almennt hlýta sömu reglu. Hjá smærri bátum, þar sem þessari reglu verður ekki við komið, skal við það miðað að úttekt sé greidd um leið og veðsetning afurða hjá fiskvinnslustöð fer fram. 3. Þeir viðskiptamenn, sem hata haft heimild til lánsviðskipta í sambandi við olíur til hús- kyndingar, hafi greiðslufrest á einni úttekt hverju sinni. Þurfa þeir því að hafa gert upp fyrri úttekt sína áður en til nýrrar út- tektar kemur. 4. Um önnur reikningsviðskipti gilda hliðstæðar reglur. 5. Að gefnu tilefni skal ennfremur tekið fram, að olíufélögin veita hvorki viðskiptamönnum sínum né öðrum peningalán eða aðra slíka fyrirgreiðslu, né heldur hafa milligöngu um útvegun slikra lána. Tilgangslaust er því aö leita eftir lánum hjá olíu- félögunum. m (tsso) Shell OLÍUVERZLUN OLÍUFÉLAGIÐ H.F. OLÍUFÉLAGIÐ ÍSLANDS H.F. SKELJUNGUR H.F. —AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.